Morgunblaðið - 04.09.1999, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
80 ár frá fyrsta flugi hérlendis
„Leið áfram um
loftið eins og
risavaxinn fugl“
ÁTTATÍU ár voru í gær liðin frá
fyrsta flugi á íslandi, en sá tfma-
mótaatburður í samgöngusögu
iandsins átti sér stað á Eggerts-
túni í Vatnsmýrinni föstudaginn
3. september árið 1919, um
klukkan fimm síðdegis, og var á
vegum Flugfélags fslands nr. 1.
Flogið var breskri herflugvél af
gerðinni Avro-504, sem gat flutt
einn farþega auk flugmanns, en
það var Cecil Torben Faber her-
flugmaður úr breska hernum,
sonur danska stjórnarráðunautar-
ins Iiaralds Fabers, sem starfaði í
Lundúnum. „Vélin leið áfram um
loftið eins og risavaxinn fugl,
stöðugri en nokkur vagn á renni-
sléttum vegi, sneri sér í krappar
bcygjur og tyllti sér eftir dálitla
stund aftur á grassvörðinn," sagði
í Morgunblaðinu daginn eftir.
Lýst eftir sjónarvottum
Síðar sama dag, um klukkan
átta um kvöldið, var efnt til flug-
sýningar og farnar að minnsta
kosti tvær flugferðir. Aðgöngu-
miðar voru seldir í bókaverslun-
um Sigfúsar Eymundssonar og
Isafoldar og kostuðu 50 aura.
„Kveldstundin 3. september 1919
mun lengi verða mönnum minnis-
stæð. Fólk var í einhverri alveg
nýrri „stemmningu", er það
horfði upp í himinblámann og sá
nýjasta „gaklraverk" nútímans
svífa loftsins vegu, laugað geisl-
um sólarinnar, sem ekki náðu
lengur til þeirra, er niðri voru,“
sagði Morgunblaðið.
Flugmálastjórn Islands hefur
áhuga á því að komast í samband
við þá núlifandi ísiendinga sem
voru staddir í Vatnsmýrinni um-
ræddan dag fyrir 80 árum og
urðu vitni að fyrsta fluginu eða
fyrstu flugferðunum þann dag.
Tilgangurinn er að skrásetja lýs-
ingu á atburðum frá sjónarvott-
um, með það í huga að nota megi
efnið síðar meir sem heimild í
flugsögu Islands.
„Það er auðvitað Ijóst að eftir-
lifandi sjónarvottar, sem þá voru
á barns- eða unglingsaldri, eru
núna orðnir hnignir að aldri og
óvíst að allir fylgist með þeim
fréttum sem dynja yfir landslýð á
hveijum degi. Því vil ég hvetja
ættingja eða vini til þess að vera
milligöngumenn um þetta," segir
Gunnar Þorsteinsson hjá Flug-
málastjórn, en sjónarvottar að
fluginu eða aðstandendur þeirra
geta snúið sér til hans.
Siðustu dagana í september
1919 var Avro-504 flugvélin tek-
in í sundur og henni komið fyrir í
sama kassa og hún var flutt í
með skipi til landsins. Faber hélt
af landi brott, en meðan á dvöl
_ Ljósmyndasafn Reykjavílou*/Magnús Ólafsson
Flugtak fyrstu flugvélar á íslandi undirbúið í Vatnsmýrinni. Cecil Faber flugmaður situr í flugstjórasætinu
og aðstoðarmaður hans snýr hreyflinum í gang, en kennsl hafa ekki verið borin á farþegann.
hans stóð hafði hann farið í sam-
tals 146 flugferðir, margar
þeirra með farþega.
Samkvæmt auglýsingum Flug-
félags íslands nr. 1 kostaði 5 mín-
útna flugferð 25 krónur, auk
slysatryggingar sem farþegar
gátu keypt hjá flugmanninum. Til
samanburðar má geta þess að á
þeim tfma voru Iágmarkslaun
verkamanns 90 aurar á tfmann og
ef miðað er við verðlagshækkanir
á þeim áratugum sem liðnir eru,
má gera ráð fyrir að hin fimm
mínútna langa flugferð myndi
kosta um það bil 10 þúsund krón-
ur á núvirði. Til gamans má geta
þess að ódýrasti flugmiði með
Flugfélagi íslands frá Reykjavík
til Akureyrar og aftur til baka,
kostar í dag 10.730 krónur fyrir
fullorðinn einstakling og er það
samtals um 90 mínútna flug.
2.500 mega stjórna flugvél
Á þeim áttatíu árum sem liðin
eru frá fyrsta fluginu hefur
margt breyst og nú er svo komið
að um 340 loftför eru skráð á ís-
landi, þar af um 45 stórar flug-
vélar. Flugrekendur eru um 20
talsins og rúmlega 2.500 manns
hafa flugskírteini frá Flugmála-
syórn, auk þess sem mörg hund-
ruð starfsmenn aðrir starfa að
flugmálum. Heildarvelta ís-
lenskra flugfyrirtækja nemur
tugum milljarða á ári. Tæplega
hálf milljón manna ferðast árlega
í innanlandsflugi og 1,3 milljónir
farþega fljúga til og frá landinu í
millilandaflugi. Svokallaðar
„flughreyfingar“ eru rúmlega
214 þúsund talsins á flugvöllum
Islands.
Þá eru um 27 þúsund tonn af
vörum flutt í millilandaflugi á ári
og um 1.500 tonn í innanlands-
flugi. Á hveiju ári fara einnig
rúmlega 83 þúsund flugvélar um
úthafsflugstjórnarsvæði íslands,
sem jafngildir um 30% af heildar-
flugumferð yfir Norður-Atlants-
hafið. Hlutur íslands í flugi á
Norðurlöndunum er 5% en þó eru
íslendingar aðeins 2% af heildarí-
búafjölda Norðurlandanna.
Villa í afgreiðslukerfí 118
Landssíminn endur-
greiðir 16 milljónir
LANDSSÍMINN mun við
næstu útsendingu símareikn-
inga endurgreiða rétthöfum
rúmlega 108 þúsund símanúm-
era oftekin gjöld í upplýsinga-
númerið 118. Nemur endur-
greiðslan rúmum 16 milljónum
króna eða um 148 krónum á
hvert númer.
Fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá Landssímanum að villa
hefur uppgötvast í nýju af-
greiðslukerfi fyrir hluta starf-
seminnar í 118 sem tekið var í
notkun um miðjan febrúar.
Hluti símtala til loka apríl var
tímamældur rangt og greiddu
notendur því of mikið fyrir sím-
tölin.
Landssíminn hefur unnið að
því í samstarfi við framleiðanda
kerfisins, Ericsson í Svíþjóð, að
uppræta villuna og hindra að
slíkt geti endurtekið sig.
„Landssíminn biður viðskipta-
vini sína velvirðingar á þeim
óþægindum, sem af þessu
kunna að hafa hlotist...“ segir
m.a. í fréttatilkynningu Lands-
símans.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Rifnaði við
ásiglingu
UM TVEGGJA metra löng og
hálfs metra breið rifa kom á kinn-
unginn á nóta- og togveiðiskipinu
Júpíter ÞH-61 talsvert ofan við
sjólínu í fyrradag þegar Reykja-
foss bakkaði á það í Neskaupstað.
Reykjafoss rakst einnig í nóta-
skipið Neptúnus ÞH-361 sem
laskaðist lítillega. Á Reykjafossi
urðu litlar skemmdir.
Lögreglurannsókn vegna
árekstursins við Júpíter lauk í
gærkvöld og hefur verið óskað
eftir sjóprófum við Héraðsdóm
Austurlands. Gert er ráð fyrir að
þau hefjist í lok næstu viku.
Júpíter, sem gerður er út af
Skálum ehf. á Þórshöfn er ekki
haffær vegna tjónsins en Reykja-
foss sigldi frá frá Neskaupstað í
fyrradag.
Varaformaður Framsóknarflokksins
um áskorun náttúruverndarsinna
Tekur áskorun-
inni fagnandi
FINNUR Ingólfsson, varaformað-
ur Framsóknarflokksins, tekur
áskorun umhverfis- og náttúru-
verndarsinna innan flokksins fagn-
andi og segist fagna öllu lifandi
starfi í flokknum, en á fundi nátt-
úruverndarsinna í fyrrakvöld var
skorað á forystu flokksins að
standa fyrir opnum fundi á næst-
unni, þar sem málefni Fljótsdals-
virkjunnar yrðu rædd.
„Við munum finna með hvaða
hætti sé best að fá þessa umræðu
sem öflugasta inn í flokkinn og við
munum sjálfsagt setja á stofn eitt-
hvert starf af stað til þess,“ segir
Finnur.
Fundurinn í íyrrakvöld gerði
m.a. ályktun um að flokksforystan
gengist fyrir fundi innan flokksins
og stæði fyrir máli sínu í lýðræðis-
legum og opnum umræðum um
málefni Fljótsdalsvirkjunar. Hafa
Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, og Stein-
grímur Hermannsson, fyrrverandi
bankastjóri, þegar lýst sig reiðu-
búna til að mæta á slíkan fund og
mæla fyrir sjónarmiðum sínum um
virkjunarframkvæmdir og um-
hverfismat. Aðspurður segir Finn-
ur Ingólfsson ekki nokkurn vafa
leika á því að hann muni mæta á
slíkan fund og segir ennfremur að-
spurður að flokksforystan muni
tryggja að lýðræðisleg umræða
fari fram innan stofnana flokksins.
Að sögn Finns mun hann ræða
við Ólaf Magnússon, talsmann
náttúruverndarsinna, næstkom-
andi mánudag, samkvæmt umtali
þar sem áskorunin verður rædd.
Fundur umhverfis- og náttúru-
vemdarsinna var haldinn í fyrra-
kvöld á Hótel Borg en ekki í húsa-
kynnum Framsóknarflokksins í
svokölluðu Skúlakaffi á Hverfís-
götu. Kvaðst Ólafur Magnússon
hafa fengið „vinsamleg tilmæli" fra
framkvæmdastjóra flokksins, Agli
Heiðari Gíslasyni, um að halda
ekki fundinn í húsakynnum flokks-
ins. Komu hörð viðbrögð fram þeg-
ar þær upplýsingar bárust frá Ölafí
að hann hefði ekki fengið leyfi til
að halda fundinn í Skúlakaffi.
Vitnaði í tveggja vikna gömul
orð framkvæmdastjórans
Aðspurður hví hópurinn hafi
ekki fengið umrætt leyfi segir Egill
Heiðar að hann hafi aldrei verið
beðinn um að hýsa þennan tiltekna
fund og að starfsfólki á skrifstofu
Framsóknai-flokksins hafi ekki
verið kunnugt um að húsakynni
flokksins hafí verið pöntuð fyrir
fundinn. Egill Heiðar segir hins
vegar að Ólafur sé að vitna í orð sín
frá því fyrir um hálfum mánuði
þegar það hafi verið skoðun sín að
ekki hafi verið ákjósanlegt að halda
slíkan fund innan veggja húsnæðis
Framsóknarflokksins þegar yfir-
lýsingar um umhverfísmálefni
gengu á víxl milli Ólafs og Sivjar
Friðleifsdóttur umhverfisráðherra.
„Þennan fund, þ.e. 1. september,
hafði ég ekkert með að gera. Hann
[Ólafur] hafði ekki samband við
mig fyrir fundinn sem haldinn var í
gær [fyrradag] til þess að biðja mig
um húsnæðið," segir Egill Heiðar.
Aðspurður segir hann að ef húsa-
kynni flokksins hefðu hins vegar
verið pöntuð á mánudag eða
þriðjudag fyrir fundinn hefði hann
léð máls á því að fundurinn yrði
haldinn þar.