Morgunblaðið - 03.09.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 03.09.1999, Qupperneq 58
58 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Kristinn Reyr, rithöfundur, tón- skáld og listmálari, fæddist í Grindavík 30. des- ember 1914. Hann lést 9. ágúst síðast- liðinn og fór útfór hans fram frá Foss- vogskirkju 17. ágúst. Kæri vinur. Mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum og þakka þér fyrir hin góðu kynni. Þú varst mikill maður i mínum augum, strax sem smástelpa leit ég upp til þín. l>ú varst ekki bara afar elskulegur maður sem alltaf hafðir góðan tíma fyrir litla stelpu sem átti pabba sem sótti sjóinn og var langtímum að heiman, þú varst líka félagi sem kynntir mig fyrir heimi bókmennta og lista, enda varst þú bóksalinn, listamaðurinn og skáldið hér í Keflavík og hún mamma mín sem enn gengur undir nafninu Lúlla í Bókabúðinni vann hjá þér öll bernskuárin mín, þannig að Bókabúðin var mitt annað heim- ili. Eg fékk að sendast fyrir þig í Al- þýðubrauðgerðina til hennar Maju og kaupa hálfa jólaköku með tveim- ur endum og vínarbrauð sem komu volg úr Hafnarfirði kl. 14. Þá var ég bara sex ára, en orðin ábyrg fyrir því að bók- salinn okkar fengi bakkelsið sitt á réttum tíma. Ég horfði á þig stórum augum mála fallegar myndir, drekka kolsvart kaffi og reykja eins og strompur og segja skemmtilegar sögur. Minning mín um þessa gömlu daga er góð og átt þú stóran þátt í því. Ég man þegar þú hélst málverkasýningu í Fons í Keflavík, það var árið 1961, þá var ég aðeins 10 ára gömul. Fons var svipað og Mokkakaffi, þú gast keypt þér kaffí og með því og skoðað það sem á veggjunum var. Ég fór með mömmu og Elsu systur að skoða málverkin þín, mér fannst allar myndirnar þín- ar stórkostlegar. Þennan dag settir þú mig í þann stærsta vanda sem ég hafði staðið frammi fyrir, ég mátti velja mér mynd eftir þig og valið var erfitt. Ég valdi mér mynd sem heitir Póstbáturinn, þessi mynd var unnin með vatnslit og tússi og er af stóru umslagi og litlum báti á kyi-rum sjó. Þú brostir og sagðir að ég væri róm- antísk ung kona og að bréfið sem væri um borð í þessum báti væri ástarbréf til mín. Ég hef oft horft á KRISTINN REYR TÓMAS JÓNSSON + Tómas Jónsson fæddist á Gili í Dýrafirði 6. júní 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði 15. ágúst síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Þingeyrarkirkju 21. ágúst. Hallgrímur Sveinsson á Hrafns- eyri sagði mér snemmsumars gegn- um símann þær leiðu fréttir, að Tómas á Þingeyri væri haldinn al- varlegum sjúkdómi. Hann hefur nú haft yfirhöndina. Tómas var ekki orðinn aldraður maður, eftir því sem nú gerist, eða 74 ára. Ég sé hins vegar í blöðunum, að margir fara héðan einmitt á aldursbilinu 70 til 80 ára. Flestir hafa lokið aðaldagsverk- inu á þessum aldri, en geta, ef heils- an leyfir, átt ánægjuleg efri ár. Kynni okkar Tómasar voru ekki mjög náin, en við vissum áreiðan- lega hvor af öðrum lengi. Ég sá hann fyrst og talaði við hann á móti skólastjóra að Laugum í Reykjadal í ágúst 1963. Þar söng hann í kvartett skólastjóra og skemmti mótsgest- um. Hann var félagslyndur og ólatur að leggja lið ýmsum málum, er öðr- um máttu til gagns og gamans verða. Starfsþrek hafði hann mikið og viljaþrek eigi síðra. Þegar Tómas varð fímmtugur, hinn 6. júní 1975, tók hann sér far með flugvél til Reykjavíkur og hélt upp á afmæli sitt með veglegum hætti á Hótel Sögu. Daginn áður hittumst við í biðsal Flugfélags ís- lands á ísafirði. Þar heilsuðumst við kunnuglega. Hann spurði hvort ég gæti ort með stuttum fyrirvara. Ég neitaði því ekki. Hann spurði mig þá, í tilefni af því að hann átti merk- isafmæli daginn eftir, hvort ég gæti ort nokkur erindi til flutnings á Sögu. Ég lofaði að reyna. Nú rann afmælisdagurinn hans Tómasar upp. Ég mætti, ásamt konu minni, á Sögu og fékk að vita, hvar Tómas byggi. Hann hafði þá + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, RÓSU BJÖRNSDÓTTUR, Vesturgötu 7. Fyrir hönd aðstandenda, Drífa Kristjánsdóttir, Fjalar Kristjánsson, Freyja Kristjánsdóttir, Harpa Kristjánsdóttir. Hjartans þakkir til ykkar allra, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs sonar, bróður, mágs og frænda, KJARTANS ÓSKARSSONAR, Hamraborg 26. Sérstakar þakkir til samstarfsmanna hans í Prentmet. Lára L. Loftsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. þessa mynd með bros á vör og hlýj- ar tilfinningar í hjarta. Þú varst ið- inn við skriftir og hafði ég gaman af að lesa ljóðin þín og revíurnar og mamma útskýrði fyrir mér margt sem ég ekki skildi, um hvern þú værir að fjalla og hvers vegna þú beindir örvum þínum að þessum góðborgurum. Þegar þú skrifaðir Æsu Brá sendir þú mér áritað ein- tak og baðst mig að hringja í þig þegar ég hafði lesið hana, því þú vildi heyra mitt álit á henni. Einnig sendir þú mér snælduna þína þar sem ég get hlustað á þig lesa ljóðin þín, kæri vinur, þar til ég verð göm- ul kona, brosað út í annað og sagt takk fyrir allt og allt. Eitt af ljóðum þínum er í meira uppáhaldi en önnur og heitir það Lýrikk og með því ætla ég að kveðja þig. Við leiddumst götuna glaðvær böm og gáfum fuglunum niðri á tjöm lékum við þá aflífiogsál og lærðum utan að fuglamál. En tíminn líður og tjörnin frýs við tökumst í hendur á hálum ís piltur og stúlka í paradís. Far þú í friði, þín vinkona Sigurfríð. tekið á leigu svítu eina veglega og safnað að sér vinum og velunnurum. Ekki skorti veitingar, bæði í fljót- andi og föstu formi. Auðséð var, að Tómas var vinmargur maður og vin- sæll. Þegar menn eru fimmtugir standa þeir venjulega á hátindi lífsins. Það gerði Tómas einnig. Hann hlýddi á mig flytja ljóð í tilefni dagsins. A manndómsins miðjum vegi nú mænirðu fram á leið. Þú siglir á sjötta tuginn, og sérð, hvað tíðin er greið. Með vinum er vænst að dvelja þar vestur á Kngeyri. Þó ferðu sem fljótast í bæinn á fimmtugsafmæli. Með kindum og hrossum og krökkum og konu og heimili þú unir þér allvel þar vestra, - og auðvitað Mammoni! Svo gleðji þig árin sem áður, minn ágæti starfsbróðir. Þú siglir á sjötta tuginn, - og sjálfsagt hlýturðu byr. Já, hann Tómas var ekki lengi að fara þennan spöl: frá fimmtugsaf- mælinu til þess að verða tæplega hálfáttræður. Alveg er ótrúlegt, hversu tíminn er fljótur að líða eftir að miðjum aldri er náð. Það reyna menn sem fara þessa slóð. Sumarið 1997 var ég um tíma á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þar var þá Tómas vörður við safn Jóns Sig- urðssonar á staðnum. Fórst honum það vel úr hendi. Hann bjó, ásamt konu sinni, Sigríði Steinþórsdóttur, um sumarið, á neðstu hæð staðar- hússins. Þar var þægilegt að koma og rabba við húsráðendur. Eitthvað heyrði ég um þverrandi heilsu Tómasar talað, en ekki óraði mig samt fyrir því, að endalokanna yrði jafnskammt að bíða og nú er raun á orðin. Tómas var vel máli farinn og varp- aði stundum fram erindum. Getur hugsast, að hann hafi búist við því, að senn væri komið að leiðarlokum, er hann setti saman eftirfarandi er- indi og gaf mér í þriðja bindi vísna- og ljóðasafnsins „I fjórum línum“, er út kom haustið 1997: Mér finnst ég nú öllum manndómi rúinn, svo mjög getur tilveran verið andsnúin. Nú er minn lífskvóti næstum því búinn; nú verður dómurinn ei lengur flúinn. Ég þakka kynnin við Tómas Jóns- son. Hann var einn af þeim, sem ánægja var að blanda geði við. Fjöl- skyldu hans votta ég samúð. Auðunn Bragi Sveinsson, fyrrv. skólastjóri. HANNA BJÖRG PÉTURSDÓTTIR + Hanna Björg Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 11. september 1981. Hún lést á heimili sínu 16. ágúst síð- astliðinn og fór út- fór hennar fram frá Fossvogskirkju 23. ágúst. Nú hef ég kvatt æskuvinkonu mína, Hönnu Björgu. Ég kynntist henni fyrst þegar við byrjuðum saman í sex ára bekk í Klébergsskóla. Við urðum fljótlega góðar vinkonur og sátum oft saman í skólanum. Við áttum það þó stund- um til að tala of mikið saman í tím- um og þá var oft fljótlega sussað á okkur. Hanna var dugleg og atorku- söm og henni gekk alltaf vel að læra. Það kom heldur engum á óvart að hún væri alltaf hæst á próf- um. Hún var mér alltaf hvatning all- an barnaskólann og alltaf vildi ég verða eins dugleg og hún. Hanna var frekar feimin að eðlisfari og naut sín ekki sem skyldi í fjölmenni. Þær voru þó ófáar stundirnar sem við áttum saman í næði og þá kynntist maður annarri hlið á Hönnu. Þá var spjallað um allt milli himins og jarðar og þess á milli átt- um við það til að fremja smá prakk- arastrik. Hanna var alltaf svo mikill prakkari og tók oft uppá ýmsu snið- ugu og þá var erfitt að vera ekki með í hrekknum. Við vorum til dæmis mjög duglegar að nota sím- ann og hringdum oft út um allan bæ og brugðum okkur þá í hin ýmsu gervi. Við hættum því þó eftir dálít- inn tíma þegar við áttuðum okkur á því að símtölin voru orðin ansi mörg og þá sætum við illa í því þegar reikningurinn kæmi. Við vorum samt ekki lengi að finna okkur eitt- hvað annað til að prakkarast. Ég gleymi heldur aldrei öllum skóla- ferðalögunum sem við fórum í með bekknum. Þessar ferðir geyma margar ómetanlegar minningar um góðan tíma. Einu sinni fórum við Hanna saman á grímuball sem hald- ið var þegar við vorum í bamaskóla. Þá tókum við okkur til heima hjá henni og minnist ég þess að búning- arnir voru ansi skrautlegir. Þá var mikið hlegið enda fannst okkur við vera hálfaulalegar í tuskunum sem við vorum búnar að dressa okkur upp í. Mömmu Hönnu Bjargar kynntist ég líka vel því hún var um- sjónarkennari bekkjarins í fjölda ára. Henni á ég mikið að þakka þau ár sem hún kenndi mér. Þegar skyldunámi lauk splundraðist hóp- urinn og við fórum hvert í sína átt- ina, svona eins og gengur og gerist. Eftir standa þó fjölmargar minning- ar um góðan og hlýjan félaga bæði í leik og starfi og hann kveð ég með söknuði og hlýhug. Elsku Hanna, ég vona að þú hafir fundið frið í hjarta þínu og ég trúi að þar sem þú ert núna líði þér vel. Ég vil biðja algóðan guð að styrkja fjölskyldu Hönnu Bjargar á þessum erfiðu tímum og hjálpa þeim í þess- ari sorg. Helga Ottós. Elsku Hanna Björg. Nú ertu horfin frá okkur, en eftir sitjum við skilningsvana og sár. Hvað er það sem hrífur unga stúlku í blóma lífsins svona snöggt í burtu? Hanna mín, þú sem áttir svo bjarta og gæfuríka framtíð fyrir höndum. Eg kynntist þér í áttunda bekk í Klébergsskóla. Strax þá gerði ég mér grein fyrir hversu klár, sam- viskusöm og sjálfstæð þú varst í námi og leik. Þú varst svo rosalega metnaðargjarn nemandi, og fékkst alltaf hæstu einkunnir. En þó varst þú aldrei neitt fyrir að flíka afrek- um þínum. Mér er það minnisstætt á skólaslitunum í 10. bekk þegar bekkjarsystur mínar spurðu mig í gríni hvort ég væri búin að panta vörubíl fyrir verðlaunin. En þess þurfti ekki með, þvi enginn annar en þú áttir þau skilið fyrir frábæran námsárang- ur í gagnfræðaskóla, enda fékkstu þau öll. A þeirri stundu, sem oft- ar, hafa foreldrar þínir verið afar stoltir af þér. Þú varst svo heppin að eiga yndislega fjöl- skyldu sem elskaði þig og bar virðingu fyrir þér. Ég lærði hand- mennt undir hand- leiðslu móður þinnar í gaggó og veit hversu auðvelt hún átti með að hrósa nem- endum sínum og sýna ánægju sína þegar þeir stóðu sig vel. Þessa um- hyggju hefur hún án efa sýnt þér. Daginn sem ég frétti af dauða þín- um hittumst við Elísabet og Helga og töluðum um þig. Þegar við hitt- umst vorum við ákaflega leiðar, en þegar við minntumst prakkara- strika þinna í gaggó var ekki lengi að læðast fram bros, því að þannig varst þú: ávallt brosandi og í góðu skapi. Þessa stund reyndum við að kalla hverja einustu minningu fram, og sögðum hver annarri frá henni. Þessar minningar, sem við deildum, munu ávallt lifa í hjörtum okkar. Síðasta skiptið sem við hittumst, all- ar fyrrverandi bekkjarsysturnar, var á stelpukvöldi sem Rakel hélt. Þar grilluðum við saman og skemmtum okkur við að tala um ár- in í gaggó. A því kvöldi hugsaði ég einmitt með mér hvað þú værir glæsileg og með sterka útgeislun. Elsku Hanna, nú þegar þú ert farin hefur stórt skarð verið hoggið í hóp okkar bekkjarsystkinanna. En þú munt ávallt vera með okkur í minningunni. Elsku Pétur, Guðrún, Kolla og Guðný, sem og aðrir að- standendur. Missir ykkar er mest- ur. Mig langar til að láta fylgja með litla bæn sem er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég var lítil stelpa. Ég vona að hún verði ykkur til huggunar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mér að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Takk fyrir allt og allt. Þín vinkona, Heiða. Þau sorgartíðindi bárust okkur þriðjudaginn 17. ágúst að bekkjar- systir okkar, Hanna Björg, væri farin frá okkur. Við minnumst hennar sem ijúfrar og hæglátrar stelpu úr bekknum okkar og fráfall hennar skilur eftir stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Við söknum þín sárt og þú verður ávallt í huga okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Við biðjum góðan Guð að styrkja fjölskyldu Hönnu Bjargar og aðra ástvini. Þínar bekkjarsystur, Sigríður Magnea, Þórey Ósk, Vala Hrönn og Iris. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.