Morgunblaðið - 07.10.1999, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.10.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 2? Þingkosningarnar á Indlandi Lýðræðis- bandalagið hrósar sigri Nýja Dclhi. AP, Reuters. ATAL BIHARI VAJPAYEE, for- sætisráðherra Indlands, lýsti í gær yfir sigri í indversku þingkosning- unutn eftir að sýnt þótti að ílokkur hans, Þjóðarflokkur hindúa, muni bera sigurorð af Kongress-flokkn- um, sem er stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn. Samkvæmt spám byggðum á fyrstu tölum mun Lýð- ræðisbandalagið, sem er heiti á 22 flokkum undir forystu Vajpayee, fá 290 þingsæti en Kongress-flokk- urinn aðeins 180. Talningu er ein- ungis lokið í nokkrum kjördæmum en um 360 milljónir Indverja greiddu atkvæði í kosningunum sem hafa staðið yfir í meira en mánuð. Alls er kosið um 541 þing- sæti í neðri deild þingsins, Lok Sa- bha, sem er aðal löggjafarsam- kunda ríkisins. Samkvæmt fréttum í gær hafði Lýðræðisbandalagið örugga for- ystu í 155 einmenningskjördæm- um þar sem talning atkvæða stóð yfir en Kongress-flokkurinn í 100 kjördæmum. Talið er að talningu meirihluta atkvæða verði lokið á fimmtudag og að tilkynnt verði um úrslitin á föstudag. Ekki hefur reynst unnt að ljúka talningu í fimm kjördæmum vegna flóða og ofbeldisverka sem hafa kostað um 150 manns lífið. Samkvæmt yfir- mönnum kjörstjórnar á Indlandi eru þetta mun færri en létust síð- ast þegar gengið var til þingkosn- inga í landinu. Minnihlutastjórn Vajpayee for- sætisráðherra féll í apríl síðast- liðnum eftir 13 mánaða storma- sama setu. Kongress-flokkurinn, undir stjórn Soniu Gandhi, bindur enn vonir við að vinna flest at- kvæði greidd einum flokki og þar með hljóta umboð til stjórnar- myndunar. Talning atkvæða á Indlandi tek- ur yfirleitt mjög langan tíma, þar sem meira en 600 milljónir manna eru á kjörskrá og talningin fer fram handvirkt. A nokkrum stöð- um hefur verið tekið upp á því að kjósa rafrænt, meðal annars í höf- uðborginni, Nýju-Delhí. Þar hafði Lýðræðisbandalagið unnið stórsig- ur samkvæmt síðustu tölum og hafa úrslitin orðið meðlimum Kon- gress-flokksins mikil vonbrigði, þar sem flokkurinn vann nýlega stórsigur í kosningum til fylkis- þings í Nýju-Delhí. Hvaða kjör ert þú að fd? Gerðu samanburð Yfirdráttarvextir á almennum launareikningi eru hvergi betri en hjá Netbankanum. Athugaðu hvaða vexti þú ert að fá hjá þínum banka og kíktu svo á nb.is. Þá kemur í Ijós hvar þú færð bestu kjörin. www.nb.is taf fremstur r ! Sekur um að hafa nauðgað ísraelskri fegurðardrottningu Má búast við lífstíðarfangelsi Linor Abaragil Tel Aviv. Reuters. ISRAELSKUR ferðaskrifstofumað- ur var fundinn sekur í gær um að hafa nauðgað ísraelskri fyrirsætu en hún var einnig kjörin feg- ursta kona heims á síðasta ári. Ógnaði hann henni með hnífi og reyndi einnig að kæfa hana með plastpoka. Dómstóll í Tel Aviv fann Shlomo Nour, sem er 43 ára að aldri, sekan um að hafa rænt og nauðgað Linor Abargil í skógi skammt frá Mílanó á Italíu fvrii' réttu ári. Atti atburðurinn sér stað nokkrum vikum áður en Abargil var kjörin fegursta kona heims á Seychelles-eyjum í nóvember og var ekki skýrt frá honum opinber- iega fyrr en að keppninni lokinni. Dómur verður kveðinn upp yfir Nour í næsta mánuði en hann á yf- ir höfði sér allt að 56 ára fangelsi samkvæmt ítölskum lögum en eftir þeim verður farið í málinu vegna þess, að afbrotið var framið þar. Nour hélt því fram, að Abargil hefði átt mök við hann af fúsum og frjálsum vilja en á það var ekki fallist. Shlomo Nour vegar hringsólað utan við Mílanó og þegar Abargil tók að syfja, sagði hann henni að halla sér aftur í bílnum. Skömmu síðar hafi hann stöðvað bílinn, ógnað henni með hnífi og nauðgað. Reyndi hann einnig að kæfa hana, fyrst með berum höndum en síðan með plast- poka og reipi. Hún komst þó lífs af. Abargil segir, að það hefði kannski verið auðveldara fyrir sig að þegja um þennan atburð en með kærunni vildi hún hvetja allar kon- ur, sem í þessu lentu, að láta menn aldrei komast upp með glæp af þessu tagi. Hvatning til kvenna Abargil segist hafa leitað til No- urs, sem hefur starfað sem ferða- skrifstofumaður á Italíu, og beðið hann að útvega sér far til Tel Aviv og hafí hann boðist til að aka með hana til Rómar. Hann hafi hins Aðsendar greinar á Netinu <§> mbUs -ALLTAf= GITTH\SA£} NÝTT *•« ÍSS^POftfcalfl: Z?HngUr! fram h.ó «** Dreift á öii heimili landsins Opið: Má.-fi. 10-18 Fö. 10-19 Lau. 10-16 Bíldshöfóa 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.