Morgunblaðið - 03.09.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.09.1999, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Valtur efnahags- bati í Asíu BATINN, sem augljóslega hefur orðið í efnahagslífí As- íuríkjanna á þessu ári, stend- ur völtum fótum og enn getur brugðið til beggja vona með hann. Kom þetta fram á ráð- stefnu í Singapore og einn fundarmanna benti meðal annars á, að batann mætti ekki síst rekja til mikilla fjár- framlaga frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum, IMF. Nú væri hins vegar farið að ganga mjög á það fé og það kæmi ekki aftur. Asíuríkin hefðu auk þess notið eins og aðrir velgengninnar í bandarísku efnahagslífi og svo hefði veð- urfarið verið mjög hagstætt landbúnaði í álfunni. Hitt væri aftur vist, að ætluðu rík- isstjórnir í Asíu að hafa sömu lausatökin á fjármálunum og hingað til, myndi fljótlega sækja aftur í sama farið. Kosið um fóstur- eyðingar ÍRSKA stjórnin tilkynnti í gær, að efnt yrði til þjóðarat- kvæðagreiðslu í þriðja sinn um fóstureyðingar en þær eru ólöglegar í hinu kaþólska Irlandi nema líf konunnar liggi við. Vegna þess láta um 6.000 írskar konur eyða fóstri í Bretlandi árlega. Fyrsta at- kvæðagreiðslan var 1983 og þá var fellt að leyfa fóstureyð- ingar. I atkvæðagreiðslunni 1992 var samþykkt að gera konum það auðveldara en áð- ur að láta eyða fóstri en hæstiréttur landsins úrskurð- aði, að fóstureyðing væri því aðeins leyfileg, að líf lægi við. Skoðanakannanir segja nú, að 70% írskra kjósenda vilji fá þriðju atkvæðagreiðsluna. Vilja bæt- ur vegna bflslyss FLOKKSBRÆÐUR Ra- dovans Stojkovskis, makedónska ráðherrans, sem lést er tveir norskir NATO-hermenn óku á bif- reið hans sl. laugardag, ætla að fara fram á tugmilljón króna bætur frá NATO. Gera þeir það fyrir hönd ættingja hans að því er fram kemur í Aítenposten. Annar Norð- maðurinn er í fangelsi í Ma- kedóníu en Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, hefur krafist þess, að honum verði sleppt. Seselj vill Kosovo VOJISLAV Seselj, leiðtogi öfgasinnaðs þjóðernissinna- flokks í Serbíu, sagði í gær, að Serbar myndu endur- heimta Kosovo „með einum hætti eða öðrum“. Seselj var aðstoðarforsætisráðherra í Serbíustjórn en sagði af sér í júní vegna óánægju með upp- gjöfina fyrir NATO. Nú vill hann fá embættið aftur en bú- ist er við uppstokkun í stjórn- inni innan skamms. breytingar á arfberum músanna. Arfberinn, sem breyting var gerð á, er hluti af svonefndum NMDA- nema. Hann er greyptur í tauga- frumuhimnu og virkar líkt og líf- rænt loftnet sem nemur merki frá öðrum taugafrumum. Líffræðingar hafa lengi ein- beitt sér að rannsóknum á um- ræddum NMDA-nemum í tilraun- um til að komast að því hvernig grundvallarþættir minnis virka, vegna þess að tvö aðskilin merki þarf til að þeir fari af stað. Tsien segir verkefnið ekki ein- ungis fræðilegs eðlis. Kominn sé tími til að þessi mál verði rædd á opinberum vettvangi. „Við erum á því stigi, að upp- götvanir í líffræði og greind eru að fara fram úr getu menning- arheimsins til að kljást við sið- ferðisspurningarnar," sagði Tsien. „Velta þarf fyrir sér að- gengi og hver hafí efni á því. Hvort efnastéttirnar muni ná greindarforskoti á hina fátæku. Þetta eru raunverulegar spurn- ingar sem fara að skjóta upp kollinum." Margar gerðir af greind En einnig hefur verið varað við því að túlka niðurstöðurnar sem svo, að greind sé eingöngu byggð á arfberum. Gagnrýnend- ur segja það sérstaklega eiga við um fólk, að greind sé gífurlega flókið fyrirbæri og óteljandi fé- lagslegir og umhverfíslegir þætt- ir hafi áhrif á það, hvernig heil- inn aðlagi og flokki upplýsingar. „Það eru til margar gerðir af greind,“ segir Stevens. „Sú greind sem gerir mann að góðum körfuboltamanni þarf ekki að vera sömu gerðar og sú sem ger- ir mann að góðum hljómsveitar- stjóra eða góðum borgara.“ Öldungadeildin áformar skipun menn- ingarnefndar Mæta mikilli andstöðu í Hollywood Washington. Reuters. BANDARÍSKI kvikmyndaiðnað- urinn hyggst leggjast gegn áform- um um menningarnefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings er kryfja skuli bandaríska menningu. Óttast talsmenn kvikmyndagerðar- manna að slík nefnd myndi einkum gera þeim sem standa að gerð svo- kallaðrar dægurmenningar lífið leitt. Hugmyndin að skipun menning- arnefndar kemur frá öldungadeild- arþingmanninum Sam Brownback og er talið fullvíst að hann muni sjálfur sitja í forsæti hennar. Markmið nefndarinnar yrði að rýna í það efni, sem frá skemmt- anaiðnaðinum kemur, með spurn- ingar er tengjast t.d. kynhegðun fólks og fjölskyldugildum í huga. Ástæðan röð ofbeldisverka „Við höfum vitaskuld miklar áhyggjur af skipun nefndar sem hefði það hlutverk fyrst og fremst að rýna í kvikmyndaiðnaðinn,“ sagði Jennifer Bendall, aðstoðar- forstjóri hjá samtökum banda- rískra kvikmyndagerðarmanna. Hún benti á að nú þegar stæði yfir rannsókn á vegum Viðskiptastofn- unar Bandaríkjanna á kvikmynda- iðnaðinum og jafnframt að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur stutt við bakið á þeim hugmynd- um að könnuð verði áhrif dægur- menningar á ofbeldishneigð ungs fólks. Ástæða þess að svo mikill áhugi er um þessar mundir fyrir því að kanna þessi mál er röð ofbeldis- verka í bandarískum menntaskól- um, t.d. harmleikurinn í Littleton í apríl þar sem tveir ungir byssu- menn myrtu 13 manns áður en þeir réðu sjálfum sér bana. VISINDAMONNUM hefur tekist að skapa óvenju gáfaðar mýs með því að bæta einum arfbera, eða geni, í músafóstur, og hafa þannig sýnt fram á að tiltölulega einföld genabreyting getur bætt frammistöðu músa í ýmiskonar lærdóms- og minnisverkefnum. Bandarísku blöðin Washington Post og New York Times greindu frá þessu í gær. Vísindamennirnir segja að til- urð músanna, sem kenndar eru við Doogie, persónu í vinsælum sjónvarpsþáttum, geti hraðað þróun lyfja við ýmsum kvillum í fólki, til dæmis ellihrörnun og alzheimer-sjúkdómi. Siðferðislegar spurningar Rannsóknin, sem leiddi til til- urðar Doogie-músanna, beinir einnig athyglinni að deilum, sem staðið hafa lengi, um hinn sið- ferðislega þátt í sköpun „sér- hannaðra barna“ og hvort rétt- mætt sé að gera arfberabreyting- ar sem ekki aðeins leiðrétti óeðli- legan afbrigðileika heldur gæti bætt Iíkamlega eða andlega hæfi- Ieika fólks umfram það sem nú er talið eðlilegt. Sköpun músanna var hluti af rannsókn á því, hvernig minni verður til í heila spendýra. Mýsn- ar stóðu sig betur en venjulegar mýs í sex mismunandi prófum, og bendir það sterklega til þess að genin, sem breytt var, séu þáttur í tilurð lærdómsgetu og minnis. Niðurstöðurnar, sem greint er frá í tímaritinu Nature í gær, út- skýra einnig hvers vegna ung dýr eiga auðveldara með að læra en eldri dýr, því vitað er að arf- berinn, sem um ræðir, dofnar með aldrinum í músum, öpum og að líkindum einnig í mönnum. Doogie-mús þreytir lærdóms- og miimispróf. Reuters Músum gefið aukið minni Styður „reglu Hebbs“ Dr. Joe Z. Tsien, taugalíffræð- ingur við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, og samstarfs- fólk hans skapaði þessar nýju umbreyttu mýs. Dr. Eric R. Kandel, heilasérfræðingur við Columbia-háskóla í New York, hrósaði verki Tsiens og sagði að sér virtist það „áreiðanlegt og vel af hendi leyst“. Mikiivægi rannsóknarinnar fyrir vísindamenn er fyrst og fremst það, að hún rennir stoðum undir kenningu, sem lengi hefur verið haldið á Iofti, svonefnda „reglu Hebbs“, um hvernig heil- inn myndar taugatengslin sem eru undirstaða minnis. „Þessi ritgerð er stórt skref í þá átt að sýna fram á, að menn höfðu verið á réttri braut,“ sagði dr. Charles Stevens, taugalíf- fræðingur við Salk-stofnunina í Kaliforníu. Á það sama við um fólk? Aðrir hafa meiri áhuga á því hvort hægt sé að gera samskonar arfberabreytingu í mönnum með samskonar afleiðingum. Tsien segir að þótt ekki sé ljóst hvort samskonar breyting myndi auka gáfur fólks sé kjarnsýrukeðjan í músararfberanum, sem breytt var, að 98% eins og keðjan í sam- svarandi arfbera í mönnum, sem bendi til þess að árangur gæti orðið svipaður. Við rannsóknina byggðu Tsien og samstarfsfólk hans á vinnu fjölda annarra líffræðinga og notuð var þekkt tækni til að gera er bonu$ Hollusta kvhlífs Þær settu svip á öldina Kraftmiklár ísienskar konur er heilSan? 20mtriðí sern v.er 'ða að vera í lagi Brynais Torfadottir gegmr toppstöðu í Bretfandi / Hausthtir - fyrir varír, augu og neglur Öfund-ekki alvond
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.