Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 70

Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 70
70 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ' Poppið lifír „ÞETTA verður ótrúlegur aragrúi af hljómsveitum,“ segir Gunnar Þórðarson um skemmtidagskrá vetrarins á Broadway. „Þarna verða nánast allar hljómsveitir sem starfað hafa frá 1950 til dagsins í dag.“ Hann segir að dagskráin verði ekki í tímaröð og að gríðar- lega skipulagningu hafi þurft til að koma þessu saman, enda hafi fjöl- margir spilað með fleiri en einni hljómsveit. Laugardagskvöldið á Gili Hljómsveitirnar munu spila á böllum öll föstudags- og laugar- dagskvöld fram á vor og hefjast herlegheitin í kvöld þegar KK- sextettinn og Trúbrot koma fram. Hljómar verða í næstu viku og í framhaldi af því Pónik og Einar og hljómsveit Magnúsar Ingimarsson- ar svo fátt eitt sé talið. „Við eram búnir að vera að setja dagskrána saman í allt sumar,“ segir Gunnar. Ekki er nóg með að þessar hljómsveitir leiki fyrir dansi heldur verður boðið upp á ýmsar skemmtidagskrár á meðan á borð- haldi stendur. Laugardagskvöldið á Gili verður frumsýnd í kvöld en þar verða flutt fyrstu dægurlög Is- lendinga og sótt í smiðju MA-kvar- tettsins, Leikbræðra, Tónasystra, Öddu Örnólfs o.fl. Lögin verða í flutningi Alftagerðisbræðra, Ragn- ars Bjamasonar, Öskubuskna og fjölmargra fleiri listamanna. Sungið á himnum Einnig verður boðið upp á dag- skrána Sungið á himnum til minn- ingar um þá sem fallnir era frá, til að mynda Ellý og Vilhjálm Vil- hjálms, Hauk Morthens, Guðrúnu A. Símonar, Svavar Gests, Ingimar og Finn Eydal, Sigfús Halldórsson, Karl Sighvatsson, Jónas Arnason o.fl. Söngvarar í sýningunni verða Ragnar Bjamason, Pálmi Gunn- arsson, Guðbergur Auðunsson, Guðrún Arný Karlsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kristján Gísla- son. Shady Owens og Gunnar Þórðarson á æfingu á Broadway í fyrrakvöld. Morgunblaðið/Þorkell Loks má nefna dagskrána Grín aldarinnar með helstu spauguram íslendinga og Þjóðlagakvöld með Savanna-tríóinu, Ríó tríói, Þremur á palli o.fl. En hvemig hafa viðtök- urnar verið? „Alveg frábærar," svarar Gunnar kampakátur. er uppselt í kvöld.“ „Það Metnaðarfull dagskrá á Broadway JAZZHATIÐ - REYKJAVIKUR HEFST I RAÐHUSINU NÆSTA MIÐVIKUDAG íslenska Óppran 8.-12. s eptember mnð Don Wall ore.pl, Mark Feldman fiðlu oq Adam Nussbaum trommur /neólfstore oq Sólon /slandus Hal lerím skirkja SÍQurður Flosason oq Gunnar Gunnarsson Kaffil pikhúsið Óskar Guðjónsson ósamt Jóhanni Ásmundssyni, Þórði Höenasyni, Birei Baldurssyni oq Matthíasi Hpmstork Súlnasalur OQ Stórsvpit Rpykjavíkur undir stjórn Sæhjörns jónssonar Kaffil pikliúsið tvö píanólaus trío, jópls Pólsson oq SÍQurðor Flosason Ipika ó ýmis hljóðfæri ósamt Tómasi R. Einarssyni, Þórði Höenasyni, Birei Botdurssyni oq Matthíasi Hpmstock CAFÉ VICTOR Funkmastpr2000 E/NAR BEN - Þóra Grúta KLAUSTR/Ð - Þórir Baldursson ASTRO - Joeúar SÓLON - Andrps Þór KAFFI REYKJAVÍK - Jazzmpnn Alfrpðs KAFFILEIKHÚSID - Forsala aðgöngumiða er hafin i verslunun JAPIS í Kringlunni, Brautarholti 2 og Laugavegi 13 - tryggið ykkur miða strax! jam spssion GAUKUR Á STÖNG - Andrpa Gylfadóttir Langur Jazzdagur í KRINGLUNNI Lifandi jazz frá 12-18 Tjarnarhíó fram tíðarjazz Sólon Islnndus oe hoUpndineornir Cord Hpinpkine oe Jons Duppp Koffilrikhúsið Tómos R. Einarsson, Einar Mór Guðrnuridsson, Eyþór Gúnnarsson, Ósknr 6uðjónsson oe Motthíos Hcmstock flytja jazz saminn af Tómasi við Ijóð Einars Mós Koffilrikhúsið Hilmar Jpnsson, Andrrvv D'Anenlo, Bryndís Halla Gylfadóttir, Eyþór Gunnarsson, Matthías Hrmstock oq Óskor Guðjónsson Komið á heimasiðuna okkar http://go.to.i ReykjavikJazz og sKoðið nákvæma dagskra með upplýsin Súlnasnlur og skoðið nákvæma dagskra með upplýsingum um alla listamennina okkar -Góða skemmtun Erlrndur Svavarsson, Holldór Pólsson, Hjörlrifur Björnsson, Jrrry Strnsrn oq Grorer Nistor TRIJBROT SPILAR í KVÖLD Erum að hreinsa út kóngulóarvefina Það er þróttur í Shady Owens. „ÞAÐ gengur bara vel,“ segir söngkonan Shady Owens glað- lega og bætir við: „Við erum að hreinsa út kóngulóarvef- ina og nú vantar bara fólk i salinn til þess að ná upp stemmningu.“ Hún er að æfa dagskrá með Trúbroti fyrir kvöldið í kvöld þeg- ar sveitin treður upp á Broadway og gefur tón- inn fyrir veturinn en fjöldamargar sveitir allt frá miðbiki aldar- innar eiga eftir að troða upp á dansi- balli í vetur. „Maður er alltaf ryðgaður svona fyrst þegar mað- ur er í startholunum en þetta er fljótt að koma; við erum í fínu formi og vonandi á það sama eftir að gilda um fólk- ið á dansgólfínu," heldur hún áfram. En hvenær kom hljómsveitin síðast samari? „Ætli það hafi ekki verið eftir síðustu aldamót,“ svarar hún og hlær. „Ég hef sungið með Hljómum nokkrum sinnum en ekki Trúbroti." Hún hugsar sig um og bætir við: „Reyndar kom Trúbrot saman til að flytja Lifun fyrir nokkrum árum en þá var ég ekki með þeim.“ Hvað hefurðu haft fyrir stafni? „Ég hef tekið það rólega síð- ustu árin. Maður var alltaf á fullu áður fyrr en nú hefur þorpsfflingurinn tekið við. Útlandið er svo stórt og eins og á íslandi eru allir í vinnu lið- langan daginn svo það er lítið um viðburði, en ég syng þó ein- staka sinnum á krám. Ég kem bara til íslands til að fá útrás - hér kann fólk að setja upp sýn- ingar og ég held að þetta eigi eftir að gera lukku í vetur.“ Ætlarðu á einhverja af þess- um tónleikum? „Ég verð hérna meira og minna í vetur,“ segir hún og hlær. „Ég var í öllum þessum hljómsveitum, Hljómum, Nátt- úru og Óðmönnum. Ég á eftir að hafa nóg fyrir stafni." Shady Owens hefur verið bú- sett í London undanfarin 22 ár með manni sinum, Jeff Calver, sem hún kynntist þegar hann var að taka upp vísnaplötu hér- lendis. „Við fórum svo til London og erum bara í ham- ingjuleik að byggja sandkastala í garðinum," segir þessi geð- þekka söngkona áður en hún er rokin upp á svið til að fullkomna Trúbrotið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.