Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 13
Samtök iðnaðarins með fund um hvort virkja eigi á Austurlandi
Sjálfbær orku-
stefna eða
framkvæmdir
að svo stöddu?
Samtök iðnaðarins stóðu fyrir opnum félags-
------------------------7-
fundi um virkjanir á Austurlandi í gær. A
fundinum var tekist á um réttmæti þess að
hefja framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun.
AAÐ virkja á Austurlandi?
var yfirskrift fundarins og
gerðu framsögumenn
grein fyrir ólíkum svörum
við spurningunni. Einar Rafn Har-
aldsson, formaður samtakanna Aíl
fyrir Austurland, steig fyrstur í
pontu og gerði grein fyrir sjónar-
miðum Austfírðinga og þýðingu
virkjana og stóriðju fyrir framtíð
fjórðungsins. Hann sagði frá tilurð
samtakanna og greindi frá því að
1.500 manns hefðu nú skráð sig í
samtökin og 700 manns hefðu mætt
á stofnfund þeirra.
Einar Rafn benti á að þrátt fyrir
áratuga rannsóknir Landsvirkjunar
á virkjunarkostum Fljótsdalsvirkj-
unar og umhverfisáhrifum hennar,
lægju litlar sem engar upplýsingar
fyrir um áhrif virkjunarinnar á
mannlíf á Austurlandi. Hann hefði
því leitað sér upplýsinga um áhrif
virkjana og stóriðju á mannlíf í
sveitarfélögum í Noregi á sjöunda
áratugnum. Tók hann dæmi um já-
kvæð áhrif slíkrar uppbyggingar á
ákveðin sveitarfélög í Noregi. Þar
hefði ungt menntað fólk verið
stærsti hópurinn sem fluttist til
svæðanna og þar hefði orðið veru-
legur vöxtur í afþreyingu og menn-
ingu í kjölfarið. Ibúum hefði þó
fækkað undanfarin ár. Þá vitnaði
Einar Rafn í skýrslu um þjóðhags-
lega arðsemi stóriðju og sagði að Is-
lendingar hefðu ekki efni á að virkja
ekki.
Áhyggjur af kreppu - ekki
þenslu - ef ekki er virkjað
Finnur Ingólfsson, iðnaðarráð-
heira gerði grein fyrir því hvers
vegna nauðsynlegt væri að virkja á
Austurlandi. Það væri einkum til að
renna fleiri og styrkari stoðum und-
ir atvinnulífið hérlendis og til að efla
byggð og atvinnu á Austurlandi.
Það yrði að grípa í taumana varð-
andi þróun atvinnu- og byggðamála
á Austurlandi og nýta þá atvinnu-
möguleika sem fælust í fjórðungn-
um, sem væri einna helst ónýtt
orka.
Finnur sagði að sumum væri
sama um hvort Fljótsdalsvirkjun
færi í umhverfismat, þeirra sjónar-
mið fælist í að vera á móti öllum
virkjunum. „Þeir sömu aðilar eru
tilbúnir að axla þá ábyrgð að setja
þann myllustein um háls þjóðarinn-
ar að geta ekki aukið verðmæta-
sköpun og bætt lífskjör í landinu.
Ég er ekki tilbúinn tU þess,“ sagði
Finnur.
Ráðherra sagði að þjóðhagsleg
áhrif stækkunar Norðuráls og
120.000 tonna álvers á Reyðarfirði
yrðu 4,5% varanleg aukning lands-
framleiðslu, 3% aukning einka-
neyslu, fjárfesting upp á 180 millj-
arða króna og aukning í útflutningi
upp á 10-15%. Þetta myndi jafn-
framt kalia á aukinn viðskiptahalla
upp á 3,5% af vergri landsfram-
leiðslu á framkvæmdatíma. Aukin
landsframleiðsla og útflutningstekj-
ur myndu þegar fram líða stundir
gera það að verkum að viðskipta-
hallinn yrði ekki vandamál vegna
þess að hæfni þjóðarinnar til að
standa undir auknum fjárfestingum
væri orðin betri en áður.
„Ef engin fjáifesting í stóriðju
eða tengdum orkumannvirkjum
kemur til önnur en nú hefur þegar
verið samið um þá þurfa þeir sem
mestu áhyggjur hafa nú af þensl-
unni [...] ekki að hafa áhyggjur af
henni, heldur að hugsanlega sé að
fara að skella héma á kreppa,“
sagði Finnur.
Fljótsdalsvirkjun gengur gegn
vernd votlendis
Kristinn Haukur Skarphéðins-
son, náttúrufræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun, sem m.a. hefur unnið
að rannsóknum á Eyjabökkum og
víðar á hálendinu norðan Vatnajök-
uls fjallaði um náttúraverðmæti á
því svæði. Hann benti meðal annars
á sérstöðu Jökulsár í Fljótsdal með-
al annarra jökuláa. I henni væri lít-
ill og fínn aurburður sem virkaði
eins og áburður á gróðurinn í kring
og tegund aurburðarins væri skýr-
ing á því hvers vegna gróður þrifist
á svæðinu og skýring á fossunum í
ánni sem væri einsdæmi meðal jök-
uláa.
Hann gagnrýndi að ekki hefði
farið fram arðsemismat á Fljóts-
dalsvirkjun og að landsvæðið sem
tapast mundi undir vatn við fram-
kvæmd virkjunarinnar væri ekki
verðlagt og tekið með í arðsemiút-
reikninga. Hann sagði jafnframt að
hann teldi forsendur stjórnvalda og
Landsvirkjunar fyrir því að virkjun-
in færi ekki í umhverfismat vegna
þess að ekki væri tími til þess
hæpnar.
Kristinn benti jafnframt á að
Fljótsdalsvirkjun gengi gegn stefnu
stjórnvalda um endurheimt votlend-
is. 1.500 ha votlendis hyrfu með
miðlunarlóni á Eyjabökkum og
erfitt yrði að endurheimta svo stórt
svæði votlendis.
Hvernig á að virkja,
ekki hvort?
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs sló botninn í fram-
söguerindin með erindi um sjálf-
bæra orkustefnu sem fjallaði um
hvemig ætti að virkja á Austur-
landi, ekki hvort. Hann sagði að
skoða þyrfti málin í heild sinni áður
en hafist væri handa við Fljótsdals-
virkjun því ljóst væri að hún veitti
fyrsta áfanga fyrirhugaðs álvers við
Reyðarfjörð ekki næga orku og aðr-
ar virkjanir þyrftu að koma til
framkvæmda. Því þyrfti að staldra
við og endurmeta aðstæður áður en
farið væri út í óafturkræf verkefni
sem hefðu óljósar afleiðingar í för
með sér.
Steingrímur benti á, í mótsögn
við það sem áður hafði fram komið
hjá Einari Rafni Haraldssyni, að
víða mætti finna slæma reynslu
sveitarfélaga af stórum iðnaðar-
verkefnum og benti á Norður-Sví-
þjóð, Skotland og Noreg sem dæmi.
Að lokum benti Steingrímur á að
orkuforði Islendinga væri takmörk-
um háður. Eftir að búið væri að
veita þeirri stóriðju sem þegar hefði
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Fundargestir vora fjölmargir, þar á meðal alþingismenn og þekktir iðnrekendur.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra sagðist ekki tiibúinn að
setja þann myllustein um háls
þjóðarinnar sem felst í því auka
ekki verðmætasköpun í landinu.
verið samið um orku, dregin hefði
verið frá sú orka sem ekki væri nýt-
anleg af náttúruvemdarástæðum,
og heimilum og smærri iðnaði hefði
verið tryggð orka, kæmi í ljós að við
hefðum ekki endalausa orku fyrir
stóriðju. Hvað þá ef við ætluðum að
útrýma innfluttu eldsneyti og knýja
flotann með vetni framleiddu hér-
lendis í framtíðinni.
Fyrirspurnir voru fjölmargar og
gafst framsögumönnum færi á að
svara þeim. Þær bentu þó til þess
að enn væri langur vegur á milli
þeirra sem aðhyllast vernd hálend-
isins annars vegar og virkjanir hins
vegar.
Morgunblaðið/Ásdís
Pétur og Kristinn taka á móti Magellan GPS300. Frá vinstri:
Ingimundur Þór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Aukaraf,
Kristinn Stefánsson og Pétur Örn Sverrisson.
Fjallamenn fá GPS-tæki
AUKARAF ehf. hefur gefið
Pétri Erni Sverrissyni og
Kristni Stefánssyni Magellan
GPS300. Pétur Orn og Krist-
inn urðu nýlega fyrir því
óláni að villast og vill
Aukaraf ehf. með þessu fram-
taki vekja þjóðina til athafna
í þessum efnum, að því er
segir í fréttatilkynningu frá
fyrirtækinu.
Þar kemur fram að hug-
myndin hafi orðið til í sumar
og óheppni þeirra félaga, Pét-
urs og Kristins, hafi gert úts-
lagið með að látið var verða af
þessu. „Það talar hálf þjóðin
um að það ætti að skylda
rjúpnaskytturnar til að stinga
þessu tæki í pokann," segir
orðrétt í fréttatilkynningunni.
Þar segir jafnframt: „Við
vitum að karlmenn eru oft
seinir til í svona málum og
þess vegna ákváðum við gera
eiginkonum, mæðrum og unn-
ustum þeirra sem þurfa að
eiga GPS-tæki betra tilboð
heldur en körlunum sjálfum.
Þær fá því fría hlífðartösku
með hverju tæki fram yfir
rjúpnaveiðitímabilið. Það veit-
ir þeim sem heima sitja örygg-
iskcnnd að vita af GPS-tæki í
farteski sinna nánustu og að
því viljum við stuðla.“
Tæknilegar upplýsingar og
ýmis fróðleikur um GPS-tæki
er að finna á síðunni
www.aukaraf.is
Hitablásarar frá ABB
Margar stærðir,
mjög hagstætt verð.
Kynntu þér málið.
Hafðu samband við
sölumenn okkar
í síma 588 5000
It
Hátæknl
Ármúla 26 * 108 Reykjavík
Sfmi 588 5000 * Fax 568 9443
thorir@hataekni.ls * halldor@hataekni.is