Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VALDIMAR BJARNASON Valdimar Bjarnason fædd- ist á Felli í Skeggja- staðahreppi 10. ágúst 1917. Hann iést á Elliheimilinu Grund 26. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Oddsson, bú- fræðingur, f. 3. októ- ber 1889, d. 18. apríl 1938 og Guðrún Valdimarsdóttir, f. 15. október 1895, d. 22. september 1972. Systkini Valdimars: Oddur Vilhem Bjarnason, f. 4. nóvember 1918, d. 25. maí 1980; Þorbjörg Bjarnadóttir, f. 23. jan- úar 1920; Hildur Aðalbjörg Bjamadóttir, f. 30. apríl 1922; Theodóra Elísabet Bjarnadóttir, f. 3. janúar 1924; Gunnþór Bjarnason, f. 25. ágúst 1925, d. 16. febrúar 1972; Gunnhildur Hólmfríður Bjamadóttir, f. 26. mars 1928, d. 15. desember 1992; Magnea Katrín Bjarnadóttir, f. 5. I dag kveðjum við góðan heimilis- vin og frænda Valdimar Bjamason. Hann Valdi, eins og við kölluðum hann ávallt í daglegri umgengni, var vinum sínum og vandamönnum betri en enginn eins og dæmin sanna. Hann hélt fullri tryggð við minningu eiginkonu sinnar Svövu Jóhannes- dóttur til hinsta dags, en Svövu missti hann eftir stutta sambúð. Þá tók Valdi upp heimilishald með aldraðri móður sinni Guðrúnu Valdimarsdótt- ur og eyddi hún ævikvöldinu við góð- ar aðstæður á heimili sonar síns og andaðist þar 22. september 1972. Upp úr því hóf Valdimar sambúð með Hr- efnu Stefánsdóttur, ættaðri úr Hraunhreppi á Mýrum. Þau bjuggu fyrst á Þórshöfn en síðar um árabil á Brávallagötu í Reykjavík, þar til þau fluttu sig yfir götuna að elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Hrefna var góð kona og gjafmild. Hún andaðist á elli- heimilinu Grand 2. mars 1992 og það október 1929; Þór- hildur Bjarnadóttir, f. 31. maí 1933; Rebekka Bjarna- dóttir, f. 3. ágúst 1936. Valdimar kvæntist árið 1943 Svövu Jóhannesdótt- ur, f. 3. mars 1898, d. 1950. Þau voru barnlaus en fóstruðu um tíma systurson Valdimars, _ Davíð Axelsson. Árin 1950 til 1972 bjó hann með móður sinni. Sambýliskona Valda var Hrefna Stefánsdóttir, f. 18. mars 1917 í Hraunhreppi í Mýra- sýslu, d. 2. mars 1992 á Grund í Reykjavík. Vaidimar og Hrefna fluttu frá Þórshöfn til Reykjavíkur árið 1982 á Brávallagötu 12 í Reykja- vík. Þaðan fluttu þau á Grund í Reykjavík. Utför Valdimars fer fram í litlu kapellunni í Fossvogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. síðasta sem hún mælti í þessum heimi var til yalda: „Ég held að ég sé að deyja. Ég þakka þér fyrir hvað þú hefur alltaf verið góður við mig.“ Fá- um mun hlotnast einlægari kveðja frá deyjandi manneskju. Framanskráð ummæli segja okkur mikið um Hr- efnu Stefánsdóttir, en þó meira um Valdimar Bjaraason. Vertíðir á vetrum sótti Valdi sunn- anlands um árabil en lengst af starf- aði hann í frystihúsum á Þórshöfn. Hann var mjög eftirsóttur tækjamað- ur við hraðfrystingu, enda óvflinn við kuldann og vosbúðina í tækjaklefun- um, hvort sem þeir voru á Þórshöfn, í Vestmannaeyjum eða í Reykjavík. Að öðru leyti gekk Valdi til þeirra starfa sem buðust. Síðasti starfsvettvangur hans var að dreifa Morgunblaðinu, DV og pósti meðal vistmanna á elli- heimilinu Grund. Þar til fyrir nokkrum mánuðum að heilsa hans Ieyfði ekki hinum trausta blaðburðar- SIGRÍÐUR HANSÍNA SIGFÚSDÓTTIR + Sigríður Hans- ína Sigfúsdóttir fæddist á Ægissíðu á Vatnsnesi í Vest- ur-Húnavatnssýslu 21. ágúst 1915. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Hans- ína Björnsdóttir, húsfreyja, f. 12. apríl 1880, d. 21. ágúst 1915, og Sig- fús Sigurbjörn Guð- mannsson, bóndi, f. 23. apríl 1881, d. 1. júlí 1934. Systkini Sigríðar Hansínu voru: Rósa Sigfúsdóttir, f. 27. maí 1906, d. 28. júní 1998, Ögn Sig- fúsdóttir, f. 19.12. 1907, Árni Gestur Þórarinn Sigfússon, f. 25. ágúst 1912, Guðmann Sigur- jói Sigfússon, f. 27. mars 1914, d. 7. febr. 1982. Hálfbróðir, samfeðra, Ragnar Kristinn Sig- fússon, f. 30. júlí 1930. Sigríður Hansína fluttist að Hörgshóli í Vesturhópi árið 1937 og bjó þar með Sigurði Trausta Sigurjónssyni, f. 1. maí 1912. Börn þeirra eru: 1) Björn Hún Lilla okkar er nú líklega hvfldinni fegin eftir að hafa lifað heil- an áratug sér meira og minna ómeð- vitandi um það sem gerðist í kringum hana. Á meðan hún gat tjáð sig eitt- hvað með orðum skynjuðum við að henni leið vel þótt hún með köflum vissi ekki hvar hún var stödd. Hún sagðist hafa komið í gær og færi heim á morgun. Stundum fundum við þó að hún átti sína erfiðu tíma og til- fmningar sem hún gat ekki tjáð. Lilla Traustason, f. 29. maí 1938, verktaki. 2) Þorkell Trausta- son, f. 10. júlí 1939, húsasmiður. 3) Agn- ar Traustason, f. 22. mars 1941, bóndi og verkamaður. 4) Þráinn Traustason, f. 9. apríl 1942, húsasmiður. 5) Guð- björg Stella Traustadóttir, f. 15. júni 1943, klæð- skeri, búsett í New Orleans. 6) Sigfús Traustason, f. 29. maí 1945, vélstjóri. 7) Hörður Traustason, f. 2. jan. 1955, verkamaður. 8) Sigurður Rós- berg Traustason, f. 9. des. 1957. A Hörgshóli bjó Sigríður Hansina til ársins 1983, er hún fluttist á Laugarbakka í Mið- firði, þar sem hún bjó fyrst á Ytri-Reykjum og síðan á Gils- bakka 11. Síðastliðin tíu ár dvaldi hún á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. títför Sigríðar fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju í Vest- urhópi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. var svo sterkbyggð allt frá fæðingu. Það var vissulega kraftaverk að hún skyldi halda lífí þegar hún fæddist aðeins sex merkur að þyngd. Ögn, móðuramma hennar, og Valgerður gamla héldu i henni lífinu með því að liggja hjá henni til skiptis í rúminu í torfbænum, halda á henni hita og næra. Sigríður Hansína móðir henn- ar lést þegar hún fæddist og var hún nefnd eftir henni. Lilla eins og hún var alltaf kölluð ólst upp á Ægissíðu dreng lengur að slá eigin met í sam- viskusemi, enda var hann kominn á níræðisaldur. Valdimar var óloppinn við uppáskriftir á víxia og ábyrgðir fyrir samborgara sína og vini. Elstu systurdóttur Valda á Þórshöfn eru ljóslifandi fyrir hugskotssjónum minningar um komu frænda með jóla- pakka til þeirra systkinanna. Ékki spillti að gjöfunum fylgdi heimboð í Valdahús á jóladag til Valda og ömmu í spil og kræsingar. Sagan endurtek- ur sig og þessi sama systurdóttir og Valdi urðu ein eftir af ættmeiðnum á Þórshöfn og auðvitað hélt Valdi áfram að vera sami góði frændinn. Hann birtist undimtuðum og bömum þeirra með fangið fullt af góðvild og gjöfum til fjölskyldu sem óx þar til börnin urðu sjö. Áldrei gleymdu Valdi og Hrefna aftnælum barnanna, enda gengið eftir því að safna nöfnum þeirra í afmælisdagabók. Um árabil voru sjónvarpsskilyrði léleg hjá okk- ur á Ytri-Brekkum. Var þá gripið til þess ráðs að leita á náðir frænda um að horfa á stundina okkar á sunnu- dögum og var sú athöfn tilhlökkunar- efni alla vikuna. Yngstu börain þrjú urðu nánast miður sín yfir úrbótum sjónvarpsins, ef það ylli þvi að ekkert yrði af sunnudagsheimsóknunum. Góðvild, glettni, rausn og spilaá- hugi drógu bömin áfram í Valdahús og samgangur óx fremur með árun- um. Þegar Valdi og Hrefna fluttu til Reykjavíkur saknaði fjölskyldan sinna bestu vina. Hann var hinn góði drengur. Góður við alla jafnt. Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Elsa og Pálmi. Valdimar Bjarnasyni mági mínum kynntist ég fyrst á Þórshöfn árið 1948. Hann var þá húsvörður við bamaskólann þar. Hann var góður í viðkynningu. Hann var maður hjarta- hlýr og greiðvikinn og vann störf sín af kostgæfni. Valdi vann alla algenga vinnu. Sérstaklega í frystihúsum. Hann var góður flakari. Hann fór á vertíð á veturna hér áður fyrr. Hann var m.a. í Vestmannaeyjum. Eftir að hann kom að Grund bar hann út póst- inn þar og blöðin. Blessuð sé minning hans. Bjarni Ólafsson. með ömmu sinni, fóður og systkinum og lærði þar að sinna búverkum eins og þau gerðust á þeim tíma. Hestar voru þá notaðir til burðar, dráttar og reiðar en hún fór snemma að hafa yndi af þeim og var talin lagin við hesta. I heimsóknum okkar á sjúkra- húsið gátum við alltaf fengið hana til að brosa ef við minntumst á hestana frá Ægissíðu, Blakk og Skjóna hans Jóa. Á Hörgshóli er bæjarstæði ein- staklega fagurt. Til norðurs er útsýn yfir Vesturhópsvatn og Borgarvirki, til austurs Björgin og Víðidalsfjall, til vesturs upp í borgirnar og Hörghóls- dal. I því umhverfi sinnti Lilla bú- störfum og umönnun barna sinna með Trausta og móður hans, Guð- björgu sem tók þátt í uppeldi barn- anna. Reyndist Lilla henni vel til hinstu stundar. Á barnmörgu heimili var mörgu að sinna auk almennra búverka við frumstæð skilyrði á okkar mæli- kvarða. Rafmagni kynntist hún ekki fyrr en hún var komin á sextugsaldur og hún ljómaði ekki minna en raf- magnsljósin sjálf þegar hún kveikti þau í fýrsta sinn. Hún var stolt af böraunum sínum þegar þau fóru að geta hjálpað til við búskapinn eða færa björg í bú, en hún hafði líka áhyggjur, ef eitthvað bjátaði á hjá þeim sérstaklega eftir að þau voru farin að heiman. Það má segja að hlutverk Lillu í líf- inu hafi verið að annast aðra, bæði menn og skepnur. Það gerði hún af slíku örlæti að hún gleymdi oft sjálfri sér. Henni lét betur að gefa en þiggja. Það varð þó hennar hlutskipti að vera algerlega upp á aðra komin síð- ustu tíu árin sem hún lifði. Við viljum þakka starfsfólki Sjúkrahússins á Hvammstanga innilega fyrir einstaka umönnun og hlýhug í hennar garð. Elsku mamma, tengdamamma og amma. Við eigum um þig margar góð- ar minningar sem við munum aldrei gleyma, hvíl þú í friði. Þorkell, Halldóra og Kristinn Már. JÓN BJARNASON + Jón Bjarnason jarðýtustjóri fæddist á Valþjófs- stað í Fljótsdal 25. ágúst 1917. Hann lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Gislason og Guðný Guðjónsdóttir. Al- systkini Jóns eru Kjartan bóndi á Þuríðarstöðum (látinn) og Hulda hárgreiðslukona í Reykjavík. Hálfbróðir feðra Svavar sam- leigubílstjóri, lengstum á Seyðis- firði (látinn). Sonur Jóns og Jóríðar Gunnars- dóttur (látin) frá Egilsstöðum í Fljótsdal er Gunn- ar bóndi og vöru- bflstjóri á Egils- stöðum í Fljótsdal maki Bergljót Þór- arinsdóttir, þeirra synir Gunnar og Egill. títför Jóns fer fram frá Valþjófs- staðarkirkju í Fljótsdal í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. í dag verður til moldar borinn frá Valþjófsstaðakirkju í Fljótsdal föð- urbróðir minn Jón Bjamason en hann er látinn tæpléga áttatíu og tveggja ára að aldri. Jón frændi ólst upp á Skriðuklaustri þar sem for- eldrar hans voru í húsmennsku til fjölda ára og þótti snemma liðtækur til allra starfa. Ungur að aldri gerð- ist hann vinnumaður á Valþjófsstað og átti þar heimilisfesti allmörg ár þó svo að aðalstarf hans væri utan sveitarinnar. Snemma hafði vaknað hjá honum áhugi á allskonar tækj- um og vinnuvélum og fór svo að að- alatvinna hans var að stjóma jarð- ýtum hjá Vegagerð ríkisins á Áust- urlandi. Ibúð eignaðist hann úti á Egilsstöðum fyrir allnokkmm árum en Fljótsdalurinn var þó áfram hans sveit og dvaldi hann langdvölum hjá syninum, Gunnari, sem býr á Egils- stöðum, næstinnsta bæ í Fljótsdal. Fyrstu minningar mínar um Jón frænda eru innlit hans heim í Þuríð- arstaði, þá gjarnan á leið inn í Egilsstaði. Mér er í barnsminni hve mikil eftirvæntingin var hjá mér þegar von var á honum. Þessum hógværa og hlýja manni fylgdi heimsmannslegt yfirbragð er hann sagði fréttir úr framandlegum byggðarlögum og ég vék ekki frá meðan hann staldraði við. Seinna þegar ég var orðin eldri og farin að vinna úti á Egilsstöðum kynntist ég betur öðrum eiginleikum frænda míns. Fór ég þá gjarnan með hon- um inn í Fljótsdal um helgar og til baka út í Egilsstaði í helgarlok en Jón frændi átti alltaf góða og trausta bíla sem hann hugsaði ein- staklega vel um. Þetta voru skemmtilegar ferðir og alltaf komumst við áfallalaust á leiðar- enda þótt stundum væri ófærð, allt gert af lagni og engum asa. Stund- um ef ég þurfti að vinna frameftir á föstudegi eða jafnvel á laugardegi var beðið eftir mér eins og ekkert væri eðlilegra. Þannig ræktaði hann frændsemina með hjálpsemi og um- hyggju. Jón frændi var einstakt snyrti- menni, myndarlegur á velli og hélt sér einstaklega vel bæði andlega og líkamlega og dróg hvergi af sér í vinnu þótt kominn væri á níræðis aldur. Hann var maður dagfar- sprúður en samt ræðinn og skemmtilegur með hárfínan húmor. Hann var grandvar og orðheldinn, léttur í lund og reyndi ávallt að sjá spaugilegu hliðina á málunum. Glöggur á menn og málefni og vel heima í þjóðmálaumræðunni. Það var mín gæfa að njóta samfylgdar Jóns frænda. Guðný Kjartansdóttir. Þitt er menntað afl og önd, eigir þú fram að bjóða, hvassan skilning haga hönd, hjartað sanna og góða (St. G. Stefánsson.) Við minnumst Jóns Bjamasonar, prúðmennisins og drengskapar- mannsins með „hjartað sanna og góða.“ Hann er fallinn og söknuður- inn kemur ósjálfrátt í brjóstið. Hann dvaldi á Skriðuklaustri ásamt foreldrum sínum fram til tvítugs. Allir á heimilinu munu minnast hans með hlýju. Foreldrar hans, Guðný Guðjónsdóttir og Bjarni Gíslason eru mér eftirminnileg, Guðný var við eldamennsku en Bjami við útistörf. Ég hændist mjög að Guðnýju enda sérstök mannkostakona sem öllum þótti vænt um. Mér þótti reyndar vænt um Bjarna enda hændust böm að honum. Hann var snyrtimenni svo að af bar og munu allir bera honum þá sögu. Kjartan, bróðir Jóns, var á Skriðuklaustri til 13 ára aldurs. Hann var yngri en Jón og vildi að sögn Guðnýjar prófa að dvelja á Þuríðarstöðum. En þar flentist hann til fullorðinsára. Hulda, systir Jóns, var langyngst fædd 20. ágúst 1931. Bjami átti son, Svavar, fyrir hjónaband sitt og Guð- nýjar. Foreldrar mínir fóm frá Skriðuklaustri 1940, þá fór Jón í Víðivallagerði. Hann fór síðan að vinna á vinnuvélum fyrir Ræktun- arsamband Austurlands og stund- aði það starf ámm saman. Fyrir níu ámm hitti ég Jón á Austurlandi. Fór hann þá með mig, konu mína og mágkonu inn fyrir Snæfell og síðan niður í Hrafnkels- dal. Á þetta svæði hafði ég aldrei komið og varð því þetta ferðalag eftii-minnilegt. Jón keypti sér íbúð í Egilsstaðakauptúni og dvaldist þar að nokkm leyti. Hann kynntist Jóríði Gunnarsdóttur frá Egilsstöð- um í Fljótsdal og hélst samband þeirra ámm saman eða allt þar til Jóríður dó. Hún var ein af Egils- staðasystkinum sem vora þekkt fyr- ir myndarskap. Snorri Gunnarsson var einn af þeim. Hann byggði yfir marga Austfirðinga og saumaði föt á þá, gerði við úr og klukkur. Á ann- að hundruð konur áttu islenskan búning saumaðan af Snorra. Jón dvaldist mikið á Egilsstöðum í Fljótsdal vegna tengslanna við Jóríði. Þau áttu soninn Gunnar. Kona Gunnars er Bergljót Þórar- insdóttir. Þau eiga tvo syni, Egil og Gunnar. Jón kenndi fyrir nokkru verkja í höfði. Hann gekk undir höfuðaðgerð og var nokkra síðar fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Hann dó 22. ágúst skömmu eftir komuna þangað tæplega 82 ára. Hans er nú sárt saknað af ætt- ingjum og ég fer nærri um hvað þeir hafa misst. Gott er sjúkum að sofna þegar sólin er aftanrjóð. Og mjallhvítir svanir syngja, sorgdöpur tregaljóð. (Dav. Stef.) Veri Jón Bjamason kært kvadd- ur. Valgeir Þormar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.