Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 55 MINNINGAR HULDA VALDIMARSDÓTTIR + Hulda Valdi- marsdóttir fæddist í Reykjavík 2. apríl 1909. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valdimar Jónsson, f. 13. ágúst 1885, d. 6. aprfl 1937, og Magdalena Jósefsdóttir, f. 29. ágúst 1888, d. 29. ágúst 1984. Systk- ini Huldu, Alfred Óskar, f. 21. nóvem- ber 1910, d. 19. júlí 1911, Magn- ús Hörður, f. 14. september 1913, d. 10. október 1975, Helga, f. 24. september 1916, d. 6. mars 27. október 1923, d. 8. maí 1942, Birgir Hákon, f. 28. maí 1925, d. 20. nóvember 1993, Markús, f. 6. mai 1926, d. 30. aprfl 1927. Árið 1930 giftist Hulda Guð- mundi Runólfssyni, þau slitu samvistum 1944. Barn þeirra var Sigríður Fanney Guðmundsdóttir, f. 19. júní 1930, sem þau tóku í fóstur þriggja ára gamla. Sigríður á 4 börn, 14 barnabörn og 1 barnabarnabarn. Seinni maður Huldu var Sigurjón Sigurjónsson, f. 16. október 1903, d. 22. júní 1971. Þau tóku í fóstur Valdimar Inga, f. 6. janúar 1951. Hulda vann alla tíð við ýmis verslunar- og skrifstofustörf. Siðast vann hún hjá Almennum tryggingum við innheimtustörf frá 1. október 1973 til 31. des- ember 1987 þá 78 ára gömul. títför Huldu fer fram frá Fossvogskapellu í dag föstudag- inn 3. september og hefst at- höfnin klukkan 13.30. kveð ég nú að leiðarlokum þennan hlýja og góða mann sem ætíð gaf meira en hann tók. Svona er víst lífsins gangur en afi verður alltaf, alla daga og nætur, í huganum og hjartanu mínu. Og ef ég verð döpur mun ég hugsa til hans, því þegar ég heyrði í honum var það einhvern veginn svo að þá birti til, slíkur kær- leikur streymdi frá honum. Eg á ekki nægilega sterk orð til að segja hve heitt ég elska afa minn en samband okkar var svo náið að okkur fannst við oft ekki þurfa nein orð, við skildum hvort annað svo vel. Draumur afa var að lifa árið 2000 en þar sem heilsu hans hrakaði fljótt er ég fegin að hann fékk að sofna svo að hann þyrfti ekki að kveljast meira. Lokaferð afa var erfið fyrir hann en hann var sama baráttuhetjan og ég tel að hann hafi verið alla tíð. Hann var alltaf samkvæmur sjálfum sér og fáir höfðu eins gaman af að segja frá og var frásagnargleði hans oft svo mikil og lifandi að líkja mætti við myndband nútímans. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að vera hjá afa á dánarbeðnum ásamt mömmu og Möllu og finnst mér tákn- rænt að hafa verið að lesa upp úr Nýja testamentinu um kærleikann þegar hann sofnaði. Ég mun reyna að lifa eins og afi, en hann hafði alltaf að leiðarljósi kærleikann og fyrirgefninguna sem hann taldi mestu dyggð alls. Ég bið góðan Guð að geyma hann og varð- veita. Minning þín mun lifa í hjartanu mínu um alla tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guðrún V. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elsku langafi minn, afi Konni, er nú sofnaður og orðinn að engli. Ég er svolítið of ung til að skilja lífsins gang en ég mun alltaf eiga minning- amar mínar og mömmu minnar til að hlýja mér í framtíðinni. Guð geymi elsku langafa minn. Eg var lítið barn og ég spurði móður mína hver munur væri á gleði og sorg. Móðir min strauk yfir hár mitt og svaraði: Sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta sínu getur ekki glaðst því hann þekkir ekki sorgina. (Þórunn Magnea) Katrín Isbjörg. Elskuleg föðursystir mín Hulda Valdimarsdóttir lést á Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 29. ágúst sl. á 91. aldursári. Með andláti Huldu er fallið í valinn síðasta bam hjónanna Magdalenu Jósepsdóttur og Valdemars A. Jónssonar verk- stjóra. Systkini Huldu sem komust á legg voru Magnús Hörður, d. 1975, Birgir Hákon, d. 20.11. 1993, Helga, d. 6.3. 1996 og Sigríður Guðrún, d. 8.5. 1942. Við sem komin erum í seinni hálfleik æviskeiðs okkar meg- um alltaf eiga von á því að vinir og samferðamenn falli frá, hvað þá þeir sem háaldraðir em, okkur bregður þó alltaf við. Nú að leiðarlokum streyma minningamar fram í hug- ann. Hulda var manneskja sérstakrar gerðar og ættrækin fram úr hófi. Hún virtist alltaf hafa tíma til að líta til með systkinum sínum og börnum þeirra, þrátt fyrir að vera sjálf með fjölskyldu og útivinnandi. Sérstaka natni sýndi hún móður sinni þar til hún lést háöldruð. Hulda var órjúf- anlegur hluti af lífi mínu frá því ég man fyrst eftir mér, alltaf að koma eða fara. Hún stoppaði stutt, alltaf að flýta sér en gaf sér þó alltaf tima til að sinna þörfum okkar systkin- anna og sífellt að gauka einhverju að okkur bæði stóm og smáu. Hún fylgdist með mér í uppvextinum og þegar ég stofnaði heimili og fjöl- skyldu tók hún ástfóstri við Sigrúnu konu mína og síðan börn og barna- börn. Það er því ekki ofsagt að hún hafi verið mér sem önnur móðir. Mér fannst ég hljóta að vera sér- stakur í hennar augum miðað við þá ræktarsemi sem hún sýndi mér og mínum. Með áranum lærðist mér þó að Hulda sýndi öðmm frændsystk- inum mínum þessa sömu væntum- þykju eftir því sem aðstæður leyfðu. Mig undraði oft hvernig Hulda fór að því að halda sambandi við ætt- ingja sína og vini, en hún tileinkaði sér þær nýjungar sem komu á markað til þess að létta sér heimilis- störfin á hverjum tíma, auk þess sem hún og seinni maður hennar, Sigurjón Sigurjónsson, eignuðust bíl 1946, og tók hún þá bílpróf á fer- tugsaldri. Bifreið var eftir þetta snar þáttur í lífi hennar og gerði henni mögulegt að rækta þau ættar- og vinasambönd sem að framan er getið. Hulda var tvígift. Fyrri maður hennar var Guðmundur Runólfsson en þau slitu sambúð en með honum eignaðist hún kjördóttur Sigríði Fanneyju Guðmundsdóttur. Seinni maður Huldu var Sigurjón Sigur- jónsson, vélamaður f. 1.10. 1903, d. 22.7. 1971. Með Sigurjóni eignaðist hún kjörsoninn Valdemar Inga Sig- urjónsson. Hulda vann alla tíð með heimilisstörfum. Fyrstu árin rak hún greiðasölu á ísafirði ásamt Guð- mundi manni sínum. Síðan tóku við störf í verslun og efnalaug. I mörg ár starfaði hún á skrifstofu Félags íslenskra bifreiðaeigenda, en síðustu starfsár sín vann hún innheimtu- störf fyrir Almennar tryggingar ODDRÚN EINARSDÓTTIR + Oddrún Einars- dóttir fæddist 14. aprfl 1912 á Búðarhóli í Austur- Landeyjum. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. ágúst síðastliðinn. Odd- rún var yngst níu systkina sem öll eru nú látin. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerður Odds- dóttir og Einar Nikulásson. Oddrún fluttist til Reykjavíkur 1932, er hún giftist Magnúsi Jónssyni bókbindara, en hann lést 22.7. 1985. Þau bjuggu lengst af á Hverfisgötu 102b í Reykjavík, en fluttust í Sólheima 35, Reykjavík, í kring- um 1973. Oddrún og Magnús eignuðust þrjá syni, en þeir eru: 1) Steinn Valur, f. 22.9. 1932. 2) Ás- geir Örn, f. 1.10. 1933. 3) Einar Már, f. 3.2. 1938. Einnig ólu þau upp sonar- son sinn, Ara Má Einarsson, f. 4.3. 1960. Þegar synirn- ir voru uppkomnir fór Oddrún út á vinnumarkaðinn og vann í um það bil tuttugu ár hjá Nóa-Siríusi og kjötvinnslunni Búrfelli. títför Oddrúnar fer frain frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar að minnast Oddrúnar Einarsdóttur nokkmm orðum, en ég kynntist henni árið 1991 þá 79 ára gamalli, er við Steinn Valur elsti sonur hennar fómm að vera saman. Þá bjó Oddrún ein í Sólheimum og gat að mestu hugsað um sig sjálf. En fljótlega eftir áttræðisafmælið fór heilsunni að hraka og í júní árið 1994 fluttist hún á Hrafnistu í Reykjavík og var svo heppin að fá herbergi beint á móti vinkonu sinni Ebbu og gátu þær í byrjun skipst á að heimsækja hvor aðra. Ekki stóð sú ánægja mjög lengi því brátt fór svo að hvomg komst yfir ganginn lengur sökum hreyfihömlunar. Ebba dó fyrir u.þ.b. tveimur ámm, en Oddrún varð æ máttfamari og var síðustu árin alveg bundin við hjóla- stól, en andlegt þrek var óbugað og minnið óskert. Það er vert að minnast ánægju- legra samvemstunda Oddrúnar og Valgeirs systursonar hennar og uppeldisbróður. Hann var einnig heimilismaður á Hrafnistu. Fórnfýsi hans og hjálpsemi er ómetanleg. Valgeir lést fyrr á árinu. Oddrún var einstaklega óeigin- gjörn og æðrulaus manneskja. Hún bað aldrei um neitt fyrir sjálfa sig og sýndi aldrei óþolinmæði eða óþreyju og aldrei hef ég séð hana reiðast, hún var rausnarleg með afbrigðum. Á heimilum hennar í Sólheimum og Hrafnistu ríkti alltaf sérstakur frið- ur og reglusemi. Oddrún hafði yndi af að vera snyrtileg til fara og jafnvel þegar hún var þrotin að kröftum var hún alltaf fallega klædd, með eyrnalokka og annað skart. Ég vil að lokum þakka Oddrúnu yndislega viðkynningu og bið Guð að geyma hana og leiða inn í ríki sitt. Ásta Konráðsdóttir. sem sýndu henni sérstakan velvilja með því að leyfa henni að starfa langt fram yfir sjötugt enda félagið rómað fyrir ræktarsemi við starfs- fólk sitt. Nú síðast fékk hún kveðju frá samstarfsfólki sínu á 90 ára af- mæli sínu fyrr á þessu ári, þeim sé þökk fyrir. Hulda var fædd og upp- alin í Reykjavík og bjó þar að und- anskildum nokkram ámm á ísafirði. Síðustu 20 árin hefur hún verið bú- sett á Hjallabraut 1 í Hafnarfirði og haldið heimili með syni sínum Valdemar Inga. Eftir að Hulda hætti störfum fór hún að sækja föndurtíma á DAS í Hafnarfirði, enda mikil hannyrðamanneskja. Ekki leið á löngu þar til hún var far- in að sinna ýmsum erindum fyrir vistmenn þar til hún hætti að geta ekið fyrir 5-6 árum. Ég spurði hana gjarnan þegar hún leit inn hjá okkur hvaðan hún kæmi og þá var svarið oftast að hún hefði verið að sendast fyrir gamla fólkið á DAS sem margt hefur verið yngra en hún sjálf. Hún var þeirrar gerðar að þykja betra að gefa en þiggja þótt oft væri af litlum efnum. Hulda var mjög ern til hins síðasta, fylgdist vel með öllum og í gegnum hana héldum við óbeinu sambandi við aðra ættingja. Hulda fékk tímabundna vistun á Sólvangi í júní sl. á meðan sonur hennar var í fríi erlendis og var loks komin á þá skoðun að vilja ílengjast þar, enda fékk hún þar frábæra alúð og umönnun en hún átti við van- heilsu að stríða síðustu vikumar þar til yfir lauk. Við hjónin áttum færri tækifæri til samskipta við Huldu síð- ustu 18 mánuði vegna vem okkar erlendis nema gegnum síma og lét hún sig ekkert muna um að viðhalda þessu sambandi sjálf ef henni þótt of langur tími líða. Við fengum tæki- færi til að heimsækja hana tveimur dögum fyrir andlátið og var hún þá hressari en nokkra undanfarna daga. Við hjónin, börn okkar og barna- börn þökkum þér samfylgdina á langri vegleið. Við þökkum þér um- fram allt annað hvað þú gafst okkur mikið af sjálfri þér. Minning þín mun lifa með okkur. Sárastur er missir barna hennar og barnabarna og sendum við þeim innilegar sam- úðarkveðjur og biðjum algóðan guð að láta henni líða vel í nýjum heim- kynnum. Sigrún og Valdemar J. Magnús- son, böm og barnabörn. Hulda frænka er dáin. Það er skrítin tilhugsun að geta ekki hringt eða komið til hennar. En svona er lífið einn fer og annar kem- ur. Hulda, móðursystir mín, átti stór- an sess í hfi okkar systkinabarna hennar, fylgdist vel með okkur og okkar bömum. Ég minnist þess að þegar ég var lítil vom fallegustu leikföngin sem ég fékk frá henni komin. Hún vildi ávallt veg okkar sem bestan og ef einhvem vantaði fréttir af skyldfólki þurfti aðeins að hafa samband við Huldu. Frænka mín var skapmikil kona og stóð fast á sínu. Ömmu hugsaði hún vel um og hafði mikla ábyrgðar- tilfinningu gagnvart systkinum sín- um þar sem hún var elst þeirra. Hulda eignaðist tvö kjörbörn, Sig- ríði F. Guðmundsdóttur og Valde- mar Inga Sigurjónsson. Ég votta þeim samúð mína og bið guð að taka vel á móti henni. Blessuð sé minning hennar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Magdalena S. Elíasdóttir. Nú er sál þín rós í rósagarði guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ofeigsdóttir) Mig langar að minnast Huldu ömmu minnar í nokkmm orðum. Þegar ég hugsa um hana rifjast svo margt gott og skemmtilegt upp sem gaman er að minnast. ( Hún var elst af átta systkinum og lifði þau öll. Hún bar alltaf um- hyggju fyrir okkur systkinunum, sínum systkinum, börnum og barna- börnum okkar allra. Það vai- aldrei lognmolla í kringum hana. Hún var alltaf á þeytingi út og suður í sam- bandi við vinnu sem hún stundaði til 78 ára aldurs, þess á milli notaði hún frístundir sínar í að heimsækja ætt- ingja sína eða við handavinnu, sem hún gerði mikið af allt fram undir það síðasta, gleraugnalaust. Amma var mjög nýjungagjörn og er skemmst frá því að segja að ekkert nýtt rafmagnstæki mátti koma á markað án þess að hún keypti það, jafnvel þótt hún þyrfti að fá það sent að utan. Hún keyrði bíl fram yfir 87 ára aldur, seldi þá bílinn en hélt áfram að endurnýja ökuskírteinið - ef ske kynni. Auðvitað fékk amma sér GSM-síma 90 ára gömul, annað var ekki við hæfi. Ég var stolt af Huldu ömmu fyrir atorkusemi henn- ar og væntumþykju í okkar garð. Með þessum örfáu orðum langar mig og fjölskyldu mína að þakka þér, elsku amma, fyrir þær sam- verustundir sem við áttum. Við þökkum þér vináttu, einlægni og ást og allt sem ei verður hér skrifað, en geymist í minni, það mun lengi sjást þess merki að þú hefur lifað. Hulda Kristinsdóttir. Mig langar af veikum mætti að minnast móðursystur minnar, Huldu Valdimarsdóttur, sem andaðist hinn 29. ágúst. Erfitt er um vik að reyna að lýsa einhverju á vitrænan hátt gagnvart góðri konu sem var mér eins og önn- ur móðir. Kynslóðabilið var ekki til og allt var hægt að ræða, sundur og saman með bros á vör - ætíð var stutt í brosið. Eftir hveija heimsókn fann maður sérstaka velh'ðunartilfinningu. Hjá Huldu gengu alltaf aðrir fyrir og oft- ast vissi hægri höndin ekki hvað sú vinstri gerði. Eitt sinn þegar var rafmagnslaust heima hjá mér hringdi ég til hennar til að kanna ástandið, en þar var allt með felldu. Eftir smástund birtist hún með heitan mat. Þegar við vor- um rétt búin að jafna okkur á undr- uninni og stama þakklætisorð til hennar svaraði hún eins og oft áður: Uss, ykkur veitti ekkert af þessu. Eitt sinn starfaði ég úti á landi og í einu símtalinu við móður mína fékk ég þær fréttir að búið væri að kaupa íbúð fyrir mína hönd. Seinna kom í ijós að Hulda hafði hringt í móður mína og verið að fletta í blaði og sagt að héma væri eitthvað fyrir Valdi- mar. Hún vann hug og hjörtu allra sem komu nálægt henni og þar með er talin sambýliskona mín, þrátt fyrir stutt kynni. Hennar yndi vom m.a. hannyrðir og samvistir við börn. Ef einhver ætlaði að gauka ein- hveiju að henni varð það að vera vel undirbúið og koma henni að óvömm. Ég og sambýliskona mín kveðjum Huldu með miklum söknuði. Valdimar Ehasson, María Guðbjartsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.