Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999
*----------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afí og langafi,
FRIÐFINNUR S. ÁRNASON,
Aðalstræti 13,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 6. september kl. 13.30.
María Magnúsdóttir,
Jónína Friðfinnsdóttir, Hallgrímur Þorsteinsson,
S. Dröfn Friðfinnsdóttir, Guðmundur Óskar Guðmundsson,
Jóhanna Friðfinnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ADOLF DAVÍÐSSON,
Hlíðargötu 10,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn
1. september.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðju-
daginn 7. september kl. 13.30.
Kristín Pétursdóttir,
Númi Adolfsson,
Guðmundur Adolfsson,
Helga Adolfsdóttir
og fjölskyldur.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐFINNA SIGURMUNDSDÓTTIR,
Volaseli,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði mið-
vikudaginn 25. ágúst, verður jarðsungin frá
Stafafellskirkju í dag, laugardaginn 4. septem-
ber, kl. 11.00.
Benedikt Egilsson, Helga Óladóttir,
Guðný Egilsdóttir, Sigurður Einarsson,
Kristín Egilsdóttir, Víðir Guðmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegs frænda okkar,
GUÐMUNDAR MARGEIRS
GUÐMUNDSSONAR,
Miðtúni 50,
Reykjavík.
Guðmundur Elías Níelsson, Karólína Guðmundsdóttir,
Elsa Margrét Níelsdóttir, Jacob A. de Ridder,
Guðmundur Margeir Skúlason,
Skúli Lárus Skúlason, Sigrún Ólafsdóttir,
Ingi Þór Skúlason, Björk Gfsladóttir.
+
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
UNNAR VILMUNDSDÓTTUR,
Hjallabraut 33.
Jóakim Pétursson,
Pétur Jóakimsson,
Sigurður Jóakimsson, Kristrún Böðvarsdóttir,
Jóhann U. Sigurðsson, Kristín Þórsdóttir,
Guðmundur B. Sigurðsson, Þórhildur Scheving,
Fjóla Sigrún Sigurðardóttir,
Jóakim Jóhannsson.
+ Sesselja Guð-
finnsdóttir
fæddist í Baldurs-
haga, Borgarfírði
eystra, 11. desem-
ber 1929. Hún lést
á Landspítalanum
27. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjón-
in Jóhann Guð-
fínnur Halldórs-
son, f. 8.7.1893 að
Ekkjufellsseli í
Fellum, d. 24.12.
1973, og Sigþrúð-
ur Björg Helga-
dóttir, f. 3.10. 1890 í Njarðvík
Borgarfírði eystra, d. 5.5.1943.
Bræður hennar eru Helgi, f.
10.1. 1921, og Halldór, f. 4.5.
1923.
í byrjun árs 1958 hóf Sesselja
búskap með eftirlifandi eigin-
manni sínum Sigurði Bóassyni,
f. 13.2.1929 að Borg í Njarðvík
Borgarfírði eystra. Þau eign-
uðust fjögur böm: 1) Björg, f.
24.3. 1958, maki Páll Haralds-
son, f. 13.7. 1958, börn þeirra
Jesús sagði: „Ég er upprisan og
lífið, sá sem trúir á mig mun lifa
þótt hann deyi. Og hver, sem lifir
og trúir á mig, mun aldrei að eilífu
deyja. Trúir þú þessu.“ (Jóh. 11.25-
26.)
Elsku mamma mín. Nú hefur þú
yfirgefið þennan heim og skilið eft-
ir þig stórt tómarúm. Síðustu tveir
mánuðir eru búnir að vera okkur
fjölskyldu þinni erfiðir, alltaf varst
þú veikari og veikari án þess að
nokkuð væri hægt að gera. Þrátt
fyrir stanslausar rannsóknir kunnu
læknavísindin engin svör. En að-
eins nokkrum dögum fyrir andlát
þitt kom sjúkdómsgreiningin, en þá
hafði hinn illvígi sjúkdómur heltek-
ið þig alla og ekkert varð við ráðið.
Allan þennan tíma á spítalanum
heyrði ég þig aldrei kvarta, en þér
fannst tíminn orðinn langur og þú
þyrftir að fara að komast heim í
sveitina þína. í hvert skipti sem ég
kom til þín á spítalann var fyrsta
spurningin, „hefur þú heyrt í ein-
hverjum að austan?“ Þér var svo
sannarlega umhugað um sveitina
þína Borgarfjörð eystri, enda hafð-
ir þú eytt allri ævi þinni þar.
Þitt ævihlutverk var húsmóður-
starfið, ásamt öllum þeim verkum
sem tilheyra því að búa í sveit. Oft
var mannmargt á heimilinu, sér-
staklega á sumrin. Alltaf varst þú
fyrst á fætur á morgnana og fórst
síðust í háttinn á kvöldin. Þú saum-
aðir og prjónaðir á okkur krakkana
og síðar meir á bamabömin þín. Öll
eiga þau prjónaðar flíkur eftir
ömmu í sveitinni.
Þegar við systkinin voram lítil
fórst þú oft með okkur í gönguferð-
ir út á sand að tína steina, sem vora
síðan flokkaðir þegar heim var
komið eða sorteraðir eins og við
kölluðum það. Einnig fóram við í
blómaferðir, þá vora tínd blóm, sem
voru þurrkuð og pressuð. Nokkrar
fallegar myndir era til eftir þig úr
þurrkuðum blómum. Þessar ferðir
era mér dýrmæt minning.
Þið pabbi fórað í ykkar fyrstu ut-
anlandsferð í apríl síðastliðnum. Þú
talaðir mikið um þessa ferð og
sagðist geta hugsað þér að fara í
fleiri slíkar ferðir. En nú ert þú far-
in í aðra ferð, ferðina löngu, sem
liggur fyrir okkur öllum að fara í
einhvem tímann.
Elsku mamma mín, nú ert þú
laus við allar þjáningamar og kom-
Dilbert á Netinu
yAÖmbl.is
_ALL.~TAf= EITTHV'AO MÝTT
eru Ragnhildur Guð-
rún, f. 8.6. 1979, Sig-
urður Bóas, f. 18.8.
1980, maki Margrét
B. Hjarðar, f. 1.11.
1963, börn þeirra
eru Guðfinna, f.
16.10. 1987, Anna
Margrét, f. 22.8.
1990, Sigurður, f.
17.5.1994. 3) Jóhann
Helgi, f. 18.11. 1960.
4) Oskírð stúlka, f.
12.10.1963, d. 14.10.
1963. Fyrir átti Sess-
elja Jón Helgason, f.
12.2. 1954, maki
Kristjana Björnsdóttir, f. 12.6.
1958, börn þeirra eru Magnús,
f. 13.9.1976, og Þórey Birna, f.
10.12. 1983. Sesselja starfaði
alla sina ævi við búskap, ásamt
því ráku þau hjónin bændagist-
ingu síðustu árin.
Útför Sesselju verður gerð frá
Bakkagerðiskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Kveðjuathöfn fór fram í Foss-
vogskapellu miðvikudaginn 1.
september.
in aftur heim í sveitina þína. Við fá-
um ekki lengur að njóta samvista
við þig hér í þessu lífi. Það verður
tómlegt að koma austur, en ég veit
að þú munt ætíð vera nálægt og
fylgjast með okkur.
Megi Guð varðveita þig og
geyma og gefa pabba og okkur öll-
um styrk í þessari þungu sorg.
Hvíl í friði, elsku mamma mín.
Með þessum orðum kveð ég þig.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt.
Þig umveíji blessun og bænir
égbið aðþúsofirrótt.
Þó svíði nú sorg mitt þjarta
þásælteraðvitaafþví,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þ.S.)
Blessuð sé minning þín.
Þín dóttir
Björg.
Mig langar til að kveðja elsku-
lega tengdamóður mína með
nokkram orðum.
Upp í hugann koma margar góð-
ar minningar á þeim rúmlega 20 ár-
um frá því ég kom inn í fjölskyld-
una.
Okkar fyrstu kynni vora þegar
þú komst til Reykjavíkur til að sjá
nýfædda dóttur okkar um vorið
1979 og þú dvaldir hjá okkur þar
sem við bjuggum hjá foreldram
mínum. Enda löng leið á milli Borg-
arfjarðar eystri og Reykjavíkur.
Haustið 1979 fluttumst við Björg
með dóttur okkar aðeins nokkurra
mánaða gamla til Borgarfjarðar
eystri. Ég man hvað ég var spennt-
ur, því ég hafði ekki komið til Borg-
arfjarðar áður. Þegar komið var á
staðinn fann ég strax bæði hlýju og
kærleika ykkar Sigga tengdapabba
streyma til mín. Við höfðum tekið
að okkur kennslustörf við grunn-
skólann þar. Þá var að mörgu að
hyggja, enda voram við að stofna
okkar fyrsta heimili og þú Sella
mín, lást ekki á liði þínu. Alltaf til-
búin að þjálpa okkur og ráðleggja
við að undirbúa heimilið fyrir litlu
fjölskylduna. Þá kynntist ég strax
þínum góðu kostum. Gamla sófa-
settið, sem við höfðum fengið frá
foreldram mínum og þurfti að laga
aðeins til. Það endaði með því að við
lágum mörg kvöld við bólstran og
saumaskap, þá kom berlega í ljós
hversu lagin og útsjónarsöm
saumakona þú varst. Sófasettið
reyndist okkur vel í mörg ár. í slát-
urgerðinni og að safta berin um
haustið kom kunnátta þín berlega í
ljós við matargerðina, enda varst
þú ekki gömul þegar þú þurftir að
byrja að sjá um heimili fyrir föður
þinn.
Þann tíma sem við bjuggum á
Borgarfirði komum við og dvöldum
hjá ykkur Sigga allar helgar. Ég
kom oft í fjósið til þín, þar sem þú
varst að mjólka kýmar því ég hef
ætíð haft dálæti á kúm. Þegar ég
vildi mjólka fýrir þig, sennilega til
að sýna að eitthvað væri spunnið í
tengdasoninn, þá sagðir þú að þetta
væru verk sem karlmennimir væru
ekki spenntir fyrir hér. Alltaf
varstu tilbúin með hafragrautinn á
morgnana. Og einu sinni þurfti ég
að fara á námskeið sem var haldið á
Eiðum vegna kennslunnar. Ég
þurfti að leggja snemma af stað og
auðvitað varst þú komin á fætur til
að útbúa hafragrautinn.
Ég hugsa oft til þessa dásamlega
tíma í lífi okkar. Þetta var mjög
framandi fyrir mig. Samfélagið á
Borgarfirði var svo ólíkt borgar-
samfélaginu, ekkert stress, allir
höfðu ætíð tíma til þess að rabba
saman.
Þú varst myndarleg húsmóðir og
heimili ykkar hjóna hreinlegt- og
fallegt. A sumrin var oft tíður
gestagangur og voruð þið hjónin
samrýnd í að taka vel á móti öllum,
þá var oft nýr silungur á borðum.
Þú vildir þjóna öðrum frekar en
láta snúast í kringum þig. Þú varst
einstaklega orðvör og trúuð kona
en þær tilfinningar barst þú ekki á
torg frekar en aðrar.
Þegar við Björg giftum okkur og
létum skíra Sigurð Bóas, þá komst
þú og hjálpaðir okkur ásamt móður
minni við undirbúninginn. Við
minnumst þess tíma með þakklæti
oghlýhug.
Ég minnist þess einnig er ég var
í mínu háskólanámi og þú færðir
mér lestrarlampa. Þér hefur vænt-
anlega fundist að ég hefði ekki
nógu gott ljós. Svona varst þú Sella
mín og nú ert þú farin yfir móðuna
miklu. Ekki hefði maður trúað því
að vera þín hér á meðal vor ætti
ekki eftir að verða lengri. Vegir
lífsins eru órannsakanlegir.
Megi góður guð styrkja okkur öll
í þessari miklu sorg.
Hvíl þú í friði og blessuð sé minn-
ing þín, Sella mín.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúíylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Páll Haraldsson.
Mig langar að minnast Sellu eða
ömmu í sveitinni eins og ég kallaði
hana. Þetta er kona sem mér þótti
mjög vænt um. Hún var mér sem
amma á sumrin þegar ég var fyrir
austan í sveitinni. Þegar ég var
fimm ára fór ég í fyrsta skiptið ein í
sveitina til að heimsækja Möggu og
Kobba, þá þótti mér gott að hafa
ömmu í sama túni.
Gaman þótti mér þegar amma
hringdi og bað um hjálp til að snúa
kleinum með henni. Þá hlupum við
Guðfinna iðulega til og brettum upp
ermamar, því amma bað um hjálp,
að launum fengum við mjólk og
heitar kleinur, sem mér þótti of-
boðslega góðar. Stundum fékk ég
að fara með henni í hænsnahúsið og
gefa hænunum, og tína eggin í leið-
inni.
Hún var mjög hress og ákveðin
manneskja og lét ekkert stoppa sig
ef eitthvað var fram undan. En nú í
sumar þegar ég fór í sveitina var
mér sagt að hún hefði farið á
sjúkrahús. Það þótti mér leitt að
heyra. Þegar ég kom til Reykjavík-
ur heimsótti ég hana á Landspítal-
ann, þá var hún svo hress. Þegar
mamma sagði mér svo að Sella væri
látin tók það mjög á mig vegna þess
að hún var mér mjög kær.
Vor hinsti dagur er hniginn
afhimnumísaltanmar.
Sú stund kemur aldrei aftur,
semeinusinnivar.
Því okkur var skapað að skilja.
Við skiþ'um. Og aidrei meir.
Það líf kemur aldrei aftur,
sem einu sinni deyr.
(Halldór Laxness.)
Elsku afi Siggi, börn og bama-
börn, megi Guð gefa ykkur huggun
og styrk í þessari miklu sorg.
Steinunn Þuríður.
SESSELJA
GUÐFINNSDÓTTIR