Morgunblaðið - 03.09.1999, Side 8

Morgunblaðið - 03.09.1999, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kroppað í mold- roki ÁRNAR í Þistilfirði finna nú fyrir því að lítið sem ekkert hefur rignt á svæðinu svo vikum skiptir. „Þetta er orðið mjög bagalegt og jörðin er svo skrælnuð að það má ekki blása, þá er komið moldrok. Arnar hafa hrapað í rennsli og ég myndi segja að miðað við hve aðstæður eru slæmar sé með ólíkindum hvað menn eru að veiða. Þriggja daga hollin hjá mér í Svalbarðsá eru að fá svona 3 til 8 laxa. Þetta eru engin ósköp, en menn fara sáttir, því skil- yrði eru erfið. Þetta eru mest laxar á bilinu 3 til 14 pund, en eitthvað af stærri löxum veiddust fyrr í sumar, m.a. 20 punda lax,“ sagði Jörundur Markússon, leigutaki Svalbarðsár í Þistilfirði, í samtali við Morgunblað- ið. Menn hafa verið duglegir að landa stórlöxum í sumar, sérstak- lega allra síðustu vikurnar. En nokkrir í eðalflokknum sleppa einnig, raunar yfirleitt fleiri heldur en nást. Rafn Hafnfjörð sagði ný- verið sögu af veiðifélögum sínum í Svalbarðsá, hjónum sem voru eins og hann, að renna í ána í fyrsta skipti. Samt fékk hópurinn alls sex laxa í logni og hita. Hjónin sem um ræðir lentu í miklu ævintýri í svokölluðum Brúarhyl. Hjónin hafa það þannig, að bóndinn reynir flugu og þegar hann telur fullreynt með Halldór Jónsson með 11 punda sjóbirt- inginn úr Tungufljóti og nokkra smærri. því agni fer frúin yfir svæðið með spæni, sé það leyfilegt á annað borð. Enginn lax leit við flugum bóndans, en þegar spónninn flaug út í Brúar- hyl, sem er raunar talsvert fyrir of- an brúna, þá negldi feiknabolti agn- ið um leið. Upphófst þar nærri tveggja stunda viðureign og var mikið togað. Bóndinn vildi sækja háf upp í bfl, en frúin harðbannaði honum að víkja frá hlið sinni. Hvort það skipti sköpum eður ei fylgdi ekki sögunni, en af fór laxinn eftir hina löngu glímu og voru þá ein- hverjir krókar uppréttir. Að sögn Rafns er þetta fólk vant stórlöxum frá mörgum ævintýraferðum í Selá í Vopnafirði; hafa laxar um og rétt yfir 20 pund verið dregnir á þurrt. En þessi var miklu stærri en nokk- ur lax sem þetta ágæta fólk hafði augum litið. Svona ævintýri eru ár- viss í hinum þekktu stórlaxa- ám Þistilfjarðar. Skot í Tungufljóti Fyrsta almennflega sjóbirt- ingsskotið kom í Tungufljót í miðri vikunni, en þá fengu tveir félagar átta væna fiska í beit í ármótunum við Eldvatn. Flestir voru fiskamir 3-6 pund, en sá stærsti var 11 pund. Fiskinn veiddi Halldór Jónsson á maðk. Að sögn veiðimanna sem voru við veið- ar hafði veiði verið dræm, í maí veiddist talsvert og fylgdi sögunni í veiðibókinni að þeim afla hefði öllum verið sleppt. Eiginleg vorveiði er ekki í Tungufljóti, en í maí má eitt- hvað skoða ána ef menn leigja veiðibústaðinn. í sumar hefur verið fremur lítið að gerast til þessa, 5 laxar verið dregnir og eitthvað um 50 bleikjur, stað- bundnir urriðar og fáeinir sjó- birtingar sem hafa veiðst allra síðustu daga. Skotið á mið- vikudag gefur fyrirheit um að nú fari veiðin batnandi, enda er allur besti tíminn framund- an. Nýtt fyrirkomulag í maðkaholli Leigutakar og veiðiréttareigend- ur hafa sumir hverjir gripið til strangari reglna heldur en verið hefur í kjölfarið á neikvæðri um- ræðu um mokveiði svokallaðra maðkaholla, sem eru hópar veiði- manna sem leggja sig eftir því að komast í þá veiðidaga er maðkur er aftur leyfður sem agn eftir nokk- urra vikna fluguveiði. Kvótar voru settir, t.d. í Kjarrá og Norðurá, og annars staðar, t.d. í Laxá í Kjós, voru dagamir seldir útlendingum og hófs var gætt. í Langá var hins vegar gripið til annars ráðs, tíu laxa dagskvóta var ekki breytt, utan að veiðimenn máttu aðeins veiða sex þeirra á maðkinn, síðan urðu þeir að grípa tfl flugunnar. Yfirreið Stuðmanna & Grœna hersins nœr hópunkti í hinu glœsilega jCfe. Stuðmenn, Addi rokk, Úlfur skemmtari, Gógómeyjarnar Abba og Dabba, Breikdansarinn Bjarnl Böðvarsson *•* ■ Forsala aðgöngumiða er hjó Olís, Valsheimilinu og verslunum Skífunnar. n.k. laugardagskvöld kl. 23.00 - 03.00 Vetrarstarf Skautahallar hefst Aðsókn sívaxandi Hilmar Björnsson AMORGUN hefst vetrarstarf Skautahallarinnar í Laugardal. Skautahöll- in var opnuð í mars 1997 og hefur starfað óslitið síðan. Rekstrarstjóri hennar er Hilmar Björnsson íþróttafræð- ingur. Skyldi vetrarstarf Skautahallarinnar vera mikið frábrugðið sumar- starfi? „Við erum ekki með svell í höllinni yfir sum- arið. Þá höfum við lokað fyrir hefðbundna skauta- mennsku - en nú er starfið að fara af stað. Starfsemin er þrískipt, í íyrsta lagi þjálfa félögin Bjöminn og SR í Skauta- höllinni. Þau era bæði með listhlaup á skautum og ís- hokkí. Síðan eru almenningstím- ar - þá koma skólahópar oft og svo eru ýmsar uppákomur, svo sem jólaböll, afmæli, tónleikar og fleira.“ - Hefur aðsókn að Skauta- höllinni farið vaxandi? „Já, hún fer sívaxandi. A síð- asta starfsári vora komur vegna skautamennsku um 130 þúsund. Það er strax komið svo að Skautahöllin er orðin alltof lítil. Til marks um það eru óskir fé- laganna um 90 æfingatíma, en við getum aðeins úthlutað þeim 52 tímum á viku. Höllin er nýtt frá klukkan sex á morgnana, þá eru fyrstu æfingarnar, og síð- ustu æfingarnar eru á miðnætti. Sama má segja um almennings- tímana, þeir eru afar vel sóttir, einkum um helgar.“ - Hverjir eru duglegastir að sækja Skautahöllina? „Það eru krakkar á aldrinum tíu til fjórtán ára. En það var áberandi aukning í aðsókn fjöl- skyldna sl. ár. Það virðist vera að myndast sú hefð hjá sumum fjölskyldum að koma t.d. um helgar, við höfum enda boðið upp á gott „fjölskylduverð", fjögurra manna fjölskylda getur farið á skauta og fengið lánaða skauta fyrir fimmtán hundruð krónur.“ - Seljið þið skauta? „Nei, ekki eins og er, en það er stefnt að því að setja upp verslun í húsnæðinu. Við leigjum skauta, það eru ítalskir smelluskautar, svipaðir að hönnun og skíða- skór.“ - Eruð þið með skautaþjálf- ara? „Jú, þá era það skautafélögin sem standa fyrir því, en við bjóð- um líka upp á tíma hjá þessum þjálfurum. Núna er t.d. rúss- neskur kennari í listhlaupi á skautum nýkominn til landsins og sænskur þjálfari í íshokkí.“ - Getur hver sem er farið á skauta án þess að taka tíma? „Já, það geta allir byijað að renna sér á skautum, en við mæl- um með að fólk sé með hjálma og byrji rólega. Yfir- leitt era flestir nokkuð fljótir að ná grannhreyfmgum, enda hafa margir rennt sér á skautum í æsku og geta þá rifjað það fljótt upp. Þetta er svipað og með hjólareiðar og sund; ef þetta hef- ur einu sinni lærst er fljótlegt að rifja það upp. Ef fólk er óöraggt og treystir sér illa til að byrja má benda að á að um helgina verður ►Hilmar Björnsson fæddist á Siglufirði 1947 en ólst upp á Vesturgötu í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi og versl- unarprófi. fþróttakennaraprófi lauk hann frá Laugarvatni 1966 og var í framhaldsnámi í íþróttafræðum í Svíþjóð, þaðan sem hann lauk prófi sem íþróttafræðingur 1974. Einnig hefur Hilmar lokið prófi í rekstri og stjórnun innan heil- brigðiskerfísins. Hann hefur starfað við margvísleg störf, kennari var hann í 20 ár, hefur unnið við íþróttaþjálfun, var m.a. landsliðsþjálfari í hand- bolta í 11 ár. Framkvæmda- stjóri Máttar var hann frá upp- hafi þess fyrirtækis en varð rekstrarstjóri Skautahallarinn- ar fyrir þremur árum og er það enn. Hilmar er kvæntur Unni Sigtryggsdóttur, deildarsljóra hjartadeildar Landspítalans. Þau eiga tvo syni. vant skautafólk almenningi til aðstoðar og kennir hvemig á að bera sig að.“ - Hafa orðið mörg slys í SkautahöUinni? „Nei, sem betur fer ekki. Auð- vitað verða þó alltaf einhver óhöpp, en þau hafa verið af minna taginu. Við leggjum áherslu á að fólk sé með hjálma og hjólahjálmar geta t.d. hjálpað. Við reyndar leigjum hjálma. Einnig á fólk alltaf að vera með vettlinga á skautum til þess að hlífa höndunum fyrir skurðsár- um og slíku ef það dettur." - Kemur eitthvað af öldruðu fólki á skauta? „Já, það eru nokkrir sem nota skautaiðkun sem sína líkams- rækt. Sá elsti sem kemur hingað að staðaldri er 87 ára. Hann hef- ur skautað alla tíð og kemur og skautar nokkra hringi sem hluta af sinni líkamsrækt. Skautaiðkun er að ýmsu leyti auðveldari líkamsrækt en t.d. hlaup, það er hægt að ýta sér áfram og það reynir ekki eins mikið á fætur og bak og hlaup gera.“ - Hvenær er Skautahöllin op- in fyrir almenning? „Hún er opin alla daga frá há- degi til kl. 15. Síðan er opið á miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 17 til 19.30. Á föstudögum er opið frá hádegi til klukkan 22 og á laugardögum frá klukkan 13 til 18.“ Skautahlaup heppileg líkamsrækt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.