Morgunblaðið - 04.09.1999, Page 33

Morgunblaðið - 04.09.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 33 NEYTENDUR Verðkönnun á algengum neysluvör- um í Vestur-Evrópu Island dýrast Mikill verðmunur er á algengum neysluvör- um í löndum Vestur-Evrópu samkvæmt könnun tímaritsins Time. Sigríður Dögg Auðunsdóttir kannaði verð á sömu vörum hérlendis og komst að því að í nær öllum til- ✓ fellum er verðlagning hærri á Islandi en annars staðar í Evrópu. MEÐ tilkomu evrunnar verða fjöl- mörg ríki Evrópu að einum við- skiptamarkaði. Því hefur verið spáð að það verði til þess að verðmunur milli landa í Evrópu minnki og verð- lag lækki. Bandaríska tímaritið Time lét á dögunum kanna verð á nokkrum vörutegundum í löndum í vestanverðri Evrópu með það að markmiði að finna hæsta og lægsta verðið svo hægt væri að sýna fram á þann verðmun sem ríkir í löndum í Vestur-Evrópu. Heildsalar taldir mismuna mörkuðum Könnunin leiddi í ljós töluverðan verðmun. Mismunur miUi landa á leiguverði á verslunarhúsnæði og mismikill launakostnaður er ekki talinn skýra verðmuninn. Heild- salamir eru taldir bera mesta ábyrgð. Þeir geti sett upp mismun- andi verð eftir löndum og halda því eins háu og markaður hvers lands getur borið. Time segir þó útlit fyrir að þetta breytist með tilkomu hinnar sam- eiginlegu myntar í ríkjum mynt- bandalagsins. Breytt samkeppnis- staða heildsala í kjölfar sameiningu markaða í Evrópu er einnig talin leiða til þess að verðmunur minnki. Þá er búist við því að Netið auðveldi neytendum að gera samanburð á verði í ýmsum löndum og kaupa vöru þar sem hún er ódýrust. Til samanburðar við könnun Time athugaði Morgunblaðið verð á sömu vöru á Islandi og kom í ljós að með einni undantekningu eru þær dýrari á Islandi en annars staðar í Evrópu. Munurinn er mismikill en alltaf marktækur. Upplýsingar voru fengnar hjá fimm verslunum á höfuðborgarsvæðinu og viðmiðun- arverðið er meðaltal úr þeim. Niðurstöðurnar eru sýndar á mynd- inni hér til hliðar. Nokkrir þeirra innflytjenda sem haft var samband við gáfu þær skýringar að heildsalar erlendis seldu vöruna á mismunandi verði til landa. Lönd væru flokkuð eftir markaðsaðstæðum hvers ríkis og væri Island í sama flokki og hin Norðurlöndin .. Þeir töldu verðlag- ningu á Islandi yfirleitt sambæri- lega við það sem gerðist á Norður- löndunum. Hins vegar væri heildsöluverð lægj'a til margra landa annars staðar í Evrópu og því erfitt að bera lönd innan Evrópu saman á þennan hátt. Kók 150% dýrara hér Samanburðurinn leiddi í ljós að tveggja lítra flaska af Coca-Cola er 153% dýrari hér en í Madríd og 30% dýrari en í London. Að sögn Þor- steins M. Jónssonar, forstjóra Vífil- fells, framleiðanda Coca-Cola á Is- landi, koma þessar niðurstöður honum á óvart. Hann segist hafa ákveðnar efasemdir um aðferða- fræði könnunar Time því að verðið á kóki sem gefið er upp fyrir Madríd er ekki það sem viðgengst þar al- mennt. „Það þarf að vinna mikla grunnvinnu til þess að samanburð- ur sem þessi sé marktækur. Réttast væri að skoða vöruverð þegar búið er að draga frá öll gjöld og skatta sem lagðir eru á vöruna og enn- fremur að taka tillit til þess að flutn- ingskostnaður er mis hár.“ Hann segir að í Englandi séu 70- 80% gosdrykkja seld á tilboðsverði og ef tilboðið er reiknað inn í meðal- verðá kóki í London skekki það óneitanlega myndina. Hann segir verð á gosdrykkjum á íslandi fylli- lega sambærilegt við verð á hinum Norðurlöndunum og undrar sig á því að Time komist að þeirri niður- stöðu að verð á kóki sé hærra í Lon- don en Kaupmannahöfn. „Kók er reyndar einungis selt í 1,5 lítra flöskum í Kaupmannahöfn en er samt sem áður hlutfallslega dýrara en hér á landi.“ Þorsteinn segir jafnlramt að þrátt fyrir að kók sé framleitt hér á Islandi þurfi meðal annars að flytja bragðefni og sykur til landsins og að flutningskostnaður sé meiri hér en í flestum ríkjum Evrópu. „Ennfrem- ur búum við við hærri virðisauka- skatt en tíðkast og vörugjald af sykrinum nemur um 8 kr. á hvem lítraaf kóki.“ Hann nefnir einnig aðvegna þess hve markaðurinn á Islandi er lítill er framleiðslan óhagkvæmari. Auk þess segir hann launakostnað hér meiri en annars staðar. „Þegar allt er talið saman kemst ég að þeirri niðurstöðu að það er ekki óeðlilegur munur á verði hér og annars stað- ar.“ Hærra verð vegna smæðar íslenska markaðarins Ragnar Birgisson, framkvæmda- stjóri Skífunnar, bendir, líkt og Þor- steinn, á smæð íslenska markað- arins og háan innflutningskostnað sem skýringu á verðmuninum. „Þótt ég viti ekki nákvæmlega hvað álagningin er há í öðmm löndum geng ég út frá því að þar séu menn sáttir við lægri álagningu en tíðkast hér á landi því þeir selja mun fleiri eintök af hverri vöm. Það segir sig sjálft að hlutfallslega meiri kostnað- ur fylgir minni markaði og í raun er ég hissa á því hvað París er dýr.“ Hann segist ekki hafa svar við því hvers vegna verð á geisladiskum á Spáni sé svo lágt og segir að Skífan miði verðlagningu sína við verslanir á Englandi. Gillette-vörur oft seldar undir innkaupsverði í verslunum Að sögn Pálma Pálmasonar, markaðsstjóra hjá Globus hf. sem flytur inn Gillette-vörur, er skýring- in á verðmuninum á Gillette-rakvél helst sú að varan hefur einungis verið á markaði í 10 mánuði. „Viða um lönd er Gillette Mach 3 gífur- lega mikið auglýst. Það gerir vör- una eftirsótta og verslanakeðjur, bæði erlendis og hér heima hafa tal- ið ávinning í því að selja vöruna á mjög lágu tilboðsverði, eða til lengri tíma á mjög hagstæðu verði sem er langt undir því sem Mach 3 býðst frá Gillette. Sama hefur gerst hér.“ Hjá Hans Petersen, sem flytur inn Kodak-vörur, fengust þær upp- lýsingar að hætt væri að flytja inn Kodak ultra filmur tvær og tvær saman í pakka því verð á þeim hefði verið óhagstætt. Þess í stað væri nú á boðstólum pakki með þremur filmum sem kosta 1.185 kr. Tveggja filmna pakkningin var enn fáanleg í örfáum verslunum þar sem hún var á sama verði og pakki með þremur, 1.185 kr. RAKVEL: GILLETTE MACH 3 Hæsta verð: London, 581 kr. Lægsta verð: París, 476 kr. Reykjavík: 792 kr. Morgunblaðið/Kristinn GEISLADISKUR: 1 U2 - BEST OF1980-1990 Hæsta verð: París, 1.806 kr. Lægsta verð: Madríd, 1.227 kr. Reykjavík: 2.099 kr. TOLVA: APPLE iMac Hæsta verð: Róm, 120.350 kr. Lægsta verð: London, 107.626 kr. Reykjavík: 129.900 kr. Kodak FILMA: 1 KODAK GOLD ULTRA ' 2 stk., 24 myndir Hæsta verð: París, 855 kr. Lægsta verð: Brussel, 575 kr. Reykjavík: 1.185 kr. RAFHLOÐUR: DURACELL 4 stk. í pakka af stærðinni AA Hæsta verð: Stokkhólmur, 684 kr. Lægsta verð: Madríd, 245 kr. Reykjavík: 345 kr. LEVI'S 501GALLABUXUR Hæsta verð: Frankfurt, 6.315 kr. Lægsta verð: Amsterdam, 4.217 kr. Reykjavík: 6.990 kr. COCA COLA 2L Hæsta verð: London, 148 kr. Lægsta verð: Madrtd, 78 kr. Reykjavik: 193 kr. Hlutfallslegur verðmunur á milli Reykjavíkur og borga í Vestur-Evrópu Hærra en lægsta verð Hærra en hæsta verð Gillette Mach 3 rakvél 66% 36% Kodak Gold Ultra 2 stk, 24 myndir Levi's 501 gallabuxur 65% 11% Apple iMac tölva 21% 8% Duracell Rafhlöður af stærð AA, 4 í pakka 40% - Geisladiskur, U2-Best of 1980-1990 71% 16% Coca Cola 21 153% 30%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.