Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 18

Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Brúarhlaup Selfoss fer fram í níunda skipti á laugardag Hlaupið tileinkað íslenskum landbúnaði aðir af tveimur brautum Sauðárkróki - Hólaskóli er ef til vill eini skóli landsins sem starfar árið um kring og lýkur formlegu skóla- ári að haustinu. Síðastliðinn sunnu- dag var útskriftarathöfn í Hóladóm- kirkju þar sem nýútskrifaðir bú- fræðingar af þeim tveim aðalnáms- brautum sem starfræktar voru á liðnu skólaári tóku við prófgögnum sínum og ýmsum viðurkenningum fyrir árangursríkt nám og góð störf. Um er að ræða búfræðinga af ferðaþjónustubraut sem voru átta talsins og af hrossaræktarbraut en þar útskrifuðust nítján nemendur. Skúli Skúlason, nýskipaður skóla- meistari Hólaskóla, bauð gesti vel- komna en sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup annaðist helgistund. Milli atriða söng Gerður Bolladóttir við undirleik Jóns Bjarnasonar. Skólameistari ávarpaði nýútskrif- aða búfræðinga og árnaði þeim vel- farnaðar í lifi sinu og störfum um leið og hann þakkaði þeim góða vinnu og gott nám á því tímabili í lífi þeirra sem nú væri að ljúka. Benti hann í því tílviki á frábæran árang- Morgunblaðið/Björn Björnsson Ágúst Ágústsson, búfræðingur af hrossaræktarbraut, ásamt Víkingi Gunnarssyni deildarstjóra. ur sem náðst hefði af hrossaræktar- og reiðkennarabrautum. Þá gerði skólameistari að umtals- efni nýja reglugerð sem skólinn starfaði eftir og gæfi skólanum nýja möguleika og aukið svigrúm til þró- unar og vaxtar og undirstrikaði þar með vilja ráðuneytisins til eflingar alls skólastarfs á Hólum. Skóla- meistari drap á nokkur nýmæli í starfi skólans, m.a. það að á yngstu braut skólans, ferðamálabraut, verður nú hafin menntun landvarða en sagði einnig að umhverfis- og ferðamál tengdust víða og gat þess að fimm nemendur við skólann væru um þessar mundir að vinna að meistaraverkefnum í tengslum við háskólastofnanir sínar, hérlendis og erlendis. Ávörp og heillaóskir voru flutt af formanni Félags íslenskra tamningamanna, formanni Hrossa- ræktarfélags Skagafjarðar og að- stoðarmanni landbúnaðarráðherra þar sem nýjum skólameistara var árnað heilla í starfi en Jóm Bjarnasyni, fyrrverandi skóla- stjóra, sem nú hefur tekið sæti á Alþingi, voru þökkuð mikil og giftudrjúg störf. Að lokum tók til máls Jón Bjarnason og þakkaði fyrir þann tíma sem hann hefði átt á Hólum, en hann tók við starfi skólastjóra fljótlega eftir 1980. Sagðist Jón nú taka sér hlé frá störfum en eftir sem áður mundi hann vinna mál- efnum skólans og dreifbýlisins það gagn sem hann mætti. Kynning í Apótekinu Smáratorgi í dag ki. 14-18. Búfræðing- ar útskrif- Útskriftarathöfn Hólaskola í dómkirkjunni á Holum fyrir ræsingu og verður hún á Tryggvatorgi við hlið Ölfusárbrúar. Brúarhlaupið er mikill viðburður í íþróttalífinu á Selfossi, en í fyrra tóku ríflega 1.000 manns þátt í hlaupinu og mikill fjöldi fólks safnað- is saman í miðbæ Selfoss. Margir nota Brúarhlaupið sem markmið í þjálfun sinni sjálfum sér til heilsu- bótar og æfa gagngert með þátttöku í huga. í ár verður hlaupið fyrir íslenskan landbúnað og mun verða minnt á ís- lenskan landbúnað í undirbúningi hlaupsins og á hlaupadag. Landbún- aðarráðherra, Guðni Ágústsson, mun ræsa hlaupara, afhenda verðlaun og vera viðstaddur hlaupið. Morgunblaðið/Finnur Pétursson Hagakirkja á Barðaströnd. maður, Bjami Hákonarson Haga, sem jafnframt er meðhjálpari og Finnbogi Kristjánsson Breiðalæk. Meðan gestir nutu veitinga hélt sr. Ágúst Sigurðsson á Prestbakka í Hrútafirði fróðlegt erindi um sögu Haga sem höfðingjaseturs og kirkjustaðar. Þá tóku nokkrir gest- ir til máls og ámuðu kirkjunni og sóknarbörnum hennar heilla um ókomin ár. Veður var hið fegursta þennan hátíðisdag, hægviðri og bjart. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Börn úr skólagörðunum seldu uppskeru sína á Ormsteiti. Uppskeruhátíð á Héraði síðustu helgi. Margt var til gam- ans gert, m.a. var haldinn sér- stakur nýbúadagur þar sem nýir íbúar staðarins voru boðnir sér- staklega velkomnir. Var farið í gönguferð um Egilsstaði undir leiðsögn og staðurinn kynntur. Haldin var skákkeppni þar sem Austfirðingar fengu að heyja kapp við færeyska landsliðið í skák. Veittar voru viðurkenn- ingar fyrir fegurstu garða Aust- ur-Héraðs, en alls fengu fimm viðurkenningu, ábúendur tveggja sveitabæja, tvær fjöl- skyldur á Egilsstöðum og eitt • fyrirtæki. Haldin var útilistaverkasam- keppni og selt var grænmeti, m.a. komu börn frá skólagörð- unum og seldu hluta uppskeru sinnar. Árni Elvar var á svæðinu og teiknaði andlitsmyndir af gestum og gangandi. Haldin var grillveisla þar sem grillað var heilt hreindýr. Flutt var tónlist af ýmsu tagi og þar Austfirðing- ar í meiri hluta. Ormsteiti lauk svo á sunnudag og var hápunktur dagsins, feg- urðarsamkeppni gæludýra en þá mættu börn með dýrin sín. Þar voru kettir, fuglar, hamstrar, hundar, froskar og einn refur sem fékk sérstaka viðurkenn- ingu fyrir að vera athyglisverð- asta gæludýrið á sýningunni. Egilsstaðir - Ormsteiti, upp- skeruhátíð Austur-Héraðs, sem haldið var á Egilsstöðum lauk Hjónin Bjarni Hákonarson og Kristín Haraldsdóttir ásamt Sveini Valgeirssyni, sóknar- presti Hagakirkju, sem skrýð- ist höklinum sem þau gáfu í tilefni afmælisins. NY KYNSLÖÐ Vft V6 OENTAL GLRlRi OOTT FYRJRi TEMMURMAR ftffC Alþjóðlega tannlæknafélagið mælir með notkun á sykurlausu tyggigúmmii á borð við V6. HfiYUIU OA (Xllt 1YOOW5UMMI BRUARHLAUP Selfoss fer fram í níunda sinn laugardaginn 4. septem- ber nk. Hlaupið hefst að vanda á miðri Ölfusárbrú og endar í miðbæ Selfoss skammt frá brúnni eftir að hlauparar hafa farið sína leið um Sel- foss og nágrenni. Boðið er uppá hefð- bundnar vegalengdir, 2,5 km skemmtiskokk og 5 og 10 km hlaup. Einnig er boðið uppá hálfmaraþon 21 km. Auk þess er boðið uppá 5 og 12 km hjólreiðar, sem hafa verið ákveð- in sérstaða hlaupsins. Ein nýjungin enn er í ár en það er 5 km línuskauta- hlaup, en gert er ráð íyrir að þeir verði ræstir í fremstu röð hlaupara. Skráning fer fram í dag í Kjaman- um kl. 14-19. Hlaupadaginn 4. sept. er skráning í miðstöð hlaupsins í Tryggvaskála frá klukkan 10-12. Skráningargjald er 800 kr. á full- orðna og 400 kr. fyrir böm 12 ára og yngri. Þeir sem skrá sig á hlaupa- daginn 4. sept. greiða 1.000 kr. fyrir fullorðna og 400 kr. fyrir börn. Áuk þess er hægt að skrá sig í hlaupið á heimasíðu Selfoss á Netinu og er slóðin www.selfoss.is. Þar munu hlauparar einnig geta skoðað úrslit og myndir frá hlaupinu að því loknu. Rástímar þátttakenda era þannig að klukkan 13 verða hjólreiðamenn ræstir á Ölfusárbrú, hálfmaraþon- hlauparar klukkan 13.30 og hlauparar og línuskautahlauparar klukkan 14. Upphitun hefst hálftíma Haldið upp á 100 ára afmæli Hagakirkju Tálknafirði - Sunnudaginn 29. ágúst var haldið upp á 100 ára vígsluafmæli Hagakirkju á Barða- strönd. Kirkjan var byggð árið 1892 en fauk í ofsaveðri af vestri 20. nóvember 1897. Hún var síðan endurbyggð og styrkt, og þann 12. nóvember 1899 var hún vígð, af Bjarna Símonarsyni presti á Brjánslæk. Afmælishátíðin hófst með guðs- þjónustu í kirkjunni. Það var sókn- arpresturinn sr. Sveinn Valgeirs- son sem þjónaði fyrir altari, en prófasturinn sr. Bragi Benedikts- son predikaði. Þá lásu tveir prestar ritningarlestra, þeir sr. Lárus Halldórsson og sr. Grímur Gríms- son. Sr. Karl V. Matthíasson að- stoðaði við útdeilingu, en hann þjónaði Hagakirkju næst á undan sr. Sveini. Organisti við athöfnina var Marion G. Worthmann, en skammt er síðan hún tók að sér kórstjórn og undirleik í Tálkna- fjarðarprestakalli, sem Hagasókn heyrir undir. Við upphaf guðsþjónustunnar gat sóknarprestur þess að kirkj- unni hefðu borist margar góðar gjafir á afmælinu. Dröfn Ámadótt- ir og Einar Jónsson frá Vaðli gáfu 100 þús. í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að þau vora gefin sam- an í kirkjunni. Björg Sæmunds- dóttir frá Ytri-Múla gaf tvo stóra kertastjaka í minningu eiginmanns síns og foreldra. Þá gáfu hjónin í Haga, Bjarni Hákonarson og Kristín Haraldsdóttir hökul, sem notaður var í fyrsta sinn við afmæl- isguðsþjónustuna. Börn Bjarna og Kristínar gáfu kirkjunni blóma- vasa. Gísli Pétursson og Svanhild- ur Óskarsdóttir gáfu gestabók til minningar um hjónin Pétur Bjamason og Valgerði Jónsdóttur og son þeirra Martein Ólaf Péturs- son. Að guðsþjónustunni lokinni bauð sóknarnefnd gestum til kaffisam- sætis í félagsheimilinu að Birkimel. Sóknarnefnd Hagasóknar skipa; Sveinn Þórðarson Innri-Múla for- Apwtekið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.