Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 45

Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 45
MORGÚNBLAÐIÐ __________________________FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 45-^. UMRÆÐAN •ú '1 „Ingi, pingi, palavú“ ... palavú, palavú. Hljómar einkenni- lega? Hvort er þetta tjetjeneska, swahili, eftir Æra-Tobba eða tekið úr skátasöng? Skátastarf er öðruvísi. Þeir sem ekki hafa kynnst skátastarfi af eigin raun hafa oft á tilfinningunni að skát- ar séu að bjástra við undarlega hluti, í úti- legum, syngjandi skátasöngva og ark- andi uppi um fjöll og fimindi. Krakkar í skátabúningi í broddi fylkingar í skrúðgöng- um og heiðursverði á tyllidögum er það sem almenningur sér oftast af skátum. En er skátastarf ekki ann- að og meira en þetta? Skátastarf hefur á margan hátt sérstöðu fram yfir annað félags- starf. I skátastarfi hafa fullorðnir einsett sér það að gefa börnum færi á að stíga inn í ævintýraheim þar sem börnin fá tækifæri til þess að axla ábyrgð á eigin starfi. Samofin við þennan ævintýraheim er mann- gildishugsjón. Ailir skátar verða að vinna heit þar sem þeir lofa að gera skyldu sína við land og þjóð og rækta sjálfa sig. Ekkert annað tómstundastarf sem börn og ungl- ingar taka þátt í byggist á heiti sem þessu þar sem bamið lofar að leitast við að gera sig að betri manni. Það er stór ákvörðun og ævilangt verk- efni að gerast skáti og standa við skátaheitið, eða eins og við segjum í skátunum „eitt sinn skáti, ávallt skáti“. Skátastarf eykur lífsleikni Skátastarf byggist á þeim gmnni að það auki lífsleikni skátans, auki virðingu hans fyrir sjálfum sér og öðmm. Skáti setur sér meðal annars þau markmið að vera hjálpsamur, tillitssamur, nýtinn, snyrtilegur í um- gengni, bera virðingu fyri eigum annarra og vera náttúmvinur. Auðvitað reynist það bömum, unglingum og jafnvel fullorðnum erf- itt að vinna að öllum þessum markmiðum. En með því að hafa þessar lífsreglur hugsa skátar meira en ella um samskipti við ann- að fólk og umhverfið. Skátar hafa einnig kjörorð, „ávallt viðbúinn", sem merkir að skátar eiga alltaf að vera tilbúnir að aðstoða og reiðu- búnir að láta til sín taka. Ég tók fram hér á undan að skátastarf er í mínum huga vel til þess fallið að auka lífsleikni skátans. Allt það sem fær fólk til að rækta með sér andleg verðmæti, félags- þroska, líkamlegt heUbrigði, sál- rænan styrk og frumkvæði er tU þess fallið að auka lífsleikni. En hvað er lífsleikni? I mínum huga er lífsleikni fyrst og fremst sá hæfileiki að geta á heilbrigðan og ábyrgan hátt lifað lífinu. Skátastarf byggist einmitt á þessari hugsun. Bandaíag íslenskra skáta sér um að útbúa og sjá skátum um aUt land fyrir verk- efnum sem ætlað er að auka líf- sleikni skátanna. Sveitarforingjar skátanna halda utan um hópinn, leiða skátastarfið sem á að mótast af því að gera skátana sjálfbjarga, kenna þeim að þekkja umhverfi sitt og auka frumkvæði. Allt skátastarf byggist á að gera skátann hæfari tU að takast á við kröfur og áskoranir í Fanný Gunnarsdóttir daglegu lífi, temja sér ábyrgan lífs- stU og jákvæð lífsgildi. Skátastarf er skeinmtilegt Umfram allt er skátastarf skemmtUegt. Það er skemmtilegt að vinna með jafnöldrum sínum og vinum að fjölbreyttum verkefnum, úti og inn, allt árið um kring. Það er ótrúlega skemmtUegt að fara í úti- legur, fjallgöngur, læra um náttúr- una, þjálfast í skyndihjálp, læra um meðferð íslenska fánans, hnýta hnúta, syngja söngva og fara í ævin- týraleiki. Það fer ekki hátt, en nær allar helgar ársins eru skátar á námskeiðum og ferðum til að auka Skátastarf Allt skátastarf byggíst á því, segir Fanný Gunnarsdóttir, að gera skátann hæfari til að takast á við kröfur og áskoranir í daglegu lífí. við og bæta fæmi sína í skátastarfi eða upplifa skemmtilegar stundir með skátafélögum. Við sem höfum verið svo heppin að gerast skátar sem börn eða ungl- ingar búum að því alla ævi. Þau vin- áttubönd sem þar bindast endast lengi og sá þroski sem skátar öðlast í gegnum starfið er jákvæður og góður. í góðum skátasöng kemur fyrir ljóðlínan „Undraland við Úlf- ljótsvatnið blátt“ og í raun er aUt skátastarf eitt undraland og ótrú- lega fjölbreytt lífsreynsla sem safn- ast saman í reynsluheim skátans. Svo að ég svari spumingunni sem ég varpaði fram í upphafi og þú ág- ætur lesandi hefur eflaust getið þér tU um svarið. - Textinn er úr skáta- söngunum „Við varðeldana vora skátar". Höfundur er fulltrúi ( Fræðslu- ráðiBÍS. Athugasemd við kvik- myndma um haförninn AÐ kvöldi 8. ágúst síð- astliðinn var endur- sýnd í ríkissjónvarp- inu kvikmynd, sem ber heitið „Haförninn". í prentaðri sjónvar: psdagskrá stendur: „I þessari mynd er sagt frá háttum hans, sam- skiptum við manninn og hvernig unnt er að fryggja verndun hans fyrir komandi kyns- lóðir.“ Myndin hafði verið sýnd áður, ef ég man rétt um áramótin 1997-98. Greinilegtvar að myndargerðar- mönnum var mikið niðri fyrir og töldu örninn saklausan af ýmsu sem honum hefur verið um kennt. Aldrei er nema gott eitt um það að segja, þegar einhver er hreinsaður af röngum sakargiftum. Eins var gaman að sjá hve vel hafði tekist að ná myndum af eminum taka fisk og fleira. I einu atriði fannst mér þó höf- undar myndarinnar halla réttu máli, þar sem þeir hefðu átt að vita betur og langar því til að koma á framfæri athugasemd. Reyndar má segja, að athugasemd hefði átt að koma fram þegar myndin var frumsýnd. Nálægt upphafi myndarinnar segir þulur orðrétt: „Það eru mý- margar sagnir um erni, sem eiga að hafa tekið börn. Flestar hafa þær þó á sér mikinn þjóðsagnablæ, enda nær allar skráðar löngu eftir að at- burðirnir áttu að hafa gerst. Hér á landi tengjast þessar sögur yfirleitt ömefnum eins og Sorgarhnaus og Tregagil og sögupersónur em oft- ast nafnlaus reifabörn og mæður sem spmngu af harmi. Ein af fáum samtíma- heimildum um meint bamsrán arna er frá árinu 1684, en á þeim tíma var þjóðin gagn- tekin af hégiljum og galdratrú. Sagan seg- ir, að ógift vinnukona á Bessastöðum hafi alið bam á laun. Þegar upp um það komst, en bamið fannst hins vegar hvergi, bar móð- irin því við að hún hefði lagt það frá sér og þá hefði öm líkast til tekið krógann. Hin- ir ströngu dómarar lögðu ekki trún- að á frásögn þessarar ógæfukonu og hún týndi lífi sínu í Drekkingar- hyl á Þingvöllum sumarið eftir.“ Skömmu síðar sagði þulur: „Haf- öminn var tiltölulega algengur og áberandi fugl í íslenskri náttúm allt til loka 19. aldar. Um það vitnar m.a. aragrúi örnefna sem kennd eru við emi.“ Síðan vom amarklettar á barmi Almannagjár teknir sem dæmi. Hér finnst mér gæta ósam- kvæmni, þar ekki var tekið mark á örnefnum, sem bentu til þess að eitthvað væri hæft í því að ernir hefðu tekið lítil börn. Aftur á móti mark tekið á því, þegar örnefni bentu til þess að ernir hefðu orpið einhvers staðar. Sum slík ömefni gætu þó verið þannig til komin að þau hefðu verið talin líklegir varpstaðir arna og jafnvel þótt em- ir hefðu einhvem tímann getað orp- ið þar hefði það getað verið löngu fyrr en á 19. öld. Eina dæmið sem ástæða er til að nefna um sagnir um það að ernir Ernir í einu atriði fannst mér höfundar myndarinnar halla réttu máli, segir Einar G. Pétursson, og langar því til að koma á framfæri athugasemd. hefðu tekið böm er meira en þriggja alda gamalt. Ekki verður sagt, að sú frásögn sé ýkja trúverð- ug og eins víst, að erninum hafi ver- ið kennt um hvarf barnsins, enda var stúlkan ein til frásagnar. Hvergi kemur fram að neinn hafi séð öm taka þetta bam, heldur stendur í Alþingisbókum að stúlkan hafi meinað „að örn hafi það tekið“. Orn tók bam ■Aftur á móti er til heimild, sem ekki verður rengd, um að öm hafi tekið tveggja ára barn. Árið 1967 kom út bók með heitinu „Haförn- inn“ þar sem hinn ágæti náttúru- skoðari Birgir Kjaran safnaði sam- an mörgum heimildum um öminn. Þar er endurprentað (s. 137-139) viðtal sem Valtýr Stefánsson átti við Ragnheiði Eyjólfsdóttur og birtist í Lesbók Morgunblaðsins 28. júní 1942 (s. 201). Kona þessi var fædd 15. júlí 1877 og var hún rétt um tveggja ára aldur þegar öm hremmdi hana og flaug með hana burt. Hér er ekki ástæða til að end- urprenta alla söguna, en atburður- inn gerðist á Skarði á Skarðsströnd sumarið 1879. Móðir Ragnheiðar Einar G. Pétursson Virkjanir og viðhorfsbreyt- ing þjóðarinnar DEILAN um Fljótsdalsvirkjun og álver á Reyðarfirði hefur harðnað svo um munar í sumar. Er svo komið að þjóðin skipt- ist í tvær fylkingar, sem í fljótu bragði virðast ekki finna neinn grundvöll til samskipta. Náttúru- verndarsinnar nýttu sumarið til þess að vinna málstað sínum fylgi, m.a. með liðsinni erlendra náttúm- vemdarsamtaka, og fjöldi landsmanna gerði sér ferð að Eyja- bökkum og Snæfelli að virða fyrir sér landsvæði sem fyrirhugað er að fari undir lón sem verður 44 ferkíló- metrar að flatarmáli. Fylgjendur stóriðju hafa heldur ekki setið auð- um höndum undanfarið. í vikunni bundust þeir samtökum sem heita Afl fyrir Austurland og hafa það að markmiði að styðja stjómvöld í fyr- irhuguðum virkjanaframkvæmdum í óbyggðunum norðan Vatnajökuls. Umhverfismat og andmælaréttur Það er brýnt að stjórnvöld freisti þess að ná sátt um fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir í Jökulsá á Fljótsdal. Slík sátt næst ekki nema ráðist verði í mat á umhverfisáhrif- um virkjunarinnar, sem í öllum at- riðum stenst gildandi lög. For- senda þess að þjóðin geti sæst á niðurstöðu í deilunni um Fljóts- dalsvirkjun er að hún þekki líklegar afleiðingar virkjunarinnar á nátt- úm landsins og geti neytt þess sjálfsagða andmælaréttar sem gildandi lög kveða á um. Sá réttur er í vit- und almennings orð- inn órjúfanlegur hluti leikreglna sem tryggja lýðræðislega og upplýsta meðferð mála sem þessara í samfélaginu. Það er kjarninn í lögformlegu umhverfismati. Rannsóknir á viðhorfí Á stundum má skilja stóriðjusinna sem svo að tal um viðhorfsbreyt- ingu þjóðarinnar í náttúmverndar- málum sé eins og hvert annað blað- ur, sem hafi aðeins þann tilgang að drepa málinu á dreif. Svo er að sjálfsögðu ekki. Almenn umræða liðinna missera um Fljótsdalsvir- kjun og álver á Reyðarfirði færir okkur heim sanninn um að grand- vallarbreyting hefur orðið á liðnum Hálendið Verkefni Alþingís og ríkisstjórnar, segir Þórunn Sveinbj- arnardóttir, er að ná sátt um leik- reglurnar sem lögform- legt umhverfísmat kveð- Þómnn Sveinbjamardóttir fór að þvo þvott niður við á í túninu á Skarði og skildi telpuna eftir í hvannstóði þar. Skipti það engum togum að öm greip hana í klæmar, flaug með hana í háaloft og ætlaði með bamið í hreiður sitt í fjallinu fyrir ofan bæinn Kross um 3-4 kíló- metra leið. Bogi Kristjánsson, síðar bóndi á Skarði, var ásamt fleira fólki við heyvinnu á túninu. Hann greip hest og langa stöng og reið eftir eminum sem var kominn yfir Krossá og átti skammt í hreiður sitt. Náði Bogi að slá í væng honum svo að hann varð að sleppa telpunni, sem hlaut ekki varanlegt mein af. Hún lifði til hárrar elli og lést 2. júlí 1959. Ekki verður þessi frásögn dregin í efa og það hefur m.a. orðið barninu til lífs að það var orðið tveggja ára og því of stórt fyrir fuglinn. Tæki öm minni böm, þyrfti skemmra að fljúga og enginn er til að veita eftir- för, era fyllstu líkur til að verr gæti farið en í þetta sinn. Aldrei verður vitaskuld hægt að fullyrða, nema ný og öragg vitneskja komi til, hvort sannleikur er bak við sagnir um Sorgarhnaus og Tregagil. Eins víst er þó að örn hafi getað gert sér mat úr börnum á staðnum og ekki þurft að fljúga með þau langa leið. Ég var nýlega á ferð vestur á Skarðsströnd og var þessi fáheyrði atburður mönnum hugstæður. Menn töldu sig geta bent á staðinn þar sem örninn sleppti barninu. Einnig var mér sagt að bamabam Ragnheiðar hefði komið að Skarði ekki fyrir löngu og skoðað aðstæður þar sem amma hennar hafði mætt einstæðum örlögum. Því miður verður að segja að full- yrðingin að ekkert sé að marka sagnir um að öm hafi tekið böm, vekur ekki traust á kvikmyndinni, þegar glögg og traust frásögn er af slíku í bók sem fyllsta sanngirni er að gera kröfu til að aðstandendur myndarinnar þekki. Höfundurinn er sérfræðingur við Stofnun Áma Magnússonar. ur á um og sýna lýðræðislegt þrek og vilja til þess að fram- fylgja þeim. áratug á viðhorfi íslendinga til náttúraverndar og umhverfismála. Sú breyting kemur glöggt fram í niðurstöðum viðhorfskönnunar um. náttúra, þjóðerni og umhverfis- stefnu á Norðurlöndum, sem gerð var árið 1997 í Danmörku, Svíþjóð og á Islandi. Samkvæmt niður- stöðum könnunarinnar (sem er, að því að ég kemst næst, sú eina sinn- ar tegundar sem gerð hefur verið hér á landi) segist þorri íslendinga viljugur að beita sér í umhverfis- málum, málaflokki sem til þessa hafi ekki verið nógu vel sinnt af stjómmálamönnum. Meirihluti fólks í löndunum þremur telur nátt- úranni ógnað af mannavöldum og þorri svarenda vill leggja sitt af mörkum til þess að tryggja um- hverfisvernd í verki. Þetta má lesa í riti um helstu niðurstöður rann- ^ sóknarinnar sem norræna ráð- herranefndin gaf út fyrr á þessu ári. Leikreglur lýðræðisins Verkefni Alþingis og ríkisstjórn- ar er að ná sátt um leikreglurnar sem lögformlegt umhverfismat kveður á um og sýna lýðræðislegt þrek og vilja til þess að framfylgja þeim. Það er hvorum tveggju, and- stæðingum og fylgjendum stórið- justefnu ríkisstjórnarinnar, til framdráttar. Að öðram kosti hefur K friðurinn verið rofinn. Flestum ætti að vera ljóst að deilan um Fljóts- dalsvirkjun markar upphaf breyttra tíma hér á landi. Menn skyldu ekki vanmeta þá grundvall- arbreytingu sem orðið hefur á við- horfi íslensku þjóðarinnar til nátt- úrunnar og nýtingar hennar. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.