Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * Rektor Háskóla Islands segir þekkingu í stöðugu endurmati Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Á að giska 500 gestir voru viðstaddir Háskóiahátíð í gær. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grimsson, rektor Háskóla Islands, Páll Skúlason, og menntamálaráðherra, Bjöm Bjarnason, ganga í salinn ásamt föruneyti. Háskólinn töfraafl í íslensku þjóðfélagi HÁSKÓLAHÁTÍÐ var haldin í Há- skólabíói síðdegis í gær, að viðstödd- um forseta íslands, Olafí Ragnari Grímssyni, menntamálaráðherra, Birni Bjarnasyni, og Páli Skúlasyni, rektor Háskóla íslands, og öðrum gestum. Menntamálaráðherra gerði lífsnauðsyn skóiagjalda að umræðu- efni í ávarpi sínu og hélt því fram að ókeypis skólaganga leiddi ekki til þess að hinir efnaminni færu frekar í langskólanám. Um 500 manns risu úr sætum þeg- ar forseti Islands, háskólarektor og menntamálaráðherra gengu í salinn ásamt föruneyti undir ,,Há- skólamars“ Páls Isólfssonar sem hann sámdi og færði Háskólanum að gjöf 1961. Hátíðin var nú haldin í annað sinn með núverandi sniði en til hennar er boðið æðstu embættis- mönnum þjóðarinnar, borgaryfir- völdum, fulltrúum bæjarstjórna, starfsfólki Háskóla íslands, fulltrú- um stúdenta og hollvinafélaga Há- skólans og ýmsum velunnurum skól- ans. Ávörp, viðurkenningar og söngur Páll Skúlason rektor setti hátíðina og bauð gesti velkomna. Hátíðina kvað hann tækifæri fyrir háskólafólk og velunnara að hittast og „ræða málefni háskólans og horfa fram á við“. Tilefnið var og verður framveg- is, í samræmi við ákvörðun Háskóla- ráðs frá því fyrr í sumar, notað til að veita þremur starfsmönnum Háskól- ans viðurkenningu fyrir störf í þágu Háskólans. Þriggja manna valnefnd undir for- sæti rektors valdi að þessu sinni Pál Hreinsson, dósent í lagadeild, fyrir lofsvert framlag til kennslu, Kesara Margréti Jónsson, dósent í raunvís- indadeild, fyrir lofsvert framlag til rannsókna og Brynjólf Sigurðsson, dósent í viðskipta- og hagfræðideild, fyrir lofsamlegt framlag til bygging- armála Háskólans. Fengu þau öll viðurkenningarskjal og 250 þúsund króna verðlaun. Einnig afhenti Gunnar Matthíasson sr. Pétri Pét- urssyni bókargjöf frá Hollvinafélagi guðfræðideildar. Ávörp á hátíðinni fluttu rektor, menntamálaráðherra, Guðmundur K. Magnússon, fonnaður félags pró- fessora, Finnur Beck, formaður stúdentaráðs, og Ragnhildur Hjalta- dóttir, formaður Hollvinasamtaka HI. Auk ávarpa komu fram Bergþór Pálsson baritón, sem söng við undir- leik Jónasar Ingimundarsonar og Háskólakórinn, undir stjórn Egils Gunnarssonar, sem endaði hátíða- dagskrána á tveimur lögum og sam- söng viðstaddra. Ný lög kalla á frumkvæði Páll Skúlason rektor hóf ávarp sitt á því að fjalla um gildi þekking- ar og starf háskóla. Hann sagði há- skólastarf felast í stöðugu endur- mati þekkingar og viðleitni til þess að ná á henni betri tökum. „Há- skólastarf snýst um að gera sér ljóst hvað mannfólkið hugsar og gerir, hvað það gæti hugsað og gert eða jafnvel hvað það ætti að hugsa og gera, í öllum greinum lífsins," sagði rektor. Ný lög um HÍ, sem tóku gildi 1. maí, kalla að mati rektors á aukið frumkvæði meðal háskólakennara, alls starfsfólks skólans og stúdenta við mótun háskólastarfsins. Háskóli Islands hefur á þeirri öld sem er að líða verið töfraafl í ís- lensku þjóðfélagi, sagði rektor. Hann hefði „galdrað fram afburða- * A háskólahátíð í gær fengu þrír starfsmenn ----------y------------- Háskóla Islands viður- kenningu fyrir framlög sín í þágu skólans. Geir Svansson var viðstadd- ur hátíðina og heyrði hvaðþar fór fram. fólk í ótal greinum sem með störfum sínum hefur átt drjúgan þátt í að skapa þau efnahagslegu, stjórn- málalegu og menningarlegu skilyrði sem þjóðin býr við nú undir aldar- lok“. Háskólinn hefur því, sagði rektor „gefíð af sér margfalt það sem hann hefur tekið til sín. Enda er vafamál að nokkur stofnun í heimin- um sé rekin með jafn litlum tilkostn- aði miðað við það sem hún skilar til þjóðar sinnar.“ Rektor þakkaði að lokum öllum hollvinum Háskólans „sem leggja sitt af mörkum til að hann megi blómstra og auka enn margfeldisá- hrif sín í íslensku þjóðfélagi". Umræða um skólagjöld óhjákvæmileg Bjöm Bjamason hóf ræðu sína á því að tala um breytingarskeið há- skóla hér og annars staðar í heimin- um og nauðsyn þess að leggja rétt mat á stöðuna. Hann lagði áherslu á vinsældir háskólanáms og hve mikil forréttindi það væru að stunda há- skólanám að eigin vali. „Vandi skóla- stjórnenda felst í því að tryggja nægilegt fjármagn, nota fjármuni vel og stjórna skólastarfi þannig að góð- ir kennarar veljist til starfa og staðið sé að kennslu og rannsóknum af metnaði," sagði menntamálaráð- herra. Menntamálaráðherra ræddi um skólagjöld og vitnaði í Anthony Giddens, rektor London School of Economics, sem hélt fyrirlestur hér- lendis sl. vor. „í samtölum okkai- taldi Giddens lífsnauðsynlegt fyrir skóla sinn að afía tekna með skóla- gjöldum." Giddens hafði haldið því fram við Bjöm að enginn háskóli kæmist af í samkeppni án heimildar til að heimta kennslugjöld. Þau tryggðu nemendum betri menntun, kostnaðarvitund nemenda og kenn- ara skerptist, nemandinn nyti náms- ins til langs tíma og ætti því að bera kostnað umfram skatta sína, auk þess sem hann styrkti skólann sinn til góðra verka. Ókeypis skólaganga leiddi ekki til þess að hinir efnaminni fæm frekar í langskólanám. Björn sagðist telja sér skylt að koma þessari skoðun á framfæri því „ræðum við ekki þennan þátt í starfsumhverfi háskóla sjáum við aldrei heildarmyndina. Þeim löndum fækkar þar sem háskólanám er ókeypis fyrir nemendur." Bjöm benti á breytt skólastarf nú- tímans, m.a. vegna nýrrar upplýs- ingatækni sem „hefur ekki eingöngu breytt heiminum í þorp heldur eina skólastofu". Hann benti á góða reynslu af auknu valfrelsi nemenda á öllum stigum. „Aukið frelsi og aukin ábyrgð gjörbreytir afstöðu nem- enda.“ Guðmundur K. Magnússon pró- fessor benti á að nýfengið aukið sjálfstæði Háskólans með nýjum lög- um hefði jafnframt aukið eigin forsjá og kallaði á skarpari stjórn. Aukin ábyrgð væri á háskólasamfélaginu öllu. Hann minnti á fjárhagsskorður sem Háskólanum væru settar og erf- iða samkeppnisstöðu varðandi laun starfsmanna. Hann lagði áherslu á að ef Háskólinn ætlaði að vera „topp- skóli“ frekar en „poppskóli" yrði að koma til stuðningur ríkis. Hin íslenska þekkingarvagga Góð menntun er að mati Finns Beck, formanns stúdentaráðs, mikil- vægari en nokkru sinni fyrr. Hlut- verk menntunar hafí þróast og auk- ist og nemendur geri meiri kröfur. Finnur sagði mikilvægt að Háskóli fslands væri þjóðskóli, opinn öllum landsmönnum án tillits til stöðu og efnahags. Hann rak á eftir nýjum starfssamningi Háskólans og ríkis og sagði ófært að engin hreyfing hefði orðið á málinu í sex mánuði. Að lokum benti hann á mikið traust ungs fólks á Háskólanum, „hinni ís- lensku þekkingarvöggu". Síðasta ávarpið flutti Ragnhildur Hjaltadóttir fyrir hönd Hollvinasam- taka HÍ. Hún sagði blómlegt vísinda- líf hafa lagt grunninn að velferð okk- ar og nýsköpun í atvinnulífinu og benti á að hugbúnaðargerð og upp- lýsingatækni væru ágæt dæmi um áhrif sem þekking og nýting hennar hefur á samfélag okkar. Hún fjallaði um mikilvægi Hollvinasamtakanna, sem stofnuð voru 1995 í þeim til- gangi að auka tengsl HÍ og samfé- lagsins og vera „í senn bakhjarl skól- ans og aðhald", - þau styddu Háskól- ann í því að mæta breyttu hlutverki sínu á nýiTÍ öld. BSRB, RSI og Samfylkingin Hækkun bensínverðs harðlega mótmælt Fjórða umferð Skákþings Islands Jafntefli hjá Þresti og Hannesi Hlífari STJÓRN BSRB og aðildarfélög bandalagsins krefjast þess að stjórnvöld og olíufélögin stuðli að lækkun á bensínverði, þar sem það hafi hækkað um 25% á árinu, rýrt kaupmátt fólks, hækkað vísitölu neyslukostnaðar og þar með aukið skuldir heimilanna um 4,3 milljarða króna. I fréttatilkynningu, sem BSRB sendi frá sér, segir að hagnaður ol- íufélaganna hafi aukist verulega á fyrrihluta þessa árs, eða um tugi prósenta. Þau hafi hagnast um 608 milljónir eða um 100 milljónir á mánuði að jafnaði. Ennfremur seg- ir: „Þegar samsetning bensínverðs er skoðuð kemur í Ijós að álagning olíufélaganna er 126%. Það er því ljóst að þrátt fyrir hækkandi bens- ínverð á heimsmarkaði gætu olíufé- lögin tekið til baka hluta af hækk- uninni 1. september, þessvegna alla.“ Þar sem stór hluti bensínverðs rennur í ríkissjóð í formi vöru- gjalds, bensíngjalds, ílutningsjöfn- unargjalds og virðisaukaskatts, skorar BSRB á ríkissjóð að bregð- ast við hækkununum. Bent er á að 25% hækkun á bensíni í ár, muni skila meira í ríkissjóð en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir. Auk BSRB hafa Rafiðnaðarsam- band íslands og Samfylkingin sent frá sér tilkynningar þar sem bens- ínhækkunum er harðlega mótmælt og skorað er á stjómvöld og olíufé- lögin að grípa til aðgerða til lækk- unar á bensínverði. Tíu bifreiðar laskast í tveimur árekstrum TÍU bflar löskuðust í tveimur árekstrum með einnar mínútu milli- bili á Reykjanesbrautinni um átta- leytið í gærmorgun. Ekki þurfti að flytja neinn á slysadeild úr árekstr- unum þótt ýmsir kenndu sér eymsla var ekki mikið. Fyrri áreksturinn varð klukkan 8.04 þegar tveir bflar rákust á við söluskálann Staldrið á Reykjanes- braut. Skömmu síðar skullu átta bfl- ar saman, hver aftan á annan, rétt aftan við vettvang óhappsins. Klukkustundarlöng umferðartöf hlaust af á meðan leyst var úr flækj- unni. Þá varð þriggja bíla árekstur á Miklubraut á tíunda tímanum í gærmorgun. Slys urðu ekki á fólki utan minniháttar eymsla og bifreið- amar skemmdust ekki mikið. FJÓRÐA umferðin á Skákþingi ís- lands var tefld í gær, en þá gerðu þeir Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson jafntefli. Önnur úrslit í landsliðsílokki urðu þau að Sigurbjörn Björnsson og Bergsteinn Einarsson gerðu jafn- tefli, Jón Viktor Gunnarsson sigraði Davíð Kjartansson, Björn Þorfinns- son sigraði Sævar Bjarnason og Helgi Áss Grétarsson sigraði Braga Þorfinnsson. Einni skák var ólokið þegar blaðið fór í prentun en það var viðureign þeirra Jóns Garðai's Við- arssonar og Róberts Harðarsonar, en staða Jóns Garðars var talin væn- legri, en sigur færir honum efsta sætið á mótinu, en hann hefur unnið allar sínar skákir hingað til. Þegar einni skák er ólokið er stað- an sú að Hannes Hlífar og Helgi Áss eru efstir með 3,5 vinninga, en Jón Garðar er í þriðja sæti með 3 vinn- inga. I kvennaflokki sigraði Harpa Ing- ólfsdóttir Önnu Margréti Sigurðar- dóttur, Ingibjörg Edda Birgisdóttir sigraði Steinunni Kristjánsdóttur og Aldís Rún Lárusdóttir sigraði Önnu Björgu Þorgrímsdóttur. Staðan er þannig að Ingibjörg Edda er efst með 3,5 vinninga, en Harpa og Aldís Rún koma næstar með 3 vinninga. Fimmta umferðin hefst á morgun klukkan 14 í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12, en þá leiða m.a. saman hesta sína Hannes Hlífar og Jón Garðar og er það ein af úrslitaskákum mótsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.