Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Almannavarnaiiefndir fara yfír viðbúnað vegna Kötlugoss ísafjörður Endurskoða gildandi við- bragðsáætlun ALMANNAVARNIR á hamfara- svæði Kötlugosa ákváðu í gær að endurskoða sérstaka viðbragðs- áætlun vegna hugsanlegs goss í Mýrdalsjökli. Haldinn verður fræðslufundur fyrir íbúa svæðisins 13. september, gefinn verður út upplýsingabækhngur og efnt til Kötluæfmgar í byrjun október. Almannavamanefnd Mýrdals- hrepps, fulltrúar almannavarna- nefnda Rangárvallasýslu og Skaft- árhrepps og fulltrúar Almanna- varna ríkisins komu saman til fundar í gær til að ræða viðbrögð við hugsanlegu gosi úr Mýr- dalsjökli. Að sögn Hafsteins Jó- hannessonar, sveitarstjóra Mýr- dalshrepps og formanns almanna- vamanefndar, var boðað til fund- arins til að fara yfír málin vegna ótta vísindamanna um að eitthvað væri að gerast í jöklinum sem þeir ekki áttuðu sig á. Hamfarasvæði Kötlu, það er að segja það svæði sem hlaup og öskufall getur valdið tjóni á, nær að sögn Sigurðar Gunnarssonar sýslumanns allt frá Hvolsvelli til Kirkjubæjarklaust- urs, þótt mestar líkur séu á hlaupi á Mýrdalssandi. Akveðið var að setja á laggirnar nefnd með fulltrúum nefndanna og Almannavama til þess að fara yfír og uppfæra sérstaka viðbragðs- áætlun vegna Kötlugosa. Telja sýslumaður og sveitarstjóri að sú áætlun sem í gildi er standi fyrir sínu. Hins vegar hafí orðið breyt- ingar á tækni og vegum sem þurfi að fara yfir. Fræðslufundur með íbúum Akveðið var að boða íbúa alls svæðisins til fræðslufundar 13. þessa mánaðar. Þar munu vísinda- menn skýra frá eðli og afleiðingum Kötlugosa og sýslumaður fara yfir almannavarnaþáttinn. Þá gefst íbúunum kostur á að spyrja vís- indamenn. Fundinum verður fylgt eftir með fræðsluriti og síðan er fyrirhugað að efna til almanna- vamaæfíngar, svokallaðrar Kötlu- æfingar, í byrjun október. í gær fóru fulltrúi frá Slysa- vamafélagi íslands og félagar í björgunarsveitinni Víkverja yfír búnað og áætlanir sveitarinnar. „Já, ég tel það, þótt það kæmi í dag. Við erum fyrst og fremst að skerpa á hlutunum," segir Sigurð- ur Gunnarsson sýslumaður þegar hann er spurður að því hvort Vest- ur-Skaftfellingar verði tilbúnir að mæta Kötlugosi að lokinni þeirri vinnu sem nú fer fram. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Almannavarna- nefndimar á hamfarasvæði Kötlu fóm yfir málin á sameig- inlegum fundi í Vík í Mýrdal í gær. Þór Magnússon frá Slysavarnafé- lagi íslands, fyrir miðri mynd, fer yfir talstöðvar björgunarsveit- arinnar Víkvcrja með Grétari Ein- arssyni og Krist- jáni Þórðarsyni formanni sveitar- innar. Katrín Fjeldsted vill kanna aðra kosti en Fljótsdalsvirkjun Hugrnynd um sæstreng til Reyðarfjarðar Telur skynsamlegra að virkja þar sem þegar er búið að spilla umhverfínu Islenska sj ávarútvegssýningin Fleiri gest- ir en síðast AÐSÓKN að Islensku sjávarútvegs- sýningunni sem nú stendur yfir í Smáranum í Kópavogi á fyrstu tveimur sýningardögunum er mun meiri en á sýningunni fyrir þremur árum. Aðstandendur sýningarinnar binda vonir við að fjöldi sýningar- gesta verði um 20 þúsund talsins. Sýningin hófst á miðvikudag og þá komu alls 2.205 gestir, að sögn Ellen- ar Ingvadóttur blaðafulltrúa. Er það 13% aukning frá fyrsta sýningardegi árið 1996. Á öðrum sýningardegi sóttu 3.430 gestir sýninguna eða 20% fleiri en á sama sýningardegi 1996. ,Á heildina litið sýnist mér aðsókn- in vera umtalsvert meiri en á síðustu sýningu. Við erum ákaflega ánægð með viðbrögðin. Við höfum haft spurnir af því að skip hafi komið til hafnai- gagngert til að skipverjar geti skoðað sýninguna. Við gerum okkur vonir um að sýningargestir verði ekki fæm en 17 þúsund en ef allt fer að óskum gætu þeir orðið um 20 þús- und,“ sagði Ellen í gærkvöldi. KATRÍN Fjeldsted, alþingismað- ur Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík og fulltrúi í umhverfisnefnd Alþingis, telur að til séu fleiri leið- ir til að tryggja atvinnumál Aust- firðinga en að virkja Jökulsá í Fljótsdal. Hún veltir því til dæmis fyrir sér hvort ekki sé unnt að virkja annars staðar og flytja ork- una með sæstreng til Reyðarfjarð- ar. „Þetta spinnst út frá umræðum um sæstreng sem fóru fram í borgarstjórn á árinu 1992. Ræddir hafa verið möguleikar á að virkja hér og flytja orkuna til Evrópu um sæstreng. Ég spyr; ef það er hægt er þá ekki hægt að virkja hvar sem er og leggja sæstreng til Reyðar- fjarðar? Menn verða að velta þess- um möguleika fyrir sér því and- staðan er fyrst og fremst við virkj- un sem veldur því að Eyjabakkar sökkva,“ segir Katrín í samtali við Morgunblaðið. Umhverfískostnaður reiknaður með Spurð að því hvort hún sé á móti virkjun Jökulsár í Fljótsdal segir Katrín að Fljótsdalsvirkjun, eins og hún liggur fyrir, hafi slæm áhrif á umhverfið og því þurfi að skoða málið betur. „Það eru til fleiri leiðir,“ segir Katrín. Hún tel- ur ekki nauðsynlegt að virkja þar sem fyrirhugað álver á að rísa, skynsamlegt geti verið að virkja þar sem þegar sé búið að spilla umhverfinu. Önnur starfsemi til Austurlands Spurð um hagkvæmni þess að leiða raforkuna um sæstreng til Reyðarfjarðar segir Katrín að það verði að skoða og leggur áherslu á að inn í dæmið verði að reikna um- hverfiskostnað við þær virkjanir sem nú eru fyrirhugaður. Hún bætir því síðan við að hægt sé með ýmsum ráðstöfunum að laða aðra starfsemi til Austurlands svo ekki þurfi að koma til virkjunar og byggingar álvers. Flaggað í hálfa^ stöng við íshús- félagið STARFSFÓLK íshúsfélags ísfirð- inga hf. flaggaði í hálfa stöng og lagði blómsveig við frystihúsið til minningar um góðan vinnustað, en fyrirtækið hætti starfsemi í gær og hefur starfsfólkinu armaðhvort ver- ið sagt upp störfum eða boðin vinna hjá Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal. Um 80 manns unnu hjá fyrirtækinu. „AUt starfsfólkið í íshúsfélaginu er harmi slegið yfir þessari með- ferð, bæði á sér og fyrirtækinu,11 sagði Pétur Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs. „At- höfnin í gær endurspeglar djúpstæð sárindi fólksins.“ Tveimur fánum var flaggað í hálfa stöng, annars vegar fána Is- húsfélagsins og hins vegar fána sem líktist Islandsbankafánanum. Pétur sagði að með því að flagga eftirlík- ingu af íslandsbankafánanum væri starfsfólkið að vekja athygli á aðild bankans að málinu, því hann hefði keypt Gunnvararfólkið út, eigendur Ishúsfélagsins, og stuðlað að sam- einingu við Hraðfrystihúsið í Hnífs- dal. „Eigendur fyrirtækisins leggja niður fyrirtækið og selja sig inn í sameininguna með því að draga hundruð milljóna út úr þessum rekstri. Það eru allir að tala um það að þessi atvinnuvegur standi höllum fæti og hafi verið rekinn alla tíð með bullandi tapi, síðan þarf ekkert ann- að heldur en að leggja þetta niður og færa það yfir í annað fyrirtæki og þá allt í einu losna hundruð millj- óna út úr þessari sömu tapgrein. Hvernig á venjulegt fólk að skilja þetta? Ólgan undir niðri er sú að hér er búið að leggja niður 300 störf á síð- ustu fimm árum, það er Norður- tangann, íshúsfélagið og rækju- verksmiðjurnar. Nú standa tvö glæsilegustu frystihús landsins, Norðurtanginn og íshúsfélagið, að- eins til minningar um forna frægð.“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Starfsfólk íshúsfélagsins hf. flaggaði í hálfa stöng og lagði blómsveig fyrir framan fyrir- tækið er starfsemin var lögð niður í gær. Sérblöð í dag 'Æ ztewn j Á LAUGARDÖGUM j LLöDun j ð...- .♦y ' 3fe’ lr Köjiu! Með Morg- unblaðinu í dag er dreift blaði frá Keilu- höllinni, „Kíkt í keilu“. Með Morg- unblaðinu í dag er dreift blaði frá Þjóð- leikhúsinu, „Lifandi leikhús i hálfa öld“. Óvissa með Lárus Orra og Rún- ar gegn Andorra / B1 Dalvík skellti Stjörnunni í Garðabæ / B2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.