Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 68

Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 68
Á)8 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Pýþagóras á Wall Street Bandaríska kvikmynd- in Pí er fyrsta langa mynd leikstjórans Darrens Aronofskys og . verður hún frumsýnd hér á landi í dag. Dóra Osk Hallddrsdóttir hitti Aronofsky og for- vitnaðist um myndina og væntanleg verkefni. HLÁTUR og fjörlegar sam- ræður berast af þriðju hæð Iðnó þegar blaðamaður kemur til fundar við leikstjórann Darren Aronofsky, en hann kom til landsins í gær ásamt framleiðanda Th', Eric Watson og tveimur vinum þeirra. Skærfjólublátt hár leik- stjórans unga er einhvern veginn ekki í samræmi við þá hugmynd sem blaðamaður hafði af manni sem hefur stærðfræðiformúlur að yrkisefni en eftir stutt spjall við Aronofsky kom í ljós að kannski eru stórar spurningar um lífið hon- um ofar í huga en stærðfræðin sem slík. „Pí er vísindatryllir um stærð- fræðinginn Max sem leitar að 'stærðfræðilegu munstri á verð- bréfamarkaðnum í New York. Þeg- ar ég var sautján ára fór ég til ísraels og hitti þar hóp trúaðra gyðinga sem voru á kafi í talna- speki. Síðan þegar ég lauk námi í kvikmyndaháskólanum og fór að vinna að Pí komst ég að því að helmingur gömlu vinanna minna úr Brooklyn var að vinna á Wall Street. Þá gerði ég mér grein íyrir að verðbréfamarkaðurinn og talna- speki trúaðra gyðinga áttu vel samleið.“ Aronofsky segir að þrátt fyrir nafnið sé myndin í raun og veru alls ekki um stærðfræði. „Hún er meira tengd þeirri aldagömlu hug- ' 'mynd að hægt sé að nálgast guð- dóminn í gegnum tölur. Getur tungumál stærðfræðinnar skýrt náttúruna og heiminn, af hverju heimurinn er til?“ - Hvemig gekk þér ungum leik- stjóra að fjármagna myndina? „Ég hafði ekkert fé á milli handanna þegar hugmyndin fædd- ist, en ég fór til allra vina minna og vandamanna og bað um að allir legðu 100 dollara í myndina og ef hún gengi vel myndi ég greiða þeim 150 dollara til baka. Og það gekk mjög vel og flestir sem unnu að myndinni settu sína peninga í hana líka sem gerði það að verk- um að mikill einhugur var um að myndin yrði sem best úr garði gerð. En nú eru þeir sem lögðu peninga í púkkið líka að fá ávísanir í pósti,“ segir hann sposkur á svip. - Hvaða hugmynd er að baki því að hafa myndina svarthvíta? „Ég vildi að sumu leyti gera mjög hefð- bundna mynd þar sem stuðst væri við hefðir vísindaskáldskapar og tryllingsformsins, en á sama tíma vildi ég einnig búa til aðra veröld sem hefði ekki áður sést á hvíta tjaldinu. Við tókum myndina upp þannig að hún er bara svört og hvít, gráu tónarnir detta alveg út, en sú aðferð hefur ekki verið notuð við kvikmyndir í fullri lengd áður. Og ég er mjög ánægður með út- komuna, finnst myndin flott í út- liti,“ segir Aronofsky og bætir við hlæjandi að það hafi auðvitað verið aðalmarkmiðið. Aronofsky hefur þegar tekið upp aðra kvikmynd hjá kvikmyndafyr- irtækinu Ártisan sem er sem stendur á klippborðinu. „Hún heit- ir Requiem for a Dream og er byggð á skáldverki rithöfundarins Huberts Selbys jr. en ég skrifaði handritið í samvinnu við hann og býst við að hún komi út á næsta ári.“ Ekki lýkur sögunni þar því Getur tungumál stærðfræðinnar skýrt náttúruna og heiminn? Morgunblaðið/Golli Aronofsky er þegar með aðra mynd í undirbúningi sem samning- ur er þegar kominn fyrir. „Ég er ennþá að vinna að handritinu en hægt er að segja að hún taki mark af þýsku myndinni Das Boot og mynd Kubrick The Shining," segir Aronofsky sposkur á svip og bætir við að vinnutitill næstu myndar sé Proterus." Gefin hefur verið út _________ myndabók um Pí af teiknimyndafyrirtæk- inu Dark Horse sem Aronofsky skrifaði handritið að en teikn- arinn Ed Flynn teikn- aði. „Það eru nýjar persónur en sögusviðið er það sama. Við breyttum ýmsu til að sagan myndi henta mynda- söguforminu betur.“ Aronofsky segir sem dæmi um þann ákafa sem allir sem að Pí komu að aðalleikari myndarinnar og besti vinur hans frá háskólaár- unum, Sean Gullette, hafi hannað vefsíðu myndarinnar sem er á slóð- inni www.pithemovie.com. „Sean gerði frábæra hluti með vefsíðuna, en hann er ótrúlega fjölhæfur lista- maður og ég vildi frekar hafa mann í verkinu sem væri algjörlega með á nótunum um allt viðvíkjandi myndinni." Sem dæmi um hve margir vinir og vandamenn komu nálægt gerð Pí er að báðir foreldrar Aronof- skys höfðu þar hlutverk. Faðir hans leikur aukahlutverk í mynd- inni og móðir hans sá um veiting- arnar. „En þau leika bæði í næstu mynd,“ segir hann ljúfur í bragði að lokum. Sodol Foxtrot - það nýiasta Þú veröur fær um aó dansa við 90% af öllum lögum sem leikin eru á venjulegum dansleik eftir 6 ttma Samkvæmisdansar - bamadansar Áratuga rcynsla okkar og þekking tryggír þðr bestu fáanlegu kennslu 14 vikna námskeið KeoDnisdansar Svanhltdur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir frábaerir þjátfarar i kcppnisdönsum ■ Mæting lx, 2x eða 3x í viku Hip Hod - Riverdance Utla Essendrop gestakennari Ekki bara falleg, hetdur frábær dansari ig'álfaói Danmerkurmeistarana í Hip Hop Viku námskeið i október Innritun fer fram i sima 552 0345 miUi kl. 16 og 20 daglega Kennsla hefst 13. september Kennslustaðin Reykjavik - MosfeLlsbær - Keflavík - Grindavík - Sandgerói - Garður Dagskrá Kvikmynda- hátíðar í Reykjavík laugardaginn 4. september BÍÓBORGIN Kl. 14:45 Slam Makaskipti Kl. 15:00 Ástkær Kl. 17:00 Makaskipti Kl. 19:00 Pí Kl. 19:10 Kynlíf Annabel Chong Kl. 21:00 Pí Kyniíf Annabel Chong Kl. 23:00 Pí Kynlíf Annabel Chong iREGNBOGINN Kl. 15:00 Trikk Þrjár árstíðir Kl. 16:00 Lffshamingia Kl. 17:00 Börn himnaríkis Síöustu dagarnir Kl. 18:30 Lífshamingja Kl. 19:00 Helmingslíkur Trikk Kl. 21:00 Lífshamingja Síðustu dagarnir Kl. 23:00 Þrjár árstíðir Kl. 23:30 Lífshamingja Kl. 15:00 Svartur köttur, hvítur köttur Hlauptu Lola, hlauptu Tango Te með Mussoloni Lucky People Center Kl. 16:40 Svartur köttur, hvítur köttur Kl. 17:00 Limbo Sígaunalíf Hlauptu Lola, hlauptu Kl. 19:00 Gadjo Dilo Svartur köttur, hvítur köttur Kl. 21:00 Aóalstööin Tango Kl. 21:15 Svartur köttur, hvítur köttur Kl. 23.00 Tango Toni litli Kl. 23.20 Svartur köttur, hvítur köttur Aðal- stöðin Central do Brasil 1998 Walter Salles/Brasilía DORA er fátæk eldri kona sein vinnur á aðalbrautarstöðinni í Rio de Janeiro við að skrifa bréf fyrir gesti og gangandi og senda þau til viðtakenda. Dora er ekki ánægð í starfi sínu og hefur mestu skömm á viðskiptavinunum. Joshua er lítill níu ára drengur sem Dora kynnist sem hefur aldrei séð föður sinn, en Dora veit að faðirinn er einhvers staðar á lífi því hún hefur sent bréf til hans fyrir móður Joshua. Þegar móðir Joshua deyr í bílslysi tekur Dora Joshua að sér og upphefst ferðalag til að finna týnda föðurinn. Kvikmynd Walter Salles um Að- alstöðina hefur sópað að sér verð- launum á kvikmyndahátíðum um heim allan. Hún vann Gullbjöminn á kvikmyndahátíðinni í Berlín á síð- asta ári og m.a. verðlauna fékk hún BAFTA-verðlaunin bresku fyrir að vera besta erlenda mynd síðasta árs. Á Oskarsverðlaunahátíðinni var hún kosin besta erlenda mynd síð- asta árs og var leikkonan Femanda Montenegro einnig tilnefnd besta leikkona ársins. Pí Pí1998 Darren Aronofsky/Bandaríkin. SÉNÍIÐ Max er við það að gera merkustu uppgötvun lífs síns. Und- anfarin tíu ár hefur hann unnið hörðum höndum við að komast að því hvaða regla finnst í því sem í fyrstu virðist kaótísk talnaruna, talnaruna sem hefur áhrif á líf millj- ónanna, tölur verðbréfamarkaðsins. Þegar Max virðist vera að nálgast markmið sitt finnur hann að óreiða talnanna er komin yfir á mannlífið allt í kringum hann. Stöðugt er ýtt á hann af fyrirtæki einu á Wall Street sem hefur einsett sér yfírvöld á fjármálamarkaðnum, og einnig er hópur gyðinga á eftii- honum við að leysa lífsgátuna eins og hún birtist í ritningu þeirra, Talmud. Þegar Max verður ágengt í leit sinni uppgötvar hann leyndarmál sem margir era tiibúnir að myrða fyrir. Darren Áronofsky hlaut leik- stjóraverðlaunin á Sundance-kvik- myndahátíðinni á síðasta ári fyrir mynd sína Pí, en þessi 29 ára gamli leikstjóri frá Brooklyn í New York hefur vakið mikla athygli vestan- hafs fyrir fmmraunina. Smiðjuve/ji 14, 9(ópavojji, sími 587 6080 Dans- og skemmtistaöur í kvöld leika Stefán Jökulsson og Arna Þorsteinsdóttir Opið frá kl. 22—3 Næturgalinn — alltaf lifandi danstónlist fyrir fólk á öllum aldri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.