Morgunblaðið - 03.09.1999, Side 23

Morgunblaðið - 03.09.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 23 VIÐSKIPTI Áhrif stofnunar AX-hugbúnaðarhúss á rekstur Tæknivals hf. Tekjur hugbún- aðardeildar 400 milljónir Eimskip með nýtt vefsvæði Starfsmannastefna AX-hugbúnaðarhúss Kaupauki í formi hlutafjár STJÓRNENDUR AX-hugbúnaðar- húss hf. hafa í hyggju að bjóða starfsmönnum að eignast hlut í fyrir- tækinu með ýmsu móti. Hreinn Jak- obsson, stjórnarformaður AX-hug- búnaðarhúss, segir að eftir sé að móta með hvaða hætti þetta verður gert og verði það gert í samráði við starfsmenn. Hann segir þó að eins og staðan sé nú sé einkum þrennt uppi á borðinu í þessu sambandi. „Við höfum sagt að það starfsfólk sem er með frá bytjun muni fá hluta- bréf í fyrirtækmu sem eins konar kaupauka að loknu tveggja ára sam- felldu starfi. í öðru lagi verða starfs- fólki boðin hlutabréf til kaups nú í upphafi og í þriðja lagi munum við bjóða valréttarsamninga,“ segir Hreinn. I sambandi við þá hugmynd að veita starfsmönnum sérstakan kaupauka í formi hlutafjár segir Hreinn að í boði muni verða fóst upphæð að nafnvirði og að árangur fyrirtækisins muni ráða því hvert raunveruleg upphæð kaupaukans verði þegar upp er staðið. Þetta sé hugsað sem hvatning til starfsmanna því ijóst sé að markaðsvirði fyrir- tækisins muni að miklu leyti ákvarð- ast af vinnu þeirra. Hann segir að hugmyndin að þessu fyrirkomulagi hafi kviknað hjá forráðamönnum fyrirtækisins og segist ekki vita til þess að þetta eigi sér fordæmi. „Við teljum þetta mjög jákvætt og til þess fallið að styrkja fyrirtækið." ÁRNI Sigfússon, framkvæmda- stjóri Tæknivals, segir að sú ráð- stöfun að setja hugbúnaðarsvið fyr- irtækisins inn í sjálfstætt félag, AX-hugbúnaðarhús, muni styrkja kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Hún felist í tæknilegum lausnum og þjónustu við fyrirtæki og smásölu- verslun með tölvubúnað. AX-hug- búnaðarhús hf. verður til með sam- runa hugbúnaðarsviðs Tæknivals og Agresso-sviðs Skýrr, auk þátt- töku Opinna kerfa og annarra aðila. Tilkynningin um stofnun AX-hug- búnaðarhúss kemur í framhaldi af fréttum um erfiðleika í rekstri Tæknivals en rúmlega 144 milljóna króna tap varð af rekstrinum á fyrstu sex mánuðum þessa árs. „Fyrirtækið veltir vel á 5. millj- arð á þessu ári og þar af hafa tekj- ur hugbúnaðarsviðs verið á fjórða hundrað milljónir, eða innan við tí- undi hluti. Það sem eftir stendur er því kjarni starfseminnar. Þar er í fyrsta lagi um að ræða Þjónustuhús þar sem unnið er að sölu búnaðar til fyrirtækja, þjónustu í kringum slíkan búnað og hönnun tækni- lausna fyrir fyrirtæki. Dæmi um þetta er fjarfundabúnaður sem við höfum verið að vinna að í samstarfi við Islenska miðlun hf. og annað dæmi er netsamband um gervi- hnött. Annar kjarnaþáttur í starf- seminni er smásölusviðið sem hefur verið öflugt, meðal annars í BT- verslununum, þar sem lögð er áhersla á upplýsingatækni tengda afþreyingu. Við sjáum mikla mögu- leika í tengslum við þessar verslan- ir og hyggjumst stíga fastar niður á smásölumarkaði á næstunni." Ámi segir að rekstur hugbúnað- arsviðs hafi verið fyrirtækinu kostnaðarsamur. „Það er ljóst að það hefur kostað mikið fjármagn að byggja upp hugbúnaðarsviðið. Þar hefur átt sér stað mikil þróunar- vinna en hún hefur ekki verið að skila sér í auknum tekjum enn sem komið er, enda byggist slík starf- semi á væntingum til lengri tíma. Þetta hefur verið þungt fyrir Tæknival þar sem starfsemin hefur verið rekin með tekjum af öðrum þáttum. Þess vegna léttir þessi breyting róðurinn í rekstrinum. Við höfum talið að nauðsynlegt væri að efla hugbúnaðarstarfsemina tO að hún gæti staðið undir væntingum sem eðlilegt er að gera tii hennar, bæði hér heima og erlendis. Nú þegar höfum við til skoðunar nokk- ur mjög stór verkefni í framhaldi af breytingunum, sem ljóst er að við hefðum ekki getað staðið undir ef við hefðum ekki farið inn í sam- starfið með Skýrr og Opnum kerf- um,“ segir Árni. EIMSKIP opnaði nýtt vefsvæði á Islensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum í Kópavogi á mið- vikudag, www.eimskip.is. Þegar vefsvæðið hafði verið opnað bók- aði Árni Bjarnason hjá íslensku umboðssölunni fyrstu vörurnar til útflutnings á vefnum. Á sýn- ingunni kynnir Eimskip sérstak- lega þjónustu við sjávarútveg á N orður-Atlantshafi. I fréttatilkynningu kemur fram að á nýju vefsvæði Eim- skips er boðið upp á aukna og betri þjónustu við viðskiptavini og aðra sem þurfa að leita upp- lýsinga hjá Eimskip. Viðskipta- vinum gefst tækifæri að bóka vöru til flutnings milli landa og innanlands auk þess sem tilboðs- beiðnir í flutninga og birgðahald eru aðgengilegar á svæðinu. Ný framsetning er komin á siglinga- áætlun en hún hjálpar til við flutningastýringu hjá viðskipta- vinum Eimskips. Fundin er hag- kvæmasta Ieið fyrir flutning milli staða í áætlanakerfi Eimskips um allan heirn. Með TracScape hug- búnaðinum er hægt að fylgjast með staðsetningu skipa í áætl- anasiglingum á landakorti. Jafn- framt er að finna upplýsingar um starfsfólk, skrifstofur og um- boðsmenn Eimskips um allan heim. dan velur Mazda! r Otrúlega vel búinn bíll á einstöku veröi Öryggi • ABS hemlaiæsivörn • TCS spólvörn • Öryggisbeltastrekkjarar • Þrjú þriggýa punkta öryggisbelti í aftursæti • Loftpúöar fýrir ökumann og farþega • Hæðarstillanleg öryggisbelti • Krumpusvæöi aö framan og aftan • Sérstyrkt farþegarými • Þriöja bremsuljósiö hásett • Barnalæsingar í afturhuröum • Ræsitengd þjófavörn • Mótstööunemar á rúðuvindum • Þrír hnakkapúöar á aftursæti • Þægindi • Glasahaidari • Framsætisbak sem breyta má í hentugt borö • Vetrar- og sumardekk • Hæöarstilling á aöalljósum • Fullvaxiö varadekk • Dagljósabúnaöur • Samlæsingar m/tvöfaldri iæsingu • Útihitamæiir • Vökva- og veitistýri • Upphitaöir og rafstýrðir hliöarspeglar • Allt aö 421 iítra farangursrými • Aftursæti á sleða • Tvískipt aftursæti • Afturrúöuþurrka meö tímarofa • Rafmagnsrúðuvindur framan og aftan • Útvarp, seguiband og fjórir hátaiarar • Geymsluhóif milli framsæta • Hæðarstillanlegt ökumannssæti Aöeins kr. 1.490.000 beinskiptur SIR HF Skúlagötu 59, sími 540 5400 www.raesir.is ísafjörður: Bilatangi ehf. Akurcyri: BSA hf. Egilsstaðir: Bílasalan Fell Selfoss: Betri bílasalan Vestmannaeyjar: Bifreiöaverkstæði Muggs Akranes: Bílás Keflavík: Bílasala Keflavikur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.