Morgunblaðið - 07.10.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 07.10.1999, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Belo biskup snýr heim til A-Tímor Vill vera með fólkinu Dili. Reuters. ANDLEGUR leiðtogi Austur-Tímor- búa, Cai'los Belo biskup, sneri í gær heim til A-Tímor, fjórum vikum eftir að hafa neyðst til að flýja landið eftir að ofstækisfullir andstæðingar sjálf- stæðis landsins gengu berkserksgang með óhæfuverkum og eyðileggingu. Belo, sem er tákngervingur and- stöðunnar við stjórnvöld í Jakai'ta, lenti á flugvellinum í Dili, höfuðstað A-Tímor, _en þangað kom hann frá Darwin í Astralíu. Belo sagðist hafa snúið aftur til fósturjarðar sinnar svo hann gæti verið nálægt sínu fólki. Bað hann um- heiminn um hjálp til handa A-Tímor en hundruð þúsunda manns hafa orð- ið að flýja borgir og bæi vegna ofbeld- isverka. „Eg vona að umheimurinn vinni hörðum höndum að því að koma hér á varanlegum friði. Forgangsverkefni mitt er að dveljast hér ásamt fólkinu, flytja guðs orð og biðja með því. Þetta eru einu forsendurnar sem ég hef,“ sagði Belo við komuna. Opið alla daga BARNAF Hörð átök þjóðernishópa í Kosovo-héraði Landsmenn hvattir til að sýna meiri stillingu Pristina. Reuters. FRIÐARGÆSLULIÐ Atlants- hafsbandalagsins (NATO) í Kosovo bað í gær þjóðernishópana sem héraðið byggja til að sýna stillingu svo koma mætti í veg fyrir að of- beldisverk og átök í bænum Mitrovica á þriðjudag endurtækju sig. Einn Serbi var grýttur til bana og 29 manns særðust, þ.á m. franskir og rússneskir friðargæslu- liðar eftir jarðarför Kosovo-Albana í bænum þar sem þúsundii' manna söfnuðust saman. Talsmenn friðargæsluliðsins sögðu að meðal hinna særðu væru átján friðargæsluliðar og að aðrir sem særðust hefðu verið Serbar. Atökin hófust er Kosovo-Alban- ar hentu grjóti og réðust á Serba sem voru fastir í umferðarteppu í bænum. Þá var kveikt í bifreiðum. Franskir og rússneskir friðar- gæsluliðar reyndu að koma í veg fyrir ofbeldisverkin og hleyptu að- vörunarskotum úr vopnum sínum. Roland Lavoie, talsmaður friðar- gæsluliðsins, sagði í gær að átökin á þriðjudag færðu heim sanninn um „ólgandi ofbeldi og hefndarhug sem enn ríki í Kosovo-héraði“. „Það er aðeins með stuðningi og vilja allra íbúa Kosovo sem unnt verður að binda endi á vítahring of- beldis sem þegar hefur fært þeim allt of miklar fórnir,“ sagði Lavoie í gær. Sagðist hann fara fram á stuðning forystumanna þjóðarbrot- anna svo koma mætti á varanleg- um friði. Bernard Kouchner, yfirmaður stjórnar Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, fordæmdi ofbeldisverkin og kallaði þau „óviðunandi glæp“. Lofaði hann frammistöðu friðar- gæsluliða og alþjóðlegra lögreglu- sveita sem tekið hefðu áhættu með því að reyna að hlutast til um mál. Enn margir Serbar í Mitrovica Mikil spenna ríkir í bænum Mitrovica þar eð fjölmargir Serbar hafast þar enn við, ólíkt öðrum svæðum þaðan sem Serbar hafa flúið unnvörpum eftir að flótta- menn af albönsku bergi brotnir sneru til heimkynna sinna. Dvelj- ast Serbarnir nú flestir í einum hluta bæjarins. Spennan jókst mikið á þriðjudag er Kosovo-Albanar, sem taldir eru hafa verið myi’tir af vopnuðum sveitum Serba á meðan loftárásir NATO stóðu sem hæst, voru jarð- settir. Lík mannanna fundust í fjöldagröf sem fannst í síðasta mánuði og hafa lögregluyfírvöld hneppt nokkra Serba í varðhald vegna málsins. Martin Garrod, sem hefur það lítt öfundsverða verkefni með höndum að stjórna aðgerðum SÞ í bænum, fordæmdi einnig átök þriðjudagsins og hvatti málsmet- andi menn til að „gera öfgamenn útlæga". ffiflf'AlöTT EÐAL eiNSEI i ö Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a, gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun. Einnig gott tyrir aldraða. Reuters Öskufall í Quito FYRIR skömmu hófst gos í eld- fjallinu Guagua Pichincha í Ekvador en það er aðeins í 12 km fjarlægð frá höfuðborginni, Quito, en þar búa 1,2 milljónir manna. I fyrrinótt rigndi mik- illi ösku yfír borgina, um 700.000 tonnum að því talið er, og raunar Iá mökkurinn enn yf- ir í gærmorgun. tir gosinu hef- ur þó dregið og í gær átti að opna aftur skóla í borginni en þeir hafa verið lokaðir síðustu daga. Jarðfræðingar óttast þó, að öskufallið frá fjallinu eigi eftir að aukast og að jafnvel komi til mikilla sprenginga í því í fyrsta sinn frá árinu 1660. Quito er í hátt uppi í Andesfjöllum, í 2.900 metra hæð yfír sjávar- máli, og er borgin umkringd niu virkum eldfjöllum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.