Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 45 -----------------------------k honum og hvíslaði: „En mamma, ég er ekki búin að fá neitt „Smart- ies“.“ Þrátt fyrir að afi ræktaði hverskyns grænmeti af mikilli ást- ríðu var hann ekki mikið fyrir að borða það sjálfur, eitt var það þó sem hann var sólginn í af því sem hann ræktaði og það voru vínberin, ekki þótti honum verra ef þau voru húðuð með súkkulaði. Afi bjó oft til konfekt og má nefna að þegar hann var hátt á áttræðisaldri brá hann sér á konfektgerðarnámskeið hjá kvenfélaginu á Skeiðunum, eini karlinn að sjálfsögðu. Afi var mikill unnandi tónlistar og þegar var verið að vinna í gróð- urhúsunum eða kálgörðunum var segulbandstæki oft nálægt og það- an hljómaðu gjarnan Aþba-lög eða önnur fjörug tónlist. I seinni tíð hlustaði afi mikið á íslenska tónlist, gjarnan karlakóra, og eftir að hann fór á elliheimili var oft nóg að setja góðan geisladisk af stað ef hann var órólegur og færðist þá yfír hann ró. Við eigum margar góðar minningar um öll gamlárskvöldin með afa og ömmu og þorrablótin hjá mömmu og Móu, þar sem afi, amma og Kjartan voru sjálfsagðir gestir. Afa þótti gaman að dansa og munum við eftir tilraunum hans til að kenna okkur að dansa á eldhúsgólfinu á Grund, þá stráði hann kaffidufti á gólfið og síðan var hringsnúist. Afi var alltaf að gefa, á sumrin og haustin fór enginn tómhentur frá Löngumýri, allir urðu að þiggja nýtt grænmeti. Um hver jól gaf hann öllum í fjölskyldunni, og nokki'um góðum vinum og vinkon- um, jólastjörnur, sem löngu eru orðnar að ómissandi hefð í jólahald- inu. Gestrisnin var heldur engu lík, enginn fór frá Löngumýri nema þiggja eitthvað að borða, afi dreif í að baka pönnukökur eða vöfflur þegar gesti bar að garði og allir muna réttasúpuna á Löngumýri, þar sem komið var við eftir ferð í Reykjaréttir. En þó afi væri alltaf að gefa átti hann erfitt með að þiggja nokkuð nema borga fyrir, nokkrum sinnum keyrðum við hann á Selfoss til að heimsækja ömmu á sjúkrahúsið og það var alltaf við- kvæðið hjá honum: „Alh minn, þú lætur mig svo vita hvað ég á að borga þér fyrir,“ það var sama hvað reynt var að útskýra það fyrir hon- um að ekki væri sótt í að fá borgun, heldur væri þetta bara gert ánægjunnar vegna. Það er skammt stórra högga á milli, því það er aðeins rúmlega eitt og hálft ár síðan amma dó eftir erf- ið veikindi og rúmt ár síðan yngsta barnabarnið þeirra dó, en við get- um huggað okkur við að nú eru þau öll sameinuð á himnum. Hvíldin var afa orðin kærkomin og því finnst okkur eftirfarandi erindi eiga vel við hér: Lækkar lífdaga sól. Löngerorðinmínferð. Faukífarandaskjól, fegin hvfldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Þakkir til allra sem önnuðust afa í veikindum hans Ásta, Ágúst, Jón Sindri og Þórdís Emma Stefánsbörn. Elsku afi, okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Við minnumst þess hve gestrisinn þú varst og þú kenndir okkur að sælla er að gefa en þiggja. Það fengu m.a. fastakúnnarnir þínir, sem komu í gróðrarstöðina til þín, að reyna því alltaf fengu þeir meira en þeir borguðu fyrir. Alltaf þegar við vorum að fara frá Löngumýri gaukaðir þú að okkur einhverju til að gleðja okkur. Við vorum ekki gömul þegar við fórum að vera á Löngumýri, þá reyndum við að hjálpa aðeins til bæði úti og inni. Álltaf var stór hópur af fólki saman kominn á Löngumýri um réttirnar, bæði börn og fullorðnir. Við buðum vinum okkar með og vorum svo stolt sem og alltaf, af þér og ömmu, þegar kjötsúpunni var hrósað. I eldhúsinu á Löngumýri var skúffa með ýmsu góðgæti, sveskj- um, döðlum, rúsínum og súkkulaði. Henni fengu börnin okkar að kynn- ast, allavega Hlynur Snær. Þegar hann og mamma hans voru hjá ykk- ur jólin 1996, kom hún að þér og Hlyn Snæ, þar sem skúffan var op- in og Hlynur tíndi upp úr henni og rétti þér innihaldið en hann smakk- aði líka á því og ef honum líkaði ekki bragðið af gúmmulaðinu borð- aðir þú það fyrir hann. Þessi sömu jól eydduð þið kvöldstund í að búa til konfekt, sem þú varst frægur fyrir. Amma sat við eldhúsborðið og skar niður marsipan og núggat og sagði sögur af mömmu og systk- inum hennar. Ömmu þótti gaman að segja frá prakkarastrikum syst- kinanna og vorkenndum við ykkur að hafa átt svona uppátektarsöm börn. En það hefur sýnt sig oft, sér- staklega núna og þegar amma dó, að þau eru vel upp alin og ósérhlíf- in. Ekki töldu þau það eftir sér að heimsækja þig á Kumbaravog og á Ás. Næstum á hverjum degi fór einhver í heimsókn til þín og þannig á það að vera, við eigum ekki að gleyma gamla fólkinu þó það sé komið á elliheimili. Við viljum þakka þér og ömmu fyrir allar samverustundimar og allt sem þið voruð okkur og okkar fjölskyldum. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ragnheiður, Guðlaugur og Kristinn Ágúst. Hvort fannstu ekki gæfunnar ódáinsunað, er úti þú gekkst að sá og vormoldin fijómild við fætur þér breiddist í fagnandi ljúfri þrá? Er sáðperlum gróandans hélstu í hendi, var hönd þín af vonum fúll. Svo draup það í skaut hinnar dreymandi moldar, hið dýrasta jarðargull. (Guðmundur Ingi.) Sumt fólk er með moldina í blóð- inu - eða græna fingur, eins og sagt er - allt sprettur í höndum þess, hvort sem það eru fögur blóm eða matjurtir úti eða inni við jarðhita. Einn slíkur var Ágúst Eiríksson á Löngumýri, sem lést 25. þ.m. 82 ára að aldri. Að honum stóðu sterkir stofnar. Eiríkur faðir hans var frá Reykjum á Skeiðum og bjuggu þeir fjórir bræður þaðan lengi í sveit- inni. Ragnheiður móðir hans var frá Birtingaholti. Hún spilaði á or- gel og kenndi lengi söng við barna- skólann. Er mér minnisstæður, síð- an ég var nemandi í Brautarholti, áhugi hennar og dugnaður - en hún kom oftast gangandi, um 5 km veg. Þá var hún mikil ræktunarkona, m.a. fræg fyrir það hvað hún átti mikinn og fallegan rabarbara. Gústi á Löngumýri - eins og við kölluðum hann venjulega - ólst upp við venjuleg sveitarstörf, en þegar atvinnubyltingin hófst á stríðsár- unum sá hann nýja möguleika og notaði þá. Hann keypti vörubíl árið 1944, Ford 1 tonn, árgerð 1931 og hóf vörubílaakstur. Notaði hann bílinn í vegavinnu og annan akstur. Byggingaframkvæmdir voru mikl- ar í sveitinni og bfllinn stoppaði ekki hjá Gústa. Tveimur árum síðar keypti hann annan bfl - enda alltaf bjartsýnn og nóg að gera. Þetta var Chevrolet 1942 með geysilangan pall, sem hann rak í félagi við Sig- urð bróður sinn. Selfoss var að byggjast upp, mölin var sótt Murn- eyri í Reykjalandi og óku þeir m.a. öllu steypuefni í sláturhúsið þar og fleiri stórbyggingar. Allri möl urðu þeir að moka á með skóflu og voru umtalaðir fyrir umsvif og að vera fljótir í ferðum. Enn keypti Gústi vörubfl, sem hann átti í nokkur ár - en hugurinn beindist alltaf að garð- yrkjunni. Því varð það úr að hann fór á Garðyrkjuskólann að Reykj- um og útskrifaðist þaðan eftir tvö ár sem garðyrkjufræðingur 1946. En Gústi átti fleiri erindi á Sel- foss en að fara með möl, því þar kynntist hann henni Emmu sinni Guðnadóttur. Þau giftust 1946 fluttu að Löngumýri 1949, þar sem þau fengu hálfa jörðina og stofnuðu nýbýli. Fyrstu árin voru þau í sam- býli við foreldra hans - og hefur þá verið þröng á þingi með barnahóp- inn, en árið 1954 byggði svo Gústi íbúðarhús. Hann bjó við fjölbreytt- an bústofn, kýr, kindur, hænsni, gæsir og endur en stundaði jafn- framt nokkra garðrækt, ræktaði ýmsar káltegundir við erfiða að- stöðu, þar sem enginn jarðhiti var á jörðinni. Börnin uxu úr grasi og þeim var komið til mennta, þrátt fyrir lítil efni. En Gústi var góður heimilisfaðir og velferð fjölskyld- unnar var fyrir öllu. En umsvifum Gústa var ekki lokið, því í kringum 1979 keypti hann garðyrkjustöð í Ölfusi, en Kjartan sonur hans tók við búinu að mestu. Stöðina rak hann í nokkur ár en varð að láta hana af hendi þar sem heilsa hans þoldi ekki slíka vinnu. Þá einbeitti hann sér að garðræktinni á Löngu- mýri og aðstaðan þar gjörbreyttist þegar hitaveita kom á Suður-Skeið- in árið 1986. Það var gaman að koma til Gústa að Löngumýri, sjá garðræktina og finna hinn mikla og lifandi áhuga hans. Allt spratt sem sprottið gat og hann seldi afurðimar víða. Og han lét ekki deigan síga fyrr en heilsan bilaði. Síðustu árin var hann búinn að fá mikinn áhuga á skógrækt á jörðinni, en til þess ent- ist ekki líf og heilsa. Gústi var greindur maður og glöggur, hafði sig lítt í frammi en var vel máli far- inn og tillögugóður á fundum. Hjálpsamur var hann og gjafmild- ur og gestrisinn. Henni Emmu kynntist ég alltof seint. Við lentum saman í undir- búningsnefnd hjónaballs þar sem hún var hrókur alls fagnaðar og við urðum góðir kunningjar. Eg kom stundum að Löngumýri en alltof sjaldan. Þar var gestrisnin ríkjandi og ekki nóg að hafa bara molakaffi á borðum. Og það var svo gaman að tala við hana Emmu, hún var svo greind og skemmtileg, hafði ákveðnar skoðanir og var svo hreinskilin. Við voram að vísu ekki alltaf sammála en það gerði ekkert til. Þá var svo gaman að skoða steinasafnið hennar Emmu, en hún átti svo marga og fallega steina, enda Austfirðingur að ætt. Og Emma var svo listfeng. Man ég eft- ir hvað fólk var hrifið af öllum postulínsgripunum, sem hún hafði málað á, og bömin hennar sýndu í sjötugsafmælinu hennar í Brautar- holti. Emma átti lengi við vanheilsu að stríða og síðustu árin voru Gústa einnig erfið og hann varð að dvelja á stofnunum. Það var honum mikið áfall að missa Emmu sína í desem- ber 1997 og ég efa ekki að hann hafi hlakkað til endurfundanna. Ég minnist Gústa sem góðs drengs og kveð hann með söknuði. Börnunum og öðrum aðstandend- um votta ég samúð. Jón Eiríksson, Vorsabæ. Kæri mágur og svili. Okkur langar að kveðja þig með nokkram orðum. Það era orðin mörg ár sem við höfum átt saman. Ég minnist þín fyrst þegar við vor- um að keyra að Löngumýri, ég var 15 ára og ætlaði að vinna hjá ykkur Emmu í kaupavinnu til að afla mér framfærslu að einhverju leyti til að stunda nám við Kvennaskóla Reykjavíkur. Þú sóttir mig að Sel- fossi. Ég var alls ókunn um þessar slóðir. Þú varst að fræða mig um bæjarnöfnin og við keyrðum fram hjá Bitru og þú baðst mig að lesa nafnið á bænum. Þú vissir að ég var að austan nánar til tekið frá Reyð- arfirði og við Austfirðingar áttum það til að vera flámælt. Þú varst svo stríðinn en samt góður. Ég hef oft hugsað um hvað þú gast verið gáskafullur en samt svo alvörugef- inn. Ég var hjá ykkur í tvö sumur í kaupavinnu og þú varst alltaf eins. Til dæmis var mjög heitt sumar sumarið sem Hekla gaus 1947. Þá eins og oft áður var ég að reyta arfa því þið ræktuðuð kál og annað gi-ænmeti. Það var skínandi sól, ég var að sólbrenna og færði það í tal að ég gæti fengið sólsting og dáið. Þá sagðir þú með þinni óbilandi ró, það hafa nú fleiri dáið í rúminu sínu en úr sólsting. Þetta var nú þitt svar. Svona held ég að þú hafir hugsað. Þú varst mjög rökfastur. Árin mín hjá ykkur voru mér til góðs og ekki síður vinátta ykkar hjóna eftir að ég gifti mig og fór að búa á Selfossi. Það var alltaf góður samgangur hjá okkur. Við komum ósjaldan að Löngumýri til að hjálpa til í hey- skap með börnin okkar fimm. Það var alveg ótrúlegt hvað það var gaman. Við vorum þarna til að hjálpa til en þó til að skemmta okk- ur og kynna börnum okkar sveita- lífið sem þau hefðu annars misst að mestu leyti af. Sonur okkar var svo í sveit hjá ykkur, hann fékk að kynnast því lífi sem búskapurinn var. Þetta var sí- fellt strit alla daga. Ég veit að það skrifa aðrir um búskapinn og allt það. Guð blessi þig og þakka þér fyrir samfylgdina. Þó jörðin sé frosin og fokið í gömul skjól, þá fylgir þeim gæfa, sem treysta áástinaogvorið. Með einum kossi má kveikja nýja sól. Eitt kærleiksorð getur sálir til himins borið. Hin innsta þrá getur eld til guðanna sótt. Ein auðmjúk bæn getur leyst hinn hlekkjaðafanga. Svo fógnum þá - og fljúgum þangað ínótt, sem frelsið ríkir, og sígrænir skógar anga. (Davíð Stefánss.) Innilegar samúðarkveðjur til all- ra ástvina þinna. Guð blessi ykkur öll. Ásdís, Leifur og böm. Eiginmaður minn, + RICHARD L. CORDES, lést að morgni fimmtudagsins 2. september á heimili sínu í New York. Ingibjörg Sigurðardóttir Cordes og fjölskylda. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA KRISTJÁNSDÓTTIR, Lönguhlíð 23, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 2. sept- ember síðastliðinn. Kristján Auðunsson, Anna Fríða Bernódusdóttir, Margrét Auðunsdóttir, Konráð Þórisson, barnabörn og barnabarnabarn. + Móðir okkar, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Fremri-Arnardal, Knörr, Breiðuvík, Snæfellsnesi, lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi miðvikudaginn 1. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR Ó. MAGNÚSSON fyrrv. bifreiðarstjóri, frá London í Vestmannaeyjum, lést fimmtudaginn 2. september. Jarðarförin auglýst síðar. Eygló F. Guðmundsdóttir, Jóel Hreiðar Georgsson, Maggý Guðmundsdóttir, Egill S. Egilsson, Guðný B. Guðmundsdóttir, Erlendur Steingrfmsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR SÆMUNDSSON, sem lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn 24. ágúst, verður jarðsett frá Siglufjarðarkirkju t dag, laugardaginn 4. september, kl. 14.00. Sigurjón Sæmundsson, Stella Margrét Sigurjónsdóttir, ingvar Jónasson, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Birgit Henriksen, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.