Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 1
199. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Friðarsamkomulag ísraela og Palestínumanna í höfn
„011 deilumálin
hafa verið leyst“
Gaza. Reuters, AP.
Þjófur
kærir ríkið
fyrir að-
gæsluleysi
Stokkhólmi. AP.
SÆNSKUR maður sem á síð-
asta ári var handtekinn fyrir
þjófnað hefur kært sænska rík-
ið fyrir að sýna ekki nægilega
aðgæslu.
Jimmy Hákansson heldur því
statt og stöðugt fram, að lög-
regluþjónarnir er tóku hann
fastan hafí ekki sinnt starfi sínu
sem skyldi. Ef þeir hefðu gert
það hefði honum ekki tekist að
sleppa undan þeim, stökkva út
um glugga og slasast í fallinu.
í dómskjölum, er dómsmála-
ráðuneyti landsins gerði opin-
ber í vikunn,i kemur fram að
lögreglumennirnir hafi skilið
Hákansson einan eftir ásamt
lögmanni sínum á þriðju hæð
þar sem þeir hugðust ræða
málatilbúnað ríkisins á hendur
honum. Er lögreglan yfirgaf
herbergið stökk Hákansson út
um opinn glugga og féll til jarð-
ar með þeim afleiðingum að
hann fótbrotnaði og slasaðist á
baki.
Hákansson hefur farið fram á
skaðabætur að andvirði um
200.000 íslenskra króna.
Reuters
Kongress-
flokkurinn
í vanda
STUÐNINGSMENN Kongress-
fiokksins á Indlandi, sem er í
stjórnarandstöðu, hrópuðu í gær
slagorð á síðasta degi kosninga-
baráttunnar fyrir fyrsta áfanga
þingkosninganna í landinu. Skoð-
anakannanir benda þó til þess að
flokkabandalagið sem stendur að
baki rfkisstjórn Atal Behari
Vajpayees sigri í kosningunum,
sem fram fara í áföngum f hinum
145 kjördæmum Indlands í sept-
ember og október.
ISRAELAR og Palestínumenn
samþykktu í gærkvöldi að hrinda
endurskoðaðri útgáfu af Wye-frið-
arsamkomulaginu í framkvæmd
sem fulltrúar þjóðanna sögðu að
myndi veita færi á nýju tímabili
friðar og stöðugleika í Mið-Austur-
löndum. Samkomulagið bindur
enda á átta mánaða óvissutímabil
og kveður á um brotthvarf ísra-
elskra hersveita frá Vesturbakkan-
um, lausn palestínskra fanga er
sitja í ísraelskum fangelsum og
upphaf að tólf mánaða
samningalotu um endanlegt sam-
komulag þjóðanna. Samningurinn
mun verða undirritaður í kvöld við
hátíðlega athöfn í bænum Sharm
el-Sheikh við Rauðahafið.
Ljóst var að samkomulagið væri í
höfn eftir að fulltrúar í samninga-
nefnd ísraela lýstu því yfir í gær að
Palestínumenn hefðu fallist á að
350 fangar sem sitja í ísraelskum
fangelsum vegna andófs, yrðu
leystir úr haldi. Upphaflega höfðu
Palestínumenn krafist þess að
fjöldi þeirra væri 400 en því höfn-
uðu Israelar ítrekað.
Samkomulaginu var náð eftir
margra vikna samningaþóf og
þrýsting frá Madeleine Albright,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
og Hosni Mubarak Egyptalands-
forseta. „Öll deilumálin hafa verið
leyst,“ sagði Nabil Shaath, fulltrúi í
samninganefnd Palestínumanna,
við fréttamenn í gærkvöldi er Al-
bright fundaði með Yasser Arafat,
forseta heimastjórnar Palestínu-
manna, til að leysa síðustu ágrein-
ingsefnin. Sagði hann að samkomu-
lagið myndi gefa Israelum og Pal-
estínumönnum færi á að hrinda
þeim ákvæðum Wye-samkomulags-
ins, sem deilur hafa staðið um, í
framkvæmd og einbeita sér að var-
anlegum samningi um samskipti
þjóðanna. „[Samkomulagið] er far-
sælt skref fram á við og við erum
þeim þakklátir sem gerðu það
kleift,“ sagði Shaat við fréttamenn.
Nýtt tímabil trúnaðar
og samvinnu
Talsmenn ríkisstjómar ísraels
sögðu í gær að Arafat hefði hringt í
Ehud Barak, forsætisráðherra
ísraels, meðan á fundi þeirra Al-
brights í Gaza stóð og tjáð honum
að hann yrði að fallast á samkomu-
lagið. „Forsætisráðherrann óskaði
[Arafat] til hamingju og sagði að
saman myndu þeir hefja nýtt tíma-
bil trúnaðar og samvinnu."
ísraelskir embættismenn sögðu í
gærkvöldi að Israelsstjórn myndi
hefja framkvæmd hins nýja friðar-
samkomulags innan tíu daga með
því að afhenda sjö prósent lands-
svæðis Vesturbakkans til sjálfs-
stjórnar Palestínumanna og lausn-
ar 200 palestínskra fanga. 150 fóng-
um til viðbótar yrði svo sleppt 8.
október.
. |
Kosningabaráttan 1 Rússlandi
Vinstrabandalagið
með mest fylgi
Moskvu. AP, AFP.
NIÐURSTOÐUR skoðanakönnunar
sem birt var í Rússlandi í gær benda
til að Vinstrabandalag Júrí Lúzhkovs,
borgarstjóra Moskvuborgar, og nokk-
urra þekktra stjómmálamanna sé
fyrsti flokkurinn í rússneskum stjóm-
málum er hlotið geti fleiri atkvæði en
flokkur kommúnista í þingkosningun-
um sem halda á í desember.
27% aðspurðra sögðust mundu
kjósa Vinstrabandalagið sem Lúzhkov
og Jevgení Prímakov, fyrrverandi for-
sætisráðherra Rússlands, fara fyrir
ásamt nokkrum héraðsstjórum.
Samkvæmt könnuninni kom
flokkur kommúnista næstur á eftir
Vinstrabandalaginu með 21%
stuðning. Kommúnistaflokkurinn,
sem er stærsti þingflokkurinn á
rússneska þinginu, hefur í seinni tíð
ekki farið varhluta af væringum milli
róttækra afla og hófsamra. Hafa
deilur þessar valdið því að flokkur-
inn hefur veikst. Nýlega ákváðu leið-
togar Bændaflokksins, sem í síðustu
kosningum fylgdu kommúnistum að
máli, að styðja vinstrabandalag
Lúzhkovs og félaga.
Reuters
Schröder
í Varsjá
GERHARD Schröder, kanzlari
Þýzkalands, og Jerzy Buzek, for-
sætisráðherra Póllands, ganga
um Palmiry-kirkjugarðinn utan
við Varsjá í gær, þar sem nazist-
ar tóku íjölda manns af lífi í síð-
ari heimsstytjöld, sem hófst með
innrás Þjóðverja í Pólland fyrir
60 árum.
Schröder, sem er í tveggja
daga opinberri heimsókn til Pól-
lands, hét því í gær að hann
myndi gera allt sem í hans valdi
stæði til að Pólveijum gæti orðið
að þeirri ósk sinni að gerast aðil-
ar að Evrópusambandinu ekki
síðar en árið 2003.
Hluti A-Tímor á barmi stjórnleysis
Urslita kosn-
inganna að
vænta í dag
Dili, SÞ, Lundúnum. AFP, Reuters.
NOKKUR svæði Austur-Tímor
römbuðu á barmi algers stjórnleysis í
gær eftir að yfirstjórn Sameinuðu
þjóðanna (SÞ) í héraðinu neyddist til
að draga innlent starfslið sitt frá
svæðum þeim er hatrammir andstæð-
ingar sjálfstæðis A-Tímor ráða nú yf-
ir. Samtímis hófst talning atkvæða úr
kosningunum um sjálfstæði A-Tímor
sem haldnar voru sl. mánudag og er
gert ráð fyrir því að úrslitin liggi fyrir
í dag. Búast menn jafnvel við frekari
ofbeldisverkum er úrslit kosninganna
liggja fyrir en líklegt er talið að meiri-
hluti A-Tímorbúa hafi kosið sjálfstæði
frá Indónesíu.
Yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna
kallaði 54 starfsmenn sína í borginni
Maliana, sem liggur um 75 km suður
af höfuðstaðnum Dili, frá borginni
eftir að stuðningsmenn indónesískra
stjómvalda, sem fengið hafa að vaða
uppi óáreittir, fjölmenntu þangað og
ógnuðu starfsliði SÞ. Hafa stjórn-
völd í Jakarta, höfuðborg Indónesíu,
verið gagnrýnd harðlega fyrir að
grípa ekki inn í ofbeldisverk and-
stæðinga sjálfstæðis. „Eg hef ekki
séð einn lögreglumann að störfum
síðan ég kom hingað,“ sagði einn
starfsmanna SÞ í gær. „Alþjóðlegt
friðargæslulið verður að koma á
staðinn. A-Tímorbúar eru algerlega
á valdi vopnaðra hópa.“
Breska stjórnin ákvað í gær að
setja áhöfn herskipsins HMS Glas-
gow í viðbragðsstöðu vegna ástands-
ins á A-Tímor en skipið er nú statt í
Suður-Kínahafi. Þá hefur stjórnin
sent einn aðstoðarutanríkisráðherra
sinna, John Battle, til Jakarta til að
freista þess að stilla til friðar í A-
Tímor. Sagði Robert Cook, utanrík-
isráðherra Bretlands, að alþjóða-
samfélagið yrði að vera viðbúið því
að grípa til aðgerða ef ofbeldisverk-
um linnti ekki.
Talsmaður SÞ sagði síðdegis í gær
að úrslit kosninganna yrðu ljós
snemma í dag og að líklegt væri að
þau yrðu kunngerð strax. Sagði
hann jafnframt að Kofi Annan, aðal-
framkvæmdastjóri SÞ, myndi til-
kynna úrslitin.