Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 50
K50 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ingileif Ólafs- dóttir fæddist í Reyly'avík 19. janú- ar 1954. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 26. ágúst síðastlið- inn. Ingileif var dóttir Ólafs Einars- sonar, skrifstofu- manns í Reykjavík, f. 6. september 1912 ^ á Eskifirði, d. 19. mars 1986, og eigin- konu hans, Asu Friðriksdóttur, saumakonu og hús- móður, f. 1. desember 1920 í Reykjavík. Ingileif var yngst fjögurra systkina. Systkini henn- ar eru Friðrik Björnsson, kvænt- ur Herdísi Gunngeirsdóttur, Þórhildur Ólafsdóttir Fiiegi, gift David Fiiegi, og Einar Ólafsson, kvæntur Kristjönu Guðmunds- dóttur. ^ Ingileif giftist 20. apríl 1978 Ágústi Inga Jónssyni, blaða- manni og fréttastjóra á Morgun- blaðinu. Ágúst er fæddur í Reykjavík 31. janúar 1951, son- -i ur Jóns Páls Guðmundssonar, sjómanns, f. 4. mars 1923 á Suð- ureyri við Súgandafjörð, og Sig- ríðar Kamillu Gísladóttur, hús- móður, f. 26. október 1919 í Vestmannaeyjum. Börn Ingileifar og Ágústs eru Óiafur Bjarki, f. 26. júlí 1979, nemi við Háskóla Islands, og Ó, sólarguð, þú sást mín tárin falla, er sóttir þú mér dóttur kæra heim. Pá heyrði ég þinn harma lúður gjalla. Hrygg ég bað um kraft í sorgum þeim. Þá vindar sterkir yfir lífið æða öldur sárar þreyta hjörtun blíð, þá gefúrðu lo-aftinn, kóngur dýrðarhæða, þann kraft, er bindur hverja stormahrið. Ég veit þú ert í yndislegum heimi, elsku, hjartkær litla dóttir mín, æ minning þína í mínu hjarta geymi, mig væta tárum jarðargullin þín. Ég sé þig aftur, Inga litla, góða, þá sál mín upp í kærieiksheiminn flýr. Þá verður ei á augum mínum móða, er mamma aftur sér þín brosin hýr. v * Ég hrygg bað guð af harmi sundur skorin að hafa mætti litla barnið mitt. En nú ert þú af helgra höndum borin, og himna blómin klæða rúmið þitt. (V.S.) Hvfl í friði, elsku barnið mitt, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Friður guðs þig blessi. Mamma. Elsku Inga. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þér svona langt um aldur fram. Þú áttir svo mikið ógert, en hafðir samt komið svo miklu í verk. Þú m varst einstök eiginkona, móðir og ' húsmóðir. Það var eins og þér léki allt í hendi. Okkur varstu sérstök tengdadóttir, alltaf boðin og búin til að hjálpa. Við eigum svo góðar og fallegar minningar um þig sem við geymum. Þetta eru fátækleg orð um mikil- hæfa konu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) m Við biðjum algóðan Guð að gefa * okkur öllum styrk. Þínir tengdaforeldrar. Til minningar um mikla sóma- konu. Á þessum sorgardögum, sem nú íða í okkar fjölskyldu, kemur sífellt upp í huga minn kveðjan þín er þú Anna Dröfn, f. 29. mars 1985, nemandi í 9. bekk Réttar- holtsskóla. Ingileif lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík árið 1975, prófi frá Hjúkrunar- skóla íslands 1978, námi í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla ís- lands 1991 og BS- prófi í hjúkrunar- fræði frá Háskóla íslands árið 1997. Hún starfaði mikið að forvörn- um og fræðslustarfi gegn reyk- ingum sem fræðslufulltrúi og hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur og Heilsuverndarstöðinni í Reykjavik. Hún hélt námskeið í skólum og fyrirtækjum víða um land, tók þátt í rannsóknarstarfi á þessu sviði og sótti ráðstefnur um skaðsemi reykinga innan- lands og utan. Einnig starfaði Ingileif sem hjúkrunarfræðing- ur á Borgarspítalanum og Landakoti. Ingileif var foiinaður Reykjavikurdeildar Hjúkrunar- félags Islands árið 1992 og vann siðustu mánuði að undirbúningi stofnunar Félags hjúkrunar- fræðinga gegn reykingum. Ingileif verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. hringdir norður til að spjalla. Komdu nú sæl. Þeim tíma sem fór í þau símtöl var vel varið. Því Orð milli vina gerir daginn góðan. Það gleymist ei en býr í hjarta þér sem lítið fræ. Það lifir ogverðuraðblómi. Og löngu seinna góðan ávöxt ber. (Gunnar Dal.) Þú varst svo full af lífsspeki og raunsæi, æðruleysi og hógværð. Þú varst sífellt að sjá leiðir til að gera lífið betra hjá öðrum, glæða von og efla kraft. Nú er það okkar sem eftir lifum að halda minningunni um þig vak- andi. Vertu sæl að sinni, Inga mín. Þín mágkona Valgerður Jónsdóttir. Sé hjarta þitt trútt og viljirðu vel, er veröldin björt og fögur. Þessi orð eiga mjög vel við hana mágkonu mína, sem við í dag kveðj- um hinstu kveðju. Inga var fjörug, falleg og yndis- leg, lítil hnáta, þegar ég tengdist inn í fjölskyldu hennar fyrir rúmum 30 árum og urðum við strax góðar vinkonur. Örlögin höguðu því þannig, að við bjuggum í sama húsi til margra ára. Hún, örverpið, á neðri hæðinni með foreldrum sínum, en við á efri hæðinni, stóri bróðir, ég og síðar strákarnir okkar tveir. Inga var nær daglegur gestur á efri hæð- inni, okkar aðalbarnapía og hjálp- arhella. Þetta voru hennar unglings- og mótunarár í Menntaskólanum í Reykjavík og var oft ansi fjörugt í kringum hana. Vinahópurinn stór og góður, sem oft hittist í Sörla- skjólinu. Kom þá strax í ljós hversu félagslynd Inga var. Hún naut sín alltaf vel í fjölmenni. Það var henn- ar yndi að sækja veislur og ekki síð- ur að halda þær sjálf. Að eðlisfari var Inga hálfgerð „Pollýanna“. Hún lenti oft í alveg ótrúlega einkennilegum uppákom- um, sem hún síðan lýsti mjög skemmtilega, sá alltaf skondnu hlið- amar á málunum og gerði óspart grín að sjálfri sér. Eftir menntaskólann fer Inga í Hjúkrunarskóla Islands og útskrif- ast sem hjúkrunarfræðingur. Star- far hún síðan í nokkur ár á sjúkra- húsum borgarinnar, áður en hún fer að starfa við reykingavamir og hjálpa fólki að hætta að reykja, nú síðast hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Á námsáram sínum í hjúkranar- fræðinni kynnist hún eiginmanni sínum, Ágústi Inga Jónssyni, frétta- stjóra á Morgunblaðinu, eða Gústa eins og við köllum hann alltaf. Þau eignuðust sín óskaböm, Óla Bjarka og Önnu Dröfn. Inga var mikO fjölskyldukona og bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti. Hvemig hún hugsaði um hana mömmu sína var alveg ein- stakt og tO mikillar fyrirmyndar. Ekki leið sá dagur að hún hefði ekki samband við hana og það var ósjald- an sem farið var út að keyra, í ísbfl- túra, heimsóknir o.fl. Það gerðist varla að Inga kæmi í heimsókn án þess að tengdamamma væri með. Hún lagði mikla áherslu á það, að stórfjölskyldan hittist annað slagið og var hún potturinn og pannan í öllu sem stórfjölskylduna varðaði. Greiðviknari manneskju þekki ég ekki, hún vfldi allt fyrir alla gera. Þegar ég fermdi bömin mín hafði hún miklu meiri áhyggjur af því hvemig tO tækist heldur en ég sjálf og veitti hún, eins og alltaf, ómælda aðstoð. Fyrir rúmum fimm ámm greind- ist Inga með krabbamein á háu stigi. Þetta var mikið áfall fyrir hana og ekki síður alla fjölskylduna. En það var Ingu líkt, að láta ekki bugast, heldur settist hún aftur á skólabekk, nú í Háskóla Islands og tók BS próf í hjúkrunarfræði. Þessi fimm ár voru Ingu erfið. Hún þurfti að þola margar og strangar meðferðir, en alltaf hélt hún í vonina um betri tíð með blóm í haga. Hún barðist hetjulega allt til hinsta dags. Takmark hennar var að ferma dótturina og útskrifa son- inn sem stúdent. Þetta tókst henni að gera með miklum sóma, núna í vor, þrátt fyrir mikil veikindi, með hjálp góðra vinkvenna, sem reynst hafa henni alveg einstaklega vel. Þá var líka þrekið búið og var sumarið henni ákaflega erfitt, en aldrei kvartaði hún. Sem fyrr gekk allt út á það, hvemig fjölskyldu hennar og mömmu myndi vegna, eftir hennar dag. Eg er forsjóninni þakklát fyrir að hafa átt Ingu að mágkonu og vini, það kemur enginn í hennar stað. Hún var einstök og veröld mín verð- ur ekki sú sama og áður. Eg og fjölskylda mín kveðjum elskulega mágkonu, systur og frænku með miklum söknuði. Við biðjum algóðan guð að blessa og styrkja Gústa, bömin og móður hennar, því sorg þeirra og missir er mikill. Herdís Gunngeirsdóttir. Ingileif Ólafsdóttir, mágkona mín, er látin eftir erfið veikindi. Kannski vissi maður innst inni að hverju stefndi, en samt er manni alltaf jafnbrugðið þegar fólk, ná- komið manni, er hrifið á brott í blóma lífsins. í minningunni stend- ur ótrúleg elja og vinnusemi ofar- lega en þó ber líklega hæst um- hyggju hennar fyrir því sem var henni kærast, móðir hennar, eigin- maður og böm. Hjálpsemi Ingu var einstök og þó svo að hún væri yfir- hlaðin verkefnum var hún ávallt reiðubúin að bæta á sig ef á bjátaði hjá einhverjum. Við fjölskyldan í Bakkagerðinu biðjum algóðan Guð að styrkja Gústa bróður, Óla og Önnu í þeirra miklu sorg. í gegnum líf í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf. Þótt bregðist glatist annað allt. Hann er mitt sanna líf. (Margrét Jónsdóttir) Hafþór og fjölskylda. INGILEIF > ÓLAFSDÓTTIR Nú þegar komið er að leiðarlok- um munu án efa margir minnast hennar Ingu og kannski ekki síst hve hetjulega hún barðist við sjúk- dóm sinn síðustu árin. Inga vissi manna best hvaða baráttu hún háði og hún forgangsraðaði eftir því. Það vitum við ættingjar hennai- og vinir, við eigum öll okkar dýrmætu minn- ingar. En það var hins vegar svo margt annað sem gerði hana Ingu að þeirri „hvunndagshetju“ sem hún er í mínum huga. Inga var nefnilega einn af þessum sjaldgæfu einstaklingum sem em sterkir í líf- inu sjálfu. Hún var sterkur per- sónuleiki, sterk í mannlegum sam- skiptum, sterk þegar vel gekk og sterk þegar á bjátaði. Frá því ég man fyrst eftir mér var mér ljóst að hún Inga var „spes“, í bestu merkingu þess orðs. Og með tímanum varð mér ljóst að maður kynnist ekki fólki eins og henni á hverjum degi. Hún sýndi samferðamönnum sínum ávallt inni- legan áhuga og hafði svo mikið að gefa. Hún var hjartað í öllum fjöl- skylduboðum, fylgdist svo vel með okkur öllum og var alltaf til staðar er á þurfti að halda. Eins og svo margir aðrir hef ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar leitað til hennar Ingu í gegn- um tíðina. Það var einstaklega gott að tala við hana og aldrei kom mað- ur að tómum kofanum þegar hún Inga var annars vegar. I dag styrk- ir mig meira en nokkuð annað síð- asta samtal okkar nokkmm dögum fyrir andlát hennar og þrátt fyrir hve alvarlega veik hún var orðin kom ég sem fyrr þiggjandi af þeim fundi. Og hún sendi mér gjöf sem ég náði ekki að þakka persónulega fyrir en við vitum báðar hvers eðlis hún var og hve þakklát ég er. En í dag er hugurinn ekki síst hjá þeim sem stóðu hjarta Ingu næst; Gústa og börnunum þeirra. Þau vom hennar styrkur og þau gerðu henni kleift að berjast jafn vel og lengi og raun varð á. Inga var réttilega mjög stolt af börnun- um þeirra og það eru vel gerðir ungir einstaklingar sem í dag kveðja hana móður sína. Kæri Gústi, hugur okkar allra er með þér og börnunum ykkar. Elsku Óli og Anna, móðir ykkar elskaði ykk- ur takmarkalaust og það er ekki minnsti efi í mínum huga að hún mun áfram vaka yfir ykkur. Öðram ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ekki síst henni ömmu minni sem stóð eins og klettur við Ingu hlið og systkinum sem í dag syrgja litlu, og kannski að sumu leyti, stóru systur. Elsku Inga. Minning þín er og verður okkar styrkur. Við eram rík- ari af að hafa þekkt þig. Hvíl í friði. Þín litla frænka, Ása. Ég minnist haustsins 1982 þegar Ingileif Ólafsdóttir var ráðin fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfé- lagi Reykjavíkur. Bækistöðvar fé- lagsins vora þá í Suðurgötu 24 en Krabbameinsfélag íslands var að mestu til húsa í Suðurgötu 22. Mjög náin samvinna var milli okkar allra, starfsmanna Krabba- meinsfélags Reykjavíkur, og fund- um við hin fljótlega hvað framkoma Ingileifar var hrífandi og lund henn- ar létt. Tók hún full eldmóðs þátt í reykingavarnastarfinu sem Þor- varður, framkvæmdastjóri félags- ins, hafði hrint af stað í skólunum nokkram áram áður. Við sáum því öll eftir henni þegar hún hætti hjá félaginu haustið 1984. Átta árum síðar réðst Ingileif aft- ur til félagsins en þá höfðu samtök- in fyrir nokkra flust í núverandi stöðvar sínar í Skógarhlíð 8. Vera- legar skipulagsbreytingar höfðu orðið á starfsemi samtakanna við flutninginn í hin nýju húsakynni og starfsemin aukist veralega. Starf Ingileifar varð nú mun víðtækara en í fyrra skiptið. Gat engum dulist hve áhugasöm hún var í forvarna- starfinu og ótrauð hélt hún því áfram þrátt fyrir miskunnarlausan sjúkdóm sem hún þurfti að glíma við síðustu árin. Nú er Ingfleif horf- in okkur en minningin um ósér- hlífna og elskulega konu lifír. Ég votta öllum aðstandendum hennar innflegustu samúð mína. Ásbjörg Ivarsdóttir. Við Ingileif störfuðum saman að tóbaksvömum um árabil og þar skilaði hún góðu dagsverki. Ingileif var ein af þeim sem koma hlutunum á hreyfingu og sjá síðan til þess að allt gangi samkvæmt áætlun. Vinnufélögum sínum var hún óþrjótandi lind sem menn teyguðu úr til að öðlast aukið þrek. Hún virt- ist hafa óbilandi kjark og hæfileika til að sjá fram á veginn þegar flestir aðrir sátu með hendur í skauti, upp- gefnir af önn dagsins. Þegar hún greindist með krabbamein var það henni mikið keppikefli að gefast aldrei upp. Ég hitti hana því miður alltof sjaldan undanfarin ár vegna búsetu minnar erlendis, en við átt- um saman nokkur löng samtöl í síma eftir að hún veiktist. Hún vissi að ég var að vinna að rannsókn á högum krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra og henni var mikið í mun að miðla mér af per- sónulegri reynslu sinni af samskipt- um sínum við kerfið. „Ég ætla mér ekki að vera þægur sjúklingur,“ sagði hún orðrétt við mig í símann. Síðan bætti hún við, „ef ég sem starfsmaður Krabbameinsfélagsins og hjúkranarfræðingur get ekki staðið á rétti mínum, hvernig ættu þá aðrir að geta það?“ Þær reynslu- sögur sem hún sagði mér „af hlut- verki krabbameinssjúklings" (eins og hún orðaði það) ætla ég ekki að þylja upp hér, en fyrir mig voru þær uppspretta að nýjum rann- sóknarhugmyndum. Það má ekki skflja það sem svo að Ingileif hafi verið ósátt við þá meðferð og það viðmót sem hún fékk sem sjúkling- ur, síður en svo, en hún sá margt sem betur mætti fara og vildi að sú reynsla sín nýttist á uppbyggilegan hátt. Sérstaklega hvað varðar um- önnun nánustu ættingja krabba- meinssjúklinga. Ég er henni þakk- látur fyrir að hafa miðlað mér af þessari reynslu sinni og mun gera mitt besta til að koma henni til skila í þann farveg þar sem hún mun nýt- ast sjúklingum framtíðarinnar og aðstandendum þeirra sem best. Ég votta fjölskyldu Ingileifar samúð mína. Ásgeir R. Helgason. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Svo kennir heim- spekingurinn Kahlil Gibran. Sú sorg sem knýr dyra við andlát Ingu verður ekki yfirunnin án þakklætis fyrir tilveru hennar og þá gleði sem hún færði okkur. Dýrmætar minn- ingar um Ingu eiga allir sem henni kynntust. Hún var góður vinur vina sinna, sannkölluð manneskja í orðs- ins/yllstu merkingu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ingu á menntaskólaár- unum. Eðliskostir hennar, jákvætt lífsviðhorf, hlýleiki og velvflji löðuðu að sér tryggan vinahóp, sem hún átti til hinstu stundar. Það var margt brallað á menntaskólaárun- um eins og gengur. Þegar ég lít til baka skipar Inga þar sérstakan sess. Hún var trúnaðarvinur sem gott var að leita til enda úrræðagóð. Einnig er mér minnisstætt samstarf okkar í stjórn skólafélags MR. Sem inspector scholae leitaði ég til henn- ar um að gefa kost á sér í embætti scriba seholaris þegar fyrir dyrum stóð aukakjör til þess starfa. Hún lét til leiðast enda naut hún víðtæks trausts og vai-ð sjálfkjörin. Oft voru stjómarfundir haldnir heima hjá Ingu, en vinir hennar vora jafnan aufúsugestir foreldranna, þeh’ra Ásu og Ólafs, á þeirra myndarlega heimili í Sörlaskjólinu. Þegar svo bar undir var kríuð út skák við Ólaf en ekki þurfti að spyrja að leikslok- um enda var hann landskunnur skákmaður. Að menntaskólanámi loknu fara menn gjama hver í sína áttina. Ég minnist bréfa Ingu sem fluttu mér fréttir til Englands þar sem ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.