Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 31

Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 31 Ástralskir hjálparstarfsmenn leystir úr haldi í Júgóslavíu Fimm mánaða þrautagöngu loks lokið AP Áströlsku hjálparstarfsmennimir Peter Wallace (annar frá vinstri) og Steve Pratt (lengst til hægri) er þeir millilentu á Schiphol-flugvelli í Amsterdam á leið sinni til Lundúna í gær. Belgrad, Sydney. AFP. TVEIR ástralskir hjálparstarfs- menn sem hnepptir voru í varðhald við upphaf loftrárása Atlantshafs- bandalagsins (NATO) á Júgóslavíu eftir að þeir höfðu verið vændir um njósnir, voru á miðvikudag látnir lausir úr fangelsi. Þeim Steve Pratt og Peter Wallace var sleppt úr Sremska Mitrovica-fangelsinu í norðvesturhluta Serbíu og héldu stuttu síðar úr landi. Voru þeir við góða heilsu eftir fimm mánaða fangelsisvist og héldu í gær áleiðis til Lundúna þar sem þeir hittu ást- vini sína. A blaðamannafundi í Lundúnum í gær sögðust þeir Pratt og Wallace vera fegnir því að hafa fengið frelsi á ný eftir þrauta- göngu undanfarinna mánaða sem þeir sögðu hafa einkennst af „mis- skilningi“. Pratt og Wallace störfuðu fyrir Ástralíudeild alþjóðlegu mannúð- arsamtakanna CARE og höfðu ný- lega hafið störf sem sendifulltrúar í Júgóslavíu er þeir voru handtekn- ir, hinn 31. mars sl., og gefið að sök að hafa komið undan mikilvægum upplýsingum. Þeir voru fundnir sekir um njósnir í herrétti Jú- góslavíu og var áfrýjun þeirra vís- að frá í júlí sl. Dómurinn var hins vegar mildaður og fangelsisvistin stytt. Ríkissjónvarpsstöð Serbíu greindi frá því á miðvikudag að Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seti hefði fallist á náðunarbeiðni sem komið hefði frá Aströlum af júgóslavnesku bergi brotnu og Malcolm Fraser, framkvæmda- stjóri Ástralíudeildar CARE og íyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, hefði komið á framfæri við þarlend stjórnvöld. Ástralska ríkisstjórnin hefur ætíð neitað að þeir félagar hafi ver- ið viðriðnir njósnir og beitti mikl- um þrýstingi í þá veru að fá menn- ina leysta úr haldi. Fyrir tveimur vikum þrýsti Dennis McNamara, sérlegur sendifulltrúi Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna á Balkanskaga, á júgóslav- nesk stjórnvöld að leysa mennina úr haldi. Áður hafði hann varað við því að málið hamlaði viðlíka mann- úðarsamtökum að starfa í Jú- góslavíu, utan Kosovo-héraðs. Serbneskur starfsbróðir mannanna enn f haldi Malcolm Fraser sagði blaða- mönnum í gær að fangelsisvist þeirra Pratts og Wallace hefði ver- ið bæði löng og ströng og að hún hefði haft áhrif á sálarlíf þeirra. Serbneskur starfsfélagi þeirra Pratts og Wallaces, Branko Jelen, er enn í haldi júgóslavneskra yfir- valda en honum voru gefnar upp sömu sakir. Hafa menn áhyggjur af málum Jelens og lýsti Charles Tapp, stjómarmaður CARE, því yfir í gær að samtökin myndu ekki linna látum fyrr en Jelen fengist leystur úr haldi. Utanríkisráðherra Ástralíu, Alexander Downer, sagðist í gær hafa rætt við fjölskyldur mann- anna, þ.á m. eiginkonu Pratts sem er nú vanfær og komin yfir níu mánuði á leið. „Hún sagðist bara alls ekki getað trúað fregnunum, hún trúði þessu ekki svo ég sagði henni að hún yrði að trúa þessu og að hún yrði að bíða með að fæða barnið uns Steve kæmi til baka,“ sagði Downer. Talsmenn samtaka júgóslav- neskra innflytjenda búsettra í Ástralíu, sögðu í gær að samtökin hefðu haft milligöngu um lausn mannanna og tók Fraser undir þau orð. Ilija Desic, sem er af serbnesku bergi brotinn og var oddviti áströlsku sendinefndarinn- ar sem hélt til Belgrad á miðviku- dag, sagði í gær að tekist hefði að leysa mennina úr fangelsi eftir þrotlausar tilraunir undangeng- inna fimm mánaða. Sagði hann að samfélag Serba í Ástralíu hefði ein- sett sér að nýta tengslin við föður- landið og fyrirætlanir þein-a hefðu tekist. Hald l&gt á áður óþekkt gögn um Waco-árásina Washington. AP. BANDARÍSKIR alríkislögreglu- menn hafa lagt hald á áður óþekkt gögn varðandi íkveikju- og táragas- sprengjuárás alríkislögreglunnar (FBI) á búgarð Davids Koresh og fylgjenda hans skammt frá Waco í Texas 1993, og hafnar eru viðræður við þá sem koma til greina sem yfir- menn óháðrar rannsóknar á árásinni, sem verður sífellt umdeildari. Lögreglan lagði hald á myndband sem tekið var að morgni 19. apríl 1993 þegar fulitrúar FBI vörpuðu íkveikju- og táragassprengjum að steinsteyptu byrgi við búgarðinn, að því er AP hefur eftir heimildamanni innan FBI, er ekki vill láta nafns síns getið. Nokkrum klukkustundum síðar varð búgarðurinn alelda og safnaðar- leiðtoginn Koresh og um 80 fylgjend- ur hans iétust, sumir af völdum byssuskota, aðrir af völdum eldsins. Bæði FBI og dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Janet Reno, hafa verið gagm-ýnd harðlega vegna harmleiksins við Waco, en hafa jafn- an fullyrt að engar sannanir væru fyrir því að gasbrúsarnir hefðu vald- ið þvi að eldurinn kom upp. Beðið um leyfí til árásar Að sögn embættismanna i FBI og dómsmálaráðuneytinu gaf ráðuneyt- ið lögreglumönnum fyrirmæli um að leggja hald á umrædd gögn á mið- vikudag eftir að hafa fengið upplýs- ingar frá FBI um að nýjar upplýs- ingar hefðu fundist í skjölum sér- sveita FBI. Bandarísk blöð höfðu í gær eftir embættismönnum að á myndbandinu mætti heyra rödd FBI-fulltrúa sem bæði um og fengi leyfi yfirmanns til að skjóta íkveikju- og táragas- sprengju að byrginu. Hefur Reno ákveðið að fram fari óháð rannsókn á málinu, eins og forsetaembættið, yf- irmaður FBI og nokkrir þingmenn hafa mælt með, fremur en að ráðu- neytið sjái sjálft um slíka rannsókn. Rússneska fjármálahneykslið Óþekkt öfl sögð stuðla að ófrægingarherferð Moskvu, Ziirich. Reuters. RÚSSNESKIR embættismenn sem að undanförnu hafa þurft að þola ásakanir fjölmiðla um víðfeðma spOlingu og peningaþvætti á millj- örðum Bandaríkjadala, lýstu í gær sjálfum sér sem fórnarlömbum póli- tískrar ófrægingarherferðai-. Háttsettir embættismenn og ráð- herrar virðast hafa, eftir margra daga óvissu um viðbrögð, komið sér saman um sameiginlega skýringu á ásökununum sem birst hafa og er hún sú að óþekkt öfl reyni að rægja Rússland vegna einhvers sem á ekkert skylt við baráttu gegn glæp- um. Forsetar beggja deilda rúss- neska þingsins og innanríkisráð- herra Rússlands gáfu í gær út svip- aðar yfirlýsingar um peningaþvætt- ismálið sem vakið hefur upp spurn- ingar um framtíð vestrænnar efna- hagsaðstoðar í landinu, þ.á m. lána- fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. „Hver gaf út skipunina um hneykslið í New York banka?“ spurði dagblaðið Kommersant, út- breiddasta viðskiptablað Rúss- lands. Kosningabaráttunni kennt um Bandarísk og evrópsk yfirvöld hafa nú hafið rannsókn á ásökunum þess efnis að rússneska mafían, við- skiptajöfrai- og embættismenn hafi hvítþvegið milljarða dala í hinni virtu peningastofnun Bank of New York. Hafa líkur einnig verið leidd- ar að því að fjármagn sem Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hafi lánað Rúss- um væri hluti af braskinu. Viktor Khristenkó, fyrsti aðstoðarforsætis- ráðherra Rússlands, sagði í gær að það væri alrangt að Kremlverjar hefðu misnotað lán gjaldeyrissjóðs- ins. Þá sagði Pavel Borodin, sem er yfirmaður byggingamefndar stjórnvalda í Kreml, það vera alger- lega tOhæfulaust að hann sjálfur, Borís Jeltsín Rússlandsforseti eða fjölskyldumeðlimir forsetans værU viðriðnir undanskot á fé sem nota átti tO að endurbæta byggingar i Kreml. Sagði hann málið vera upp- spuna og runnið undan rifjum afla er leituðu leiða tO að sigra í kosn- ingunum í Rússlandi sem eru á næsta leiti. Yfirmaður svissneska byggingar- fyrirtækisins Mabetex, sem sá um endurbætur á byggingum í Kreml, lýsti því yfir í gær að fyrirtækið hefði höfðað mál á hendur manni sem hann telur að hafi lekið upplýs- ingum í ítalska dagblaðið Corriere della Sera sem fyrst sagði frá við- skiptum Mabetex og rússneskra embættismanna. Konur mótmæla karlrembu KONUR úr Kongressflokknum á Indlandi brenndu í gær brúð- ur í líki pólitískra andstæðinga Sonju Gandih, formanns flokksins. Voru þær að mót- mæla uinmælum varnarmála- ráðherra Indlands, Georges Fernandes, og flokksfélaga hans í garð Sonju, en þeir höfðu haft um hana niðrandi orð á grundvelli kynferðis hennar. Víetnamar náða fanga YFIRVÖLD í Víetnam hafa gefið 1.712 föngum upp sakir og stytt fangelsisdóma yfir öðrum 4.000 í tilefni af þjóð- hátíðardegi landsins, sem var í gær. Meðal þeirra, sem nutu þessa, eru fangar, sem voru að afplána lífstíðardóm í end- urhæfingarbúðum. Ekki er vitað tO, að neinir andófs- menn hafi verið í þessum hópi en stjómvöld neita því, að nokkrir samviskufangar séu í haldi. Bandaríkjastjórn er þar á öðru máli og segir, að 150 manns að minnsta kosti séu í fangelsi fyrir skoðanir sínar á stjórn- og trúmálum. Pólskum ráð- herra vikið GENGI pólska gjaldmiðilsins lækkaði nokkuð í gær þegar fréttist, að Jerzy Buzek, for- sætisráðherra Póllands, hefði vikið öðrum aðstoðarforsætis- ráðherranna, Janusz Toma- szewski, en hann var einnig innanríkisráðherra. Fjölmiðl- ar hafa skýrt frá því, að sér- stakur dómstóU hafi verið að kanna hvort Tomaszewski hafi verið samstarfsmaður kommúnista í valdatíð þeirra en henni lauk með valdatöku hinna frjálsu verkalýðsfélaga, Samstöðu, 1989. Buzek og Tomaszewski eru báðir í Kosningabandalagi Samstöðu og raunar er Tomaszewski þakkað það, að flokkarnir, sem spruttu upp úr hinni gömlu Samstöðu, skyldu ná saman og bera sigur úr být- um í kosningunum 1997. Hann var ötull liðsmaður Samstöðu á síðasta áratug en nú er um það spurt hvort hann hafi í raun leikið tveim- ur skjöldum. Kynna sér ástand í Irak NOKKRIR starfsmenn bandarískra þingmanna eru nú staddir í Basra, annam stærstu borg í írak, til að kynna sér hvaða áhrif refsiað- gerðir Sameinuðu þjóðanna hafa haft á lífið þar og annars staðar í landinu. Voru það samtök í Chicago, sem skipu- lögðu ferðina, en þau hafa sent mikið af lyfjum til íraks í trássi við bann bandarískra stjórnvalda. Líklegt þykir, að starfsmennirnir muni ekki skýra sjálfir frá ferðinni, heldur gefa um hana skýrslu til viðkomandi þingmanna. Kúrdar hætta hernaði HÁTTSETTUR maður í Kúrdíska verkamannaflokkn- um, Osman Öcalan, bróðir Abdullahs Öcalans, sem Tyrkir hafa dæmt tO dauða, segir, að hreyfingin muni ekki taka aftur upp vopn gegn tyrkneska ríkinu. Héðan í frá ætli hún að hasla sér völl sem stjórnmálaflokkur. Hann var- aði þó Tyrki við og sagði, að tækju þeir bróður sinn af lífi, myndu örugglega einhverjir skerast úr leik og hefja skæruliðahernað að nýju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.