Morgunblaðið - 03.09.1999, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.09.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 35 Myndlist á að vekja spurningar en ekki svara þeim, segir Gilbert Bretterbauer. Þjóðfélags- gagnrýni og íronía í Nýlistasafninu stendur þessa dagana yfír samsýning sjö austurrískra og sex íslenskra myndlistarmanna. Anna Sigríður Einars- dóttir hitti nokkra listamannanna og komst að því að myndlist á að vekja spurningar í stað þess að leita svara. Fritz Grohs vill að fólk taki eftir verkum sínum fyrir tilviljun. Morgunblaðið/Halldór Legóbyssur Manfred Erjautz eru hafðar í réttum stærðarhlutföllum. Nýjar bækur • VIÐSKIPTIN efla alla dáð er eftir Þorvald Gylfason. í fréttatilkynningu segir að Þor- valdur Gylfason komi víða við í þessari bók. Hann fjalli um ís- lenska og er- lenda hagfræð- inga, um hagkerfi fjar- lægra lánda í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu, um ólíka hag- stjómarhætti í ýmsum löndum, um úrlausn biýnna verkefna í mennta- málum íslensku þjóðarinnar og menningarlífið í landinu, um sjáv- arútvegs- og landbúnaðarmál og samspil þeirra við aðra þætti efna- hagslífsins hér heima og um at- vinnumál, efnahagsumbætur og hagvöxt á íslandi og annars staðar. Bókin setji hagfræði Islands í sam- hengi við umheiminn, þar sem þjóðirnar tengist æ nánari við- skiptaböndum með batnandi líf- skjör almennings að leiðarljósi. Þorvaldur Gylfason er rann- sóknaprófessor í hagfræði við Há- skóla Islands. Hann hefur stundað rannsóknir, kennslu og ráðgjöf víða um heim og ritað fjölda bóka, bæði á íslensku og ensku, auk fjöl- margra ritgerða um hagfræði og hagstjórn innanlands og utan. Utgefandi er Heimskringla - Há- skólaforlag Máls og menningar. Bókin er 359. bls. prentuð í Svíþjóð. Kápuna hannaði Erlingur Páll Ingvarsson. Hún er bók mánaðar- ins í september og kostar þá 3.135 kr., en hækkar í 4.480 kr. 1. októ- ber nk. Heimskringla hefur áður gefið út bókina Markaðsbúskapur sem hann skrifaði í félagi við tvo erlenda starfbræður sína, en hún hefur nú komið út á sautján tung- umálum. Górilluleikhús í Kaffileikhúsinu GÓRILLULEIKSÝNING verður í Kaffileikhúsinu Hlaðvarpanum í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Gór- illuleikhús er ein af spunaaðferðum sem teljast til leikhússports og er þetta í fyrsta skipti sem slík sýning er sett upp hér á landi, segir frétta- tilkynningu. Leikhópurinn samanstendur af leikurunum Laufeyju Brá Jóns- dóttur, Guðmundi Inga Þorvalds- syni, Eddu Björgu Eyjólfsdóttur, Agnari Jóni Egilssyni, Oddnýju Sturludóttur, sem sér um leikhljóð, tónlist og ljós og Martin Geijer, sem kennir nú leikhússport í Kram- húsinu. -----4--------- Haustmyndir á Kaffí Nauthóli NÚ stendur yfir sýning á mynd- verkum Aðalheiðar Valgeirsdóttur á Kaffi Nauthól í Nauthólsvík. Á sýningunni eru átta myndir unnar á pappír og tengist myndefnið haust- inu. Aðalheiður lauk námi frá grafík- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1982 og hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Sýning Aðalheiðar stendur út septembermánuð. -----♦ ♦ ♦----- Litmyndir á Mokka RÚNAR Gunnarsson ljósmyndari opnar sýningu á Mokka á sunnu- dag. Sýndar eru sextán litmyndir, 60 x 80 sentimetra og er viðfangs- efni þeirra fangelsi, kirkjugarður, lystigarður, leiksvæði bama, girð- ingar og ýmis önnur fyrirbæri í til- veru okkar sem hindra og tak- marka, segir í fréttatilkynningu. Sýningin varir út september. SÝNINGIN 7/6 er eins konar stefnumót austurrískra og ís- lenskra nýlistarmanna. En þátttak- endurnir vom valdir með það í huga að list þeirra fjallaði um „raunveruleikann“ eða umhverfið og að þeir nálguðust efnið á íronísk- an hátt. Sýningarstjóri er hin austurríska Sandra Abrams og segir hún frum- kvæði sýningarinnar koma frá listamanninum Josef Danner. En sýningunni er ætlað að gefa góða mynd af íslenskri og austurrískri nútímalist. „Þetta em lítil lönd, en báðar þjóðirnar hafa mikinn áhuga á nútímalist,“ segir Abrams og bætir við að það sé því gaman að fylgjast með þeim miðlum sem listamennirnir kjósi sér. Að mati Abrams einkennast verk austurrísku jafnt sem íslensku listamanna af ákveðinni íroníu. Myndlistarmennimir hafi húmor fyrir list sinni, þótt þjóðfélagsgagn- rýnin sé oft ekki langt undan. Hún nefnir sem dæmi Manfred Erjautz, en hann smíðar vopn í réttum stærðarhlutföllum úr legókubbum. „Legókubbar era barnaleikföng, en böm verða oft að horfast í augu við ofbeldi mjög ung. Þannig tekst Erjautz á við þjóðfélagið sem hann býr í, á meðan lífið og listin verða sífellt samtvinnaðri og mörkin milli þeirra óljósari.“ Sýningin 7/6 er þó ekki einþætt verkefni því útlit er fyrir að ís- lensku listamennirnir sýni verk sín í Austurríki á næsta ári. „Núna þekkjast listamennimir og eru kunnugir verkum hver annars, þannig að það verður gaman að sjá hver framvindan verður." íslensk mann-náttúra Birgir Andrésson sýnir verk sem hann kallar „Svart-hvítt meistara- verk í íslenskum liturn". En í verki hans birtast titlar þekktra svart- hvítra kvikmynda á litflötum sem algengir em á íslenskum húsveggj- um. „Eg hef svolítið verið að fást við liti og texta og þessir litatónar eru mikið notaðir í íslenskri mann- náttúm,“ segir Birgir. Verk Gilbert Bretterbauer nefn- ist „Why bother, who cares“, en við gerð þess tvinnar hann saman ólík- um þáttum án sjáanlegra tengsla. „Með því að setja þá saman bý ég til nýjan veraleika," útskýrir Bretter- bauer. Fallhlíf sem hann notar er til að mynda tæki sem má nota til að koma skilaboðum á milli staða og hægt er að fylgja eftir talnarunum, litrófi eða setningum sem skreyta fallhlífina þó engin tengsl séu milli þessa. „Þannig set ég saman ólíka hluti og skapa íými sem er fullt af upplýsingum um mig. Rýmið veitir samt engin svör heldur fæðir frek- ar af sér fleiri spurningar. Það eru þó svör þama,“ segir Bretterbauer og bendir á setning- una „You may not understand this, but it does not matter“ sem þýða má lauslega sem „Þú skilur þetta kannski ekki, en það skiptir engu máli“. „Skilningur á verkinu á ekki að vera nein lausn. List á að vekja spurningar en ekki að reyna að svara þeim,“ segir hann og bætir við að listina eigi einfaldlega bara að upplifa. Andsvar við Kvikmyndahátíð „Alles“ og „I’m here, feed me“ era verk Michaela Math. Það fyrr- nefnda er eins konar kortlagning listakonunnar á þeim verkum sem hún hefur unnið að sl. tvo mánuði. En um er að ræða sambland af skissum og fullunnum myndum. Til að mynda má sjá hluta veggmyndar sem Math vann að í Austurríki og hefur hún fært inn á myndina veggjakrot sem bætt var við verkið. „Þetta er því í rauninni stöðugt ferli sem ég veit ekki hvernig lýkur,“ segir Math. Asmundur Ásmundsson býður gestum Nýlistasafnsins í bíó. En verk hans „Exotica-Cultura-Film- festival" er eins konar andsvar við Kvikmyndahátíð í Reykjavík og sýnir hann sex myndir sem eiga það sameiginlegt að sögupersón- urnar era að kynnast siðmenning- unni í fyrsta skipti. Ósk Vilhjálms- dóttir sýnir síðan myndefni frá atburðum Menningarnætur. En hún var með gjörning úti í Engey sem hluta af sýningunni FIRMÁ ’99. Verkið nefnist „Enginn er eyl- and“ og býðst gestum að skoða ljós- myndir og myndband frá gerning- num. Flugbréfsefnisteikningar er verk Margrétar H. Blöndal. Teikningum af skuggum hluta er komið fyrir á flugbréfsefni, auk þess sem á papp- írinn era ritaðir myndrænir textar. En þá vann listakonan alla við sama gluggann. „Eg kom myndunum þannig fyrir að fólk horfir ekki beint á þær, heldur er frekar eins og þær hvísli að manni,“ segir hún og bætir við að hverjum og einum sé síðan í sjálfsvald sett hversu djúpt hann vilji sökkva sér í text- ana. Spurning um innihald Michael Kienzer sýnir mynd- bandið „From edge to edge“, en hann vinnur öllu jöfnu frekar með skúlptúra og innsetningar. Myndb- andsverkið sýnir brjóstmynd af manni á hvítum gi'unni sem færist milli brána myndrammans. Maður- inn horfir stöðugt leitandi í kring- um sig. „Verkið vekur spumingar um innihald almennt,“ segir Kienzer. „Maðurinn er leitandi, en hann er engu að síður mildlvægasti hluti verksins.“ Þá er Pétur Örn Friðriksson með innsetninguna „Vinnusvæði". En að því er hann segir þá er vinnusvæði órætt orð sem getur jafnt átt við eldhús, skrifstofu og aðra staði. Á vinnus- væðinu í Nýlistasafninu er fjaran viðfangsefnið og hefur í því skyni verið komið þar fyrir búri með vatni og sandi. Fritz Grohs sýnir „Wordshirts" og eru fimm stafa orð prentuð á sterk-gula stuttermaboli. Orðin eiga það sameiginlegt að bjóða upp á fleira en eina merkingu, þ.e. áhor- fandanum er í sjálfsvald sett hvort hann velur neikvæðan eða jákvæð- an skilning á orðunum. „Orðin má skilja á mismunandi hátt og sum þeirra hafa enga merkingu eins og til dæmis bingó sem kemur engu að síður oft fyrir í málinu og fær þann- ig á sig ákveðna merkingu,“ segir Grohs. Hann bætir við að hann sjái oft á fólki hvaða orð það velji sér, en orðið vírus er einna vinsælast. Sama hönnun einkennir bolina og aðra hluti sem Grohs kemur stöfunum fyrir á, en ákveðinn gróf- leiki er á prentuninni sem er í svörtum og gulum litum, nokkuð sem Grohs telur ógnvekjandi sam- setningu. „Allir geta látið mynd líta vel út í dag og því felst engin list í að gera slíkt með aðstoð tölvu.“ Að mati Grohs er mikilvægt að verk hans séu staðsett á almanna- færi, en hann kýs engu að síður að fólk taki eftir þeim fyrir tilviljun frekar en að augljóst sé að um myndlist er að ræða. Hann er líka hættur að safna fimm stafa orðum, enda segist hann hafa verið farinn að skoða allan heiminn út frá for- sendu fimm stafa orða. Sýningunni lýkur 19. september. NÝI SÖNGSKÓLINN Innritun lýkur 6. september. Karlakórshúsinu Ými, Skógarhlíð. Símar 552 0600, 552 0650 og 695 2914. „HJARTANSMAL“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.