Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 4

Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Prófessor í ferðamálafræðum vonar að Islendingar berjist fyrir náttúruna eins og þeir börðust fyrir fiskinn Osnortin náttúra heims- ins sífellt minnkandi VALENE Smith, prófessor í mann- fræði ferðamála við Califomia State University í Chico í Bandaríkjun- um, líkir Eyjabökkum við Yellow- stone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum eins og hann var áður en hann fyllt- ist af ferðamönnum. Hún segir of snemmt að fara út í framkvæmdir á svæðinu þar sem upplýsingar um áhrif hvers konar uppbyggingar á svæðinu liggi ekki fyrir og hafi ekki verið metnar. Valene Smith er stödd hérlendis um þessar mundir og heldur fyrir- lestur á málþingi Ferðamálaráðs Is- lands um skipulag ferðamannastaða nk. laugardag, auk þess sem hún kennir tímabundið nemendum í ferðamálafræði við Háskólann á Akureyri. Valene hefur undanfama viku ferðast um landið og skoðaði hún meðal annars Eyjabakka. í samtali við Morgunblaðið segist Smith viija varpa fjölda spurninga til íslendinga um framtíð svæðisins eftir að hafa skoðað það. Hún segir það vera grundvallaratriði að Islendingar láti framkvæma alls- herjar umhverfismat á svæðinu. Ekki eingöngu vegna fyrirhugaðra virkjunaráforma heldur fyrir alla uppbyggingu sem hugsanlega muni eiga sér stað á svæðinu. íslendingar þurfi að vita með mun meiri vissu en við ger- um nú hvað svæðið þol- ir og hvað ekki. Eyjabakkar sérstak- ir meðal norður- heimskautssvæða Valene Smith er sér- fræðingur á sviði ferðamennsku á heim- skautasvæðum. Hún skrifaði jafnframt grundvallarrit í ferða- málafræðum, „Hosts and guests, the ant- hropology of tourism“, sem fjallar um áhrif ferðamennsku á samfé- lag pg umhverfi. „Ósnortin náttúra og víðemi fara hverfandi í heiminum og þau sem eftir eru verða mikilvægari og mik- ilvægari. Við verðum að halda ein- hverjum eftir handa komandi kyn- slóðum. Tilfinningar mínar í garð Eyjabakka eru blendnar þessa stundina. Ég geri mér grein fyrir þörfum iðnaðarins en samtímis sé ég nauðsyn þess að vemda náttúr- una og sérstaklega búsvæði villtra dýra. Ef við ofnýtum náttúrana hverfur hún, og þetta er áhyggju- efni sem ég tel að margir Islendingar hafi áhyggjur af. Ég hef þó trú á íslensku þjóðinni því þið börð- ust til þess að vemda fiskinn og vonandi berjist þið líka til þess að vernda náttúrana ykkar. Ég get séð fyrir mér nokkra möguleika til þess að byggja Eyja- bakka upp sem ferða- mannastað ef á annað borð einhver þróun á að eiga sér stað þar, en það er ég ekki viss um. Ég sé Eyjabakka í hnattrænu samhengi. Pað era mjög fá svæði eins og þeir, jafnvel á norðurheimskautssvæð- um, en ég hef unnið víða á þeim, m.a. í Alaska, Kanada og Græn- landi, svo ég geri mér grein fyrir hve sjaldgæft og sérstakt svæðið er. Það segi ég vegna gróðursins sem þar þrífst í þessari hæð og dýralífs- ins,“ segir Smith og tekur dæmi frá sínu heimalandi þar sem gengið var allt of nærri elgnum og vísundnum á tímabili, svo þeir vora nærri út- dauðir þegar gripið var í taumana. Valene Smith Andlát HAFSTEINN GUÐMUNDSSON HAFSTEINN Guð- mundsson bókaútgef- andi er látinn, 87 ára að aldri. Hafsteinn fæddist í Vestmannaeyjum árið 1912, sonur Guðrúnar Kristjánsdóttur hús- móður og Guðmundar Helgasonar sjómanns. Hann tók sveinspróf í prentun frá Iðnskólan- um í Reykjavík árið 1930 og próf frá Fag- skolen for boghánd- sværk í Kaupmanna- höfn níu áram síðar. Hafsteinn var prentari hjá Isa- foldarprentsmiðju 1929-1942, prentsmiðjustjóri hjá Hólaprenti 1942-1965, forstjóri hjá Prenthúsi Hafsteins 1967-73 og loks forstjóri og eigandi bókaútgáfunnar Þjóð- sögu frá 1954. Hafsteinn hlaut hvatningarverðlaun Vísindasjóðs yrir útgáfu Þjóðsögu á verkinu íslensk þjóð- menning. Hafsteinn var með- fram öðram störfum kennari í fagteikningu í Iðnskólanum í Reykja- vík 1940-1960, og stjómarmaður í Félagi íslenskra prentsmiðju- eigenda um tveggja áratuga skeið. Hafsteinn var sæmd- ur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1976, var gerður að heiðursfélaga í Félagi íslenskra bókaútgefenda 1984 og varð heiðarsfélagi í Svifflugfélaginu 1971. Arið 1994 var hann gerður að heiðursdoktor við Háskóla Islands. Hafsteinn var tvíkvæntur og átti samtals fjögur böm og eitt stjúp- bam. Eftirlifandi eiginkona hans er Helga Hobbs. HLUTABRÉFASIÓÐUR BÚNAOARBANKANS HF OKKAR SÉRFRÆÐINGAR *(1.10. 1996 - 31.07. 1999) 35% 30% 25% 20% 15% 31% -24% 26% 20% . 18% f f r r r Lands- Kaupþlné HlutabréÉa- Fjár- Kaupþing bréf Noröur- sjóður vangur Iands Búnaðar- bankanshf. 27% Samanburður á ávöxtun lllutu bréfcisjóös Búnaðarbankans og annarra 8amb«rilegra hlutabré/asjóóa. S/\' BÚNAMRBANKINN VERÐBRÉF Iðnaðar- og við- skiptaráðherra Loftefnagjald á Norsk Hydro hugs- anlegt FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir til greina koma að fara fram á að Norsk hydro greiði sérstakt gjald vegna loftefna sem hleypt kynni að verða út í andrúmsloftið í tengslum við viðræður við fyrirtækið um álver á Austurlandi. „Við höfum ekki undirritað ennþá Kyoto-bókunina. A meðan ekki er ljóst hvernig á okkar málum verður haldið í því samningaferli eram við í sjálfu sér ekki skuldbundnir til að taka tillit til þeirra hluta, þó að við geram okkur glögga grein fyrir því að við verðum að leita leiða til að draga úr losun út í andrúmsloftið," segir Finnur. Útfært nánar síðar „íslendingar eru ekki komnir með neinn kvóta í þessum efnum ennþá, en við getum sjálfsagt skoð- að það í þessum samningum sem framundan era að krefja Norðmenn um greiðslur vegna málsins. Það er eitt af þeim atriðum sem kemur til greina að verði í samningaferlinu við Norsk Hydro, en það er raunar of snemmt að segja til um nánari út- færslu á þessari stundu.“ -------------- Fimm sottu um stöðu þjöð- leikhússtjóra FIMM umsóknir bárust mennta- málaráðuneytinu um stöðu þjóðleik- hússtjóra. Menntamálaráðherra skipar í stöðuna til fimm ára að fenginni umsögn þjóðleikhúsráðs. Umsækjendur era Arni Blandon Einarsson, leikari og leikstjóri, Guð- jón Pedersen leikstjóri, Hafliði Arn- grímsson leikhúsfræðingur, Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri og Við- ar Eggertsson, leikari og leikstjóri. Um borð í skútunni: Steingrímur Wernersson, Hólmfríður Sveinsdótt- ir, Aðalheiður Guðmundsdóttir en Bylgja Elín Björnsdóttir snýr baki í myndavélina. Um borð í skemmtiferðaskipinu Triton. Frá vinstri Aðalheiður Guð- mundsdóttir, Guðbjörg Döjgg Snjólfsdóttir, Bylgja Elín Björnsdóttir, Heba Soffía Björnsdóttir, Olafur Finnbogason, Hólmfríður Sveinsdótt- ir og Steingrímur Wernersson. Islendingar í hrakningum á skútu á gríska Eyjahafinu Var bjargað um borð í skemmtiferðaskip SJÖ manna hópur íslendinga lenti í talsverðum hrakningum á skútu á gríska Eyjahafinu síðasta föstudag. Aðalstýri skútunnar gaf sig þegar svokallaður stýris- dempari bilaði og varastýri sömuleiðis, með þeim afleiðing- um að skútuna rak stjórnlaust. Hópurinn sendi út neyðarkall og var bjargað um borð í gríska skemmtiferðaskipið Triton eftir rúmlega fjögurra tíma volk en skútan sökk þegar verið var að draga hana í land. Hópurinn hafði verið á sigl- ingu um grísku eyjarnar í hálfan mánuð á leiguskútu frá banda- rísku fyrirtæki í Grikklandi þeg- ar óhappið varð á milli eyjanna Kythnos og Kea í Hringeyjaklas- anum. Veðrið var sæmilegt þeg- ar þetta gerðist, um sex vindstig en talsverður öldugangur, að sögn Steingríms Wernerssonar, skipstjóra um borð. Erfiðir fjórir tímar Skútan átti eftir um eins og hálfs tíma siglingu í höfn á eynni Kea þegar aðalstýrið gaf sig en hafði þá verið á siglingu í rúmar fjórar klukkustundir. Steingrím- ur skipti þá yfir á varastýri. „Okkur leist þó ekki betur en svo á að við ákváðum að senda út neyðarkall. Varastýrið gaf sig svo eftir um hálftíma og bátinn rak þar með stjórnlaust," segir Steingrímur. Biðin á stjórnlausri skútunni var heldur nöturleg að sögn Guð- bjargar Daggar Snjólfsdóttur. „Við sendum út annað neyðarkall þegar varastýrið bilaði, enda úti á miðju hafi og útlitið ekki gott. Þetta voru erfiðir íjórir tímar og á meðan á þessu stóð var þetta óskemmtilegt," segir hún. í kjölfar þess að hópurinn óskaði aðstoðar hófust talstöðv- arsamskipti við menn í landi og töluðu heimamenn eingöngu sitt tungumál, þannig að talsvert skorti upp á skilning milli máls- aðila lengst af. „Þegar okkur tókst loks að gera okkur skiljan- leg var sendur af stað lítill fiski- bátur með einum manni innan- borðs til að bjarga okkur. Hann kom hins vegar svo seint að það var verið að taka okkur um borð í skemmtiferðaskipið þegar hann bar að,“ segir Guðbjörg. Skipstjóri skemmtiferðaskips- ins hafði heyrt neyðarkallið og hugðist skýla skútunni þangað til aðstoð bærist. Ekki gekk það eft- ir því að brotna stýrið slóst utan í bátsskrokkinn og braut á hann gat, að sögn Guðbjargar. „Við báðum skipstjórann því að taka okkur um borð þegar fór að flæða inn í bátinn.“ Björgunarbáturinn var hins vegar vélarvana svo hann réð ekki við að draga skútuna og sökk hún úti á hafi þegar annar og stærri bátur, sem kallaður hafði verið út, var að draga hann í land. Aðspurð hvort mikil hætta hafi verið á ferðum segir Guðbjörg að illa hefði getað farið ef skemmti- ferðaskipið hefði ekki verið í ná- grenninu. „Við vorum í rauninni aldrei í mikilli hættu þar sem það kom aðvífandi. Þegar upp var staðið var þetta því ævintýri sem setti ekki skugga á ferðina í heild sinni," segir hún. Skemmtisigling í sárabætur Skipbrotsmennirnir fengu hlýj- ar móttökur um borð í skemmti- ferðaskipinu. „Við byijuðum á því að fara í skoðun til skips- Iæknisins. Hann mælti með því að við fengjum samstundis kon- íak í glas og það gekk eftir,“ seg- ir Steingrímur og hlær. Forsvarsmenn skemmtiferða- skipsins, sem rúmar um eitt þus- und manns að sögn Guðbjargar Daggar, ákváðu að bjóða öllum skipbrotsmönnunum í þriggju daga siglingu á meðan sjópróf fóru fram og endaði þetta ævin- týri betur en á horfðist. Þessa dagana er verið að ganga frá tryggingamálum og öðru þvf sem tengist þessu óhappi og að sögn Guðbjargar standa vonir hópsins til að þau mál fari vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.