Morgunblaðið - 07.10.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 07.10.1999, Síða 52
<52 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HALLDOR BEN ÞORSTEINSSON tHalldór Ben Þorsteinsson leignbflstjóri fæddist í Reykjavík 5. maí 1942. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 29. september siðastliðinn. For- eldrar hans voru Asthildur Kristjáns- dóttir, húsmóðir frá Stekkjartröð í Eyr- arsveit, f. 6.9. 1917, d. 12.10. 1993, og Þorsteinn Halldórs- son, rakarameistari frá Neskaupstað, f. 2.4.1916, d. 10.6. 1990. Halldór ólst upp á Ljósalandi á Seltjarnarnesi, elstur sex systkina, sem eru: Þórarinn, f. 1943, d. 1975, Bene- dikt, f. 1946; Stein- þór, f. 1947; Jónína Ingibjörg, f. 1948; Erla Kristjana, f. 1953. Halldór kvæntist 23.10. 1965 Steinunni Guðbjartsdóttur, hús- móður, f. 13.10. 1946, d. 22.7. 1978. For- eldrar hennar voru Sigurborg Magnús- dóttir og Guðbjartur Erlingsson sem eru bæði látin. Börn þeirra eru Þorsteinn Halldórsson, blikksmiður, f. 27.5. 1966, og Ásthildur Halldórsdótt- ir, húsmóðir, f. 3.7. 1968. Eigin- maður hennar er Þórarinn Haf- Mig langar að skrifa nokkur orð um hann pabba minn. Hann var alltaf tilbúinn að aðstoða okkur fjölskylduna, alveg sama hvað það var. Eins og þegar hún Steinunn mín fæddist. Það gekk erfiðlega og þegar hann vissi það var hann strax kominn. Hann talaði um að hafa aldrei verið eins fljótur á leið- inni til mín og að auki gleymt öku- skírteininu og það hafði ekki kom- ið fyrir hann áður að gleyma því heima. Þegar eitthvað þurfti að gera sem ég réð ekki við og Tóti var á sjónum var pabbi mættur til að aðstoða mig, sama hvað það var. Það hefur alltaf verið gaman hjá okkur og krökkunum þegar við höfum komið til ykkar Sollu í sum- arbústaðinn og í Árbæinn. Þú varst alltaf mjög félagslynd- ur sem sýndi sig þegar þú varst á spítalanum í sumar. Þú hafðir mik- ið samband við fólk og varst opin- skár um veikindi þín. Þú vissir að þú áttir ekki eftir langan tíma með + Ástkær sonur okkar og bróðir, BIRGIR ÞÓR HÖGNASON, Keldulandi 3, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 3. október, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 8. októ- ber kl. 13.30. Hadda Halldórsdóttir, Högni Jónsson, Esther Gerður Högnadóttir, Marteinn Karlsson, Þórunn Högnadóttir, Brandur Gunnarsson. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REIMAR MARTEINSSON, Hlévangi, Keflavík, áður Hátúni 14, andaðist á Sjúkrahúsi Keflavíkur þriðjudaginn 5. október. ívar Reimarsson, Guðmunda Reimarsdóttir, Þóra Reimarsdóttlr, Margrét Reimarsdóttir, Sigrún Reimarsdóttir, Guðfinna Reimarsdóttir, Marteinn Reimarsson, Þórður Reimarsson, Lilja Gísladóttir, Ingibjörg Sigurvaldadóttir, barnabörn og Guðfinna Guðmundsdóttir, Júlíus Högnason, Sveinbjörn Gunnarsson, Sturla Högnason, Óskar Guðmundsson, Ema Snorradóttir, Hjörtur Sveinsson, , Kristján Baldursson, barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NANNA INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR frá Brekku, Bæ í Lóni, Digranesvegi 40, Kópavogi, lést á Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn 5. október. Útför tilkynnt síðar. Helena Á. Óskarsdóttir, Díana R. Óskarsdóttir, Birna H. Chrístian Óskarsdóttir, Don E. Christian, Erna M. Óskarsdóttir, Haukur F. Sigurðsson, í barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR berg, bflstjóri, f. 27.4. 1966, og eiga þau þrjú börn sem eru Steinunn Asdís, f. 31.12. 1990, Halldór Unnar, f. 8.6. 1993, og Hafþór Sindri, f. 10.7. 1996. Seinni kona Halldórs er Sól- veig S. Sigurðardóttir, f. 10.4. 1945, stuðningsfulltrúi. For- eldrar hennar voru Regína Jak- obsdóttir og Sigurður Jónsson. Dóttir hennar er Bára Rós Björnsdóttir, f. 18.11. 1969, að- stoðar ver slu narstj ór i. Halldór starfaði sem bflstjóri mestan hluta starfsævi sinnar en fór einnig á sjó, aðallega sem matsveinn, og stundaði ýmis önnur störf, meðal annars hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Halldór gekk í Kiwanisklúbb- inn Kötlu 1984 og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. forseti klúbbsins 1988-1989. __ títför Halldórs fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. okkur hér og vildir nýta tímann vel. Eg bið Guð að styrkja okkur öll. Ásthildur, Þórarinn og krakkarnir. Nú er baráttan búin. Þetta var mikil barátta frá því snemma í sumar þegar Dóri greindist með illkynja sjúkdóm. Þrátt fyrir gífur- lega erfið veikindi hafði hann mik- inn andlegan styrk sem hélst alveg til loka. Þetta sáum við greinilega þegar hann vildi fara á Kiwanis- fund 15. sept. sl. Hann ætlaði sér að klára Kiwanisárið með 100% mætingu og það tókst honum. Þetta komst hann á viljanum ein- um saman. Þetta lýsir honum mjög vel, hann gerði það sem hann ætl- aði sér. Eg kynntist Dóra fyrir um 20 árum, þegar hann kynntist mömmu minni. Mér leist strax vel á manninn enda kom okkur alltaf vel saman. Með honum eignaðist ég tvö eldri systkini, Steina og Ásthildi. Fyrstu jólin sem við vorum öll saman vorum við fimm í 2ja her- bergja íbúð í Hafnarfirði. Þetta voru mjög góð jól. Eftir það flutt- um við í Árbæinn þar sem við höf- um búið síðan. Fyrir nokkrum árum var ráðist í það að byggja sumarbústað og höf- um við átt þar margar góðar stundir. Sérstaklega krakkarnir hennar Ásthildar systur sem fengu að smíða með afa og fleira. Það var gaman að sjá hvað við gátum gert mikið af þessu sjálf. Dóri var nú ansi handlaginn og kláraði hann nú ýmislegt áður en hann veiktist í vor. Elsku Dóri, ég vona að þú vitir hvað ég er þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir pabba öll þessi ár. Þar sem þú varst alltaf til staðar iyrir mig á góðum sem og erfiðum stundum. Það var sama hversu lít- ið það var, þú varst alltaf tilbúinn að aðstoða. Elsku mamma, Steini, Ásthildur + Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HARALDUR HERMANNSSON rafvirkjameistari, Fellsmúla 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 5. októ- ber. Jarðarförin auglýst síðar. Pálína Kjartansdóttir, Halldóra Haraldsdóttir, Ingólfur Arnarson, Sigrún Haraldsdóttir, Jón Ástvaldsson, Bergþóra Haraldsdóttir, Guðmundur Ómar Þráinsson, Herdís Haraldsdóttir, Björn Hjálmarsson, Kjartan Haraldsson, Sigríður E. Magnúsdóttir og afabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSTRÓS FRIÐBJARNARDÓTTIR, Hraunprýði, Hellissandi, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju laug- ardaginn 9. október kl. 14.00. Sætaferðir frá BSl kl. 10.30. Sveinbjörn Benediktsson, Óttar Sveinbjörnsson, Guðlaug fris Tryggvadóttir, Friðbjörn Jón Sveinbjörnsson, Erla Benediktsdóttir, Benedikt Bjarni Sveinbjörnsson, Eggert Þór Sveinbjörnsson, Soffia Dagmar Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR f rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410. og fjölskylda. Megi Guð gefa okk- ur styrk. Bára Rós. Ekki átti það fyrir mér að liggja að ná að kveðja þig, gamli félagi, þegar við komum til þín varstu sof- andi og hafðir verið þreyttur, morguninn eftir kom kallið, stórt skarð var höggvið, gamall félagi horfinn. Halldóri Ben Þorsteinssyni kynntist ég á vordögum 1977 þeg- ar ég mætti á minn fyrsta AA-fund í Langholtskirkju. Eg þekkti á honum svipinn því hann hafði verið leigubílstjóri einhverjum árum áð- ur og þá menn þekkti maður vel í þá daga. Með okkur Dóra tókust góð kynni það var oft sem boðið var í kaffi í Gaukshólana og setið þá eithvað frameftir og spjallað. Dóri hafði verið á sjó og ég var á sjó á þessum tíma og við ráðgerð- um að fá okkur skipspláss á togara og skipta því á milli okkar en af því varð ekki og aldrei fór ég á togara en einhverja túra tók hann á sjó. Það var mikið áfall fyrir Dóra þeg- ar fyrri kona hans dó. Það gerðist á AÁ-móti í Borgarfirði. Hann stóð einn með tvö börn en honum tókst vel uppeldið á þeim og hann sá vel um heimilið. Á þessum tíma flutti hann með börnin í Kópavoginn, þangað var líka oft komið eftir fundi. Þegar ég flutti norður með mína fjölskyldu rofnaði sambandið um tíma. Á þeim tíma hafði Dóri kynnst nýrri konu, Sólveigu, konu sem átti eftir að reynast honum vel, þau áttu mjög vel saman. Við hittumst eitt sinn á AA-móti á Akureyri, þá var drukkið kaffi í sendibílnum sem þau voru búin að innrétta þannig að þau gátu sofið í honum. Á leiðinni suður komu þau við á Króknum ásamt fleiri göml- um og góðum félögum og var mik- ið rætt og varð þetta eftirminni- legur dagur. Þegar við fluttum aft- ur suður hitti ég Dóra fljótlega og þá var hann genginn til liðs við Kiwanishreyfinguna og þegar hann vissi að ég hafði starfað í sömu hreyfmgu fyrir norðan var hann fljótur að bjóða mér á fund í sínum klúbbi og bauð mér síðan að ganga í klúbbinn sem ég og gerði. Störfuðum við saman þar í nokkur ár og var ég t.d. kjörforseti í hans stjórn þegar hann var forseti. Eg varð því miður að hætta í hreyf- inguni en hann hélt áfram og var sannur Kiwanismaður. Það sem Dóri tók að sér að gera var vel gert. Hann skilaði verki sínu vel frá sér, hann kom vel undirbúinn á fundi og var duglegur að finna ræðumenn á fundi og duglegur við að lífga upp á fundina þegar hann var forseti. Mér fannst þetta vera svona í hans lífi. Það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, það var vel gert, hann gekk ekki að verki óhugsað, hann ráðfærði sig við aðra og leitaði eftir svörum. Hann var sannur AA-maður og gat státað af því að eiga langan og góð- an tíma innan samtakanna. Fé- lagahópurinn úr samtökunum er æði stór þó svo að þar séu líka nokkrir sem hafa lagt í langt ferðalag. Dóri tók þátt í stofnun nýrra deilda og t.d. stofnaði hann ásamt öðrum félögum Árbæjar- deild AA-samtakana, mánudags- deild sem hefur stækkað mikið í áranna rás. Þar var lagður góður grunnur, deildin stór og samtaka- mátturinn mikill. Kæri félagi, nú er komið að því að kveðja og ég þakka þér sam- gönguna þessi ár, þau eru mér mikils virði og fyrir þau þakka ég. Fjölskyldunni allri votta ég sam- úð mína. Minning um góðan dreng mun lifa. Guð gefi tnér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Guðjón H. Finnbogason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.