Morgunblaðið - 07.10.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
Auður Sif Sigiirgeirsdóttir var besti ungi sýnandinn og auk þess stiga-
hæsti ungi sýnandi ársins. Hún sýndi írska setter-hundinn
Ardbraccan Famous Grouse.
Líkasta hundapar í eigu sama manns voru þessar ensku springer
spaniel-systur, sem heita Æsku-Birta og Æsku-Arena. Kristinn Há-
konarson sýndi þær.
Norski dómarinn Marit Sunde, til vinstri á myndinni, sagðist gjarnan
vilja taka þennan tíbeska spaniel-hund með sér heim. Hann heitir
Tíbrár Tinda Tamino. Óvíst er að eigandinn, Auður Valgeirsdóttir, til
hægri á myndinni, léti hann auðveldlega af hendi.
þróast náttúrulega öldum saman.
Islenski fjárhundurinnn er einmitt
einn af þeim og mér finnst hann af-
ar skemmtilegur."
Paul Stanton segir að Hunda-
ræktarfélag íslands eigi heiður
skilið fyrir mikla vinnu í þágu
hundaræktar og hundeigenda á Is-
landi. „Félagið er afar kraftmikið
og sýningar þess eru engu líkar.
Hvergi í heiminum er tekið jafn vel
á móti dómurum og hér og Islend-
ingar eru gestrisnir frá náttúrunn-
ar hendi. Þeir gera ekkert til að
reyna að ganga í augun á okkur,
heldur koma þeir til dyranna eins
og þeir eru klæddir. Eg er hrifinn
af því,“ segir hann og minnist enn
eina ferðina á ánægju sína með
frammistöðu hunda og eigenda
þeirra á sýningunni.
Hluti _af starfsemi Hundaræktar-
félags Islands er þjálfun ungra
sýnenda, barna og unglinga á aldr-
inum 10-17 ára. Er þá metið hversu
vel hundur er sýndur, hversu góðu
sambandi sýnandi nær við hundinn
og hversu góða þekkingu hann hef-
ur á viðkomandi hundakyni. „Ung-
ir sýnendur hér eru á heimsmæli-
kvarða. Þeir eru mjög vel þjálfaðir
og hafa mikla þekkingu á hundum
og meðhöndlun þeirra. Mér fannst
stórkostlegt að sjá stóran hóp ung-
menna sýna hunda af svo mikilli
natni.“
Með ræktunarstaðla
á náttborðinu
Paul Stanton segist hafa fyrir
reglu að lesa ræktunarstaðla áður
en hann dæmir á sýningum. „í
ræktunarstaðli hverrar tegundar
eru mörg atriði sem hafa þarf í
huga á hundasýningu og mér
finnst best að rifja þau upp kvöldið
áður en ég dæmi.“ Aðspurður
kveðst hann hafa verið hrifinn af
ensku springer spaniel-hundunum
sem hann skoðaði hér. „Einnig
fundust mér sumir írsku setter-
hundarnir mjög góðir. Innan um
eru ekki eins fallegir hundar, en
þeir bestu eru miklu betri en írsku
setter-hundarnir í Svíþjóð. Ensku
setter-hundarnir þóttu mér líka
mjög fallegir og almennt fannst
mér skapferli allra hundanna sem
ég dæmdi einstaklega gott. I
stuttu máli get ég með góðri sam-
visku sagt að íslensk hundarækt sé
á uppleið og að mér finnist hvergi
betra að dæma en á íslenskum
hundasýningum.“
FIMMTUDAGUR 7. OKTOBER 1999
4.
49
FRETTIR
„Fegurð 1999 og 2000“
„EINS og fram hefur komið, fer
fegurðardrottning Islands Katrín
Rós Baldursdóttir til London í
næsta mánuði og tekur þátt í
keppninni Ungfrú Heimur (Miss
World) sem fram fer í Grand Hall
Olympia þ. 5. desember nk. Er
þetta önnur keppnin sem Katrín
Rós tekur þátt í sem fulltrúi ís-
lands en í júní keppti hún í Ungfrú
Evrópa (Miss Europe) í Beirút og
komst þar í 15 stúlkna úrslit. As-
björg Kristinsdóttir sem hreppti 2.
sætið í Fegurðarsamkeppni fs-
lands keppir í Japan í Miss
International þ. 14. desember nk.
og Bryndís Björg Einarsdóttir
verður fulltrúi íslands í Stuttgart í
Þýskalandi í Queen of the World, 4.
desember. Aðrar keppnir sem Feg-
urðarsamkeppni íslands hefur sent
þátttakendur á þessu ári og er um-
boðsaðili fyrir eru Miss Teen
Tourism World í Tallin, en þar bar
Elva Björk Barkardóttir sigur út
býtum og nýverið kepptu Bryndís
Björg og íris Wigelund í Ungfrú
Norðurlönd, en sú keppni var hald-
in um borð í skemmtiferðaskipinu
MS Cinderella sem siglir milli Tall-
in í Eistlandi og Helsinki. Finnst
stúlka hreppti þann titil.
Nú er í fullum gangi undirbún-
ingur um allt land fyrir keppnina
Herra ísland 1999, en hún verður
haldin á Broadway þ. 25. nóvember
nk., fjórða árið í röð. Sigurvegari
ýg^mb l.i is
ALLTAf= e!TTH\SJ\Ð A/ÝT7
síðasta árs, Andrés Þór Björnsson
var fulltrúi íslands í júníkeppninni
Manhunt International á Manilla,
Filippseyjum og lenti þar í 6. sæti,
en í því þriðja í Netkosningu sam-
nefndrar keppni.
Nú þegar er hafin skráning til-
vonandi Fegurðardrottninga árs-
ins 2000,“ segir í fréttatilkynningu
frá Fegurðarsamkeppni íslands.
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Qfuntu
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
*
v Helena
Rubinstein
Kynning í
Líttu við
TwoWay
POWDER CAKE MAKE-LlP
Nýr púðurfarði, sem
nota má þurran eða
með rökum svampi.
Fljótlegur í notkun og
samlagast húðinni
fullkomlega.
DAG OG A MORGUN.
OG FÁÐU RÁÐGJÖF.
Glæsilegur kaupauki SNY’RTIVÖRUYERSLUNIN
fylgir þegar verslað er fyrir GLÆSÍ.F
kr. 3.500 eða meira.
Sími 568 5170.
ÞAÐ KOSTAR ÞIG
EKKI MIKIÐ AÐ
■ ■
AUKA AFKOSTIN
í VINNUNNI
Rekstrarleigusamningur
Engin útborgun
22.632 kr. ó mánuði
Fjármögnunarleiga
Útborgun 199.799 kr.
12.327 kr. á mánuði
Rekstrarleiga er miðuð er vi8 24 mánuSi og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarieiga er mi8u8 viB 60 mánuSi
og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiBslur en viSkomandi fær hann endurgreiddan
ef hann er me8 skattskyldan rekstur. Allt verð er án vsk.
ATVINNUBÍLAR
FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
Grjótháls 1
Sfmi 575 1200
Söludeild 575 1225
hyurdri
r