Morgunblaðið - 04.09.1999, Page 20

Morgunblaðið - 04.09.1999, Page 20
20 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hitaveituframkvæmdum í Stykkishólmi miðar vel Stykkishólmi - Hitaveitufram- kvæmdir, sem nú standa yfír í Stykkishólmi, ganga vel. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar, umsjónar- manns verksins fyrir hönd Stykkis- hólmsbæjar, eru framkvæmdir við lagningu dreifikerfis um bæinn mánuði á undan áætlun. Verktakar við framkvæmdimar eru Borgai'- verk hf. í Borgamesi og G.V. gröfur á Akureyri. Næstu daga verður byrjað að setja upp mæligrindur í íbúðarhúsnæði. Gengið verður frá götum og gangstéttum að nokkm leyti í haust, en lokafrágangur bíður næsta vors. Heitu vatni verður hleypt á grunnskólann og hótelið í næstu viku. I framhaldi af því verð- ur hleypt vatni á íbúðarhúsnæði í hluta bæjarins. Óli Jón vill hvetja bæjarbúa til að flýta framkvæmdum heima fyrir, sérstaklega þá sem hafa þilofna svo að flestir verði tilbúnir að taka við hitaveitunni þegar vatninu verður hleypt á. Nú á dögunum var í heimsókn tæknilegur ráðgjafi frá Evrópusam- bandinu, ESB. Hann var hér til að fylgjast með framkvæmdum við Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Forsvarsmenn hitaveitu Stykkishólms sem tóku á móti tækniráðgjafa frá ESB: Níels Guðmundsson, Ólafur Hilmar Sverrisson, Peter Leding- ham frá Bretlandi og Óli Jón Gunnarsson. hitaveituna. ESB veitti styrk til hefur ekki verið virkjað á íslandi framkvæmdarinnar vegna tækni- jafn salt vatn og kemur upp úr bor- nýjunga við varmaskipti. Hingað tO holunni í Hofstaðalandi. Morgunblaðið/Kristján TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var notuð á björgunarnámskeiði Slysavamaskóla sjómanna á Akureyri í gær. Slysavarnaskóli sjómanna á Akureyri Einu sinni er ekki nægilegt SÆBJÖRG, skip Slysavamaskóla sjómanna, liggur við bryggju á Akureyri þessa dagana en þar standa yfir námskeið lyrir sjómenn, sem bæði eru bókleg og verkleg. Par er farið yfir björgun úr sjó, öryggis- mál og fleira. I gærdag voru tæplega 20 sjómenn á námskeiði og þótt flestir þeirra væru af Eyjafjarðar- svæðinu komu nokkrir lengra að. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunn- ar var einnig notuð á námskeiðinu. Hilmar Snorrason skólastjóri slysavamaskólans sagði að sjómenn væm skyldugir til að sækja slík námskeið, jafnt fiskimenn, frakt- menn og smábátasjómenn. „Þetta er fyrsta námskeið eftir sumarleyfi og við stefnum að því að vera næstu vikumar á Norðurlandi og fömm héðan tii Siglufjarðar. Aður vomm við með námskeið í Ólafsfirði og á Húsavík." Hilmar sagði að eftir að tíma- mörk vom sett á að sjómenn sæktu slík námskeið fyrir rúmu ári, hafi um 2.000 sjómenn skráð sig til þátt- töku. Hann sagði unnið að því að minnka biðlistann en í kjölfarið færi í gang endurmenntun. „Það er ekki nóg að læra þessi atriði einu sinni og víða erlendis þurfa menn að sækja námskeið aftur eftir 5 ár og ég sé fyrir mér að eitthvað slíkt fyr- irkomulag verði viðhaft hér á landi.“ A meðal verklegra þátta er björg- un úr sjó. Hafa þyrlur Landhelgis- gæslunnar komið þar að og kvað Hilmar skólann hafa átt mjög gott samstarf við Gæsluna. Hann sagði það gífurlega mikilvægt fyrir sjó- menn að vinna í nálægð við þyrlum- ar. „Margir em smeykir við að fara í sjóinn og að láta hífa sig upp í þyrluna, en þeir hinir sömu em fljótir að átta sig á hversu mikil upplifun það er og sú reynsla lifir lengi í minningunni.“ Bæjar- stjóraskipti í Stykkis- hólmi Stykkishólmi - Ólafur Hilmar Sverrisson lét af störfum bæjar- stjóra í Stykkishólmi um mánaða- mótin. Eftirmaður hans í starfi er Óli Jón Gunnarsson, fyrram bæjar- stjóri í Borgarbyggð. Ólafur Hilmar hefur verið bæjar- stjóri í Stykkishólmi í 8 ár. Ólafur segir að þessi tími hafi verið skemmtilegur og lærdómsríkur. St- arfið sé fjölbreytt og miklar fram- kvæmdir hafi verið á tímabilinu. Hann segir það hafa verið gaman að vinna með og fyrir Hólmara. Upp úr standi hversu góður andi hafi ríkt innan bæjarstjómar allan tím- ann; hún hafi verið góður bakhjarl og einhuga um að vinna að hag bæj- arins. Olafur Hilmar flytur til Reykjavíkur og hefur verið ráðinn forstöðumaður nýsköpunar- og þró- unarsviðs Aburðarverksmiðjunnar. Hinn nýi bæjarstjóri tók við 1. september, en undanfama mánuði hefur hann starfað í Stykkishólmi sem umsjónarmaður með fram- kvæmdum við hitaveitu bæjarins. uottorð Gæðavottorð frá Frumherja staðfestir framúrskarandi ástand 7 stjörnu bílanna. Þetta er ein af sjö ástæðum til að kaupa sjö stjörnu bíl hjá B&L. Fleiri ferðir tii Akureyrar Enn eykur íslandsflug þjónustu sína. Nú höfum við bætt við fjórðu ferðinni f síðdegisflugi til Akureyrar alla virka daga. Frá Reykiavík Frá Akureyri 07:40 11:40 nýtt 15:40 18:40 08:45 12:45 16:45 19:45 Bílaland B&L • Grjóthélsi 1 • Sfmi 57S 1230 ISLANDSFLUG gorír fteirum fært aö ftjúga Morgunblaðið /Gunnlaugur Árnason Nýi bæjarstjórinn í Stykkishólmi, Óli Jón Gunnarsson, er sestur í stól- inn og tekur við lyklum að Ráðhúsinu úr hendi Ólafs Hilmars Sverris- sonar sem lætur af störfum eftir að hafa gegnt stöðu bæjarstjóra í 8 ár. Morgunblaðið/Líney Amadeus gæðir sér á skinku Þórshöfn - Á Þórshöfn er að finna hreinræktaða læðu af persknesku kattarkyni. Nýlega var fenginn inn á heimilið högni af sama kyni, sem ber nafnið Amadeus. Honum var fengið það hlutverk að sjá svo um að fleiri kettir af þessu fína kyni fæddust í heiminn. Þessu hlutverki skilaði hann með sóma því á næstu dögu er von á kettlingum. Á meðan beðið er gengur Amadeus um með spekingssvip og lætur stjana við sig. Uppáhaldsmaturinn hans er skinka og það er Haukur sem er að rétta honum góðgætið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.