Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 50

Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 50
>0 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Rakel Sólborg Árnadóttir fæddist á fsafirði 27. ágúst 1936 en ólst upp í Hnífsdal. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 29. september síð- ’ astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- ! mundína Rannveig Ragúelsdóttir, f. 21. ♦ júní 1898, d. 4. maí I 1986, og Sigurður ! Árni Jónsson, f. 10. júlí 1900, d. 9. apríl j 1987. Hún á tvö al- * systkini á lífi: Aðalheiði Árna- dóttur, f. 19. des. 1929, og Hörð Líndal Árnason, f. 3. mars 1934. Látin eru Jón Guðmundur Árnason, f. 4. febr. 1927, d. 28. | júlí 1935, og Júlíana Ólöf Árna- dóttir, f. 7. júní 1930, d. 3. okt. 1953. Frá fyrra hjónabandi móður hennar eru tvö hálf- systkin á lífi, Sigur- borg Helgadóttir, f. 7.10. 1920, og Júlíús Helgason, f. 4.2. 1923. Látinn er Matthías Helgason. Rakel giftist 9. ágúst 1958 Braga Guðmundssyni, lækni, f. 6.12. 1932. Hann er sonur hjónanna Guð- rúnar Sigurðardóttur og Guðmundar Sveinssonar, kaupfé- lagsstjóra í Hafnarfirði. Börn Ra- kelar og Braga eru: 1) Guðmund- ur Rúnar, prentari, f. 19.12. 1955. Kona hans er Ásta Gunnarsdóttir ritari, f. 5.7. 1957. Þeirra börn eru Egill, f. 19.8. 1981, og Snorri, f. 12.9. 1983. 2) Sigríður Árný, húsmóðir, f. 21.1. 1958. Fyrri maður hennar var Kristinn Þór Jónsson, f. 27.6. 1958. Börn þeirra Bragi Þór, f. 1.3.1978, og Donna Ýr, f. 22.12. 1981. Seinni maður hennar er Eyjólfur Guð- jónsson skipstjóri, f. 27.6. 1960. Börn þeirra eru Elín Sólborg, f. 18.11. 1992, og Guðrún Eydís, f. 24.12. 1993. 3) Þorsteinn, prent- smiður, f. 15.1. 1962, kvæntur Malín Shriimekha, f. 10.6. 1965. Börn þeirra eru Daníel Freyr, f. 14.7. 1990, og Rakel Ósk, f. 13.7. 1991.4) Daði, húsasmiður, f. 3.4. 1963, kvæntur Ingu Jóhanns- dóttur hárgreiðslumeistara, f. 15.8. 1963. Börn þeirra eru Ýal- geir, f. 19.1.1992, og Viktoría, f. 19.1. 1992. Rakel var húsmóðir meðan börnin voru lítil, en starfaði sxðan við verslunar- störf. Hafði yndi af ræktunar- störfum og hannyrðum. Tók þátt í félagsstarfi eldri skáta og störfum SIBS. Rakel Sólveig verður jarð- sungin frá Frx'kirkjunni í Hafn- •arfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. RAKEL SÓLBORG » ÁRNADÓTTIR Það er komið haust og vetur í nánd, ! styttist í snjóinn og verður mér hugs- > að til baka þegar ég var h'til á leið ; heim úr skólanum með nýju skóla- ; ^fcöskuna mína, vitandi að heima biði i mín mamma sem segði: Hlýjaðu þér j við ofninn og ég skal gefa þér heitt I kakó. Þú varst alltaf til staðar íyrir ; okkur öll systkinin og hlúðir vel að ; okkur. Það var orðin hefð að þegar við komum heim var kallað um leið og dymar voru opnaðar: „Júhú“ og beðið smástund þar til heyrðist innan úr húsi sama svarið og var þá gengið inn og sest við eldhúsborðið þar sem gleði ríkti. Það var alltaf stutt í brosið og hláturinn hjá þér. Vinkonur mínar öf- unduðu mig af því að eiga svona glað- í ^lega móður. Stundum, þegar ég kom heim úr skólanum, var vinkona mín í heimsókn hjá þér, en ekki að heim- sækja mig - og var ég montin af því. Við áttum frænkumar og mágkon- 1 urnar margar góðar stundir með þér, ' elsku mamma, yfír Burdablöðum við að skoða hvað við ættum að sauma næst, því þú kenndir okkur að taka upp snið og sauma, enda hafðir þú lært það og kunnir því vel að hagnýta notaðan fatnað og sauma föt á okkur bömin meðan fjárhagur var þröngur á námsámm pabba. Þú hafðir líka mjög gaman af því að sauma út og ; gerðir töluvert af því. Nú síðast varst þú að Ijúka við púða sem þú ætlaðir að gefa bamabömunum þínum. Elsku mamma. Þú tókst að þér | ^frumburð minn Braga Þór þegar | hann var bara þriggja mánaða og passaðir hann svo ég gæti farið aftur að vinna. Mér fannst gott að vita af | honum hjá ykkur pabba, því hann sá ■ ekki sólina fyrir ykkur. Þið vorað f alltaf svo góð við hann. Síðar þegar við foreldrar hans 5 skildum vildi hann bara vera hjá ykk- ur og tókuð þið hann alveg að ykkur og óluð hann upp sem son ykkar frá sex ára aldri. Hann naut því kærleika ykkar og er ég ykkur ævarandi þakk- lát fyrir það. Við voram ekki bara mæðgur; við voram h'ka trúnaðarvin- konur. Eg gat sagt þér allt og alltaf leitað til þín með hvað sem var og alltaf reyndist þú mér heilráð. Mér þótti á sinn hátt erfitt að flytja búferlum til Vestmannaeyja því það var svo langt frá ykkur, en þá tókum við bara upp símann og oft vora löng símtöl. Þú komst síðast til Eyja í sumar og tókst þátt í gleðiatburði hjá dótt- urdóttur þinni þegar hún var kosin Sumarstúlka Vestmannaeyja og varst þú mjög stolt af henni og ánægð að hafa komið. Vorið var tími ykkar pabba. Þið biðuð eftir því með mikilli tilhlökk- un, því þá styttist í að þið færað að fara í ferðalög á ferðabílnum ykkar, sem veitti ykkur svo mikla ánægju. Það var alltaf mikill undirbúningur fyrir hverja ferð, því allt var þaul- skipulagt og þið ferðuðust út um allt land og erlendis, ýmist ein eða með góðum félögum. Þið vorað fyrir nokkram mánuðum búin að koma ykkur fyrir í nýju húsi og vorað búin að vinna af kappi að því að koma því upp og koma garðinum í stand. Þið hlökkuðuð til að eyða þar ævikvöldinu saman - það var bjart framundan. Þú fékkst svo góða skoð- un síðast hjá lækni þínum, sem hafði annast þig í nær tíu ár, og var sú or- usta nærri unnin. En þá komu upp ný veikindi og ekki varð við neitt ráðið. Þú barðist eins og hetja þar til yfir lauk með pabba ávallt þér við hlið. Elsku Heiða. Við þökkum þér þann kærleik, sem þú sýndir systur þinni og okkur alla tíð og sérstak- lega þökkum við þér umhyggjuna í hinum erfiðu veikindum hennar. Þið 1 1 I I f x i 1 T Móðir okkar, HELGA BENEDIKTSDÓTTIR frá Bergsstöðum, lést á Sjúkrahúsi Húsavikur að kvöldi þriðju- - dagsins 5. október. Börnin. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN MAGNÚSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 6. október á líknardeild Landspítalans. Jarðarförin verður auglýst síðar. Halldór G. Ólafsson, Anna Björg Halldórsdóttir, Halla Sólveig Halldórsdóttir, Sigurjón Páll Högnason, Magnús Ólafur Halldórsson, Karl Sigurjónsson, Freyja Sigurjónsdóttir, Halldór Steinn Halldórsson. vorað alla tíð svo nánar og missir þinn er líka mikill. - Guð blessi þig. Það er yndislegt að alast upp í skjóli ástríkra og góðra foreldra. Það fór ekki framhjá neinum, sem til þekkti, að milli ykkar ríkti gagn- kvæm ást og virðing. Elsku pabbi, þú átt margar yndis- legar minningar um góða eiginkonu sem munu ylja þér um ókomna tíð. Ég bið Guð að veita þér styrk í þinni miklu sorg. Ég kveð þig, elsku mamma, með þeim orðum sem við voram alin upp við og sögð vöra áður en við fóram að sofa: „Góða nótt, takk fyrir í dag.“ Og þið pabbi svöraðuð: „Sömuleiðis." „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Sigrfður Á. Bragadóttir. Elsku Rakel. Mig langar að minn- ast þín með nokkrum orðum. Ég kynntist Rakel og Braga árið 1953 en þá var ég nýtrúlofuð Herði, bróður hennar. Við eignuðumst fyrstu bömin okkar á sama árinu, en sam- gangur var ekki mikill þá vegna þess að þau bjuggu í Hafnarfirði en við á ísafirði, en seinna fluttust þau til Þingeyrar þar sem Bragi var læknir og hittust þá fjölskyldumar oftar. Svo var það árið 1974 að við fluttumst til Hafnarfjarðar en þið bjugguð þar fyr- ir. Urðu þá tengslin nánari. Það var yndislegt að koma til ykkar. Við þökk- um fyrir allar skemmtilegu stundim- ar og frábæra matarboðin. Undanfarin átta ár hafa systkinin hist í Þjórsárdal hjá okkur. Hafa þetta verið kölluð hin árlegu systra- kvöld. Þá er mikið sungið og trallað og systkinin hafa rifjað upp gömlu daganas í Hnífsdal. Svo var það núna 8. ágúst að þú komst til okkar í dalinn. Ég vissi að Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ þú varst búin að vera lasin en þú varst ákveðin í að koma. Þú reyndir að vera kát og hress en við sáum að þú varst ekki eins og þú áttir að þér að vera. Daginn eftir fórst þú á spít- ala og þú komst ekki þaðan aftur. Þú sem ætlaðir að gera svo mikið, fara með litlu bamabömin í útilegu, fara með þau á hestbak, fara á Danska daga í Stykkishólmi og þeys- ast með Braga á fina ferðabílnum. Nú er þínu stríði lokið, þú vildir helst aldrei tala um veikindi, sagðiralltaf: „Mér líður vel.“ En svona var Rakel, hún kvartaði aldrei. Elsku Bragi, Guðmundur, Sigga, Doddi, Daði og fjölskyldur, við vott- um ykkur innilega samúð okkar. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Sigríður og Hörður. Elsku amma mín. Mig langar að kveðja þig með nokkram orðum. Það fyrsta sem kemur uppí huga mér er þegar ég var h'tíl og ég var á Smáralundi. Þá komst þú alltaf að sækja mig og við löbbuðum svo sam- an heim á Fjóluhvamm og lékum okk- ur saman þar til mamma kom og sótti mig. Þú varst alltaf svo góð við mig, elsku amma mín. Ég man líka síðast þegar þú komst til okkar í heimsókn. Þá varstu að koma og fylgjast með mér í sumarstúlkukeppninni. Þú varst sú eina sem komst ofan af landi. Þeg- ar ég vann varstu svo ánægð með mig. Mér þótti afar vænt um að þú komst að fylgjast með mér. Síðan dró ský fyrir sólu og þú varðst veik en þú stóðst þig alltaf eins og hetja í veikindum þínum en síðan þegar nær dró varstu ekki með næg- an kraft og þá kallaði Guð á þig til sín. Elsku amma, mín ég vildi að þú værir hér enn þá en ég veit að núna líður þér vel hjá Guði. Elsku amma mín, ég skal passa afa fyrir þig. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér í gegnum h'fið. Ég elska þig. Þín Donna Ýr. Elskuleg mágkona mín, Rakel, hefur kvatt þetta jarðlíf. Erfiðu veikindastríði er lokið, söknuðurinn er mikill og sár. I sjúkdómsbai-átt- unni sýndi Rakel ótrúlegan kraft og æðraleysi og endurspegluðust þar allir hennar bestu kostir. Létt lund, hláturmildi og jákvæðni hjálpuðu henni og hennar nánustu við að takast á við erfiðleikana. Góðar minningar um hana munu einnig hjálpa við að græða það sár sem fráfall hennar er. Við eram fimm systkinin og þrjú bjuggu lengi í sama húsi ásamt mök- um, börnum og mömmu. Á þessum árum hlóðust niður börn okkar systkinanna, alls 19, og öll á svipuð- um aldri. Ég bjó í Kópavogi og kom náttúrlega oft í heimsókn með mína grislinga og þá varð nú kátt í höllinni með allan skarann. Saumaklúbbur- inn okkar Sigurrós starfaði líka af miklum krafti, þar stóð fjörið oft fram á miðja nótt og Rakel naut sín vel því hún var alltaf til í allt skemmtilegt. Rakel hafði yndi af því að ferðast. Hún elskaði landið okkar og náttúr- una. Bragi og Rakel áttu margar af sínum bestu stundum á ferðalögum um landið. Þar var hún drottning drottninga. Þau ferðuðust einnig töluvert erlendis og var ég svo hepp- in að fara með þeim í nokkrar slíkar ferðir. Þá átti Rakel það til að týnast í stóra verslununum. Hún gleymdi stund og stað við að finna gjafir handa barnabörnunum sínum, sem vora hennar líf og yndi. Elsku Rakel, þú varst hetja til hinstu stundar. Élsku bróðir, börn og barnabörn, Guð gefi ykkur styrk. Eg kveð elskulega mágkonu og góð- an vin eins og við voram vön að gera í fjölskyldunni: „Takk fyrir í dag - sömuleiðis.“ Sigríður Vilborg (Sigga Bogga). Elsku uppeldissystir. Við lok veg- ferðar þinnar á þessu tilverastigi, leit- ar hugurinn heim á fomar slóðir, þar sem við ólumst upp. Hnífsdalur, um miðja öldina, var sérstakur heimur þar sem friður ríkti þótt heimsófrið- urinn geisaði allt um kring. Þama bjó harðgert og duglegt fólk sem lét hverjum degi nægja sína þjáning. Allt snerist um sjóinn, að draga björg í bú. Við getum verið Guði þakklát fyrii að hafa kynnst kröppum kjöram. An þess hefðum við aldrei kunnað eins vel að meta góða daga. Er það ekki íhugunarvert, að við skyldum deils sama rúminu með afa og ömmu, for- eldram þínum? Að stundum vora engir peningar til að kaupa mat? Er þetta farsælaðist, því alltaf var nóg ai blessuðum fiskinum, ókeypis. Hans var neytt kvölds og morgna flesta daga. A þessum stað höfðu flestii gott hjartalag og náunganum rétt hjálparhönd. Það er eins og flestai æskuminningar séu umvafðar sól og sumri. Stundum lékum við okkui saman, þótt oftar hélduð þið stelp- urnar hópinn. Manstu hvað var gam- an þegar við renndum okkur á sleð- um í Hreggnesanum? Hvað það vai mikið ævintýri að standa undii ljósastaurnum á Stekkjunum og horfa á þétta ljónslappadrífuna falla? Töfrar sumarkvöldsins er við systkin- in gengum saman í Bugtinni, í áttina að Skarfakletti? Einhver yndisleg samkennd sem aldrei gleymist! Hvaó það var gott að koma heim til ömmu og láta hana blása lífi í kalda fingur? Minningabrotin streyma fram. „Gleð- in er heilust og dýpst við það smáa.‘ Ég minnist þess aðeins einu sinni aó hafa reiðst þér, kæra systir. Þú drósl mig heim eitt kvöldið, er ég neitaði aó koma í háttinn! Nú skil ég að þú gerðir rétt og er þér þakklátur fyrii að hafa hjálpað mér að læra lexíu ag- ans. Án hans eram við ekki fijálsii menn. Okkar yndislegu systram, Júlíönu heitinni og Aðalheiði, var gefin meiri lífsorka í vöggugjöf, en í gegnum minningarnar skynja ég alltaf þína góðu nærvera og umhyggju. Það vai okkur öllum hræðilegt áfall þegar Júlíana féll frá, af slysföram, í blóma lífsins. Hún sem var svo þroskuð. falleg og yndisleg. Það sár hefur vilj- að seint gróa. Nú umvefur hún þig kærleika sínum á æðra tilverastigi og ég veit að amma og afi hafa líka tekið vel á móti þér. Þú fluttist suður til Hafnarfjarðai með foreldram þínum. Það var gæíú- spor. Þar kynntist þú eftirlifandi maka, Braga Guðmundssyni yfir- lækni, sem var að hefja nám í læknis- fræði. Samband ykkar einkenndist ai gagnkvæmri ást og virðingu svc aldrei bar skugga á. Þið áttuð bama- láni að fagna. Fjögur mannvænleg böm. Skátastarf var eitt af því sem tengdi ykkur saman og þar konrfrair. vilji ykkar til að láta gott af sér leiða. Þið leituðust við að kynnast landinu sem best og tókuð fyrir afmarkaó svæði í hvert sinn, nú í sumar Skag- ann. Húsbíllinn góði var þá hið mesta þarfaþing. Af miklum dugnaði og eljusemi byggðuð þið ykkar fyrsta hús, á námsáranum, ásamt foreldram þínum. Síðar reistuð þið þrjú glæsi- leg einbýlishús þar sem allt bar vitni um þinn góða smekk og hlýju. Þegai bömin vora flogin úr hreiðrinu flutt> uð þið úr Fjóluhvammi í Fjóluhlíð. Þar var ætlunin að eyða efri áranum. En þá reið ógæfan yfir. Sjúkdómur- inn tók sig upp aftur. Nú var þat hinn óbilgjami sláttumaður sem hafði betur. Þannig lítur það út á yfirborð- inu en við vitum að látinn lifir og „anda sem unnast fær eih'fð aldrei aó skihð“. Þú varst einstaklega glæsileg húsmóðir, eins og þið systumar allar. Seint munu gleymast heimboðin, eins og það sem þú hélst okkur systkinum þínum, í nýja húsinu í vetur. Lærð- ustu kokkar og framreiðslumenn hefðu ekki gert betur. Hafðu heila þökk fyrir allt örlætið. Elskulegs systir. I hretviðram lífsins er sem okkur sé ekki alltaf sjálfrátt. Okunn- ug öfl hafi okkur að leiksoppi og þac bitni á þeim sem okkur þykir vænst um innst inni. Firring nútímans ei andlegur sjúkdómur sem læsir víða klónum, en kærleikur og fyrirgefning jafna allar örlagaskuldir. Orð þjóðskáldsins, Bjarna Thorarensens, lýsa þér betur en mörg orð: Ei þó upp hún fæddist í öfflinga höllum, látasnilld lipur var henni sem lofðunga frúvum. Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.