Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 56
56 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
•r
*
V
;
Frumsýningar í dag
og á mánudag
Draumur í Arizona
Arizona Dream ‘93
Emir Kusturica/Júgóslavía
JOHNNY Depp leikur draumóramanninn Axel, sem er ham-
ingjusamur við þá iðju sína að veiða fisk í New York, þegar
sendiboði hefur upp á honum og kemur honum til Arizona þar
sem hann á að vera svaramaður Leos
frænda síns sem Jerry Lewis leikur.
Leo vill ólmur og uppvægur fá Axel
inn í blómlegt bílaíyrirtæki fjölskyld-
unnar, og þegar Axel reynir fyrir sér
sem bílasölumaður kynnist hann hin-
um ólíku stjúpmæðgum, Elaine og
Grace Stalker, sem leiknar eru af Fa-
ye Dunaway og Lily Taylor sem lék í
A köldum kkik'd eftir Friðrik Þór. Axel
dregst að þessum furðulegu mæðgum
sem hata hvor aðra eftir mikið fjöl-
skylduuppgjör en eru þó báðar ólmar í
ást.
Myndin er draumkennd og eins og
Kusturica sæmir er hún bæði ljóðræn í fegurð sinni og fyndni.
Arizona Dream er bandarísk framleiðsla. Hlaut hún misjafnari
viðtökur en aðrar kvikmyndir leikstjórans, en hlaut þó Silfur-
björninn í Berlín árið 1993.
Ástkær
Beloved 1999
Jonathan Demme/Bandaríkin
SAGA Nóbelsverðlaunahafans Toni Morrison, Ástkær, er nú
komin á hvíta tjaldið og heill skari þekktra leikara fer með
hlutverk í myndinni, m.a. Ophrah Winfrey sem leikur Sethe, en
Winfrey hefur ekki leikið í kvikmynd síðan hún fór með hlut-
verk í myndinni Purpuralitnum. Danny Glover fer með hlut-
verk Paul D, Kimberly Elise leikur dóttur Sethe og Thandie
Newton fer með hlutverk Ástkærrar. Sagan gerist í Ohio árið
1873 og Sethe hefur flúið frá fyrrverandi eigendum sínum og
er að reyna að skapa sér líf með bömum sínum. I þeirri baráttu
hamlar henni þó erfið reynsla hennar af þrældómi.
Jonathan Demme steig fyrst fram á sjónarsviðið með mynd
sinni Caged Heat árið 1974, en þekktasta mynd hans er án efa
Lömbin þagna frá árinu 1991. Hún hlaut fimm Óskarsverðlaun
og þar á meðal fór Demme heim með verðlaun fyrir bestu leik-
stjómina. Demme hefur einnig gert fjölda heimildarmynda og
mynda fyrir sjónvarp.
Tangó
Tango 1998
Carlos Saura/Spánn
NYJASTA mynd Carlos Saura gerist í Buenos Aires og segir
sögu leikstjórans Mario Suarez sem elur þann draum í brjósti
að búa til tangómynd allra tíma. Hugmynd hans er að dansar-
amir og tónlistarmennimir geti tjáð sig af tilfmningu án þess
að nokkuð sé slakað á leikrænum þætti myndarinnar, enda
muni tangóþyrstir Argentínubúar ekki samþykkja neitt hálf-
kák þegar kemur að dansi þeirra, tangóinum. Hlutimir flækj-
ast þegar Suarez verður ástfanginn af hinni fögra og hæfileika-
ríku Elenu sem er kærasta Angelo Larroca sem er einn
stærsti styrktaraðili myndarinnar og bæði voldugur og hættu-
legur. Vandræði Suarez aukast enn þegar aðrir sem fjármagna
myndina fetta fingur út í eitt atriði myndarinnar þar sem Su-
arez hyggst sýna dekkri hliðar sögu Argentínu, tímabil manns-
hvarfanna.
Carlos Saura þarf vart að kynna fyrir Islendingum, en hann
hefur gert fjölda kvikmynda og þegar dansmynd hans, Car-
men, var sýnd á kvikmyndahátíð í Reykjavík á sínum tíma
hlaut hún fádæma aðsókn.
Ljósmyndaskóli Sissn
www.simnet.is/sissa
Laugavegur 25, 3. hæð. Sími 562 0623
Manstu eftir
Dolly Bell?
Sjecas li se Dolly Bell? ‘81
Emir Kusturica/Júgóslavía
UNGUR popptónlistarsöngvari elst upp hjá pabba sín-
um, sem er góður maður en þjakaður, í verkamannaver-
öld Júgóslavíu fimmta áratugarins. Þessi gamanmynd
var fyrsta bíómynd Kusturica, sem áður hafði gert tvær
myndir fyrir sjónvarp. Myndin færði honum nokkra
frægð, þar sem hún vann Gullljónið í Feneyjum sem
besta byrjendaverkið það árið.
Kusturica deilir hart á þjóðfélagið/kerfið, þar sem
verkamannasamfélagið verður sífellt undir og þar sem
framfarir era mældar í því hversu mörg ár það tekur að
flytja inn í nýja íbúð eða hversu marga sentimetra af
holdi nektardansmær lætur skína í við lampa náma-
mannsins. Yfirvöldin era að lina tökin á landsmönnum
og skoða hvaða áhrif vestræn menning í fatatísku, tón-
list, kvikmyndum, að ógleymdri kynlífsbyltingunni hafa
á ungt fólk.
Gadjo Dilo
Gadjo Dilo ‘97
Tony Gatlif/Frakkland
STEPHANIE er ungur Frakki á leið um Rúmeníu í leit
sinni að sígaunasöngkonunni frægu Nora Luca. Það
eina sem hann getur stuðst við í leit sinni er upptaka af
seiðandi og fallegri rödd hennar. Um miðja nótt reikar
Stephanie inn í lítinn eyðilegan sígaunabæ. I ólíkri
menningu virkar Stephanie á bæjarbúa sem skemmti-
lega skrýtinn maður, en hann hefúr ekki gleymt því
hvað rak hann upphaflega af stað í ferðina.
Tony Gathf fæddist í Alsír þar sem hann þurfti að
bjarga sér sjálfur frá blautu bamsbeini. Hann hefur
gert kvikmyndir frá árinu 1975 en vakti fyrst athygli
umheimsins með gerð myndarinnar Latcho Drom sem
er fyrsti hluti trílógíu sem inniheldur einnig Mondo og
Gadjo Dilo. Síðasta mynd hans, Gadjo Dilo, hefur unnið
til fjölda verðlauna, meðal annars í Montreal og
Locamo. Á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tromso var
hún valin besta mynd hátíðarinnar af áhorfendum.
Dagskrá Kvikmyndahátíðar í Reykjavík
sunnudaginn 29. ágúst
mánudaginn 30. ágúst
Kl. 14:30 A Clockwork Orange
Kl. 14.45 Slam
Kl. 15.00 Ástkær
Kl. 16.40 Makaskipti
Kl. 17:00 Barry Lyndon
Kl. 18.00 Ástkær
Kl. 18:50 Makaskipti
Kl. 21:00 A Clockwork Orange
Full Metal Jacket
The Shining
Kl. 23:15 Full Metal Jacket
Kl. 23:20 A Clockwork Orange
The Shining
KL. 15:00|
Kl. 16:00
Kl. 17:00
Kl. 18:30
Kl. 19:00
Kl. 21:00
Kl. 23:00
Kl. 23:30
Síðustu dagarnir
Lífshamingja
Arizona draumurinn
Börn híminsins
Lífshamingia
Börn himinsins/ Trikk
Lífshamingja
Þrjár árstíðir
Lífshamingja
Kl. 17:00
Kl. 19:00
Kl. 21.00
Kl. 23.00
Limbo
Gadjo Dilo
Tangó
Svartur köttur, hvitur köttur
Rottufangarinn
Lucky People Center
Kl. 14:40 Makaskipti
Kl. 15:00 Barry Lyndon
Kl. 18:00 Ástkær
Kl. 18:50 Makaskipti
Kl. 21:00 Full Metal Jacket
A Clockwork Orange
The Shining
Kl. 23:15 Full Metal Jacket
Kl. 23:30 A Clockwork Orange
The Shining
[REGNBOGINN
KL 16:00|
Kl. 17:00
KJ. 19:00
Kl. 19:30
Kl. 21:00
Kl. 23:00
Kl. 23:30
Lífshamíngja
Síöustu dagarnir
Þrjár árstíöir
Trikk
Börn himinsins
Lífshamingja
Lffshamingja
Trikk
Arizona draumurinn
Lífshamingja
Kl. 17:00
Kl. 18:45
Kl. 19:00
Kl. 21:00
Kl. 23.00
Upp með hendur
Rottufangarinn
Te með Mussolini
Manstu eftir Dolly Bell?
Svartur köttur, hvftur köttur
Tangó
Lucky People Center
Upp með
hendur!
Que personne ne
bouge! 1998(??)
Sólveig Anspach/Frakkland
Á ÁRUNUM 1989-1990 frömdu
fimm konur sjö vopnuð rán í sólríku
Vaucluse-héraðinu í Suður-Frakk-
landi, en þegar þær létu til skarar
skríða í áttunda skiptið vora þær
handteknar. I blöðunum vora þær
kallaðar Amasónu-gengið og eftir að
þær náðust vora þær hafðar í varð-
haldi. Mynd Sólveigar Anspach fjall-
ar um konumar fimm sem allar
höfðu þekkst frá barnæsku og
heimabæ þeirra sem þegar til kast-
anna kom skildi betur ákvörðun
þeirra um að brjóta lögin til að
brauðfæða fjölskyldur þeirra.
Sólveig Anspach skrifar bæði
handrit og leikstýrir heimildarmynd-
inni Upp með hendur sem var til-
nefnd til verðlauna á Belfort kvik-
myndahátíðinni árið 1998.