Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 49 íslenskir vefir eiga heima á Vefskinnu <§>mbl.is -S\LLTAf= eiTTH\SA£J A/ÝT7 Konur eru öðruvísi reiðmenn betrumbæta reiðmennskuna, vera í góðu sambandi við hestinn minn, vera örugg og minnka óþægindi og verki sem vilja fylgja reiðmennsk- , unni. I þessum kafla er lögð mikil áhersla á jafnvægi og að fylgja vel hreyfingum hestsins, öll þau vandamál sem fylgja því að vera jafnvægislaus á hestbaki og leiðir til órbóta, til dæmis með æfingum. Af öðrum atriðum sem kennd eru á námskeiðum og farið er í í bókinni má nefna ábendingar um hvernig komast eigi hjá meiðslum, til dæmis hvernig á að taka upp þunga hluti í hesthúsinu og ýmis- legt fleira. Mikil áhersla er einnig lögð á alls kyns styrkjandi æfingar °g teygjuæfingar sem konur geta gert til að stuðla að því að þær geti stundað hestamennskuna lengur. Meðal þess sem notað er við æfíng- arnar er stór uppblásinn bolti. Ef setið er á boltanum líkist það því þegar setið er á hesti og því er hægt að styrkja þá vöðva sem not- aðir eru á hestbaki. Einnig er not- að teygjuband. Langar að koma til Islands Á Equine Affair-hestasýning- unni í Ohio í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári sýndi Mary undirritaðri hvernig hún notaði einnig boltann til að reyna að átta sig á ásetu kvenna sem heimsóttu hana í sýn- ingarbásinn og vildu fá ráðlegging- ar. Flestar áttu við einhver vanda- mál að etja, svo sem bakverki sem fylgdu því að fara á hestbak. Mary benti á ýmsar æfingar íyrir þessar konur og hvatti þær óspart til að halda áfram að stunda hesta- mennsku eins lengi og þær gætu, en reyna að styrkja sig og teygja til að komast hjá verkjum og vandamálum. Msuy var forvitin um íslenska hesta og þegar hún var spurð hvort íslenskar konur sem eingöngu riðu íslenskum hestum gætu haft gagn af námskeiðum hennar og fyrir- lestrum sagði hún að engu máli skipti hvers konar hesta væri um að ræða. Hún sýndi mikinn áhuga á íslandi og sagðist vonast til að geta komið hingað einn góðan veð- urdag til að halda námskeið. Bókin er gefin út af Howell Book House í New York árið 1996. Einnig er Women and Horses með heimasíðuna www.womenandhor- ses.com. s I Bandaríkjunum eru konur um 80% þeirra sem stunda hestamennsku. Mary D. Midkiff sem hefur lifað og hrærst í hestamennsku allt sitt líf veitti því athygli að þrátt fyrir það er hesta- mennskan alltaf miðuð út frá karlmönnum. Ásdís Haraldsdóttir hitti hana að máli og hlýddi á fyrirlestur hennar á hesta- sýningu 1 Bandaríkjunum. MARY D. Midkiff leggur til að konur minni sjálfar sig á að reið- mennska snýst ekki um líkamlegan styrk. Hún snýst um jafnvægi, sveigjanleika, að vera meðvitaður um líkama sinn og góð samskipti. Mary er fædd í Kentucky í Bandaríkjunum. Hún hefur alla tíð stundað hestamennsku og fékk kennara- og þjálfararéttindi árið 1976. Auk þess hefur hún starfað með bandaríska hestaráðinu. Árið 1991 stofnaði hún fyrirtækið Equestrian Resources sem sérhæf- ir sig í kynningum fyrir hestasýn- ingar og keppni og ýmsar uppá- komur. Auk þess starfar hún við fyrirtækið Konur og hestar (Women and Horses) sem hún stofnaði einnig. Hestur og kona vinni sem heild Með stofnun fyrirtækisins vildi hún leggja áherslu á hversu mikil- vægt væri fyrir konur að skilja sér- stöðu sína og vera í góðu líkamlegu ástandi vilji þær geta stundað hestamennsku fram á efri ár. Hún leggur áherslu á að það skipti ekki máli hvers konar hestamennska er stunduð, eða af hvers konar kyni hesturinn er því alltaf er nauðsyn- legt að hestur og kona (og auðvitað hestur og maður) vinni sem heild. Málið snýst um það sem hún kallar AWAREness (A Woman/s App- roach to Riding Effectively), að vera meðvituð, eða um hvernig kona nálgast það markmið að stunda reiðmennsku með góðum árangri. Upplýsingum um heilsu, líkamlegt form, næringu, öryggi og hvemig konur eiga að láta sér líða vel á hestbaki er komið á framfæri. Mary hefur beint sjónum sínum að konum sem eru mjög vanar hestum og keppniskonum og hins vegar að þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennskunni. Hún fjallar um fjölmörg atriði sem skipta máli þegar konur stunda hestamennsku. Innsýn í starfsemi vöðva og líffærafræði er eitt af því sem hún telur að konur þurfi að hafa svolitla vitneskju um, einnig hversu mikilvægt er að teygja á líkamanum og styrkja hann til að bæta reiðmennskuna og geta stundað hana lengur, að læra tækni til að ná fram betri reið- mennsku með minni fyrirhöfn, hvemig hnakkurinn á að sitja og hvernig hann á að passa konu og hesti, mikilvægi þess að nota þann öryggisbúnað sem til er og gæta öryggis í umgengni við hesta, reið- mennsku í tengslum við öldrun, lífsstíl og þungun og einnig hlut- verk næringar, hvort sem við stundum útreiðar daglega eða tök- um þátt í keppni. Kven-miðuð reiðmennska Mary Midkiff hefur gefið út bók sem heitir Fitness, Performance and the Female Equestrian, sem við gætum kallað Líkamshreysti, frammistaða og hestakonan. Með útgáfu hennar vill hún koma á framfæri og kynna nýja leið til að skoða, hugsa um, undirbúa og framkvæma kven-miðaða reið- mennsku. Hún, ásamt ýmsum sér- fræðingum, fjallar meðal annars um breytingar sem virðast vera að eiga sér stað hjá konum í sambandi við hvernig þær nálgast það ætlun- arverk sitt að stunda hesta- mennsku og keppni með góðum ár- angri. í bókinni kemur einnig fram að þrátt fyrir að konur séu um 80% þeirra sem stunda hestamennsku í Bandaríkjunum eru reiðfygi, kennsluaðferðir og tækni öll miðuð út frá þörfum karlmanna. Bæði í bókinni og einnig á fyrirlestrinum Morgunblaðið/Ásdfs Haraldsdóttir Mary D. Midkiff leiðbeinir sýningargesti um hvernig bæta má ásetuna á Equine Affair-hestasýningu í Ohio. lagði Mary áherslu á ólíka bygg- ingu kvenna og karia, ekki hvað síst mjaðmagrindarinnar. Þar af leiðandi þyrftu flestar konur öðru- vísi hnakka en karlar til að eiga betra með að halda jafnvægi. Þeg- ar hafa hnakkaframleiðendur tekið tillit til rannsókna á þessu sviði, t.d. Albion Saddlemakers Co., Ltd. í Englandi. Mary segist hafa fundið fyrir miklum áhuga hjá konum víðs veg- ar í Bandaríkjunum og einnig köri- um þótt í minna mæli sé, að breyta um áherslur i hestamennskunni. Að færa sig frá hinni hörðu reið- mennsku með öll þau tæki og tól sem henni fylgja yfir í mildari reið- mennsku með eins litlum hjálpar- tækjum og hægt er og leggja áherslu á fínleika. Þetta kemur einnig fram í kafla sem Peggi Cummings fyrirlesari og þjálfari skrifar um betri frammistöðu með minni fyrirhöfn. Hún segir að konur stundi ekki hestamennsku einungis vegna út- reiða og keppni heldur einnig til að minnka streitu í lífí sínu. Hún seg- ist alltaf byrja á því að spyrja á námskeiðum sínum spurningarinn- ar: Hvað viltu fá út úr hesta- mennskunni? Það virðist vera sama hvers konar hestamennsku konurnar stunda; svarið er alltaf það sama: Að finnast skemmtilegt, ‘O fel f J Handhafi: Sigurður Kari Pálsson Frankie og Johnny Rommf Stjðmur á morgunhimni Sjeikspir eins og hann lcggur sig Konan meft hundinn Uikir Kýldu á IÐNÓ-kortíð 3. sýning »9 Þú drifur þig i teikhús Aðeins 7500 kr. ef greitt er með VISA kreditkortí Hringdu í 5303030 73% FRÍÐtNDA KIUBBURINN vtsa NýiunKar í anda haustsins • J J O Arden kynning í Hygea Laugavegi 23 í dag og á morgun Kynntur verður nýr andlits- farði, SMART WEAR. Þessi nýi andlitsfarði er mjög léttur, gefur húðinni náttúrulegt útlit, Elizabeth Arden Fegurðarinnar fremsta nafn ATH. GLÆSILEGUR KAUPAUKI. Blöndunartæki Hitastilitu Mora Mega blöndunartækin fyrir bað tryggja öryggi og þægindi fyrir bað og sturtu. Mora Mega er árangur margra ára vöruþróunar og betrumbóta. Mora - Sænsk gæðavara * TCMSiehf. Smiðjuvegi 11 « 200 Kópavogur Sími: 5E4 1088 • Fax: 564 1089 Fást i byggingavöruverslunum um land allt nSTUflD SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 -- : Austurver Sími 568 4240

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.