Morgunblaðið - 04.09.1999, Side 29

Morgunblaðið - 04.09.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 29 ERLENT Kasparov hittir jafningja sinn fyrir í netskák / A í mesta basli með heimsliðið London. The Daily Telegraph. Reuters Garrí Kasparov, heimsraeistari í skák, á fréttamannafundi í London á fimmtudag þar sem hann varð að viðurkenna að hann ætti í mesta basli með heimsliðið. GARRI Kasparov, heimsmeistari í skák, viðurkenndi á fimmtudag að hann hefði dvænt hitt fyrir jafn- ingja sinn þegar hann settist nið- ur að tafli með þrjár milljónir skákáhugamanna um heim allan sem andstæðing en skákin fer fram á Netinu. Kasparov kveðst þó enn sannfærður um að hann hafi sigur, eða nái í það minnsta að tryggja sér jafntefli. Skákin hófst 21. júní síðastlið- inn og btíið er að leika 38 Ieiki. Hefur skákin þróast tít í æsispennandi endatafl og segja kunnugir að ómögnlegt sé að spá fyrir um sigurvegara. Kasparov hafði spáð því áður en skákin hdfst að hann yrði btíinn að tryggja sér sigur fyrir 1. septem- ber en á fimmtudag varð hann að viðurkenna að erfiðara myndi reynast að innbyrða sigurinn en til stóð í upphafi. Skáksérfræðingar höfðu enn- fremur spáð því í upphafi, þegar stí hugmynd kom fyrst til tals að heimsmeistarinn settist að tafli við alla heimsbyggðina, að það myndi vart taka Kasparov nema 25 leiki eða svo að tryggja sér sig- ur, enda myndi heimsliðið senni- lega gera einhver byijendamis- tök. Annað hefur komið á daginn og á fimmtudag lýsti Kasparov aðdáun sinni á glæsilegri leik- fléttu sem heimsliðið undirbjó og olli honum og aðstoðarmönn- um hans mestu erfiðleikum. Kasparov spáði því engu að síð- ur að hann myndi annað hvort vinna eða gera jafntefli. „Ef við vinnum þessa skák verður það frábær sigur ... Um þessa skák niunu menn lengi ræða enda hér á ferðinni ein áhugaverðasta skák í sögu þessa forna leiks. Við leggj- um til gæðin, heimsliðið magnið.“ Fólk frá 79 löndum hefur tekið þátt í skákinni Aldrei hafa fleiri tekið þátt í sambærilegri keppni eins og í þessari skák Kasparovs við heimsliðið en meira en þijár millj- ónir manna frá 79 löndum hafa lagt til vænlega leiki. Skákin fer fram á slóðinni www.zone.com og gefst hvorum aðila um sig sólar- hringur til að hugsa hvern leik. Bestu hugmyndir að leikjum, sem frá almenningi koma, auk fjögurra leikja, sem fjórir sérlega valdir skákmeistarar af yngri kynslóðinni leggja í ptíkk, eru birtir á Netinu og sá leikur, sem fær flest atkvæði í vali netverja, verður ofan á. Den Danske Bank í vanda eftir dóm í Hafnia-málinu Bankínn bótaskyldur vegna brots á upplýsingaskyldu Uppskerubrestur í Eþíópíu Hungurs- neyð sögð yfirvofandi TALIÐ er að fimm milljónir manna séu í bráðri hættu í Eþíópíu vegna hungursneyðar sem talið er æ lík- legra að skelli á innan skamms, í kjölfar þess að miklir þurrkar ollu algerum uppskei-ubresti á stórum svæðum. Þurrkarnir hafa vakið ótta manna um að hungursneyð skelli á sem verði sambærileg að umfangi og sú sem olli bana átta hundruð þúsund manns í Eþíópíu árið 1984. Bætir sextán mánaða langt landastríð Eþíópíu og Erítreu alls ekki úr skák. Hjálparstarfsmenn á svæðinu hafa varað við yfirvofandi hungursneyð og segja aðstoð alþjóðasamfélagsins bráðnauðsynlega. Ríkisstjórn Eþíóp- íu sagði í júní að landið vantaði 350 þúsund tonn af matvælum hið fyrsta. Telja hjálparstarfsmenn að enn vanti 200 þúsund tonn eigi ekki illa að fara. Fréttaskýrendur segja að skýra megi áhugaleysi umheimsins m.a. með því að sjónir manna hafi nú um langt skeið beinst að vandamálum sem að steðja á Balkanskaga. Marg- ir gagnrýna hins vegar að Eþíópíu- stjórn skuli óska aðstoðar erlendra ríkja á sama tíma og hún eyði einni milljón bandaríkjadala, um 70 millj- ónum ísl. króna, á ári í stríðsrekstur- inn við Erítreu. Kaupniannahöfn. Morgunblaðid. EFTIR sjö ár komst Sjó- og verslun- arrétturinn danski að því í gær að Den Danske Bank og þrír endur- skoðendur hefðu brotið lög um upp- lýsingaskyldu er þeir samþykktu upplýsingabækling um hlutafjárút- boð Hafnia-tryggingafyrirtækisins 1992. Sex vikum eftir að fyrirtækið hafði fengið inn 1,9 milljarða danskra króna frá 871 smáfjárfesti og fjölmörgum smáum og stórum stofnanafjárfestum varð Hafnia gjaldþrota og milljarðarnir glatað- ir.“Okkur finnst þetta harður dóm- ur,“ sagði Peter Straarup, banka- stjóri Den Danske Bank, sem fór með málefni Hafnia á sínum tíma. Bankinn hefur ekki ákveðið hvort dómnum verði áfrýjað. Það hefur vakið athygli að það voru tveir smáfjárfestar, þeir Ole Steffensen og Henning Feilberg, sem höfðuðu málið vegna hlutafjár- kaupa upp á 22.500 annars vegar og 6.020 hins vegar. Stóru fjárfestarnir hafa ekki hreyft sig og það er gjarn- an túlkað sem svo að þeir hafi ekki viljað storka Den Danske Bank, sem er stærsti danski bankinn. í kjölfarið munu smáfjárfestarnir vísast krefj- ast síns hlutar, svo þar þarf bankinn huganlega að reiða fram um 50 millj- ónir danskra króna. Litlir lífeyris- sjóðir misstu um 80 milljónir, þeir stóru um 530 milljónir, auk þess sem Den Danske Bank tapaði stórum fjárhæðum. Dómurinn undirstrikar að fjár- festar eiga að geta tekið ákvörðun um hlutafjárútboð á grundvelli út- boðsgagna. Sérfræðingar benda á að danski hlutafjármarkaðurinn hafi á þessum tíma ekki verið fullburða miðað við þann bandaríska, þar sem ríkulega er gengið eftir að útboðs- gögn séu rétt og þar sem það tæki varla sjö ár að fá skorið úr svona máli. Nú sé því slegið fast að upplýs- ingarnar verði að standast. I réttarhöldunum hefur líka feng- ist innsýn í samspil bankans og markaðarins og persónutengsl. Hins vegar snertir dómurinn ekki hlut- verk Fjármálaeftirlitsins danska í málinu. Efth’litið er nú í rannsókn hjá yfirvöldum fyrir þátt í ýmsum fjármálahneykslum upp úr 1990, til dæmis í Færeyjabankamálinu. 1,9 milljarðar danskra króna dugðu í fjórar vikur Tryggingafélagið Hafnia var eitt þeirra fyrii’tækja, sem dafnaði vel á uppgangstímunum í lok síðasta ára- tugar og þandist gríðai’lega út. Með samdrætti og fallandi hlutabréfa- gengi snerist dæmið við og 1991 blés alvarlega á móti, svo gripið var til aðgerða, sem síðar kom í ljós að voru ólöglegar og hafa orðið tilefni til fyrri málaferla. Þegar kom fram á sumar 1992 stóðu málin afar illa og þá ákvað fyr- irtækið í samráði við Den Danske Bank að efna til hlutafjárútboðs. Endurskoðendur Hafnia útbjuggu útboðsgögnin, sem Den Danske Bank samþykkti. Þeir 1,9 milljarðar, sem fyrirtækið fékk þá inn hurfu í skuldahítina á um fjórum vikum, meðal annars því hlutafjáreign fyrir- tækisins í öðrum fyrirtækjum hríð- féllu í verði og sex vikum seinna var gjaldþrot ekki lengur umflúið. Fjárfestarnir tveir héldu því fram að í útboðsgögnunum hefði alls ekki komið fram hve fyrirtækið stóð í raun illa, meðan Den Danske Bank og endurskoðendurnir héldu því fram að með nákvæmum lestri mætti sjá hver staða Hafnia var. í gær dæmdi Sjó- og verslunarréttur- inn að upplýsingarnar hefðu verið misvísandi og bankinn ætti því að greiða fjárfestunum tveimur þær samtals 27 þúsund danskar krónur, sem þeir töpuðu við gjaldþrotið. Upphæðin, sem málið snerist um er skiptimynt fyrir bankann, en afleið- ingarnar gætu orðið miklar. Ljóst er að aðrir smáfjárfestar munu nú krefjast síns hluta og sama munu hugsanlega stærri fjárfestar einnig gera. Hið áhugaverða er að sjá hvort risafjárfestir á danska markaðnum, „Lonmodtagernes dyrtidsfond“, LD, muni einnig sækja sinn hlut í fang bankans. Leitt hefur verið að því lík- um að LD hafi í raun vitað um stöðu Hafnia, en engu að síður tekið þátt í útboðinu í von um að gjaldþroti yrði afstýrt. Þetta myndi væntanlega upplýsast í málaferlum, sem LD hefði því ekki áhuga á. I gær sögðu forráðamenn LD að dómurinn yrði nú jesinn í kjölinn. I samtali við danska útvarpið í gær sagði Per H. Hansen sagnfræð- ingur, sem skrifað hefur sögu Den Danske Bank, dóminn athyglisverð- an af ýmsum ástæðum. Bankinn hefði gjarnan brugðið á loft þeirri ímynd að hann væri samfélagsstólpi, sem starfaði í þágu þjóðarinnar, en dómurinn sýndi að bankinn væri venjulegur banki, sem bæri fyrst og fremst eigin hag fyrir brjósti. Komdu á rýmingarsölu Sportkringlunnar og gerðu betri kaup en nokkru sinni fyrr. vörur með allt að 70% afslættí! Komdu fyrr en seinna ef þú vilt ekki missa af stóru tækifærunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.