Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 55 Flug úti í mj?ri Á hundadaga 1999 var skrifað undir samning um nýbyggingu flug- vallar í mýrinni, hér sunnanvert í landi Reykjavíkur. Sam- gönguráðherra tjáði sig fjálglega - að hætti konunga - um hvemig hann gæti hugsað sér framtíðarskipulag sam- gangna innan Reykja- víkurkjördæmis. Ráð- herra kemur úr Vest- urlandskjördæmi en þar mun nokkuð löng hefð fyrir því að hafa mótaðar skoðanir á framkvæmdum ýmsum. Trúr þeirri hefð varð honum ekki skota- skuld úr að diktera um á hvern veg umhverfi Perlunnar skyldi líta út til framtíðar. Ráðherra lýsti þeirri skoðun sinni að við Hlíðarfót skyldi rísa ein allsherjar umferðarmið- stöð iyrir áætlunarbfla, hópbfla, flugvélar, strætisvagna og þá lík- lega leigubfla einnig. Honum virð- ist andskotans eitt um hvort íbúum Reykjavíkurkjördæmis er þessi framtíðarsýn hugnanleg eða ekki. Hann ætlar að vaða yfir kjósendur kjördæmisins að sama. Vonandi verður fyrsti þingmaður Reykvík- inga til varnar okkur og slær þess- um framkvæmdum öllum á frest. Flugvallarmál Reykvíkingar hljóta nú þennan refsidóm til ársins 2016, segir Bjarni Kjartansson, að hafa flugvöll í hjarta borgarinnar. Þó ekki væri nema vegna stöðug- leikans og ofþenslu í verklegum framkvæmdum á höfuðborgar- svæðinu. Það mætti hugsa sér að leggja slitlag ofan á núverandi und- irlag, svona sem millileik í stöð- unni. Slíkt kvað ekki kosta „nema“ um 200 milljónir. Skratti voru þeir nú brjóstum- kennanlegir þarna í næðingnum við stélið á „Þristinum“. Og það var pínlega táknrænt að hafa vél úr stríðinu sem umgjörð um þennan gjöming, bæði vélin og þeir sem samninginn gerðu í álíka takti við tímann. Ráðherra sagði í viðtali við aðra sjónvarpsstöðina að það væri að vísu ekki í sínu valdi að segja til um hvar flugvöllur ætti að vera í landi Reykjavíkur, heldur væri það á valdsviði borgarstjómar, en eins og nú væri komið hefði borgar- stjórn ákveðið að völlurinn yrði þarna - og eftir kléna málhvfld hjá ráðherra kom snöggt „lengi“. Þetta lengi er 17 ár hið lengsta, því eftir þann tíma kemur annað aðalskipu- lag og verður þá örugglega kveðið á um að völlurinn fari burt, hugs- anlega fyrr. Akveðinn hroki kemur fram í viðtali við bæjarstjóra Egilsstaða í Degi, þar sem hann telur það ekki einkamál okkar sem hér búum hvort hér verði flugvöllur eða ekki. Bæjarstjórinn krefst þess að at- kvæðagreiðsla fari fram um allt land um málið. í sama viðtali send- ir hann þeim íbúum Reykjavíkur tóninn sem vogað hafa sér að hafa skoðun á víðernismálum á hálendi Islands. Bæjarstjórinn telur það kláran slettirekuskap í virkjunar- mál Austfirðinga. - Þá er bara að athuga um atkvæðavægi og verður þá næsta krafa skoðanabræðra hans að líkt verði um atkvæðavægi og er til Alþingiskosninga. Onnur not Sá framsýni maður Kári Stefánsson í ís- lenskri erfðagreiningu hefur að sögn háskóla- rektors falast eftir lóð undir nýbyggingu fyrir fyrirtæki sitt á svæði Háskólans í Vatnsmýr- inni. Rektor tjáði hon- um, því miður, að ekki væri pláss á því svæði sem skólinn hefði til yf- irráða við mýrina en lét þess jafnframt getið að það væri fögur framtíðarsýn ef fengist gott svæði fyrir byggingar tengdar vísindum og hugviti einmitt á þessu svæði. Eitthvað rifjaðist upp með mér í því sam- bandi sýn fyrri aldamótakynslóðar um Háborg vísinda og þekkingar ekki langt þarna frá, eða á Skóla- vörðuholtinu. Það er svosem ofætlan til manna sem fara með samgöngumál tíma- bundið að þeir hugsi fram, svo sem nokkur ár. Það er svo miklu auð- veldara, að vera sporgöngumaður og þurfa ekki að ryðja neinar brautir sjálfur, heldur setjast bara í volgt rassfar, láta fara vel um sig og hugsa bara eitt kjörtímabil í einu, jafnvel knappt það. Kerfis-hvað? Skýrsla borgarskipulags um fyll- ingar út í sjó við Reykjavík, bæði til flugvallargerðar og íbúðar- byggðar, var svo full af mótsögnum að undrum sætti. Þar er í öðru orð- inu talið aldeilis prýðilegt og til mikilla bóta að byggð verði á land- fyllingum út frá Órfirisey og allar götur út í Elliðaey (ekki minnst einu orði á náttúruspjöll). Það myndi styrkja og efla miðbæ Reykjavíkur að mati skýrsluhöf- unda, en í hinu orðinu var sögð al- ger fírra og fjörráð við miðborgina að byggð risi á þeim stað sem nú er flugvöllur. Byggð þar myndi ofgera öllum flutningsleiðum, að og frá miðbænum. - Ætli loftlína milli þessara staða nái kflómetra? Um flugvallarstæði í Engey áttu menn ekki nægjanlega sterk orð um náttúruspjöll og brjálun útsýnis yf- ir sundin. Skýrslan hefur ekki ver- ið notuð síðan sem umræðugrunn- ur um eitt né neitt. Framsýni Reykvíkingar hljóta nú þennan refsidóm til ársins 2016 að hafa flugvöll í hjarta borgarinnar og þurfa að fresta um þann tíma upp- byggingu háborgar menningar og vísinda í miðbænum. Ekld er vitað nú, hversu mörg störf við þekking- ariðnað og líkt munu glatast að fullu úr bænum vegna svoddan frumhlaups og þjónkunar við stein- geldan aíþvíbara-vana í skipulags- málum. Hvert er hægt að áfrýja, ef ekki til fyrsta þingmanns Reykvík- inga? Júlíus Vífíll Ingvarsson borgar- fulltrúi hefur sýnt og sannað að hann bæði hlustar á og virðir skoð- anir samborgara sinna í umhverfís- og skipulagsmálum. Hann setti fram afar skemmtilega hugmynd um nýtingu lóða á umdeildu svæði í Laugardal. I tillögum hans kom fram fastur ásetningur hans um að fara ekki í bága við kjósendur í mikilvægum ákvörðunum sem vörðuðu möguleika framtíðarinnar að laga sitt næsta umhvei-fí að þörfum sínum. Einnig leitaðist hann við að fara þann stíginn þegar hann varpaði fram sem innleggi í umræðuna snjallri lausn á staðar- vali fyrir flugvöll við Reykjavík. Landfylling við Engey. er afar áhugaverður kostur og gefur mikla möguleika á uppbyggingu í kring- um ferðaþjónustu. Völlurinn kæmi á kjörinn stað með tilliti tfl hótels og tónlistarhúss sem rísa eiga vest- an við „sænska frystihúsið" á lóð kolakranans. Reykvíkingar gera sér ekki tíðförult út í eyna en nú- orðið troða margir þá stíga sem liggja meðfram ströndinni frá Ægi- síðu og upp um alla Öskjuhlíð. Þannig er ólíku saman að jafna um hagsmunni borgarbúa er nálægð við náttúruna varðar. Ef einhverj- ar betri hugmyndir koma fram er ég þess fullviss að stjórnmálamenn framtíðarinnar munu leggja við hlustir og framkvæma, að best^u manna yfirsýn, í sátt við umbjóð- endur sína og umhverfið. Höfundur er verkefnisstjóri. ‘Um let? o$ við |>ökMm viðsKiptavinnm oKKar frábærar móttöNr a |>essM Rjrsta ari oKKar bjóifym vi5 öllMm a5 Koma oa heilsa Rpp a oKKar í da<j milli Kl. 1ö oa 17. SjjniKennsla verðar í GallerM Glass, Kaffi a Könnanni oj KonfeKt. í tilefni af afm»linM iýó^Mm vi? 10 Dcita liti a<? ciainvaUfyrir l m k.;;, úðént kr.2.000,- , TUboðíí|iláiríviKa. Ótráleft? <Ja, vi? eramjá t ‘ fíjjSLJ ' aftiwliSiKapi. Jólavöriffnartn^bjpóaJaraJstre^mair Ktjnnin^ ánámsKeiifym og sKránimj hafin. Landsins mesta árval af stenslfím. Ný Átsafimssett eftir Ðebbie Mamm, M Painters stenslar jáfo. * eftir Debbie Mfímm Æ oj Faith Rollins M'fHSk. M Fdndnr fdðnrlunrtfits LanpoKsvegur 111 Sími 568 6500 www.islandia.is/lin/fondra.htm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.