Morgunblaðið - 04.09.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.09.1999, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR -ÍSiwV., ......^ „ ...............-sr-rá*^- Skútan Solvejg siglir inn að bryggju eftir að hafa verið dregin úr strandi. Skúta endaði í Eyjum eftir stormasama ferð frá Grænlandi Fauk nánast upp í Skans- fjöruna í hörkuroki 26 FETA skúta með einum manni innanborðs nánast fauk upp í Skansfjöruna í Vestmannaeyjum í um klukkan 9.30 í fyrradag í hörku- roki. Stjórnandi skútunnar, sem er hollenskur og hefur áður komið til íslands, hafði verið á leið til Eyja frá Kristjánssundi á Grænlandi. Hann slapp ómeiddur. Hann var þó orðinn þreyttur eftir sjóferðina, sem alls tók um sex sólarhringa, enda hafði hann barist hvíldarlítið við veðrið í rúma þrjá sólarhringa. Áhöfnin á hafnsögubátnum Létti kom skipstjóranum til aðstoðar og kom taug í skútuna sem nefnd er Solvejg þar sem hún lá í Skansfjör- unni og dró hana út á sjó þar sem tókst að ræsa vél hennar. Sigldi skipstjóri skútunni síðan fyrir eigin vélarafli til hafnar. Vindhraði var töluverður úr suðvestri eða 22 metr- ar á sekúndu. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Zoethout hafði verið um sex sólarhringa að komast frá Grænlandi til Eyja og barðist við storminn á leiðinni. Hann endaði förina í Skans- fjörunni ómeiddur en þreyttur, blautur og kaldur. Þreyttur eftir volkið Skipstjórinn, Thys Alle Zoethout, sem er sextugur að aldri, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- morgun að hann væri þreyttur eftir volkið enda hefði hann verið í stormi og lent í allt að tíu metra ölduhæð síðustu þrjá sólarhringana. Hefði skipstjórnarklefinn fyllst af sjó um tuttugu sinnum á leiðinni og þar af hefði hann verið sjálfur inni í honum í eitt skiptið. Hann sagðist enn fremur vera nokkuð reiður sjálfum sér fyrir að hafa feilreiknað sig örlítið í lok ferðarinnar. „Allt hafði gengið vel en síðan þegar ég kom að höfninni fór skyndilega eitthvað úrskeiðis,“ sagði Zoethout. „Lukkan sagði allt í einu skilið við mig. Ég taldi að það Ráðstefna um brjóstagjöf Félagsheimili Seltjarnarness við Suðurströnd 10 september 1999, kl. 9.00-16.30 Tími Efni Framsaga 8.30-9.00 Skráning og afhending gagna. 9.00. Setning Fulltrúi Barnamáls 9.15 Rannsóknarniðurstöður frá Rann- sóknarstofu i næringarfraeði HÍ Tengsl mataraeðis móður við samsetningu brjóstamjólkur. Anna Sigríður Ólafs- dóttir, matvæla- fræðinqur. 10.10 Kaffi 10.30 Grænmetisfæði og mjólkandi mæður Katrín Edda Magnúsdóttir, Ijós- móðir. 11.00 Brjóstagjöf og heimspeki Kolbrún Pálsdóttir, B.A. í heimspeki. 11.30. Umönnun tvíbura/fleirbura. Unnur B. Friðriks- dóttir, hjúkrunar- fræðingur. 12.00 Matur 13.00 Útbreiðsla brjóstagjafar á íslandi í upphafi aldarinnar. Margrét Gunnarsdóttir, sagnfræðingur. ÍT35 Tengslamyndun barna. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur. 14.15 Brjóstagjöf, viðhorf og framkvæmd á ábótargjöf. Steina Þórey Ragnarsdóttir B.S. í hjúkrun. 14.45 Kaffi 15.00 Eiturefni í brjóstamjólk. Kristín Ólafsdóttir, líffræðingur. 15.20 Áhrif brjóstagjafar á heilsu barna. Magnús Jóhanns- son, læknir. 16.15 Ráðstefnulok Skráning Þátttökugjald er kr. 5.000. Það skal greiða fyrir 8. september nk. inn á reikning 322-26-24025 í Búnaðarbanka Kópavogs, nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala þátttakanda. Hádegisverður innifalinn. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma félagsins 5644650 eða hjá Maríu í síma 5545379 milli kl. 14.00 og 16.00 alla virka daga. Ráðstefnan er öllum opin. Barnamál Áhuqafélag um brjóstagjöf, vöxt og þroslta barna 15 ára afmæli væri minna rok nær ströndinni á bakborða en við snarbratt fjallið á stjómborða og því fór ég nær ströndinni af ótta við sterkan vind- streng á stjómborða. Líklega hefði ég samt átt að fara lengra á stjórn- borða og í því Iiggur skyssan." Zoethout unni sér síðast hvíldar seint á þriðjudagskvöld og svaf þá í eina klukkustund um borð í skút- unni, en þá átti hann eftir að sigla í stormi í nærri hálfan annan sólar- hring til Eyja. Hann sagðist vera blautur og kaldur auk þess að vera þreyttur, en hann ætlar engu að síð- ur að halda áfram för sinni til heimalands síns þegar hann hefur kannað skemmdir á skútunni. Þetta er þriðja árið sem hann kemur til íslands en hann hefur átt skútu sína í 18 ár og farið í langar siglingar á henni síðastliðin 7 ár að árinu í fyrra undanskildu. Lús stingur sér niður að nýju á höfuðborgarsvæðinu Fólk beðið að vera á varðbergi ORÐIÐ hefur vart við lús á Sel- tjamarnesi og nær ömggt má telja að hún hafi látið á sér kræla víðar á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Örnu Einarsdóttur, skólahjúkrunarfræð- ings í Mýrarhúsaskóla. Hún hefur sent foreldrum og forráðamönnum nemenda í skólanum viðvömn um iús og brýnir þar fyrir þeim aðgát í þessu sambandi. „Höfuðlúsin er því miður orðin nokkuð árviss plága og okkur bár- ust tii eyma fregnir af því að hún hefði nýlega gert vart við sig hér á Seltjarnarnesi, þó svo að skólastarf væri ekki hafið þegar við heyrðum af henni. Bréfið sem ég sendi for- eldrum er varúðarráðstöfun þar sem skólinn lenti illa í lúsinni í fyrra og skólastarfið varð fyrir truflun- um. Þess vegna bið ég fólk að vera á varðbergi," segir Ama. Skólar ekki leitarstöðvar lúsar Lúsin var skæð í Mýrarhúsaskóla að sögn Ömu og sömuleiðis í Grandaskóla, en lúsin virðist leggj- ast misharkalega á hverfin og skól- ana, þannig að sumir skólar virtust sleppa nánast alveg en aðrir urðu illa úti. „Þessi óværa virðist vera komin til að vera, og hafa sumir varpað fram þeirri kenningu að aukin ferðalög fólks tii útlanda valdi þessu. Böm em að koma úr sumar- leyfum alveg fram á þennan dag og sum jafnvel ekki komin,“ segir Ama. Hún bendir á að lúsin fari ekki í manngreinarálit og geti stungið sér niður hvar sem er. Fólk verði að hafa hugfast að um vandamál heim- ilanna sé að ræða, skólamir séu ekki leitarstöðvar lúsar og þar sé ekki grennslast eftir henni nema um það sé beðið sérstaklega. „Við mælum með því að foreldrar athugi með vandlegri skoðun og kembingu hvort böm þeirra séu með lús og geri það reglulega," segir Arna. Hún segir einnig hvíla á foreldr- um að kenna bömum að gæta höf- uðfata og setja þau í ermar og láta fötin ekki liggja í einni hrúgu, þannig að lúsin komist á milli húfa eða úlpna. Fer hratt og felur sig „Lúsin er svo gríðarlega lúmsk að hún getur búið um sig í hári fólks án þess að einkenna gæti. KASMÍR SILKI MERINOULL frá John Laing Verd frá kr. 2.900 Síðkjólar frá ARIELLA Verð frá kr. 7.900 tískuhús Hverfisgötu 52 Sími 562 5110 Laugavegi 87 Sími 562 5112 Höfuðlús (Pediculus humanus capitis) er ein þriggja tegunda lúsa sem ásækja fólk. Bæði ung og fullorðin dýr sjúga blóð með hjálp sograna. Kvendýrið lifir í um mánuð og getur á þeim tíma orpið allt að 300 eggjum. Þrettán sækja um embætti héraðsdómara Flestir fá þó kláða, sem er ofnæm- iseinkenni af svipuðu tagi og þegar fólk verður fyrir flugnabiti. Lúsin spýtir í hársvörðinn og deyfir hann áður en hún hreiðrar um sig og sýgur blóðið. Það er ekki auðvelt að sjá lúsina, hún er á stærð við sesamfræ eða eldspýtnahaus og er mismunandi á litinn eftir því hvort hún er nýbúin að borða eða ekki. Hún flýgur ekki en hreyfir sig mjög hratt, eða allt að 20 sentímetra á mínútu, og kemst á milli kolla með einhverjum ráðum. Nitin, eggin, sem lúsin verpir, sjást hins vegar betur, enda klekst eggið út eftir 7 til 11 daga,“ segir Arna. Einnig beri foreldrum að kaupa lúsameðul og sápu í lyfjaverslunum. Landlæknisembættið hefur gefið tilmæli um að ofnota ekki lyf gegn lúsum og segir Arna að ekki þyki lengur nauðsynlegt að lúsaþvo alla á heimilinu, heldur eingöngu þá sem reynast smitaðir af lús. Mikilvæg tilkynningaskylda „Foreldrar hafa líka það mikil- væga hlutverk að tilkynna til skól- ans, annaðhvort til kennara eða hjúkrunarfræðings, ef lús kemur upp á heimilinu, og sömuleiðis að ræða við vinahópinn fyrir utan skól- ann, enda stunda börnin íþróttir og margs konar félagsstarfsemi aðra. Þessi tilkynningaskylda er mjög mikilvæg," segir hún. UMSÓKNARFRESTUR um emb- ætti héraðsdómara án fasts sætis rann út 1. september sl. en fyrsta starfsstöð væntanlegs dómara verð- ur Héraðdómur Suðurlands. Emb- ættið verður veitt frá 1. október 1999. Um embættið sóttu: Arnfríður Einarsdóttir, skrifstofustjóri Hér- aðsdóms Reykjavíkur, Benedikt Bogason, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Björn Bald- ursson, lögfræðingur, Ingveldur Einarsdóttir, settur héraðsdómari, Júlíus B. Georgsson, settur héraðs- dómari, Már Pétursson, aðstoðar- maður saksóknara, Ragnheiður Bragadóttir, settur héraðsdómari, Ragnheiður Thorlacius, fulltrúi sýslumannsins á Selfossi, Sigurður Georgsson, hæstaréttarlögmaður, Sigutjóna Símonardóttir, settur héraðsdómari, Tryggvi Þórhallsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs Hornafjarðar, Þorgerður Erlends- dóttir, settur héraðsdómari og Þor- steinn Pétursson, héraðsdómslög- maður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.