Morgunblaðið - 07.10.1999, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 07.10.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ Auður Sif Sigiirgeirsdóttir var besti ungi sýnandinn og auk þess stiga- hæsti ungi sýnandi ársins. Hún sýndi írska setter-hundinn Ardbraccan Famous Grouse. Líkasta hundapar í eigu sama manns voru þessar ensku springer spaniel-systur, sem heita Æsku-Birta og Æsku-Arena. Kristinn Há- konarson sýndi þær. Norski dómarinn Marit Sunde, til vinstri á myndinni, sagðist gjarnan vilja taka þennan tíbeska spaniel-hund með sér heim. Hann heitir Tíbrár Tinda Tamino. Óvíst er að eigandinn, Auður Valgeirsdóttir, til hægri á myndinni, léti hann auðveldlega af hendi. þróast náttúrulega öldum saman. Islenski fjárhundurinnn er einmitt einn af þeim og mér finnst hann af- ar skemmtilegur." Paul Stanton segir að Hunda- ræktarfélag íslands eigi heiður skilið fyrir mikla vinnu í þágu hundaræktar og hundeigenda á Is- landi. „Félagið er afar kraftmikið og sýningar þess eru engu líkar. Hvergi í heiminum er tekið jafn vel á móti dómurum og hér og Islend- ingar eru gestrisnir frá náttúrunn- ar hendi. Þeir gera ekkert til að reyna að ganga í augun á okkur, heldur koma þeir til dyranna eins og þeir eru klæddir. Eg er hrifinn af því,“ segir hann og minnist enn eina ferðina á ánægju sína með frammistöðu hunda og eigenda þeirra á sýningunni. Hluti _af starfsemi Hundaræktar- félags Islands er þjálfun ungra sýnenda, barna og unglinga á aldr- inum 10-17 ára. Er þá metið hversu vel hundur er sýndur, hversu góðu sambandi sýnandi nær við hundinn og hversu góða þekkingu hann hef- ur á viðkomandi hundakyni. „Ung- ir sýnendur hér eru á heimsmæli- kvarða. Þeir eru mjög vel þjálfaðir og hafa mikla þekkingu á hundum og meðhöndlun þeirra. Mér fannst stórkostlegt að sjá stóran hóp ung- menna sýna hunda af svo mikilli natni.“ Með ræktunarstaðla á náttborðinu Paul Stanton segist hafa fyrir reglu að lesa ræktunarstaðla áður en hann dæmir á sýningum. „í ræktunarstaðli hverrar tegundar eru mörg atriði sem hafa þarf í huga á hundasýningu og mér finnst best að rifja þau upp kvöldið áður en ég dæmi.“ Aðspurður kveðst hann hafa verið hrifinn af ensku springer spaniel-hundunum sem hann skoðaði hér. „Einnig fundust mér sumir írsku setter- hundarnir mjög góðir. Innan um eru ekki eins fallegir hundar, en þeir bestu eru miklu betri en írsku setter-hundarnir í Svíþjóð. Ensku setter-hundarnir þóttu mér líka mjög fallegir og almennt fannst mér skapferli allra hundanna sem ég dæmdi einstaklega gott. I stuttu máli get ég með góðri sam- visku sagt að íslensk hundarækt sé á uppleið og að mér finnist hvergi betra að dæma en á íslenskum hundasýningum.“ FIMMTUDAGUR 7. OKTOBER 1999 4. 49 FRETTIR „Fegurð 1999 og 2000“ „EINS og fram hefur komið, fer fegurðardrottning Islands Katrín Rós Baldursdóttir til London í næsta mánuði og tekur þátt í keppninni Ungfrú Heimur (Miss World) sem fram fer í Grand Hall Olympia þ. 5. desember nk. Er þetta önnur keppnin sem Katrín Rós tekur þátt í sem fulltrúi ís- lands en í júní keppti hún í Ungfrú Evrópa (Miss Europe) í Beirút og komst þar í 15 stúlkna úrslit. As- björg Kristinsdóttir sem hreppti 2. sætið í Fegurðarsamkeppni fs- lands keppir í Japan í Miss International þ. 14. desember nk. og Bryndís Björg Einarsdóttir verður fulltrúi íslands í Stuttgart í Þýskalandi í Queen of the World, 4. desember. Aðrar keppnir sem Feg- urðarsamkeppni íslands hefur sent þátttakendur á þessu ári og er um- boðsaðili fyrir eru Miss Teen Tourism World í Tallin, en þar bar Elva Björk Barkardóttir sigur út býtum og nýverið kepptu Bryndís Björg og íris Wigelund í Ungfrú Norðurlönd, en sú keppni var hald- in um borð í skemmtiferðaskipinu MS Cinderella sem siglir milli Tall- in í Eistlandi og Helsinki. Finnst stúlka hreppti þann titil. Nú er í fullum gangi undirbún- ingur um allt land fyrir keppnina Herra ísland 1999, en hún verður haldin á Broadway þ. 25. nóvember nk., fjórða árið í röð. Sigurvegari ýg^mb l.i is ALLTAf= e!TTH\SJ\Ð A/ÝT7 síðasta árs, Andrés Þór Björnsson var fulltrúi íslands í júníkeppninni Manhunt International á Manilla, Filippseyjum og lenti þar í 6. sæti, en í því þriðja í Netkosningu sam- nefndrar keppni. Nú þegar er hafin skráning til- vonandi Fegurðardrottninga árs- ins 2000,“ segir í fréttatilkynningu frá Fegurðarsamkeppni íslands. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qfuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 * v Helena Rubinstein Kynning í Líttu við TwoWay POWDER CAKE MAKE-LlP Nýr púðurfarði, sem nota má þurran eða með rökum svampi. Fljótlegur í notkun og samlagast húðinni fullkomlega. DAG OG A MORGUN. OG FÁÐU RÁÐGJÖF. Glæsilegur kaupauki SNY’RTIVÖRUYERSLUNIN fylgir þegar verslað er fyrir GLÆSÍ.F kr. 3.500 eða meira. Sími 568 5170. ÞAÐ KOSTAR ÞIG EKKI MIKIÐ AÐ ■ ■ AUKA AFKOSTIN í VINNUNNI Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 22.632 kr. ó mánuði Fjármögnunarleiga Útborgun 199.799 kr. 12.327 kr. á mánuði Rekstrarleiga er miðuð er vi8 24 mánuSi og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarieiga er mi8u8 viB 60 mánuSi og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiBslur en viSkomandi fær hann endurgreiddan ef hann er me8 skattskyldan rekstur. Allt verð er án vsk. ATVINNUBÍLAR FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Grjótháls 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1225 hyurdri r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.