Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 68

Morgunblaðið - 03.09.1999, Síða 68
68 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Laugarásbíó og Bíóborgin hafa tekið til sýninga spennumyndina „The Thomas Crown Affair“ með þeim Pierce Brosnan og Rene Russo í aðalhlutverkum Thomas Crown snýr aftur ÞEGAR viðvörunarbjöllur taka að hringja í stóru listasafni í New York 3F 0g í ljós kemur að stolið hefur verið dýrmætu málverki er milljarðamær- ingurinn Thomas Crown (Pierce Brosnan) síðasti maðurinn sem lög- reglan grunar um þjófnaðinn. Hann getur keypt hvaðeina sem hugurinn gimist. En ungri konu, Catherine Banning (Rene Russo), sem stjórnar rannsókninni á þjófnaðinum, þykir þó ýmislegt benda til þess að ástæða sé til að skoða hann nánar og upp úr því hefst eltingarleikur sem bæði hafa nokkurt yndi af. „The Thomas Crown Affair" eða Thomas Crown málið er endurgerð á samnefndri bíómynd frá árinu 1968 með þeim Steve McQueen og Faye Dunaway undir leikstjóm '•»- Norman Jewisons. „Uppranalega myndin var fyrst og fremst þjófa- mynd,“ er haft eftir leikstjóra nýju myndarinnar, John McTieman. „Þessi er meiri ástarmynd. Hún er um tvo mjög þrjóska einstaklinga sem eiga mjög auðvelt með að vera einhleypir en það er erfiðara fyrir þá að halda sér í ástarsambandi." Tieman er kunnur hasarmyndaleik- stjóri sem á að baki myndir á borð við „Die Hard“ og Leitina að Rauða október. Pierce Brosnan er náttúrlega kunnastur sem James Bond en hann átti hugmyndina að endurgerðinni. „Ég býst við að þetta hafl allt saman byrjað yfir kaffi einn morguninn,“ Þjófurinn og löggan; Brosnan og Russo. Brosnan með Ben Gazzara í endurgerð gömlu Steve McQueen-myndarinnar. Russo hefur leikið áður á móti Kevin Costner og Clint Eastwood og nafn hennar var fljótlega nefnt í aðalkvenhlutverkið. „Þegar Thomas Crown verður ástfanginn af henni sér hann spegilmynd sína,“ er haft eftir Brosnan, „konu sem á margt sameiginlegt með honum. Þegar nafn Russo var nefnt hugsaði ég með mér að það væri frábær hug- mynd. Hún hefur átt í ástarsam- böndum við alla helstu karlleikara samtfrnans á hvíta tjaldinu." Rene Russo segist ekki hafa leikið hlutverk neitt svipuðu því sem hún fer með í Thomas Crown málinu. „Ég hef yfirleitt þurft að draga úr glamúmum í kvikmyndahlutverkun- um mínum,“ segir hún. „Ég held að þetta sé fyrsta myndin sem ég fæ virkilega að njóta mín.“ Með önnur hlutverk í Thomas Crown málinu fara Denis Leary og sú aldna kempa Ben Gazzara auk þess sem Faye Dunaway kemur fyr- ir í myndinni sem sálfræðingur aðal- hetjunnar. segir hann. „Meðframleiðandi minn, Beau St. Clair, og ég vorum að tala um endurgerðir og Thomasar Crown málið kom upp í umræðunni. Það er mynd sem ég hafði og hef miklar mætur á og við skoðuðum hana og fannst hugmyndin ekki frá- leit. Við skulum kanna hvað kvik- myndaverin hafa um þetta að segja, sögðum við, og tveimur árum síðar voru tökuvélamar settai’ í gang.“ Brosnan og Russo eftir mjúka lendingu í „The Thomas Crown Affair“. Frumsýning KVIKMYNDIR/Bíóhöllin, Kringlubíó og Nýja Bíó á Akureyri hafa tekið til sýninga nýjustu gamanmynd Harolds Ramis, „Analyze Thisu, með þeim Robert De Niro og Billy Crystal í aðalhlutverkum ásamt Lisu Kudrow Glæpaforingi leitar til sálfræðings Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? De Niro og Crystal fara yfir málið. Frumsýning GAMANMYNDIN ,jMalyze This“ segir söguna af mafíósanum Paul Vitti (Robert De Niro) og sálfræð- ingnum hans, Ben Sobol (Billy Crys- . tal). Vitti er með valdamestu glæpaforingjum New York-borgar. Hann hefur alist upp innan stórrar mafíufjölskyldu og er reiðubúinn að taka við sem æðsti maður hennar þegar vandræðin hefjast. Hann á allt í einu erfitt með andardrátt. Hann getur ekki sofið. Hann virðist ekki með sjálfum sér, hvorki með fjöl- skyldu sinni né hjákonu. Næstráð- endur hans vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Ef aðrar mafíufjöl- skyldur komast að því að eitthvað hrjáir foringja þeirra gæti allt farið upp í háaloft. Maðurinn sem á að út- * deila kvíðaköstum til annarra, ef allt væri með felldu, þjáist af kvíðaköst- um. Það er ekki nema ein lausn á mál- inu, Paul Vitti verður að fara til sál- fræðings ef ekki vill betur. Fyrir val- inu verður af algerri og bókstaflegi’i slysni Sobol, sem er um það bil að Jara að kvænast kærustunni sinni * (Lisa Kudrow). „Mér fannst þetta frábær hug- Crystal sá engan annan fyrir sér í hlutverk mafiósans en Robert De Niro og er það að vonum. De Niro hefur leikið fleiri gangstera hvíta tjaldsins en nokkur annar leikari af hans kynslóð og enginn er betri í þeim hlutverkum. Honum var sent eintak af handritinu og þeir hittust De Niro og Crystal og léku hluta úr því og það fór vel á með þeim tveim- ur. Helsta áhyggjuefni De Niros sneri að því hvort myndin væri til þess eins að láta hann gera grín að sjálfum sér. Hann vildi ekki leika í myndinni á þeim forsendum og framleiðendunum tókst að sann- færa hann um að það væri ekki meiningin. De Niro setti ákveðnar reglur varðandi það vandamál en „ég var líka að hugsa með mér að það væri kominn tími til að gera svolítið grín að sjálfum mér,“ viður- kennir hann.. Hann undirbjó sig fyrir þessa mynd eins og allar aðr- ar, af stakri nákvæmni, og krafðist þess að myndin væri sönn í öllum aðalatriðum hvað varðaði lýsingu á lífí mafíósa. Með aðalkvenhlutverkið í mynd- inni fer gamanleikkonan Lisa Ku- drow úr sjónvarpsþáttunum Vin- um. Crystal og Kudrow leika kærustupar í „Analyze This“. mynd,“ segir gamanleikarinn Billy Crystal, sem stökk á hlut- verk sálfræðingsins þegar hann hafði lesið handritið. „Sobol hefur lítið komist áfram í lífinu þegar hann fær þetta gríðarlega mikla verkefni upp í hendumar að gerast sáli fyrir mesta glæpaforingja borg- arinnar. Hann er mjög spenntur en hann er líka að drepast úr hræðslu. Hann þarf að komast að því innan mjög takmarkaðs tfrna hvað það er sem hrjáir mafíósann og sú leit verð- Sálarkreppa glæpaforingja; ur á endanum upp á líf og dauða.“ hitnar í kolunum í lífi sálans. Stutt Vill ganga í buxum BRESK stúlka sem er orðin leið á því að ganga í pilsi í skólanum hefur hótað því að höfða mál fái hún ekki að ganga í buxum. Breska Jafnrétt- isráðið er reiðubúið að verja málstað Jo Hale, sem er 14 ára, gegn Whickam-skólanum í Gateshead og fara með málið fyrir dómstóla ef þörf krefur. „Við viljum skýra reglur um kynferðislega mismunun. Stúlkum er mismunað ef þeim er ekki leyft að ganga í buxum í skólanum,“ segir talsmaður ráðsins, Talsmaður skól- ans sagði að stúlkan ætti enn eftir að gera alvöru úr hótunum sínum. „Deilumar einskorðast ekki við þetta mál og hafa staðið lengi yfir. Við höfum aldrei hótað að reka hana úr skólanum - hún hefur ekki einu sinni mætt í skólann í buxum.“ Hafsjór af tárum KVIKMYND spænska leikstjórans Pedros Almodovars Allt um móður mína sem sýnd er á Kvikmyndahá- tíð í Reykjavík fær fullt hús stiga í breska kvikmyndatímaritinu Emp- ire. Þar segir að titillinn vísi í aðra rómaða mynd með Betty Da- vis Allt um Evu og við- fangsefnið taki mið af því. Einn af höfuðkostum myndarinnar er sagður vera að fléttan taki sífelldum breytingum og því geti hún endað vel þrátt fyrir hafsjó af tárum. Einnig fari leikstjórinn ekki yfir strikið í fáránleikanum eins og stundum áður heldur haldi sig á tilfinninganótum án þess að glutra niður kaldhæðninni. D-dagurinn fyrir dogma DÖNSKU leikstjórarnir sem skrif- uðu undir samninginn um dogma ár- ið 1995 munu láta til sín taka á gamlárskvöld þegar hver þeirra ger- ir 70 mínútna kvikmynd. Allar munu myndirnar nefnast D-dagurinn og verður þeim sjónvarpað samtímis á öllum fjórum sjónvarpsstöðvunum í Danmörku. Fjónnenningarnir eru Lars Von Trier sem gerði Fávitana, Thomas Vinterberg sem gerði Veisl- una, Soren Kragh Jacobsen sem gerði Síðasta söng Mifune, og Kristi- an Levring sem er að vinna að fjórðu Dogma-myndinm Kóngurinn lifír. Hver þeirra stýrir einum aðalleikara ásamt tökuliði um Kaupmannahöfn og verða myndirnar sýndar á nýársdag. Einnig er ráðgert að gera eina kvikmynd úr öllu saman og markaðssetja hana erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.