Morgunblaðið - 04.09.1999, Side 43

Morgunblaðið - 04.09.1999, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 43 * MARGMIÐLUN Ekki miklir möguleikar tHvaðan Geo? I UPPHAFI níunda áratugarins var Neo Geo ein fullkomnasta leikjatölva sem völ var á til heim- ilisbrúks, með öfluga grafíkör- gjörva, framúrskarandi hljóð- vinnslu og góða leiki. Þrátt fyrir þetta fór tölvan halloka fyrir ris- unum Sega og Nintendo, meðal annars fyrir það hvað hún var dýr, mun dýrari en keppinaut- arnir. Ekki má þó skilja þetta sem svo að hún hafi horfíð ger- samlega, því enn er verið að framleiða leiki fyrir hana níu ár- um eftir að hún kom fyrst fram. Einnig var til lófatölva með svarthvítum skjá og því allfrá- brugðin þeirri tölvu sem nú er til sölu í BT. Neo Geo-tölvan hefur ýmislegt fram yfir Game Boy Color og ekki minnst um vert að hún er talsvert ódýrari. halda vel á spöðunum ætli þeir að ógna yfirburðum Nintendo, en þeir hafa líka góða leiki í fórum sínum, nefni sem dæmi skotleikinn eftir- minnilega Metal Slug, sem var góð- ur á gömlu vélinni og kemur vel út á þeirri litlu, slagsmálaleikina Fa- tal Fury og King of Fighters, en sá síðarnefndi er sérlega vel heppnað- ur, Puzzle Bobble, sem höfðar til yngri leikenda, fótboltaleikurinn Neogeo Cup, sem kemur merki- lega vel út á svo litlum skjá og loks Bust-A-Move, bráðeinfaldur en spennandi leikur sem hentar fyrir notendur á öllum aldri. BT hefur orðið sér úti um umboð fyrir Neo Geo Pocket-tölvuna. LEIKIR G-I‘olice: Weapons of Justice Leikjafyrirtækið Psygnosis gaf nýlega út framhald hins geysivinsæla G Police. Leikurinn ber heitið G-Police: Weapons of Justice og er flugleikur í þrívfdd. í LEIKNUM tekur spilandinn sér hlutverk ungs þyrluflugmanns einhvem tímann í framtíðinni, stjórnleysi ríkir og verkefni lög- reglumannanna er að stöðva stríð milli gengja borgarinnar. Borð leiksins em fjölmörg og snúast flest um að passa upp á flutningalestir eða sprengja viss óvinaskotmörk. Mikil fjölbreytni einkennir leikinn og sjaldgæft er að lenda á tveim svipuðum verkefnum í röð. Stjóm leiksins er frekar flókin og kemst spilandinn ekki almennilega upp á lagið fyrr enn í seinni borðum hans. Mun þægilegra er að nota Du- al Shock en venjulega fjarstýringu. Grafík leiksins er nær nákvæm- lega eins og í fyrri leiknum og telst varla með kostum hans; ef flogið er of nálægt hlutum á tölvan það til að hægja á sér sökum þess hversu grófkomótt allt er. Hljóð em nokkuð vel gerð en eiga það til að vera örlítið á eftir. Einnig vii'ðast sömu hljóðin koma úr öllum vopnum. Vopnin era annars afar fjölbreytt og breytast stöðugt milli borða. Psygnosis hefur hugað vel að smáatriðunum því ef of lengi er skotið úr sama vopninu ofhitnár það og festist í stutta stund. Ef leikurinn hefði komið út fyrir um tveim árum, þegar framleiðend- um leikja fyrir Playstation hafði ekki tekist að nýta tölvuna jafnvel og gert er í dag, hefði G-Police 2: Weapons Of Justice án vafa slegið í gegn. I dag á hann hinsvegar ekki mikla möguleika á velgengni. Ingvi Matthías Arnason Nýstár- leg skjala- verslun í LEIT AÐ viðskiptavinum á Netinu er ýmsum brögðum beitt. Einna best hefur gengið að selja bækur, en engum tek- ist að skáka Amazon sem hefur algjöra yfirburði á bóksölu- markaði á Netinu. Meðal keppi- nauta Amazon var Fat- brain.com, sem lagði áherslu á að vera með vandaðar fræði- og vísindabækur og aðeins selja bestu bækur um hvert viðfang. Fatbrain gekk ekki nema miðlungsvel og í vikunni kynnti fyrirtækið nýjar leiðir í bóksölu til að finna sér stað á Netinu, fyrirbæri sem það kallar eMatter og byggist á því að Fatbrain tekur að sér umboðs- sölu á allskyns efni í rafrænu formi. Stjórar verslunarinnar segjast sjá það fyrir sér að inn muni streyma ýmislegt fræði- efni sem ekki hefur borgað sig að gefa út á pappír, til að mynda háskólaritgerðir og skýrslur sem gerðar era fyrir fyrirtæki, en einnig muni ýmis tímarit bjóða til sölu sérprent úr eldri eintökum. Eigendur efnisins, sem ákveða sjálfir verð skjalanna, fá 50% höfund- arréttargreiðslu af hverju seldu eintaki, enda er kostnaður nán- ast enginn, en Fatbrain fær líka eitthvað fyrir sinn snúð. Til að byrja með afsalar Fatbrain sér þó allri söluþóknun. Að sögn Fatbrain-manna hef- ur fram til þessa ekki borgað sig að selja texta sem nemur kannski ekki nema nokkram tugum síðna þó margir vildu komast yfir hann, en með högun þeirra geti fyrirtæki og einstak- lingar keypt sér minni skjöl og prentað út eftir þörfum. 450MHz pentium®#/; Þessi vél inniheldur Pentium III, nýjasta örgjörinn frá Intel. Plll er sérhannaður fyrir internetið! Targa eru þýskar hágæðavélar m || sem hafa hlotið lof fyrir góða hönnun ¥ clf |3f og lága bilanatíðni. 1 • 450 Mhz Intel Pentium III Í *l • BX Móðurborð 2 JIIJ • 64 MB innra minni U‘ii harður diskur cjakort • 16 MB RIVA TNT 3D skjákort • 17"Targa skjár • 32 hraða geisladrif a / • 16 bita hljóðkort (1/| / • Hátalarar / • 56 KB mótald f • 2ja mánaða internetáskrift • Windows lyklaborð og mús • Windows 98 uppsett og á CD 16 bita - tvisvar sinnum betri en aðrar lófavélar! Nýjasta leikjaundrið. Leikjatölva sem þú stingur í vasann. Stór litaskjár, meiri upplausn, fleiri litir og meiri hraði. pentiuiwf// Sama vél með flottum 19“ Targa skjá kostar aðeins kr. 15.000 í viðbót! BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444 • BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.