Morgunblaðið - 04.09.1999, Page 53

Morgunblaðið - 04.09.1999, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 53 UMRÆÐAN Er orkusala til stóriðju arðbær? ÞAÐ ER athyglivert að þrátt fyrir mikil skoðanaskipti hefur ekkert verið rætt um arðsemi af ráðgerðum virkjunarframkvæmd- um á Austurlandi. Jafn- vel þótt Landsvirkjun sé alfarið í eigu opin- berra aðila er sjaldan spurt hvort orkusala fyrirtækisins til stór- iðju skili eðlilegri arð- semi. Arðsemisút- reikningar Landsvirkjunar Landsvirkjun gaf út skýrslu á síðasta ári, þar sem m.a. birtast útreikningar á arðsemi af orkusölu til stóriðju, og heldur skýrsluhöfundur því fram að hún hafi skilað fyrirtækinu ríflega 6 milljörðum króna í nettóhagnað á núvirði 1997 m.v. 4% ávöxtun, en 10 milljörðum m.v. 3,5% ávöxtun. Orkusala Hvert starf við 1. áfanga væntanlegs ál- vers, segir Þorsteinn Siglaugsson, mun Þorsteinn Siglaugsson notkunar (electric ut- ilities). Því til viðbótar kemur tekjuáhætta, þar sem orkuverð til áliðnaðar sveiflast með álverði, og sú hætta að sitja uppi með ónýttar fjárfestingar um lengri eða skemmri tíma, hætti orkukaupendur rekstri sínum. Gróf at- hugun á fjármagns- kostnaði sambærilegra fyrirtækja erlendis leiðir í ljós að áhættan af orkusölu Lands- virkjunar til stóriðju samsvarar að lágmarki um 6% raunávöxtun á kosta skattborgarana 55 milljónir króna. Fram kemur að Landsvirkjun gerir kröfu um 3,9% ávöxtun af orkusölu til stóriðju. Grundvallast sú ávöxt- unarkrafa á því, að raunvextir af lánum Landsvirkjunar 1971-1997 nemi 3,9%. Skattborgarar bera áhættuna - og tapið Ávöxtunarkrafa á fjárfestingar sett saman úr tveimur þáttum. Ann- ars vegar fjármagnskostnaði af lán- tökum, hins vegar ávöxtun á eigið fé. Þegar veitt eru lán til atvinnu- rekstrar er almenna reglan sú, að vextir ráðast af þeirri áhættu sem rekstrinum er samfara. Lán til Landsvirkjunar eru vissulega ríkis- tryggð, en það breytir ekki því, að áhættan hverfur ekki, heldur taka skattborgarar hana á sig. Við mat á ávöxtunarkröfu á fjár- festingar opinbers fyrirtækis þarf því að miða við vexti af lánum til sambærilegs rekstrar sem ekki er í opinberri eigu. Áhætta Landsvirkj- unar af orkusölu til stóriðju er í fyrsta lagi sambærileg við áhættu í rekstri orkukerfa til almennrar lánsfé, ekki 3,9%. 26 milljarða tap fram til þessa af orkusölu til stóriðju? Skýrsla Landsvirkjunar minnist hvergi á ávöxtun á eigið fé fyrirtæk- isins. Sé litið á sambærileg fyrir- tæki er ljóst að ávöxtun á hlutafé Landsvirkjunar ætti að vera í minnsta lagi 10%. Miðað við þessar forsendur er vegið meðaltal fjár- magnskostnaðar hjá Landsvirkjun (WACC) að lágmarki 7,2%. Þar sem forsendumar era ekki birtar í skýrslunni er erfitt að áætla raun- verulegt tap af orkusölunni. Þó má benda á að skv. útreikningi skýrslu- höfundar munar um 4 milljörðum á arðseminni m.v. 3,5% og 4% ávöxt- un. Hálft prósentustig nemur um 4 milljörðum. 7,2% ávöxtunarkrafa þýðir þannig að Landsvirkjun hefur tapað tæplega tuttugu og sex millj- örðum króna, á orkusölu til stóriðju frá 1966-1997, fyrir utan þær skuld- ir fyrirtækisins sem ríkissjóður hef- ur yfirtekið. Fljótsdalsvirkjun - 22 miHjarða tap Haft er eftir iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu hinn 20. ágúst síð- astliðinn, að áætluð fjárfesting í Fljótsdalsvirkjun nemi 30 milljörð- um króna. Jafnframt kemur fram að heildarorkuþörf til framleiðslu á 330 þúsund tonnum af áli nemur 3.650 GWst. Til 1. áfanga álvers á Reyðarfirði þarf því 1.330 GWst, eða 1.330.000.000 kwst. Meðalverð orku til stóriðju er nú 0,88 kr./kwst. Samkvæmt ársskýrslu Lands- virkjunar 1998 er rekstrarkostnað- ur án afskrifta ríflega 2,6 milljarðar á ári. Meðalverð raforku til stóriðju er 0,88 kr./kwst. Sé gert ráð fyrir að verðmunurinn endurspegli rekstr- arkostnað, er hlutur stóriðju um 620 millj. kr. á ári. Hlutur Fljótsdals- virkjunar yrði þannig um 326 millj- ónir króna árlega. Einnig kveðst Landsvirkjun hafa eytt um 3-4 milljörðum til undir- búnings og markaðssetningar, sem eðlilegt er að deila niður á þau orku- söluverkefni sem framundan eru, að Norðuráli meðtöldu. Hlutur Fljóts- dalsvirkjunar í þeim kostnaði nem- ur að lágmarki 520 milljónum. Iðnaðarráðherra telur álverið verða óhagkvæmt eftir 10-15 ár. Ljóst er að verði reksturinn óhag- kvæmur koma viljayfirlýsingar um frekara orkukaup að litlu haldi. Hér er gert ráð fyrir fullkominni óvissu um frekari orkusölu að 15 árum liðnum og út endingartíma virkjun- arinnar: Fljótsdalsvirkjun ein og sér „skil- ar“ Landsvirkjun 22 mUljarða tapi. Hvert starf við fyrsta áfanga álvers- ins mun því kosta skattborgarana 55 milljónir króna ef 400 störf skap- ast. Margfalda má það tap með fjór- um sé reiknað með fullri afkasta- getu álversins. Hvers vegna upplýsingaleynd? Utreikningar undirritaðs hér að framan byggja annars vegar á árs- skýrslu Landsvirkjunar 1998 og hins vegar á tölum sem iðnaðarráð- herra gaf upp á fundi á Hallorms- stað um daginn. Ekki fengust frá Landsvirkjun grunnupplýsingar um kostnað og tekjur vegna verk- efna sem framundan eru. Þær ættu að sjálfsögðu að liggja fyrir opin- berlega, ekki síst þar sem um er að ræða fyrirtæki í almannaeigu. Sú viðbára er hjákátleg, að ekki megi gera kostnaðarupplýsingar opinberar vegna þess að slíkt gæti veikt samningsstöðu gagnvart hugsanlegum kaupendum. Fyrir- tæki á borð við Alusuisse, Alcoa og Norsk Hydro reka stórar deildir sérfræðinga sem starfa við það eitt að grannskoða rekstur samkeppnis- aðila, kaupenda og birgja. Þessir aðilar geta auðveldlega áætlað kostnað við byggingu nýrra orku- vera. Líklegra er að Landsvirkjun liggi á upplýsingum í því skyni að Fjárfesting:...............................................- 30,52 milljarðar Tekjur af orkusölu (1):..........1,17 milljarðar á ári (0,88 kr. á kwst. í 15 ár.) Tekjur af orkusölu (2):.... 0,6 milljarðar á ári (0,88 kr. með 50% líkum í 25 ár) Rekstrarkostnaður:.............................- 0,326 milljarðar á ári í 40 ár. Avöxtunarkrafa:........................................................7,2% Nettó núvirði (NPV):........................................- 21,8 milljarðar skattborgaramir komist ekki að því gríðarlega tapi sem stefna fyrirtæk- isins hefur lagt á þá. Ólíklegt að álverið sjálft verði arðbært Sú sameiningaralda sem nú gengur yfir í áliðnaði er ekki ástæðulaus. Með samruna leitast álfyrirtækin við að samnýta krafta sína til að efla hagkvæmni í rekstri. Nýjasta dæmið er samruni Alcoa og Reynolds, sem saman ráða yfir 300 verksmiðjum. Stutt er síðan Alcan og Alusuisse-Lonza runnu saman. Vægi stærðarhagkvæmni verður þannig sífellt meira í ál- rekstri. Á sama tíma reyna iðnað- arráðherra og Landsvirkjun að i‘T“' íslenska fjárfesta til þátttöku í fyr- irtæki sem mun ráða yfir einni lít- illi verksmiðju og nýtur þannig engrar stærðarhagkvæmni. Sú 12-14% ávöxtun sem iðnaðarráð- herra lofar er því fjarstæðukennd. Endurskoða þarf stóriðjustefnuna Meginástæðan fyrir skekkjum í farðsemisútreikningum Landsvirkj- unar er sú, að allt of lág ávöxtunar- krafa er gerð til fjárfestinga í orku- verum. Avöxtun á eigið fé er nei- kvæð og áhættu sleppt þegar fjár- magnskostnaður er reiknaður. Ára- tugum saman hefur íslenska þjóðin^ niðurgreitt raforkuverð til stóriðju og stendur nú til að margfalda það tap. Það er mál að linni. Alþingi og ríkisstjóm ber skylda til að taka stóriðjustefnu Landsvirkjunar til gagngerrar endurskoðunar áður en meiri byrðar verða lagðar á skatt- borgarana. Höfundur hefur MBA próf frá INSEAD í Frakklandi. Hann er framkvæmdastjóri. 4CO/ afsláttur Iw/Oáglerjum á laugardag og sunnudag! illa á töfluna? 4* * 3} ÐLAFOL. sérstaklega velkomið Anna & útlitið... veitir þér persónulega aðstoð við val í dag, laugordaginn 4. septemberkl 12-17. GLERA H A M R A B O R G 1 O S í M I 5 5 4 3 2 O O S M Á R A T O R G I S I M I 5 B 4 3 2 O o 5. umferð íslandsmótsins í (®) Rallinu Komdu og fylgstu með! Gódir stabir til ab fylgjast meb Rallinu - áhorfendaleiðir Laugardagur Ökuleið 16: Tröllháls /Uxahryggir: fyrsti bíll kl. 7:53. Leiðin lokar: 7:00 Ökuleið 18: Tröllháls fyrsti bíll kl. 10:21. Leiðin lokar kl. 9:45 Ökuleið 19: Kleifarvatn fyrsti bíll kl. 11:59. Leiðin lokar kl. 11:30 Ökuleið 21: Ísólfsskáli/Djúpavatn fyrsti bíll kl 12:58 Leiðin lokar kl. 12:15 Nánari upplýsingar um RallyReykjavík er að finna á www.visir.is/motorsport. Þar sjást leiðimar, listi yfir keppendur og staðan hverju sinni auk þess rallinu er lýst beint á netinu. Olíufélagiðhf www.esso.is www.bennl.ls

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.