Morgunblaðið - 03.09.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 03.09.1999, Qupperneq 46
r46 FRIDAY 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hver á prests- setursj ar ðirnar ? AF SÉRSTÖKU tilefni var sú spurning borin upp í fjölmiðlum fyrir fáum dögum, hver eigi prestsseturs- jarðir þær, sem nú eru '■ á landi okkar. Mátti skilja á þeim, er tjáðu sig um það mál, að um þetta ríkti talsverð óv- issa. Því er hins vegar ekki þannig háttað. Fram hefur farið ítar- leg lögfræðileg könn- un á réttarstöðu prestssetra, þ.á m. prestssetursjarðanna, og í reynd hefur verið byggt á niðurstöðum þeirrar könn- unar. Var þar um að ræða lið í við- amikilli rannsókn á réttarstöðu kirkjueigna almennt, sem með ýmsum hætti varð grundvöllur ráð- stafana um þær eignir á síðari ár- ,um. Þykir rétt að gefa í örstuttu máli yfirlit um tilteknar niður- stöður þessara lögfræðilegu athug- ana án þess þó að með því verði nein afstaða tekin til þess sérstaka tilefnis, sem nú hefur vakið spum- inguna, er nefnd var hér í upphafi. Árið 1982 skipaði dóms- og kirkjumálaráðuneytið nefnd fimm fagmanna - þ.e. þriggja lögfræð- inga og tveggja guðfræðinga - til að „gera könnun á því, hverjar kirkju- eignir hafi verið frá fyrri tíð og til þessa dags, hver staða þeirra hafi ’verið að lögum og hvemig háttað hafi verið ráðstöfun á þeim“. Tveim áram síðar skilaði nefndin, sem gekk undir heitinu „Kirkjueignan- efnd“, fyrri hluta álits síns, sem hafði að geyma fræðilega greinar- gerð um viðfangsefnið („Alitsgerð Kirkjueignanefndar - fyrri hluti“, Reykjavík 1984). Er þar um all- mikið rit að ræða, 328 síður að fylgiskjölum meðtöldum, með al- mennri og ítarlegri greinargerð um rétt- arstöðu jarðeigna kirkna, sem þá vom enn fjölmargar í land- inu. Annaðist ráðun- eytið útgáfu ritsins og dreifingu þess. Ætti það m.a. að vera til á helstu bókasöfnum. Að sjálfsögðu er ekki unnt að fjalla hér um þau margvíslegu álitaefni og röksemdir varðandi eignarrétt að kirkjujörðum, sem máli skiptu fyrir niðurstöður nefndarinnar. En í stuttu máli má segja, að þar hafi verið færðar sönnur á, að grand- vallareignarréttur að þeim kirkju- eignum, sem ekki hafa verið af- hentar undan kirkjunum með lögmætum hætti, gilti enn á sama veg og fyrr, þannig að margar kirkjur ættu þá enn jarðeignir þær, er þeim áskotnuðust fyrr á öldum (oft með sálugjöfum einstaklinga í kaþólskri tíð), enda þótt yfirráðum þeirra jarðeigna væri nú á allt ann- an veg háttað en áður var. Almennt voru það hinar einstöku kirkjur landsins, sem áttu eignirnar - voru þannig eins konar sjálfseignar- stofnanir, sem áttu sumar talsvert safn jarðeigna - enda þótt hver þeirra væri hins vegar að sjálf- sögðu hluti stærri heildar, hinnar almennu kirkju í landinu. Atti þetta jafnframt við til síðari tíma og breytti þar engu um þótt söfnuðir hafi almennt tekið sóknarkirkjur til umsjónar og ábyrgðar. Kirkjujörð- um hafði þó farið mjög fækkandi á þessari öld með breyttum samfé- lagsháttum, einkum verið seldar einstaklingum með heimild í lagaá- kvæðum þar að lútandi. Nokkra sérstöðu meðal kirkju- jarðanna hafa prestssetursjarðir, sem margar hverjar eru landmiklar og báru gjarna stórbú - og er svo enn um sumar þeirra. Ymsum Eignarréttur Vandasamt getur verið að ákvarða, segir Páll Sigurðsson, hvaða land heyri nákvæmlega undir hverja jörð. prestssetursjörðum fylgdu - og fylgja stundum enn - mikil beitilönd á heiðum uppi auk margvíslegra hlunninda. I álitsgerðinni fyrr- nefndu er m.a. ítarlegur kafli um stöðu prestssetra að lögum, jafnt nú á dögum sem fyrr á tíð. Er þar bæði fjallað um prestssetursjarðir ásamt tilheyrandi mannvirkjum og um prestsbústaði án jarðnæðis. Varðandi „landlausa“ prestsbúst- aði getur eignarréttarstaðan, eftir atvikum, verið nokkuð flókin án þess að hér verði nánar rakið. Svo er hins vegar að jafnaði ekki um prestssetursjarðirnar, einkum þær þeirra, sem gegnt hafa því hlut- verki um margra alda skeið, allt frá því að hið forna „lénskirknakerfi" var enn í fullu gildi, en þá var ekki um að ræða nein föst laun presta heldur fengu þeir allar tekjur sínar af brauðunum sjálfum, ekki síst af kirkjujörðunum, þ.m.t. prestsset- ursjörðunum. Niðurstaðan varð- andi prestssetursjarðimar varð hin sama og um aðrar kirkjujarðir: Þær prestssetursjarðir, sem ekki hafa verið afhentar tO annarra nota með lögmætum hætti, eru enn eign hlutaðeigandi kirkna. Meiri hluta þessarar aldar hafa prestsseturs- jarðirnar að vísu verið undir yfir- umsjón kirkjumálaráðuneytisins og að sjálfsögu jafnframt sem fyrr undir daglegum umráðum prest- anna, sem sitja þær, en það fyrir- komulag breytti engu um eignar- réttinn yfir þessum jörðum. Með heimild í lögum um prestssetur nr. 137/1993 færðist yfirumsjón þess- ara jarða síðan frá ráðuneytinu yfir til stjómar prestssetrasjóðs, sem starfar innan vébanda þjóðkir- kjunnar sjálfrar, en stjómin er kos- in á kirkjuþingi. í þeim lögum er jafnframt tekið fram, að óheimilt sé að selja prestssetur (þ.m.t. prests- setursjörð) nema með samþykki Alþingis, og mun það væntanlega jafnframt eiga við um annars konar afhendingu en með sölu og sömu- leiðis ef aðeins skal afhenda hluta jarðar. Önnur réttindi en grunn- eignarréttinn sjálfan getur sjórn sjóðsins hins vegar væntanlega lát- ið af hendi ef réttlætanlegt þykir - að jafnaði þá gegn hæfilegu endur- gjaldi. Akvörðunum stjórnar prestssetrasjóðs má skjóta til kirkjuráðs, en biskup íslands er forseti þess. Land prestssetursjarðar eða nytjaréttindi, er jörðinni fylgja, verða vissulega tekin eignai'námi ef lög heimila og tilteknar samfélags- þarfir krefjast þess, en eignar- námsheimildir má finna í ýmsum lögum, þ.m.t. orkulögum. I lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/ 1997, 63. gr., er kveðið á um, að kirkjujarðir skuli vera eign ríkis- sjóðs og var sú mikilvæga lagaráð- stöfun gerð til samræmis við merk- an sáttmála milli ríkis og kirkju, sem gerður var skömmu íyrir gild- istöku laganna. Með þeim sáttmála skuldbatt íslenska ríkið sig, ótíma- bundið, til umtalsverðra og árlegra fjárframlaga til reksturs þjóðkir- kjunnar og fólst í þeirri skuldbind- ingu, með sínum hætti, endurgjald fyrir jarðeignir þær, er ríkið þann- ig fékk frá þjóðkirkjunni í skjóli þessa lagaákvæðis. I nefndu ákvæði eru prestssetursjarðirnar hins vegar undanskildar þessari ráðstöfun, berum orðum, þannig að þær eru enn £ eigu hlutaðeigandi kirkna og eignarréttarleg staða þeirra því óbreytt frá því sem áður var. En þótt þannig sé ljóst, hver eigi prestssetursjarðirnar, getur engu að síður verið vandasamt úrlausn- arefni hvaða land, nákvæmlega, heyri undir hverja jörð, hvar rétt merki hennar séu gagnvart grann- lendum, hvar draga skuli mörk milli heimalands og útlands jarðar, og að ákvarða um hlunnindi og ítök jarðarinnar ef ágreinings gætir þar um. Verður einungis ákvarðað um þetta á grundvelli nákvæmrar könnunar heimilda, er snerta hverja jörð um sig. Hvað varðar þau landsvæði utan byggða (stund- um mjög fjarri byggð), sem tengj- ast tileknum prestssetursjörðum með einhverjum hætti, t.d. sam- kvæmt fomum landamerkjalýsing- um, getur vissulega orðið örðugt að ákvarða hvort þau lúti beinum grunneignarrétti (þ.e. „fullkomn- um“ eignarrétti) hlutaðeigandi kirkju fremur en einungis sé um að ræða takmörkuð eignarréttindi hennar yfir landinu, svo sem beit- arrétt eða rétt tO annars konar landsnytja. Eftir atvikum getur ákvörðun um tiltekna efnisþætti á því sviði heyrt undir svokallaða óbyggðanefnd, sem starfar eftir nýlegum lögum um þjóðlendur, en síðasta orðið um eignarrétt yfir landi eiga þó dómstólarnir séu ágreiningsmál af því tagi borin undir þá. Höfundur er prófessor í lögfræði og varjafnframt formaður kirkjueignanefndar, sem sett var á stofn 1982. Páll Sigurðsson Sjálfbær ferðaþjónusta Nú fjölgar er- lendum ferða- mönnum um 5-10% milli ára að jafnaði i J0g íslendingar ferðast meira um eigið land en nokkru sinni fyrr. HeOdarskipulag ferðaþj ónustunnar er þó enn óljóst og stefnumótun í ferðamálum er fremur ný af nál- inni. Enn vantar skýrt upp dregin markmið, grunn- stefnu og grunnvið- mið. Fyrir nokkru kom fram hug- myndafræði svokallaðrar grænnar ferðamennsku (og -þjónustu). Hún _i,miðast við að ferðaþjónusta sé sjálfbær, þ.e. gangi alls ekki á auð- lindir okkar eða a.m.k. ekki um- fram það sem unnt er að skila til- baka. Markmiðið er að skOa umhverfi okkar jafn góðu eða betra til hverrar komandi kynslóðar. Ekki er þetta auðvelt en gerlegt þó. En græn ferðaþjónusta snýst auð- vitað um meira en sjálf- bæra nýtingu umhverfis- ins. Hún felur í sér: Ferðalög til staða og svæða þar sem náttúran og umhverfið hefur sér- stakt gOdi í augum ferða- fólksins. Mörg slíkra svæða eru friðlýst með einhverjum hætti. Ferða- hætti er hafa sem minnst áhrif á umhverfið. Öll ferðamennska veldur raski eða mengun. Reynt er að lágmarka áhrifin með öllum ráðum. • Rækt á umhverfissinnaðri af- stöðu með ferðamönnum, þjónustu- aðilum og íbúum. • Framlegð fjármagns til svæðis- bundinnar náttúruvemdar. • Hagnað til heimamanna er auð- veldar þeim að hafa áhrif á sín hagsmunamál. • Virðingu fyrir menningu og sið- um heimamanna. Ari Trausti Guðmundsson 5$ i f Frábærir fcamkvæmiskjólar og dragtir til sölu eða leigu, í öllum stærðum. Ath! eitt í nr. Fataleiga Garðabæjar Sími 565 6680 Opið 9-16, lau. 10-12 Hverjum sitt í fyrra sendi World Wildlife Fund frá sér 10 almennar viðmið- anir handa þeim sem reka ferða- þjónustu á Norðurslóðum um hvernig þessir aðilar geta lágmar- kað umhverfisáhrif sín og veitt sem umhverfisvænasta ferðaþjónustu. Einnig komu þá fram 10 viðmið handa ferðafólkinu sem notar um- rædda þjónustu. Hugmynd allra þeirra sérfræðinga og áhugamanna sem komu að gerð þessara viðmiða er sú að viðmiðin verði aðlöguð hverju landi eða landshluta eftir því sem við á og reynslan hefur kennt. Þarna er ágætur efniviður handa íslenskum ferðalöngum og ferða- þjónustuaðilum til að moða úr. Ekki einasta vantar breiðu lín- urnar að mörgu leyti í ferðaþjón- ustugranninn, heldur hefur líka lít- ið verið gert til þess að raungera skýr heildarmarkmið, með því að laga einstök verkefni og þjónustu- Landvernd Ég spái því að á fyrstu tveimur áratugum næstu aldar, segir Ari Trausti Guðmundsson, verði mestum hluta íslenskrar ferðaþjónustu breytt úr hefðbundinni í sjálfbæra, græna þjónustu. aðferðir að grunninum. Á því er m.a. sú skýring að slík heildar- markmið era vart til nægilega mót- uð. Lengst af hafa hugmyndir og úrvinnsluaðferðir í ferðaþjónustu verið einstaklingsverk og vinnur hver fyrir sig og eftir nærtækum hugmyndum. Fáum dettur þó í hug að gjörskipuleggja og geirnegla alla ferðaþjónustu og drepa hug- myndir og framtak fólks niður. Okkur vantar bara milliveginn. Stjórnvöld, framámenn ferða- mála, aðilar í ferðaþjónustu og við hin verðum hins vegar að vinna úr spumingum eins og: Á ferðaþjónustan að vera sem mest sjálfbær? Viljum við ferðaþjónustu sam- kvæmt hinum sex grænu leiðarvís- um hér að ofan? Viljum við nýta viðmið WWF um ferðamennsku á Norðurslóðum? Ég tel okkur hagnast mikið á því að svara spurningunum í meginat- riðum játandi og með því að móta okkur megingrunn og laga viðmið að íslenskum aðstæðum. Þannig svara menn kalli tímans og koma öfgalaust til móts við kröfur um aukna umhverfisvernd. Heildstætt mat Víða væri hægt að skipuleggja ferðaþjónustu frá grunni á ónýttum svæðum, með umhverfisvænum hætti. Á mörgum þegar nýttum svæðum gætu menn tekið sig til og endurskipulagt þjónustu, aðstöðu og framboð fræðslu og afþreyingar. Auk þess þyrftu einstakir aðilar, t.d. seljendur gistingar, tækjaleig- ur o.fl. að skoða sinn gang. Nú þeg- ar eru til einstök fyrirtæki sem hafa tekið fyrstu skrefin að grænni ferðaþjónustu. Sama má segja um Strandir sem landsvæði. Af þeim má læra. Svo mun innan tíðar vanta aðila til þess að votta græna ferða- þjónustu, rétt eins og gert er með lífrænt ræktaðar landbúnaðaraf- urðir. Deilurnar um Reykjavíkurflug- völl eru ágætt dæmi um hve sjald- gæft er að menn beiti hér heild- stæðu mati í ferðaþjónustu, skoði með- og mótrök í samhengi við um- hverfið allt og hafi fjölþætt viðmið að leiðarljósi. Skoðum nokkrar staðreyndir, þ.e. með- og mótrök (hér er ekki fjallað um vægi þeirra eða framtíð flugvallarins): Reykjavíkurflugvöll- ur tekur upp ágætt byggingarland. Flugvallarstæðið er hluti af vist- kerfi Tjarnarinnar. Akveðin hætta og ami stafar af flugumferðinni. Flugumferð mengar, m.a. skiptir þar flugtími máli. Tími farþega á flugi og heildartími ferða skipta líka máli sem rök í samanburði við ferðatíma milli staða í bfl. Umtals- verð mengun er af bílaumferð. Verulegur heildarkostnaður felst í að flytja 300.000-400.000 manns milli Reykjavíkur og Keflavíkur á ári í bílum, báðar leiðir. Þar þarf að horfa tfl slits á vegum, bílum, mengunar, eldsneytiseyðslu, slysa- hættu o.fl. Fleira mætti tína tfl. Til dæmis tæknileg atriði eins og breytingar á flugvélum og rekstri þeirra. Raflest milli Reykjavíkur og Keflavíkur er vart í sjónmáli vegna allt of mikils kostnaðar mið- að við farþegafjölda; líklega er byggðin á Stór-Reykjavíkursvæð- inu og umferðin þar meira en helm- ingi oflítil tfl að bera raflest. Umfjöllun um flugvöllinn má vegna þessa að nokkra líkja við afar stórt og flókið reiknisdæmi með mörgum breytum. Þörf einhvers á ró eða þörf 3.000 manna á bygging- arlandi er ekki það eina sem skiptir máli, svo dæmi séu tekin. Hér þarf að hugsa vítt og reikna grænt. Slík vinnubrögð þurfum við að temja okkur við sem flest verkefni. Ráðgjöf um græna ferðaþjón- ustu er enn sem komið er af skorn- um skammti. Umhverfissvið Línu- hönnunar hf. hefur hafið undirbúning að henni fyrir sitt leyti. Fyrstu tilraunaverkefnin eru í sjónmáli og töluverðu hefur verið safnað af þekkingu og hún löguð að íslenskum aðstæðum. Ég spái því að á íyrstu tveimur áratugum næstu aldar verði mest- um hluta íslenskrar ferðaþjónustu breytt úr hefðbundinni í sjálfbæra, græna þjónustu. Höfundur er sjálfstætt starfandi jarðeðlisfræðingur og vinnur hlutastörf sem ráðgjafi fyrir Línuhönnun hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.