Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 33

Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 33 LISTIR Saga og ættir Úr svart- Hrunamanna hvítu í lit BÆKUR Héraðsrit ÁRNESSÝSLA I. HRUNAMENN Islendingar, ættir, byggðir og bú Árnessýsla I Hrunamenn. Ábúendur og saga Hrunamanna- hrepps frá 1890. Ritstjóri: Þor- steinn Jdnsson 1.-2. bindi. 600 bls. Byggðir og bú ehf. Reykjavík, 1999. MEÐ þeim tveimur bindum, sem hér birtast, er líklega að hefja göngu sína mikið ritsafn. Fari fram sem horfir er góðs að vænta. Það verður ekkert smáræðis verk, þegar allri Amessýslu hafa verið gerð skil, ef það er ætlunin. Hrunamannahreppur er víðl- endur hreppur og mörk hans eru einkar skýr. I austri og suðri er Stóra-Laxá hreppamörk, í vestri Hvítá og í norðri afrétt. Fjölmenn- ur hefur þessi hreppur verið og er enn og víðast hvar gott undir bú. Hér hefur búið mikið kjamafólk og lagt þjóðinni til ómældan manna- uð. Landslag er hér einkar fagurt og tilkomumikið og útsýni dýrlegt víðast hvar. Hmnamenn eiga því skilið góða bók og þetta rit er það vissulega. _ Víkjum þá að tilhögun bókanna. A saurblöðum, fremst og aftast í báðum bindum, era góð og greini- leg kort af hreppnum öllum og eykur það mjög hagræði ókunnugs lesanda. Þá kemur inngangur Lofts Þorsteinssonar, oddvita í Haukholtum. Fer hann með les- anda í fljóta ferð um hreppinn og segir deili á því, sem markverðast er. Næst er formáli ritstjórans, Þorsteins Jónssonar. Sjáanlegt er að margir hafa að þessu verld komið, enda varla við öðra að búast. Halldór Gestsson á Flúðum hefur lagt mikið til ábúendatals og ættfræði. Margir eiga sögu- og endurminningaþætti, fleiri en nefndir verða í stuttu máli. Ljós- myndum frá eldri tíð safnaði Emil Asgeirsson frá Gröf og fleiri hafa komið þar við sögu. Samantekt æviágripa gerði Sigurður Þór Guð- jónsson, rithöfundur, ásamt rit- stjóra. Margvíslegt ítarefni, eink- um sögulegs eðlis, tók Sigurður Már Harðarson að miklu leyti saman og Páll Lýðsson í Litlu- Sandvík var þar með í ráðum. Margir eiga ljósmyndir í þessu riti og hafa Hranamenn verið drjúgir ljósmyndarar. Auk erlendra ferða- manna er að nefna Kjartan Guð- mundsson frá Hörgsholti, sem hér á margar myndir. Gunnai' Rúnar Ólafsson tók ljósmyndir af öllum bæjum og ábúendum í hreppnum árið 1964 og má það kallast merki- legt framtak hjá Búnaðarfélagi Hranamanna. Þá tók Skúli Gunn- laugsson ljósmyndir af öllum bæj- um í hreppnum árið 1979 og Sig- urður Sigmundsson á hér fjölda mynda. Fyrir þetta rit tók Jón Karl Snorrason loftmyndir af jörð- um og Helgi Daníelsson tók einnig margar myndir. Ólafur Valsson annaðist kortagerð. Margir fleiri hafa komið að gerð þessa rits. Efnisskrá bindanna tveggja er fremst í fyrra bindi og er hún ítar- leg. Að loknum stuttum kafla um landslag og leiðir hefst jarðalýsing. Hefst hún á Tungufelli og endar á Haukholtum. Er þá hringnum lok- að. Einungis er þar lýst jörðum eða býlum, sem nú eru í byggð. 48 jörðum er lýst, en fleiri miklu era staðimir, því að sumum jörðum hefui' verið margskipt, og þéttbýl- iskjamar eru tveir, Flúðir og Mið- fell. Hver jörð fær eina blaðsíðu til urnráða. Er þar stór loftmynd, ömefnakort og jarðarlýsing. Jarð- arlýsingamar era yfirleitt mjög stuttar. Að loknu þessu hefst ábúenda- talið. Eru ábúendur hverrar jai'ðar taldir frá 1703, hafi jörðin verið komin í ábúð þá, en það er einungis upptalning, en engu að síður með ársetningum, eftir því sem vitað vai’. Þegar fer að nálgast 1890 hefst hið eiginlega ábúendatal. Þar era fyrst ábúendur taldir með öll- um viðeigandi ársetningum. Bún- aðarsaga er rakin í örstuttu máli og sitthvað frá fólki sagt („smiður góður og frábær hleðslumaður"). Foreldrar beggja eru tilgreindir, svo og böm, makar þeirra og barnaböm. Þar sem mikið hefur verið um inngiftingar í hreppnum kemur sami maður stundum oftar fyrir en einu sinni. Geta má þess, að í þessum hluta bókar eru eyðjja- rðir teknar með og ábúendur þeirra, meðan þar var búið. Mikið er af inm-ömmuðum greinum. Ber þar mest á æviþátt- um, en einnig eru fjölmargar aðrar fróðleiksgreinar. Geysimikill fjöldi mynda er í ritinu, af fólki, bæjum, ýmiss konar atvikum og uppákom- um. Eru sumar þeitra bráð- skemmtilegar. Uppsetning ritsins þykh’ mér einkar smekkleg og skemmtileg. Fróðleiksþættirnir um menn og einstök málefni eru margir hverjir með miklum ágætum. Kaflar úr af- mælis- og eftirmælagreinum era margir hveijir ritaðfr af íþrótt og er þar snjallar og eftirminnilegar mannlýsingar að finna. Nefni ég þá höfunda þeirra, sem ég staldr- aði helst við: Jón Hermannsson á Högnastöðum, Sigurð í Hvítárholti og Ingimar Jóhannesson. Þá era og margir bráðgóðir kaflar úr end- urminningabókum, s.s. Einars Jónssonar frá Galtafelli, að ógleymdum hinum prýðisgóðu þáttum merkismannsins Emils Asgeirssonar, sem margt annað lagði einnig til þessa ritverks. Eg taldi mig þekkja nokkuð til Hranamanna, áður en ég las þetta rit. Hefur mér löngum fundist nokkuð til um atgervi þeirra og merka búnaðarháttu. Þetta rit staðfestir þá skoðun mína, svo að ekki fer á milli mála. Þar hefur löngum verið margt hæfileikafólk, fróðleiksfólk og fræðimenn, lista- menn og búmenn snjallfr. Að ógleymdum góðum hestamönnum. Víða hefur verið að finna mikil menningarheimili, sum jafnvel eins konar „akademíur" með góð- um bókakosti og sterkum uppeld- isáhrifum. Þá leynir sér ekki hversu sveitin hefur orðið mörgum kær. Minna er um brottflutninga, að mér sýnist, en í mörgum öðram sveitum og fólk sækir sér gjarnan maka innan sveitar. Allt sýnir þetta sterkar rætur og mikla átt- hagatryggð. Enginn getur lesið þetta rit, án þess að staldra við þessi auðkenni. Þá virðist mér að samheldni og samvinna hafi verið góð í þessari sveit og er það vissu- lega traust undirstaða framfara og góðs mannlífs. Eins og ritstjóri getui- um í for- mála sínum verður varla hjá því komist, að í svo stóra og flóknu riti sem þessu séu einhverjar villur. Fáeinar rakst ég á við fljótan lest- m-, án þess að hirða um að tilgreina þær. Oþarft örlæti finnst mér að birta oftar en einu sinni sömu mynd af sama manni. Þar sem ein- staklingar koma oftar en einu sinni fyrir, sem oft er, hefði mátt vera meira um millitilvísanir (blaðsíðut- al). Yfirieitt eru myndir ágætar, þó að undantekningar séu á, og marg- ar hverjar bráðskemmtilegar. Aðrar hafa venilegt sögulegt gildi. Astæða er til að nefna sérstaklega hinar mörgu vatnslitamyndir af bæjum eftir Ingimund Einarsson. Er leitt að þær eru ekki prentaðar ílit. Jarðalýsingamar hefði ég gjaman viijað hafa ítarlegri. Það >• segir mér t.a.m. ekki mikið að sagt sé að jörð sé „meðalstór“, því að ekki er sama mat á því í öllum landshlutum. Sumar jarðir fá að- eins fimm Knm’ og ein þijár. Er það ekki í knappasta lagi? Mörg- um bændavísnanna hefði mér fundist mega sleppa. Þær eru hvorki mikill skáldskapur né lýsa viðkomandi að gagni. A nokkram stöðum í síðara bindi sé ég ekki betur en raglað sé saman Rauða- felli og Raufarfelli. Þó að þetta séu nokkrar að- finnslur breytir það ekki því að þetta er hið merkasta rit og einkar ánægjulegur og fróðlegur lestur. I bókarlok er ítarleg nafnaskrá eins og vera ber. Heimilda er hins vegar getið jafnóðum, en hefði þó mátt vera nákvæmara. Sigurjón Björnsson TÓJVLIST S a I u r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Jón Leifs: píanóverkin Vökudraum- ur, Þjóðlög, Rímnadanslög Op. 11,1-4, Píanólög Op. 2; sönglögin Sofðu unga ástin mín Op. 19b og Tvö lög Op. 18 við ljóð Einars Bene- diktssonar (Góða nótt / Ríma); kór- verkin Þrjú íslenzk sálmalög til kirkjusöngs Op. 17b,l-3, úr Erfi- ljóðum: Söknuður Op. 35, Allt eins og blómstrið eina / Sorgarlausn (Op. 32,2-3) Heilsuheimt Op. 17a og Vögguvísa Op. 14b. Örn Magnús- son, pianó; Marta Halldórsdóttir sópran; söngsveitin Hljómeyki u. stj. Bernharðs Wilkinssonar. Þriðjudaginn 5. september kl. 20. Á VEGUM Ásgarðs og Skaftholts var efnt til tónleika í Salnum, tónlist- arhúsi Kópavogs, á þriðjudagskvöld- ið var í tilefni af milliþjóðlegu mál- þingi undir yfirskriftinni „Náttúra - menning". Af tillitsemi við erlenda gesti þingsins var hefðbundnum tón- leikatíma flýtt með skömmum fyrir- vara, og missti undirritaður af þeim sökum af íyrsta tæpa hálftíma tón- leikanna, þar sem Óm Magnússon lék Vökudraum, 8 laga þjóðlaga- syrpu og íyrri hluta Rímnadanslaga að honum fjarstöddum, en náði þó í Austan kaldinn á oss blés og það sem eftir fór. Tvennt ætlar æ ljósar að verða hin síðari misseri. Hið nýja tónlistar- hús Kópavogs býður einhvem bezta hljómburð landsins til píanóflutn- ings, og hitt, að Örn Magnússon er á góðri leið með að verða fremsti Leifs-túlkandi okkar heimshluta á slaghörpu. Uppsker hann nú óðum árangur ástundunar, enda tókst honum með afburða skýrum hætti að draga fram sérkenni og framleika Jóns þetta kvöld, og jafnvel gæða hann „sjarma“, sem halda mætti í fljótu bragði að væri þessum sér- lundaða einfara í íslenzkri tónsköp- un allskostar framandi. Löng við- kynning og yfirlega píanistans hefur greinilega skilað sér, og ekki var frá- bær píanó-akústík Salarins til að draga úr því. Ur höndum slíks flytj- anda kemur æ betur í ljós meiri fjöl- breytni í tóntaki Jóns Leifs en mað- ur hefði talið mögulega fyrir bara hálfum áratug. Svo tekið sé stakt dæmi, þá kom tilfinningabreiddin í Op. 2 satt að segja á óvart. Hún spannaði frá nærri því fisléttum debussyskum litbrigðum í valsinum um grjóthart rammíslenzkt nútíma- organum í „Island farsældar ft’ón“- prelúdíunni og loks yfir í hálfgild- ings „fjöltækni" Ballöðunnar um þjóðlagið við Breiðfirðingavísur, er smám saman varð viUtai-a og villt- ara; einskonar samrana orgíaskrar heiðinnai’ blótveizlu og 20. aldar framsækinnar skipulagshyggju. Hvort sem átti meirihlutann höfund- ur eða túlkandi hans, þá vai’ útkom- an rakin snilld. Þau Mai’ta Halldórsdóttir og Örn fluttu síðan þrjú sönglög Jóns með góðum árangri, hið kyrrláta Sofðu unga ástin mín (ekki að ragla við hið alþekkta „þjóðlag" Sveinbjöms), Góða nótt við organum-leitan undir- leik og Rímu, þar sem Jón skýtur inn í miðju útfærslu sinni á Senn er komið sólarlag. Bar þar að sama branni. Reynsla píanistans af rit- hætti Jóns og auðsæ innlifun Mörtu kraftbirtust í næmri og blæbrigðar- íkiri túlkun á tónhugsun höfundai’, sem nú smám saman er að færast úr svart-hvítu yfir í lit í vitund áheyr- enda, miðað við það sem áður var. Sönghópurinn Hljómeyki söng eftir hlé nokkur kórverk og sálma- lagaútsetningar Jóns, þar sem sér- staklega Mín lífstíð er á fleygiferð og Vögguvísa bára af fyrir fegui-ðar sakir. Karlakórsverkið Söknuður Op. 35 var og snyrtilega sungið, þó að virtist hugsað fyrir stærri kór, fjölmennari og hljómmeiri bassa og stærri akústík, en það verður að segjast, að Salurinn er í þurrara lagi fyrir kórsöng. Sorgaiiausn var sérk- ennilegt lag fyrir m.a. töluverð tón- bilsstökk, og Heilsuheimt frá 1965 (með tilhugsun til Adagio-þáttar kvaitetts Beethovens Op. 132 [„Heiliger Dankgesang eines Genes- enen an die Gottheit . . .“]?) ekki síður fyiir sérkennilega háttpínda sópran-raddfærslu, síð-endurreisn- arstíl og ávæning af hermikontrap- unkti, sem annars er gjörólíkt Jóni Leifs. Söngur Hljómeykisins var í heild fágaður og að vanda í öfundsverðu raddjaftivægi, en hefði kannski stöku sinni mátt gera meir út á kraft og textatúlkun. Engu að síður varð vart á betra kosið í túlkun kórsins á hinni framlegu Vögguvísu frá 1929, þar sem einíold þrástefjaútfærslan undfrstrikaði eitthvað sem í góðum flutningi við fordómalausa hlustun er varla hægt að kalla annað en ein- stæða andagift snillings. Ríkarður Ö. Pálsson til utlaada -auövelt dð murid S í MIN N www.simi.is Upppvottavéi LVP-25 fyrir 12 manns, 2 hitastig (55/65 gráður) vatnsöryggi, 5 þvottakerfi Ódýrasta uppþvottavél ó íslandi 34.900. Verð ádur 52.900.- Þú sparar kr. 18.000.- Stœrsta heímllis-og raftækjaverslunarkeqa I Evrópu RflFTfEKÖflPERZLljN ÍSLflNDS If - AN NO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.