Morgunblaðið - 03.09.1999, Side 51

Morgunblaðið - 03.09.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 51" stundaði háskólanám. Ætíð geymdu þau glaðbeittar frásagnir af sameig- inlegum vinum sem voru henni svo mikils virði. Og eitt þessara bréfa kynnti til sögunnar ástina hennar, Agúst Inga, sem átti eftir að reyn- ast henni góður eiginmaður og vin- ur. Börn þeirra, Olafur Bjarki og Anna, voru henni afar hjartfólgin og gáfu henni aukinn kraft í langvinnri baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Þá baráttu háði hún af æðruleysi eins og sönn hetja. Þrátt fyrir veikindin var hún ósérhlífin og gefandi, ekki síst á þeim vettvangi sem lyft hefur grettistaki í glímunni við sjúkdóm- inn sem lagði hana að velli, Krabba- meinsfélagi Reykjavíkur. Þótt samverustundunum fækkaði héldu vinaböndin. Reglulega höfum við hist vinahópurinn úr MR í gegn- um árin. í hann hefur nú verið höggvið skarð og hann verður aldrei samur aftur. Missirinn er þó að sjálfsögðu mestur hjá Gústa og bömunum að ógleymdri Ásu móður Ingu. Við í vinahópnum úr MR og makar okkar vottum þeim og öðram ástvinum Ingu okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Ingu. Bragi Guðbrandsson. Þegar fyrsti keimur haustsins berst að vitum okkar hverfur Inga á burt. Er þá þessari jarðvist lokið með þeim kafla, sem hún sjálf talaði um sem líf eftir krabbamein; rösk fimm ár, sem hún lifði með þann sjúkdóm en ekki í skugga hans. Slíkir menn sem Inga eru fáhittir. Það varð mér ljóst fljótt eftir að ég kynntist henni í gegnum samstarf mitt og Gústa. Svona eftir á að hyggja held ég að kjarkurinn og eitt- hvert fáheyrt áræði í framkomu hafi hrifið mig fyrst í fari hennar. Manni stóð nú bara ekki stundum á sama, þegar sá gállinn var á Ingu. En hún kom alltaf standandi niður í sínum orðræðum. Það voru nefnilega ekki bara orðin og undiraldan, sem skiptu máli, heldur líka einhver tónn, sem braut máli hennar leið. Þennan tón sótti köld rökhugsunin í heitt hjarta. Fyrir hann gat Inga sagt svo miklu meira en margur annar. Og ekki bara komist upp með það, heldur einnig oftar en ekki fundið leiðina að hjarta viðmælanda síns. En það var ekki bara alvaran. Inga var líka kona gleði og gamans og beitti kímninni óspart fyrir sig. Þá mættu manni tvö hlæjandi augu, sem sögðu allt. Inga var ekld hálf í neinu, sem ég þekki til. Hún kaus að helga sig bar- áttunni gegn reykingum og svo hugstórri konu sem henni dugði ekkert minna en heilagt stríð. Þar háði hún marga orustuna með glæsibrag og margir urðu hólpnir fyrir hennar orð. Og ekki datt henni í hug að hrökkva udan öðrum málum, ef sannfæringin bauð henni að láta rödd sína heyrast. Látum ekki mannvonskuna leiða okkur, heldur kærleika og trú, sagði hún í blaða- grein, þegar hún tók upp hanskann fyrir mann, sem henni fannst ómak- lega að vegið. Það eru mikil forréttindi að fá að eiga manneskju sem Ingu að vini. Það er þessi vinátta, sem þarf ekki sína sönnun upp á hvem dag, en er og á alltaf meira en nóg inni, þegar til hennar tekur. Atvik urðu þannig, að síðasta samtal okkar Ingu var um ljóð. Hún las Ijóð af nautn; fundvís á þá innri strengi, sem óma þann hljóm, sem fegurstur er. Einhverju sinni orðaði hún þá ósk að geta orkt, vera skáld, sem með ljóðum sínum hreyfði við fólki. Lognið hefði ekki verið henn- ar veður í Ijóðinu frekar en lífinu. Nú verða þessi ljóð ekki orkt. En það má yrkja í fleira en orð. Verk geta líka talað og sá skáld- skapur, sem þeim er gefinn, hreyfir við fólki. Ég get ekki ímyndað mér fegurra skáldverk en það starf, sem Inga vinkona mín vann til bjargar öðrum, og það viðmót, sem hún sýndi mér og mínum. Þar fór stór- brotið skáld, sem hún var. Og nú þegar hún er gengin hjá og veröldin velkir okkur hinum áfram, þá er gott að geta leitað skjóls í lífs- ljóði Ingu. _ Blessuð sé minning Ingileifar Ólafsdóttur. Freysteinn Jóhannsson. Við sitjum hér saman tvær inni á skrifstofu Ingileifar, umvafðar visku hennar og umhyggju. Skrif- borðið er eins og hún skildi við það síðast, enda var hún alltaf í vinn- unni, hvort sem það var hér niðri í Skógarhlíð, heima eða á líknardeild- inni í Kópavogi. Ingileif var sístarf- andi og í raun var hún hinn virki tó- baksvamaeftirlitsaðili okkar Islend- inga og sá allra skemmtilegasti. Hún fléttaði saman líf sitt og starf í einu og öllu. Það var unun að fylgj- ast með henni tala við skjólstæðinga sína, hvort sem það var fullorðið fólk á reykbindindisnámskeiðum eða börn og unglingar sem komu ásamt foreldrum sínum í viðtal. Hún náði einstaklega góðum tengsl- um við viðmælendur sína. Til að mynda sendi framhaldsskólabekk- ur, sem hún hafði svo mikil áhrif á, henni eitt sinn blómvönd með hlýj- um kveðjum og þökkum fyrir heim- sóknina. Sama gilti í samskiptum hennar við umhverfið. Ef hún fór út að borða með fjölskyldu sinni máttu aðrir fjölskyldumeðlimir þola það að fara á milli fjöldamargra veitinga- staða þar sem enginn þeirra var með viðunandi aðstöðu fyrir reyklausa matargesti. A endanum gafst Gústi upp og fór heim og pant- aði pítsu. Ef sjoppan í hverfinu „hennar“ varð uppvís að því að selja bömum og unglingum tóbak var Ingileif mætt á staðinn. Þar tjáði hún sjoppueigendum vonbrigði sín með það að sjoppan „hennar“ skyldi brjóta lög á unglingum á þennan hátt og ef þeir breyttu ekki starfs- háttum sínum yrði hún að skipta við aðra. Svona á að sinna tóbaksvörn- um, láta sig varða um hag allra. Ingileif Ólafsdóttir átti einn stærsta þáttinn í tóbaksvörnum okkar Is- lendinga og það mun ekki breytast, því hún starfar áfram í hugum okk- ar. Við heyrðum síðast í henni í morgun þegar hún óskaði okkur til hamingju með hækkun á tóbaki í Bandaríkjunum. Og við munum sjá til þess að ráðamenn hér á landi fái skilaboðin frá henni. Ef tóbaksvam- ir eru eitthvert vandamál í himna- ríki þá er gott að vita að Guð skuli vera búinn að fá ötulan samverka- mann. Ingileif nýtti líka í þaula í starfi sínu að vera hjúkrunarfræðingur með krabbamein. Hún fékk miklu áorkað fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Auk okkar nutu starfsmenn heilbrigðisstétta þekkingar hennar og reynslu. Hún kenndi okkur að skilja þennan sjúk- dóm upp á nýtt, hvernig hægt er að lifa með krabbameini líkt og öðrum langvinnum sjúkdómum. Elsku Gústi, Óli Bjarki, Anna Dröfn, Ása og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur alla okkar samúð við fráfall yndislegrar manneskju. Tóbaksvamafólk - tökum hönd- um saman, höldum starfi Ingileifar áfram. Vertu frjáls - reyklaus! Guðlaug og Þóra. Ingileif starfaði hjá Krabba- meinsfélagi Reykjavíkur frá hausti 1982 til hausts 1984 og aftur frá hausti 1992 allt þar til hún lést, eða samtals í níu ár. Allan þann tíma starfaði hún sem fræðslufulltrúi og lagði drjúgan og afgerandi skerf til tóbaksvama hér á landi. Hún var menntuð sem hjúkrunarfræðingur og hafði því reynslu og sýn heil- brigðisstarfsmanns á tóbaksnotkun og þann heilbrigðisvanda sem af henni hlýst. Það sem skipti þó sköp- um um árangur hennar og áhrif í starfi var persónugerð hennar, mál- flutningur og framkoma. Hún nálg- aðist viðfangsefni sitt af mikilli al- vöm en tókst að setja beinskeyttan og rökfastan málflutning sinn í bún- ing kímni og mannlegrar samúðar sem vakti athygli og krafðist hlust- unar. Hún hafði gjörhugsað mál sitt svo að enginn kom að tómum kofun- um hjá henni, þekkti rök og mótrök í umræðu um tóbaksvamir og var frumleg, kjarkmikil og eftirtektar- MINNINGAR verð á ráðstefnum og málþingum hérlendis sem erlendis.- Ég man eft- ir henni á erlendri ráðstefnu þar sem hún bar fram fyrirspurnir til fulltrúa tóbaksframleiðenda, vék sér umbúðalaust að kjarna málsins með þeim hætti að ekki varð undan vikist að svara en viðkomandi vafð- ist tunga um tönn og varð svarafátt. I baráttu sinni við illvígan sjúk- dóm á undanfömum ámm sýndi hún mikið æðmleysi og hugrekki og varð öðrum bæði styrkur og fyrir- mynd. Hún endurskoðaði afstöðu sína til lífs og dauða og festi sjónir á gildum og gæðum þess lífs sem hún lifði. Hún leit á sjálfa sig sem lifandi manneskju, ekki deyjandi. Henni veittist auðvelt að tala af einlægni og hispursleysi um afstöðu sína og lífsreynslu, brjóta þagnarmúra og miðla öðrum. Jafnframt var hún skorinorð um almennan rétt og þarfir krabbameinssjúklinga og að- standenda þeirra og nýtti eigin reynslu til að breyta málum til batn- aðar fyrir aðra. Á látlausan og sterkan hátt bar hún hlutskipti sitt og varð hetja í augum samstarfsfólks hjá Krabba- meinsfélaginu sem fylgdist með baráttu hennar og líðan og saknar nú eftirminnilegrar samstarfskonu. Fyrir hönd þess og stjórnar Krabbameinsfélags Islands færi ég eiginmanni, bömum, móður og öðr- um ástvinum Ingileifar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingileifar Ólafsdóttur. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameins- félags Islands. Það er erfitt að sætta sig við að sú manneskja sem skipt hefur okk- ur svo miklu máli svo lengi sé tekin frá okkur í blóma lífsins. Það er jafn sárt þó svo að við vitum að nú sé þjáning þín á enda. En ég veit að nú horfir þú á okkur að ofan og sendir okkur styrk. Nú kveð ég mína bestu vinkonu sem ég kynntist fyrir 22 ámm þeg- ar við unnum saman á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og hefur vinátta okkar varað óslitið síðan. Það geislaði af þér krafturinn og lífsgleðin og oft sátum við saman og rifjuðum upp þann ógleymanlega tíma sem við áttum þar. Þegar mig vanhagaði um eitthvað var eins og þú vissir það fyrirfram og varst komin til að aðstoða og allt sem mér óx í augum gast þú hrist fram úr erminni. Skírnai-veislur barna minna og fermingarveislu dóttur minnar á ég þér að þakka og þó svo að veikindin væm farin að plaga þig var ekki slegið slöku við og allt skipulagt í þaula. Þú varst alltaf tilbúin að gefa af þér til þeirra sem þörfnuðust þín hvort sem það var andlegur styrkur eða vinnu- framlag. Þú vildir alltaf vinna á öllum meinsemdum sem í kringum þig vom og því var starf þitt hjá Krabbameinsfélaginu þér svo eðlis- lægt. Að beina unglingum inn á rétta braut í umgengni við tóbak eiga margir þér að þakka og njóta þess nú að vera ekki þrælar þess. En þú vildir líka uppræta einelti og lagðir þig fram við að tekið yrði á þeim málum og þar varstu á undan þinni samtíð eins og í svo mörgu öðra. Þú máttir aldrei aumt sjá og hræsni og dramblyndi var þér ekki að skapi, en sjálf varstu sérstaklega ósérhlífin og hógvær jafnvel þótt veikindin gerðu þér erfitt fyrir. Hvernig þú gast staðið að undir- búningi fermingar dóttur þinnar og útskrift sonar þíns fyrir fáeinum mánuðum er mér óskiijanlegt, en þú settir þér það takmark þegar sjúk- dómurinn greindist fyrir fimm ár- um, að þetta skyldir þú gera. Og þrátt fyrir álit lækna stóðst þú þína vakt lengur en áætlað var og sýndi það vijjastyrk þinn betur en nokkuð annað. Og alltaf gastu huggað okk- ur hin með jákvæðu hugarfari þínu og viljastyrk, þannig að við trúðum því að sigur myndi vinnast. Þú laukst prófi frá Háskóla íslands jafnhliða mjög erfiðri meðferð og það sýndi þann óbilandi kjark sem þú hafðir. En eitt var alveg Ijóst og það sagðir þú alltaf, að úr hræðslu myndir þú ekki deyja en gekkst á vit örlaganna af mikilli yfirvegun. Það var þér svo mikils virði hvað Gústi er góður faðir og þú vissir að Óli og Anna yrðu í góðum höndum að loknu þínu dagsverki. Elsku Inga mín, það vom forrétt- indi að fá að kynnast þér í þessi ár og lífssýn þín og kraftur hefur betur en nokkuð annað sýnt mér hver gOdi þessa lífs em. Þessi tími kem- ur aldrei aftur í þessu jarðlífi, en við hittumst öll aftur seinna í lystigarð- inum á himnum. Nú ertu leidd, mín ljúfa lystigarð drottins í. Þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí. Við guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól, unun og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Pét.) Elsku Gústi, Óli, Anna og Ása. Missir ykkar er mikill og guð gefi ykkur styrk. Gyða. Mig langar til að minnast Ingileif- ar Ólafsdóttur með nokkmm orðum. Við andlátsfregn hennar rifjast upp minningar um liðnu árin sem við áttum samleið og um hugann berst saknaðartilfinning, Við fráfall Ingileifar hverfur mikilhæf kona sem bauð af sér góðan þokka. Leiðir okkar hafa legið saman frá 1993 er við kynntumst í Háskóla Is- lands. Þar höfðum við báðar ákveðið að bæta við okkur Bs. gráðu í hjúkr- un. Ég hafði tekið eftir Ingileif í frí- mínútunum, þar sem hún létt í lund spjallaði um daginn og veginn, róleg og þægileg, stundum kankvís, stundum alvarleg eftir því sem við átti og alltaf í áberandi góðu skapi og átti létt með að umgangast fólk. I fyrirlestmm var hún óhrædd við að rétta upp höndina og spyrja eða segja frá einhverju sem henni fannst hæfa efninu. Ingileif var skemmtileg kona og vel greind. Hún var forkur dugleg og gafst ekki upp þó í móti blési. Hún gat verið hörð í hom að taka ef þess þurfti. Ingileif hafði skoðanir á mönnum og málefnum og hún var óhrædd við að láta það í ljós ef henni fannst órétti eða ósanngirni beitt, þá gat hún staðið fyrir máli sínu og sagt hvað henni fannst. Ef menn færðu rök fyrir máli sínu áttu þeir samherja í Ingileif sem vann þá heilshugar í þvi sem gera þurfti. Þama í Háskólanum vora fleiri góðar konur og þegar kom að því að gera lokaverkefnið hófust miklar bollalegginar um hvað skyldi nú val- ið að rannsaka. Við voram fjórar sem ákváðum að skoða reykingar kvenna og fórum upp í Krabba- meinsfélag og báðum um viðtal við fræðslufulltrúann. Kom þá ekki í ijós að það var bekkjarsystir okkar Ingileif og var hún boðin og búin til að upplýsa okkur og aðstoða á alla lund. Og sagði svo glaðlega „ég ætti nú bara að rannsaka þetta með ykk- ur“ og hvort við vildum, það var ekki ónýtt að hafa sérfræðinginn í reykingavömum innanborðs í hópn- um og með Ingileif í broddi fylking- ar hófum við að rannsaka reykingar hjúkmnarfræðinga. Þetta var skemmtilegt verkefni, við fimm, Ingileif, Olga, Ruth, Hjör- dís og ég, eyddum miklum tíma saman í skólanum og heima hver hjá annarri og kynntumst býsna vel. Við höfum haldið hópinn síðan og það hefur alltaf verið tilhlökkun- arefni að hittast. En mitt í lokaverk- efnisvinnunni, nánar tOtekið 27. apríl 1994, kom Ingileif á einn af vinnufundunum okkar upp í skóla alvarleg í bragði, hún hafði greinst með krabbameinsæxli í brjósti á al- varlegu stigi. Hvílíkt reiðarslag, en þá strax sýndi hún hvílíkan andleg- an styrk, jákvætt hugarfar og rósemi hún hafði til að bera. Róleg og yfirveguð talaði hún um veikindi sín og við hinar máttum ekki mæla. Hún hélt ótrauð sínu striki, tók þátt í vinnunni að verkefninu okkar og við hópurinn lukum verkefninu okkar um vorið. En það var annað, stærra og end- anlegra lokaverkefni sem beið Ingi- leifar. Krabbameinið sem von var um bata á í byrjun reyndist hafa sáct sér út og ekki var von um varanlegav lækningu. En Ingileif sagði „það er líf eftir krabbamein, mislangt og misgott eftir atvikum en sannarlega þess virði að lifa því og maður verður að lifa með sjúkdómnum, ekki berjast við hann, það fer alltof mikil orka í það“ og það gerði hún svo sannar- lega, henni tókast að lifa með sjúk- dómnum. Og hún vildi kalla krabba- meinið sínu rétta nafni og fannst nauðsynlegt að breyta viðhorfi margra til sjúkdómsins krabba- meins, ekki hvíslast á og fela hann. Hún hafnaði því að verða „sjúkling- ur í fullu staifi“ eins og hún sagði sjálf, reyndi að lifa sem eðlilegustu lífi. Þetta var hörkuvinna, stundum góðar fréttir stundum slæmai- frétt- ir og oft varð hún að takast á við mikla erfiðleika í veikindum sínum og þá var gott að eiga góða fjöl- skyldu sem studdi hana með ráðum og dáð. Ingileif var æðrulaus og jákvæð og aðdáunarvert hvernig hún með jákvæðu hugarfari sigraðist á erfið- leikunum. Hún gat svo sannarlega gert orð Þorsteins Erlingssonar að sínum. Enginn ratar ævibraut, öllum skuggum fjarri. v ~ Sigurinn er að sjá í þraut, sólskinsbletti stærri. Hún lauk sínu endanlega loka- verkefni með einkunninni 10. Þau vináttubönd sem bundust í Háskólanum, bundust fastar og fastar eftir því sem árin liðu. Það er ekkert sjálfgefið að fólk á miðjum aldri nái að þróa einlægan vinskap, oftast er gmnnur að slíku reistur á barns- og unglingsámm, en Ingileif var svo tilbúin til að gefa af sér að^. það var eins og við hefðum þekkst alla tíð og ég varð svo lánsöm að eiga hana að vini. Hún var svo bón- góð og gott að leita til hennar að það var eftirsóknarvert. Gestrisin vom þau hjón, Ingileif og Ágúst með afbrigðum. Menn okkar þekktust í gegnum Knatt- spyrnufélagið Víking og það var ósjaldan sem hún kallaði í okkur kvöldstund og áttum við margar ánægjustundir saman og glatt var á hjalla á heimili þeirra. Ingileif hafði ævinlega frá einhverju að segja, hafði mikla frásagnarhæfileika, tók oft flugið í góðum sögum og gat gætt hversdagslega hluti lífi í frá- sögnum sínum. Hún hafði lag á að, gera grín að sjálfri sér og öðmm og benda á hið hlægilega í tilvemnni, lífsglöð og mannblendin. Minningamar em margar. Ofar- lega í huga mér er Ameríkuferðin okkar til Olgu um páskana 1998. Þá skmppum við í vikuferðalag og nut- um lífsins og skoðuðum okkur um og skemmtum okkar. Þetta vora skemmtilegir dagar og það var ekki að sjá að þar færi veik kona, ég mátti hafa mig alla við að fylgja henni. Þótt allir verði að lúta í lægra haldi fyrir dauðanum fór Ingileif alltof fljótt í sitt síðasta ferðalag og ég hefði gjarnan viljað eiga samleið með henni lengur. Það er með mikl- v um söknuði að ég kveð þessa heið- urskonu sem bjó yfir miklum mann- kostum. Ég sakna vinar í stað. Við Þórir og við vinkonumar Ruth, Olga, Hjördís og ég þökkum Ingileif samfylgdina. Biðjum Guð að vernda Gústa, Önnu, Óla og Ásu. Við vottum þeim og öllum ástvinum Ingileifar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ingileifar Ólafs- dóttur. Hanna Karen Kristjánsdóttir. Hvílíkur harmur, hvílíkt órétt- læti. Ung og falleg kona tekin burt frá ástvinum, í blóma lífsins, hvers vegna? Elsku Ingileif mín, nú ertu laus við kvalirnar. Þú varst búin að berj- ast við krabbamein á sjötta ár. Ég hef aldrei kynnst öðm eins baráttu- þreki og viljastyrk. Við vissum SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.