Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 48

Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 48
«*48 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens 1 XX 55 55 m| r { Q ^ \J) yLX (7AV?e> 5-29 Hundalíf Ljóska Smáfólk 15 YOUR 6RAMPA 5TILL PLAYIN6 I v GOLF ? J YE5, BUT HE'5 6IVEN UP TRYINS TO 5HOOT HI5 A6E.. NOL) HE'5 TRYIN6 TO SHOOT THE TEMPERATURE. Leikur afi þinn ennþá golf? - Já, en hann er hættur að reyna að vera undir aldri sfnum ... nú miðast höggafjöldinn við hitastigið .... Hitinn fðr yfir 100 stig á Fahrenheit í gær, hann för á 102 höggum... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Svona gerir maður ekki Frá Guðmundi Bergssyni: INGIBJÖRG Sólrún borgarstjóri sagði í Morgunblaðinu að hún myndi endurskoða byggingar í Laugardal ef fólk væri almennt á móti þeim. Svona hefur ekki heyrst áður hjá ráðamönnum hér, hvorki hjá borg né ríki. Nægir að minna á Seðlabankann og Ráðhúsið í Tjörn- inni. Þrátt fyrir það kom Davíð í sjónvarp og sagðist ekki hafa byggt í Laugardal ef hann hefði verið borgarstjóri. Umhverfisráðherra fór á Eyjabakkasvæðið og glotti framan í þjóðina í sjónvarpi, þegar hún sagði að hún hefði viljað sjá svæðið áður en það færi undir vatn. Iðnaðarráðherra fór líka til að sjá það. Hafa kannski íslensk stjórn- völd gleymt að gera breytingar á umhverfismati eftir tilskipun Evr- ópusambandsins frá 1997? Breyt- ingin átti að taka gildi í mars 1999. Hefur þessi lagabreyting komið til kasta alþingis? - Ef svo er hefur það farið fram hjá mér. Maður var sendur í sjónvarp til að sýna að meira fari tO spOlis ef farið væri eft- ir hugmyndum Steingríms Her- mannssonar. Það var haft mikið við til að gera hans málflutning lítOs- virði, svo langt gengur framsóknar- liðið. Samgönguráðherra kom með bros á vör og sagðist ætla að kasta mOljörðum í gamla Bretaflugvöllinn í Vatnsmýrinni og meira en það, all- ar samgöngur ættu í framtíðinni að vera þar en hvaða leið þeir eiga að fara þaðan sem ekki fara upp í loft- ið, minntist hann ekki á en sem kunnugt er náðist ekki sátt um veg um Fossvog á sínum tíma. Það sem mest hefur verið rætt um í sam- bandi við að færa innanlandsflugið tO Keflavíkur er að það sé of langt að fara og tvöfalda þurfi Reykjanes- veginn áður. Það er eins og enginn vilji hlusta á að ódýrasti og besti kostur sé rafmagnslest mOli Kefla- víkur og t.d. Rjúpnahæðar ofan byggða sem stytti tímann stórlega. Það er eins og menn séu enn jafn andvígir jámbraut eins og þeir voru fyrir 100 árum eða svo þegar átti að leggja jámbraut frá Reykjavík austur fyrir FjaO. Og þama væri greiðari leið tO allra átta með alls- konar farartækjum en úr Öskjuhlíð. Samgönguráðherrann ætti að skoða þennan kost áður en hann fer í stór- framkvæmdirnar, það gerði ekkert tO. Ekki var minnst á það að nokkur væri á móti flugvellinum þrátt fyrir öll blaðaskrifin sem verið hafa um völlinn og að henda í hann mOljörð- um inni í miðjum bænum og eyði- leggja Vatnsmýrina og það glæsi- lega svæði, að ógleymdri slysa- hættu í flugtaki og aðflugi. Og ekki hefur forsætisráðherra komið og sagt sitt álit á þessu, hvorki á flug- vellinum eða Eyjabakkasvæðinu eins og hann gerði um Laugardal- inn en það getur verið að hann eigi eftir að koma í sjónvarp og strika yfir þetta með því að segja „svona gerir maður ekki“. Borgarstjóri sagðist ætla að þétta byggð í Vest- urbænum með því að stækka landið þar. Þar var land áður en tók af fyr- ir nálægt 100 árum í Básendaveðri. En full þörf væri á að loka Hólma- sundi nú tO að draga úr hreyfingu, þegar farið verður að nota olíu- bryggjuna nýju en í suðvestanátt er mikOl súgur á flóði á ytri-höfninni og ekki veitti af að setja garð á Akureyjarrif tO að laga í norðaust- anátt. Þess vegna gæti borgarstjór- inn alveg gert nýtt land á milli Akureyjar og gömlu öskuhauganna og þar væri gott útsýni og kvöldfag- urt í góðu en það kemur ekki fyrir Vatnsmýrina. Úr því að undirskrift- ir og mótmæli eru allt í einu orðin þess virði að taka þau tO greina, þá er ekki annað til ráða en að safna þeim tO að mótmæla skemmdar- verkum á Vatnsmýrinni og Eyja- bakkasvæðinu. Gerum það sem hægt er til að forðast slysin. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Þúsöld, þúsár eða tíöld Frá Jóni Steindóri Valdimarssyni: ÞÓRHALLUR VOmundarson hefur sett fram tOlögu um að nýtt hverfi í Grafarholti verði kaOað Þúsaldar- hverfi tO minningar um kristnitöku. Þúsöld er nýyrði úr smiðju Þórhalls og er ætlað að merkja þúsund ára tímabil og skýrir hann rækilega hvemig orðið er hugsað. Þúsöld og Þúsaldarhverfi verður örugglega fljótt tamt í munni enda orðið og samsetningar þess þjálar. Eg get hins vegar ekki að því gert að mér þykir að þúsöld minni frekar á þúsund aldir en þúsund ár og hygg að svo sé um fleiri. Mætti ekki eins hugsa sér að nota orðið þúsár og Þúsár(s)hverfi um hið nýja hverfi eða jafnvel tíöld og Tíaldarhverfi? Það virðist falla bet- ur að merkingu orðanna ár, öld og tugur, hundrað og þúsund. JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON, íbúi við Funafold. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.