Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 43

Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 43 UMRÆÐAN Um rannsóknir á ferðamennsku Arnar Már Ólafsson Bjöm Margeir Siguijónsson TILEFNI þessara skrifa er grein Ingólfs Asgeirs Jóhannsson- ar, Auðlindir í alfara- leið og ímyndin um ísland, í Mbl. 27. júlí sl. sem fjallar um rannsóknir og upp- byggingu í ferðaþjón- ustu. Rétt er að nokk- ur atriði komi fram. Ingólfur gagnrýnir stjórnvöld fyrir af- skiptaleysi af ferða- mennsku og telur að víða um land sé byggt upp af vanefnum en þó af forsjálni og framtaki einstaklinga. Þá nefnir hann að rannsóknir skorti á því hvað gæti borið árangur og segir ennfremur á öðrum stað að rannsóknir skorti á því hvað ferða- menn vilja. Aðkoma hins opinbera að ferðamálum Varðandi áhuga íslenskra stjórn- valda á ferðaþjónustu þá verður vart talað um afskiptaleysi. Arið 1996 var unnin stefnumótun í ferða- þjónustu sem samgönguráðuneytið gaf út í maí sama ár. Ari síðar var birt framkvæmdaáætlun fyrir þá þætti er snúa að innviðum íslenskr- ar ferðaþjónustu. Þar voru gerðar áætlanir m.a. fyrir umhverfísmál, afþreyingu, markaðsmál, gæða- og upplýsingamál, samgöngur og skipulag og menntun og rannsóknii- í ferðaþjónustu. Háskólanám á sviði ferðamála er nú hafið við Háskólann á Akureyri, í samræmi við framkvæmdaáætlun- ina. í kjölfarið hefur Háskóli ís- lands tekið upp nám í ferðafræðum. Báðir skólarnir eru þátttakendur í rannsóknarverkefnum er tengjast ferðaþjónustu og ferðamennsku sem hið opinbera kostar. Þá hefur verið komið upp námi á menntaskólastigi í ferðamálum við Menntaskólann í Kópavogi auk þess sem faggreinum veitingamennsku hefur verið búin þar aðstaða. Uppbygging ferðaþjónustu er að miklu leyti fjármögnuð af hinu opin- bera. Byggðastofnun, Framleiðnis- jóður landbúnaðarins, Ferðamála- sjóður og ýmsir smærri atvinnuþróunarsjóðir sinna allir fjármögnun ferðaþjónustu á sinn hátt. Allt eru þetta opinberir sjóðir sem starfa innan þeirrar stefnu sem stjórnvöld marka. Innan samgönguráðuneytis er starfandi fulltrúi sem sinnir málefn- um ferðaþjónustunnar sérstaklega og Ferðamálaráð Islands rekur skrifstofur í Reykjavík og á Akur- eyri auk þeirrar starfsemi sem fram fer erlendis á vegum Ferðamálar- áðs. A sveitarstjómarstiginu eru víða starfandi ferðamálafulltrúar með fulltingi atvinnuþróunarfélaga sem njóta fjárhagslegs stuðnings Byggðastofnunar, sem er opinbert iyrirtæki. Þá hafa mörg sveitarfé- lög unnið stefnumótanir í ferðamál- um og komið að markaðsmálum og uppbyggingu ferðaþjónustu með beinum fjárframlögum eða öðrum hætti. Hinn fjárhagslegi drifkraftur á bakvið uppbyggingu í ferðamálum er því ekki eingöngu framsýnum einstaklingum að þakka heldur einnig hinu opinbera, sem er stærsti fjármögnunaraðili ferða- þjónustu, a.m.k. meðal birgja. Ahugi hins opinbera er því langt frá því að vera lítill en hitt er rétt að samræmi og skipulag skortir oft í uppbyggingu ferðaþjónustu á ein- stökum svæðum. Upplýsingar sem Iiggja fyrir Hvað varðar rannsóknir á vænt- ingum erlendra ferðamanna kemur fram í árlegum könnunum Ferða- málaráðs meðal erlendra ferða- manna hverju ferðamenn sækjast eftir hér á landi. Fjármögnun all- flestra rannsókna í ferðamennsku er í höndum hins opinbera og tæp- lega verður ríkið sakað um áhuga- leysi í þeim efnum. Þá má geta þess að á hverju ári eru unnin nokkur lokaverkefni við íslenska háskóla er snúa að ferðamennsku. Hagstofan safnar tölum um fjölda gistinátta og nýtingu gist- irýmis og er ein mikilvægasta heim- ildin um umfang ferðaþjónustu hér- lendis. Þá safnar Þjóðhagsstofnun hagtölum ferðaþjónustunnar. Allt er þetta mikilvægt innlegg í rann- sóknarstarf í ferðamennsku unnið af áhuga og dugnaði einstaklinga sem starfa innan þessara stofnana. An áhuga hins opinbera væri ill- mögulegt að hlúa að þessu frum- kvöðlastarfi. Forgangsröðun verkefna Ingólfur Ásgeir segir í grein sinni hvaða rannsóknir komi íslenskri Ferðamál * Ahugi hins opinbera er því langt frá því að vera lítill, segja Arnar Már * Olafsson og Björn Margeir Sigurjónsson, en samræmi og skipulag skortir þó stundum í uppbyggingu ferðaþjónustu. ferðaþjónustu að gagni. Þar sem undirritaðir starfa að rannsóknum og kennslu á sviði ferðamála er rétt að greina frá þeim verkefnum sem unnið er að og forgangsröðun þeirra. Staða lektors í ferðamálafræðum við Háskólann á Akureyri er nýtil- komin, þá er staða sérfræðings við Ferðamálaráð Islands sömuleiðis nýstofnuð, ráðið var í bæði þessi störf á árinu 1998. Stöðumar em tengdar með þeim hætti að lektor í ferðafræðum tekur þátt í rannsóknarverkefnum í sam- vinnu sérfræðings Ferðamálaráðs Islands, þá sinnir sérfræðingur Ferðamálaráðs stundakennslu við HA. Fyrsta verkefnið sem fyrir lá í upphafi árs 1999 var að tryggja fjármögnun rannsóknarverkefna HA og F erðamálaráðs og var litið til Rannsóknarráðs Islands í þeim efn- um. Rannís hefur nú styrkt verkefni sem stendur í þrjú ár og snýr að þolmörkum ferðamannastaða á ísl- andi. Verkefnið er unnið í samvinnu Ferðamálaráðs, HA og Náttúm- vemdar ríkisins. Næsta verkefni er að þróa kennslu og aðkomu sérfræðings að stundakennslu við Háskólann á Ak- ureyri í ferðafræðum. Mikilvægt er að rannsóknastarf fari saman við kennslu á háskólastigi. Bæði er um að ræða mikilvæga þjálfun fyrir nemendur sem aðstoða rannsóknarfólk við einstök verkefni og sömuleiðis er mildlvægt að há- skólakennsla í ferðamálafræðum sé í tengslum við rekstraramhverfi ferðaþjónustunnar. Samstarfið milli HA og Ferðamálaráðs er með ágæt- um og var formlega staðfest með undirritun samnings í maí sl. Þriðja verkefnið sem hleypt verð- ur af stokkunum í lok árs 1999 er stofnun gagnabanka fyrir ferða- ' þjónustuna þar sem safnað verður upplýsingum um rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, afkomu og um- fang. Hluti af þeim upplýsingum er nú þegar til en hluta þeirra er nauð- synlegt að framvinna. Markmiðið með stofnun gagnabankans er að þeir sem starfa í ferðaþjónustu geti tekið upplýstar ákvarðanir í sínum rekstri. Lögð verður rík áhersla á samvinnu þeirra sem hrærast í rekstri ferðaþjónustu og þeima sem hafa þekkingu og aðbúnað til að vinna upplýsingar sem nýtast í við- skiptalegum tilgangi. Eins og sjá má af þessari uppta- lningu hér að ofan er ekki minnst á rannsóknir á því hvað ferðamenn r < vilja. Astæðan er einfaldlega sú að slíkar rannsóknir era til. Það skort- ir miklu fremur þekkingu á skipu- lagi ferðamannastaða og mögulegri nýtingu einstakra svæða til ferða- mennsku. Þá skortir upplýsingar um rekstrarumhverfi ferðaþjón- ustu. Þess vegna era þau verkefni á forgangslista Háskólans á Akureyri og Ferðamálaráðs Islands. Arnar Már er lektor í ferðamálafræðum við Háskólann á Akureyri. Björn Margeir er sérfræðingur Ferðamálaráðs íslands á skrifstofu þess á Akureyri. ATVINNUAUG LÝ S I N GAR Afgreiðslustarf í blómabúð Starfskraftur óskasttil afgreiðslustarfa. Kvöld- og helgarvinna. Starfsreynsla við verslunar- störf æskileg. Aldur ekki yngri en 25 ára. Upplýsingar á staðnum. Blómahöllin sf., Hamraborg 1—3, Kópavogi. Léleg laun/ óörugg framtíð? Ört vaxandi fjölþjóðafyrirtæki býður rösku og áreiðanlegu fólki störf á eftirtöldum sviðum: Markaðssetning og stjómunarstörf. Góð kunnátta í ensku, á tölvum og interneti nauðsynleg. Viðtalspantanir í síma 832 0250. Ábyrgðarstörf hjá Nýkaupi! Nýkaup leitar að dugmiklum og ábyrgum einstaklingum í eftirfarandi framtíðarstörf: 0 Starfsmann i áfyllingu á frystivöru og pakkaðri kjötvöru alla virka dagafrá kl. 8-17. Góð laun boði fyrir réttan aðila. 0 Manneskju í framsetningu á heitum mat í verslun. Vinnutími er virka daga frá kl. 12-20. í þetta starf óskum við sérstak- lega eftir dugmikilli og snyrtilegri húsmóður. Nýkaup Kringlunni er ein glæsilegasta matvöruverslun landsins og þvi góöur vinnustaóur fyrir kraftmikið fólk á öllum aldn. Verslunarstjórinn, Kári Tryggvason veitir nánari upplýsingar um þessi störf á staðnum eða i sima 568-9300. Nykaup /htr sem ferskleikiim býr MENNTASKÓLINN JáC VIÐ SUND^A Stærðfræði Nú þegar er laus til umsóknar kennsla í stærð- fræði í 1. bekk. Um er að ræða eina stöðu (24 kennslustundir). Til greina kemur að skipta starfinu milli tveggja til þriggja. Áhugasamir hafi þegar samband við rektor eða konrektorsem veita nánari upplýsingar um starfið og umsóknarferlið. Símanúmer skólans eru 553 7300 og 553 3419. Rektor. Frá kaffistofu Norræna hússins Vegna afleysinga vantar okkur, sem fyrst, dug- legan og skapgóðan vinnukraft í 50% vinnu í kaffistofuna, en 100% tímabilið 15. september til 15. október. Áhugasamir umsækjendur, sem þurfa að geta talað og skilið eitthvert Norðurlandamálanna, eru velkomnir á staðinn til að kynna sér þetta nánar. Upplýsingar um starfið eru ekki gefnar í síma. Ertu metnaðargjarn/gjörn? Elskarðu að ferðast? Ertu samviskusamur/söm og áreiðanleg/ur en ert ekki með þau laun sem þú vildir hafa? Viltu geta vaxið með fyrirtæki í sífelldum vexti á heimsmælikvarða? Ef þetta á við þig, hafðu þá samband í síma 881 6230. Þekking á interneti og tungumálum mjög æskileg. Sölufulltrúi í sælgæti Við leitum að duglegum og drífandi sölu- fulltrúa til að þjónusta verslanir. Starfið krefst skipulagshæfni og sjálfstæðra vinnubragða. Áhersla er lögð á söluhæfileika, snyrtimennsku, reglusemi og lipurð í mannlegum samskiptum. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. ~ Upplýsingar eru veittar á skrifstofu íslenskrar dreifingar, Skútuvogi 1e, í dag,föstudaginn 3. september, frá kl. 15.00—18.00. Kaffi Puccini kaffihús — kaffiverslun óskar eftir að ráða starfskraft í ábyrgðarstöðu. Viðkomandi þarf að hafa góða þjónustulund og sýna lipurð og frumkvæði í starfi. Um er að ræða nýtt starf sem mun fela í sér mikla fjöl- breytni. Uppl. í síma 581 2128 eða 698 8564. íslensk matvæli vantar fólk til starfa í pökkun. Nánari upplýsingar á staðnum. íslensk matvæli, Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði. r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.