Morgunblaðið - 07.10.1999, Síða 31

Morgunblaðið - 07.10.1999, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 31 Heiðin minni um hetjur og goð Nýlega kom út hjá Heimskringlu, Háskólaforlagi Máls og menningar, bókin Heiðin minni - greinar urn fornar bókmenntir. Ritsljórar bókarinnar eru þeir Baldur Hafstað og Haraldur Bessason. Bókin er safn greina sem fjalia um fornar bókmenntir og heiðin norræn minni. Höfundar eru fimmtán talsins, þeirra á meðal eru fjórir erlendir fræði- menn sem ekki hafa áður birt greinar á íslensku á sviði fornra fræða. Þá fylgir hverri grein úrdrátt- ur á ensku. „Ritið er samstarfsverkefni Kennaraháskólans og Háskólans á Akureyri," segir Baldur Hafstað annar af ritstjórum bókarinnar. „Við ritstjórarnir erum báðir áhugasamir á þessu sviði en það sem gerði okkur þetta kleift var að við fengum rífleg- an styrk frá Lýðveldissjóði til verkefnisins. Síðan fengum við Heimskringlu til að sjá um útgáfuna, sem hefur tekist afar vel að öllu leyti. Okkur lang- aði til að fá þekkt nöfn frá útlöndum og vorum svo heppnir að fá til liðs við okkur fræðimenn sem ekki hafa verið þýddir á íslensku áður. Þeim þótti gaman að taka þátt í þessu með okkur. Greinarn- ar eiga það sameiginlegt að snerta allar þennan heiðna arf okkar að einhverju leyti, en fræði- mennirnir nálgast efnið hver með sínum hætti. Þráðurinn er þó hinn gamli heiðni arfur. Það er gaman að koma með þetta greinasafn nú þegar þúsund ára afmæli Kristintökunnar nálgast, og minna þannig í leiðinni á okkar heiðna arf.“ En er ritið eingöngu ætlað sérfræðingum í forn- um fræðum, eða geta áhugasamir lesendur forn- sagna og fornkvæða notið þess sem fræðimennirn- ir hafa fram að færa? „Við höfðum einkum kennara á þessu sviði í huga þegar við völdum greinar í bókina. En jafn- framt á bókin að koma þeim að góðum notum sem eru að fást við fornar bókmenntir, svo sem nem- endum í norrænum fræðum og væntanlega einnig öllum áhugasömum lesendum. Hverri grein fylgir úrdráttur á ensku. Það er það er stór markaður erlendis fyrir umfjöllun af þessu tagi. íslenskar fornbókmenntir eru kenndar við eina tvö hundruð Háskóla um víða veröld. Bókin á erindi á þá staði og við erlent áhugafólk um forn norræn fræði.“ Haraldur Bessason sagðist aðspurður vera mjög ánægður ineð bókina og samstarfíð við meðrit- stjóra sinn og greinahöfunda.Hann kvaðst eiga þá ósk heitasta að framhald yrði á samstarfínu. „Bókin fjallar um noktun minna úr hetju - og goðsögum, frá upphafí fram að rímum, sem sagt frá upphafí vega fram á fjórtándu öld. Það sem er nýstárlegt við bókina er að í henni birtast greinar LISTIR Ritstjórarnir Baldur Hafstað og Haraldur Bessason fyrir utan hús Stephans G. Stephanssonar í Al- bertafylki í Kanada. eftir fræðimenn frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi, í bland við greinar eftir innlenda fræðimenn. Við væntum þess að bókin veki at- hygli hér heima og erlendis. Okkur langar til að halda þessu áfram en vitum ekki enn hvað verður! Eg er hrifínn af útliti bókarinnar og kann vel að meta myndina af honum Óðni gamla sem prýðir kápuna. Eg met ekki einstöku greinar, en lít svo á að þær séu bæði vel samdar og vel hugsaðar. Við vonum að verkið komi að gagni. Bókin er ekki hugsuð sem kennslubók, heldur væntum við þess að kennarar taki fyrir einstöku greinar sem myndu sóma sér vel sem ritgerðarefni. Við von- umst til að allir þeir sem fást við fornar bók- menntir hafi gagn og gaman af bókinni. Efni hennar er ekki háfræðilegt, hver og einn höfund- ur nálgast efnið á sína vísu. Ætli það megi ekki orða það sem svo, að bókin sé miðja vegu milli þess að vera fræðileg og alþýðleg. Greinarnar eru læsilegar og í þeim er rætt um alla höfuðþætti fornra bókinennta. Það væri endalaust hægt að gefa út bækur um heiðin minni í bókmenntum. Höfundar hafa notað þessi minni gríðarmikið, enn þann dag í dag halda nútímarithöfundar ótrauðir áfram að sækja minni í þessar fornu og sigildu bókmenntir." Hamish Macbeth og morðið á handrits- höfundinum ERLEIMDAR BÆKIJR Spennusaga DAUÐI HANDRITSHÖFUNDAR „DEATH OF A SCRIPTWRITER“ eftir M. C. Beaton. Warner Books 1999. 198 síður. Hamish Macbeth heitir rólyndisleg skosk þorpslögga í sögum M. C. Beaton, sem leysh- morðgátur í skosku hálöndunum ekki fjarri In- verness. Sögumar um Hamish þenn- an eru orðnar fjórtán talsins og hefj- ast heiti þeirra allra á orðinu dauði. Þannig hefur Beaton skrifað sögur eins og Dauði tannlæknis, Dauði slúð- m-skjóðu, Dauði fullkominnar eigin- konu, Dauði snobbs og Dauði ferða- langs. Ef eitthvað er að marka nýj- ustu sögu hennar, Dauða handritshöf- undar, mun óhætt að mæla með hverri og einni hinna. Beaton, sem býr með eiginmanni sínum í Cotswold, ski-ifar mjög hefð- bundnar leynilögreglusögur, eins og þær kallast líklega á íslensku, um leit- ina að morðingja. Hún býr til ákveðn- ar aðstæður, morð er framið og Ha- mish rennur á slóðina eins og blóð- hundur. Þannig sver hún sig í ætt við Agöthu Christie. Bækur hennar eru einfaldar „hver-gerði-það“ sögur en henni tekst að gæða þær lífi með kald- hæðni, skemmtilegum persónugerð- um, hæfílega flóknum og spennandi gátum og síðast en ekki síst þorpslöggunni sinni, Hamish Macbeth í Lochdubh. Beaton hefur lag á að skopast fín- lega að hinni kæru aðalpersónu sinni og gera hann á þann hátt mannlegan og lesandanum talsvert hugleikinn. Hann er hávaxinn, slánalegm' maður með eldrautt hárið og greindarleg, brún augu og þótt „alvöru“ löggurnar úr stærri bæjum í kring, að ekki sé talað um Invemess og Glasgow, líti ekki á hann sem annað en kauðslega þorpslöggu, þekkir hann vel mannlífíð hið næsta sér og býr yfir nægri þijósku til þess að láta andstreymið ekki ræna sig góðri gátu. Svo er mál með vexti í Dauða hand- ritshöfundar að smábærinn Drim, sem er í næsta nágrenni við Lochdu- bh, verður að hálfgerðri Hollywood þegar skoska sjónvarpið afræðm- að gera sakamálaþætti byggða á glæpa- sögum Patricia Martyn-Broyd. Hún býr þama í nágrenninu, er löngu hætt að slfl'ifa og gerði alls ekki góðai' bæk- ur þegar hún hafði enn getuna til þess að semja. Hún vonar að sjónvarps- þætthTiir eigi eftir að blása lífi í rithöf- undarferil sinn og gera sig fræga. A meðal innrásarliðsins er kvensamur framleiðandi, vita hæfileikalaus hand- ritshöfundur, blondína sem á bágt með að leika, aðstoðarkonur tvær sem verða sífellt að láta í minni pokann og foxillur eiginmaður blondínunnar. Margir þorpsbúar telja sig efni í kvik- myndastjörnu, einkum kerlingamar í bænum, og jafnvel kvikmyndaleik- stjóra en ákaflega bæld eiginkona prestsins dregur upp gamalt leikrit sitt úr glatkistunni og byrjai' að filma. Þetta auðvitað hlýtur að enda með ósköpum og viti menn, morð er framið og brátt annað. Beaton er einkar lagið að lýsa per- sónum sínum og getur verið ansi fyndin þegar hún til dæmis er að fjalla um snobb glæpasagnahöfundarins og botnlausa hégómagimd. Einnig sífelld átök á meðal sjónvai-psfólksins, mis- jafnlega gi'eindarlega lögreglumenn- ina, sem flykkjast í bæinn, og ekki síst Hamish sjálfan. Gildi sögunnar liggur fyrst og fremst í skemmtilegum persónulýs- ingum og lýsingu á litlu, skosku sam- félagi þar sem allir þekkja alla og kjaftasögur blómstra. Sagan er stutt og einfold og fljótlesin afþreying. Það verður enginn svikinn af því að kynn- ast Hamish Macbeth. Arnaldur Indriðason BÆKUR F r æ ð i r i t ÚR DIGRUM SJÓÐI - FJÁRLAGAGERÐ Á ÍSLANDI eftir Gunnar Helga Kristinsson. Reykjavík, Félagsvísindastofnun HÍ og Háskólaútgáfan. 236 bls. 1999. í ÞESSU riti Gunnars Helga Ki'istinssonar, prófessors í stjórn- málafræði við félagsvísindadeild Há- skóla Islands, era bh'tar niðurstöður rannsókna höfundar á gerð fjárlaga íslenska ríkisins. Sérstaklega er reynt að varpa ljósi á það hvaða hóp- ar hafa áhrif á endanlega gerð fjár- laganna og með hvaða hætti. Aðalá- herslan er á rikisútgjöld en minna er horft á tekjuöflun ríkisins. Ur digrum sjóði er afar fomtnilegt rit. Viðfangsefnið er í eðli sínu áhuga- vert, hér er verið að fjalla um ráðstöf- un stórs hluta þjóðarkökunnar og ákvarðanir sem hafa óhjákvæmilega veraleg áhrif á landsmenn alla. Það er vart ofmælt sem segir á kápusíðu að hér sé verið að fjalla um hina póli- tískustu af öllum spumingum, hver fær hvað, hvenær og hvernig? Þetta er stór spurning og ljóst að það hefur þurft mikla vinnu til að reyna að svara henni. Gunnar Helgi hefur safnað saman miklu talnaefni og öðr- um gögnum og átt viðtöl við fjölda manns. Honum tekst prýðilega að draga af öllu þessu ályktanir og kynna fyi'ir lesandanum. Ymislegt í niðurstöðunum kemur lítt á óvart, ríkisútgjöld hafa farið vaxandi, jafnt á Islandi sem í öðram löndum, hægar þegar flokkar sem eru hægi'a megin í hinu pólítíska lit- rófi era við völd en þegar vinstri- flokkar stjórna. Á íslandi hafa út> gjöld til ýmiss konar niðurgi'eiðslna og styi'kja minnkað á undanförnum áratugum en útgjöld til heilbrigðis- mála og vegna vaxta af skuldum ríkis- ins vaxið ört. Gunnar Helgi tekur saman ýmiss konar yfirlit um slíka þróun einstakra liða ííkisútgjalda og er fengur að því þótt ýmislegt hafi þegar ver- ið aðgengilegt annars staðar. Framsetning er yfir- leitt skýr og töflur og myndir notaðar skyn- samlega. Það hefði þó ekki sakað að vanda að- eins betur til prófarka- lestrar og ankannalegt að nota yfirleitt en þó ekki alltaf punkt í stað kommu í tugabrotum. I ritinu kemur fi'am að þótt deilt sé um fjái'- lög á hverju ári þá breytist alla jafna lítið frá ári til árs. Deilt er um lítinn hluta hverju sinni en ákvarðanir um annað endur- nýjaðar átakalítið. Breytingar verða alla jafna með smáum skrefum. Þeg- ar samin eru fjárlög nýs ái's er grunn- urinn ætíð fjárlög ársins á undan. Þó má sjá a.m.k. tvær breytingar sem veralegu skipta. Sú fyrri var þegar vald og ábyrgð um skiptingu einstakra liða fjárlaga var fært frá fjármála- ráðuneyti til fagráðu- neyta með svokölluðum rammafjárlögum um 1990. Svo virðist sem þar hafi tekist nokkuð vel til. Sú síðari er ný- lega um garð gengin, þegar fjárlög voru færð af svokölluðum greiðslugranni og yfir á rekstrargrann, en sú breyting takmarkaði m.a. möguleika stjórnmálamanna á að skuldbinda ríkissjóð til útgjalda án þess að þess sæi stað í fjárhagsupp- gjöri ríkisins fyrr en löngu síðar. Almennt virðist þróunin hafa ver- ið að fagleg og jafnvel tæknileg sjónarmið skipta sífellt meiru við gerð fjárlaga og það sem Gunnar Helgi kallar handahófskennd af- skipti stjórnmálamanna minnu. Gunnar Helgi flettir þó ekki ofan af neinum hneykslum úr ríkisfjármál- um frá fyrri tímum og skammar engan fyrir misnotkun á almannafé. Það hefði sjálfsagt mátt búa til met- sölubók með slíku efni en það er ekki tilgangurinn, þetta er fræðirit, og augljóslega ski’ifað með sérfræð- inga og háskólanemendur sem les- endur í huga. Textinn er yfirleitt knappur en þó vel viðráðanlegur fyrir leikmenn. Víða er minnst á nið- urstöður einfaldra tölfræðilegra prófa en það ætti ekki að vera hindr- un fyi'ir þá sem eru óvanir að túlka slíkt. Það er því ekkert því til fyrir- stöðu að fleiri en fræðimenn lesi rit- ið, raunar hlýtur það að verða nán- ast skyldulesning allra þeirra sem vilja reyna að hafa áhrif á fjárlög í framtíðinni og annarra sem hafa áhuga á fjármálum ríkisins. Gylfi Magnússon Vænt rit um digran sjóð Gunnar Helgi Kristinsson Háliolt - Mosfellsbæ Til sölu og afhendingar strax einbýlishús 135 fm. Þrjú svefn- herb., tvær stofur. Stór lóð. Gott útsýni. Nýtt þak. Möguleiki á samþykkt fyrir bílsk. Hagstætt verð. Góð lán. V. 11,2 millj. Stóriteicjiir m. bílskúr Höfum í einkasölu fallegt endaraðhús 170 fm með 22 fm sambyggðum bílsk. Stofa, 4 svefnherb. Parket, flísar. Stórar suðursvalir. Eign með góða staðsetningu. Sérinngangur og garður. V. 13,5 millj. Áhv. 4,7 millj. Fasteignamiðlunin Berg, sími 588 5530 Í90| 1 AKA ik1 1909-1999 Afmælistilboð í tilefni af 90 ára afmæli verslunar Franch Michelsen bjóðum við öll merki úra og klukkna á einstöku tilboðsverði. Allt að 30% afsláttur! URSMIÐAMEISTARI LAUGAVEGUR 15 • SÍMI 511 1900 • FAX 511 1901

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.