Morgunblaðið - 07.10.1999, Síða 54
54 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Úrslitaskákin
SKAK
Iteykjavík
ISLANDSMEISTARAEINVÍGIÐ
29. sept. - 3. okt.
STAÐAN í einvígi þeirra Hann-
esar Hlífars Stefánssonar og Helga
Ass Grétarssonar var jöfn eftir
þrjár fyrstu skákirnar, báðir höfðu
hlotið einn og hálfan vinning. Það
var því síðasta skákin í bráð-
skemmtilegu fjögurra skáka einvígi
þeirra sem réð úrslitum um það
hvor þeirra hreppti íslandsmeist-
aratitilinn. I skákinni kemur upp
hvasst afbrigði í spænskum leik.
Eftir 22 leiki nær hvítur varanlegu
frumkvæði, en svartur teflir vörn-
ina af mikilli nákvæmni. Eftir
fyrstu tímamörkin, þ.e. 40 leiki,
verður staðan mjög flókin. Þegar
líður að seinni tímamörkum eiga
keppendur aðeins um 1-2 mínútur
eftir á síðustu 10 leikina. Hannes
tekur það til bragðs að fóma manni
fyrir sterk sóknarfæri. Heigi Ass
finnur ekki sterkasta framhaldið og
fellur á tíma í 58. leik. í lokastöðuna
hefur hvítur góðar vinningslíkur.
Hvítt: Hannes Stefánsson
Svart: Helgi Áss Grétarsson
Spænskur leikur [C74]
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
d6 5. c3 f5 6. exf5 Bxf5 7. 0-0 Bd3
8. Hel Be7 9. Bc2 Bxc2 10. Dxc2
Rf6 11. d4 e4 12. Rg5 d5 13. f3 h6
14. Rh3
Ekki 14. Re6 vegna 14. - Dd7 15.
Rxg7 + Kf7 og riddarinn fellur.
14. - 0-0 15. Rd2
Ef 15. Rf4 þá kemur 15. - Bd6! með
hugmyndinni 16. Re6 Bxh2+! 17.
Kxh2 Rg4+ 18. Kg3 (ekki 18. fxg4
. vegna 18. - Dh4+) 18. - Dd6+ 19.
Bf4 Hxf4 20. Rxf4 g5 21. fxg4
Dxf4+ 22. Kh3 h5 23. De2 Kg7 og
við hótuninni hxg4+ og Hh8 er
ekkert svar.
15. - exf3 16. Rxf3 Hf7!?
Djúphugsaður leikur sem byggist á
því, að eftir 17. Dg6 Bd6 18. Bxh6
kemur Re7 19. Dg5 Rh7 20. Dg4
Rf6 með þrátefli. I skák Leko og
Júsupov í Vín 1996 varð framhaldið
16. - Dd7 17. Dg6 Dg4 18. Dxg4
Rxg4 19. Rf4 Hfd8 20. Re6 Hd7 21.
Bf4 og Leko fékk aðeins betra tafl
sem hann nýtti sér til sigurs.
17. Bf4!
Eftir 17. Rf4 Bd6 18. Re6 Dd7
gengur ekki 19. Bxh6 gxh6 20.
Dg6+ Kh8 21. Dxh6+ Rh7 og
f svartur nær að verjast.
17. - Bd6 18. Bxd6 Dxd6 19. Rf2
Byrjuninni er lokið og við tekur
miðtaflið. Hvítur stendur betur að
vígi vegna þess, að
reitirnir g6 og c5 í her-
búðum svarts eru
ákveðin skotmörk fyrir
hvítu riddarana.
19. - He7 20. Hxe7
Rxe7 21. Hel He8 22.
Rd3
Svartur er kominn í
vandræði sem skýrist
af því, að eftir 22. -
Rc6 kemur 23. Hxe8+
Rxe8 24. Rc5 Rd8 25.
Df5 með erfiðri stöðu á
svart og svipað má
segja um 22. - Re4 23.
Rd2! Rxd2 24. Dxd2 b6
25. De3 með yfirburða-
stöðu á hvítt.
22. - b6 23. c4 a5
Núna átti Helgi eftir u.þ.b. 5 mínút-
ur á næstu 17 leiki!
24. c5 Dd7 25. Rfe5 Df5 26. Db3
Hb8 27. Da3 He8 28. Da4 Hb8!
Þrátt fyrir lítinn tíma teflir Helgi
vömina mjög vel.
29. Da3
I fyrstu hugðist ég leika 29. Db5, en
sá ekkert vænlegt framhald eftir
Rg6.
29. - He8 30. cxb6 cxb6 31. Dd6
Rc8 32. Dc7?!
Betra er 32. Dc6! De6 33. Hcl Dxc6
34. Hxc6 og hvítur stendur mun
betur.
32. - De6!
Eg reiknaði aðeins með 32. - He7
33. Dc6 De6 34. Hcl Dxc6 35. Hxc6
He8.
33. Rg6 Re4 34. Rde5 Kh7 35. Hfl
Rf6 36. Rf4 De7 37. Dc6 Dd6 38.
Dc2+ Kg8 39. Dg6 He7 40. Df5
Ra7!
Síðasti leikur fyrir tímamörk. Nú
bætist við ein klst. á mann á næstu
20 leiki. Ekki var gott að leika 40. -
Hc7 vegna 41. Ré6 Re7 42. Dh3
Hc2 43. Hxf6! gxf6 44. Dg3+ og
svartur verður mát.
41. a4!
Leikið eftir 25 mínútna umhugsun.
41. - Rc6!
Ekki 41. - Db4 vegna 42. Rf3.
Einnig er 41. - b5 slæmt vegna 42.
g4 og hvítur hefur stórsókn.
42. Dc8+ Rd8 43. Hcl He8
Helgi hefur teflt vömina nákvæmt
og hefur rétt verulega úr kútnum.
Hvítur heldur þó ennþá frumkvæð-
inu.
44. Dc3 Rf7
Vafasamt væri 44. - Re6?! 45. Rxe6
Dxe6 46. Dc7 og hvítur hefur yfir-
burðastöðu.
45. Rfd3 Rg5! 46. Dd2
Ef 46. Db3 Re6 47. Hc6 Rxd4! 48.
Hxd6 Rxb3 49. Hxb6 Rcl með jöfn-
um möguleikum.
46. - Rfe4 47. Ddl
Drottningin stefnir á
kóngsvænginn.
47. - Dd8 48. Dg4 Rf6
49. Df5 Re6 50. Dg6
Nú áttu keppendur að-
eins 1-2 mínútur á
næstu 10 leiki og voru
næstu leikir leiknir á
leifturhraða!
50. - Hf8 51. Rg4 Kh8
52. Rxh6!? De8
Til greina kom að taka
manninn strax með 52.
- gxh6, en hvítur hefur
sóknarfæri eftir 53.
Dxh6+ Kg8 54. Re5.
53. Re5 gxh6 54.
Dxh6+ Kg8 55. Hc3
Rh7?
Rétta leiðin var 55. - Rh5! og í því
tilviki hefði hvítur ekki nægjanleg
sóknarfæri fyrir manninn.
56. Hg3+ Reg5 57. h4 Dxa4 58. Rf3
í þessari stöðu féll Helgi á tíma.
Rannsóknir leiða í ljós að hvítur
hefur góðar vinningslíkur eftir 58. -
Hxf3! 59. gxf3 (59. Hxg5+ Rxg5 60.
Dxg5+ Kf8 leiðir til jafnteflis)
Dxd4+ 60. Khl Ddl+ 61. Kh2
Dd2+ 62. Hg2 Df4+ 63. Khl Dxí3
64. Dg6!+ Kh8 65. hxg5 Dfl+ 66.
Kh2 Df4+ 67. Hg3 Df2+ 68. Kh3
Dfl+ 69. Kg4 Ddl+ 70. Kh4 Dhl +
71. Hh3 Del + 72 Kh5 og sleppur úr
þráskákinni! 1-0
Val keppenda
á erlend barnamót
Skáksamband íslands hefur nú
sett skýrar reglur um val keppenda
á bai-na- og unglingaskákmót er-
lendis. Valið byggist á íslenskum
skákstigum. Fulltrúar Islands
verða að uppfylla eftirfarandi stiga-
lágmörk:
Drengir
10 ára og yngri: Lágmarksstig 1.400
11-12 ára: Lágmarksstig 1.600
13-14 ára: Lágmarksstig 1.800
15-16 ára: Lágmarksstig 2.000
17-18 ára: Lágmarksstig 2.200
19-20 ára: Lágmarksstig 2.400
Stúlkur
10 ára og yngri: Lágmarksstig 1.200
11-12 ára: Lágmarksstig 1.300
13-14 ára: Lágmarksstig 1.400
15-16 ára: Lágmarksstig 1.500
17-18 ára: Lágmarksstig 1.600
19-20 ára: Lágmarksstig 1.700
Velja skal stigahæsta einstak-
linginn í hverjum flokki fyrir sig,
uppfylli fleiri en einn einstaklingur
stigalágmörkin. Sé stigahæsti ein-
staklingurinn af einhverjum orsök-
um forfallaður (t.d. gefi ekki kost á
sér eða sé í banni vegna brota á
hegðunarreglum) skal velja næst-
stigahæsta einstaklinginn og svo
koll af kolli, svo lengi sem þessir
einstaklingar uppfylla lágmarks-
kröfur um stig. Uppfylli enginn
kröfur viðkomandi flokks, verður
ekki sendur keppandi í þann flokk.
Stjórn SÍ á að tilnefna keppendur
á heimsmeistara-, Evrópumeistara-
og Ólympíumót tveimur mánuðum
fyrir mót. Á önnur mót er leitast við
að Ijúka tilnefningum u.þ.b. mánuði
fyrir mót.
Tilgreind stigalágmörk gilda ekki
um þátttöku í Norðurlandamótum
og þeim mótum þar sem sérstök úr-
tökumót eru haldin.
Skákmót á næstunni
8.10. SÍ. Deildakeppnin
18.10. Hellir. Fullorðinsmót
23.10. SÍ. Heimsm.mót barna
25.10. Hellir. Atkvöld
31.10. Hellir. Kvennamót
31.10. TR. Hausthraðskákmót
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
LUNDUR
FASTEIGNASALA
Sí M I 533 1616 FA X 533 1617
Sl'OURLANDSBRAUT 10. 2.HÆÐ, F/ÖFAN BLÓMASTOFU PRIÐFINNS, 108 RLYKjAVÍK
Sveinn Guðmundsson hdl. lögg. fast. Ellert róbertsson sölumaður Karl Gunnarsson sölumaður
Þorlákshöfn - Einbýli - Gott verð
Gott einbýli, ca 130 fm, með
stórum og góðum bílskúr ca
50 fm. í húsinu eru fjögur
svefnherbergi, stofa og
þvottahús. Hús á góðu verði,
gott tækifæri til að eignast
einbýli. Góð þjónusta á staðn-
um, m.a. sundlaug, stutt í alla
þjónustu. V. 7,5 m.
Hannes Hlífar
Stefánsson
KIRKJUSTARF
Neskirkja í Reykjavík.
Safnaðarstarf
Nýbreytni
í félagsstarfi
Neskirkju
AKVEÐIÐ hefur verið að breyta til í
félagsstarfi aldraðra á laugardögum
í vetur. Hefjast samverustundirnar
kl. 12.30 en ekki kl. 15 eins og verið
hefur undanfarin ár. Gera á tilraun í
vetur með að hafa heita tvíréttaða
máltíð á vægu verði fyrsta laugardag
hvers mánaðar. Margir þeirra sem
félagsstarfið stunda búa einir.
í þjónustustöðvum borgarinnar er
ekki seldur heitur matur um helgar
en eldri borgarar geta hins vegar
fengið sendan heim mat í bakka þá
daga.
Maðurinn er félagsvera. Það er
mikill sannleikur í því fólginn þegar
sagt er: „Maður er manns gaman“.
Menn hljóta að njóta matarins betur
í hópi góðra vina heldur en hver í
sínu horni.
Ávallt verður eitthvað sér til gam-
ans gert. Organisti kirkjunnar, Reyn-
ir Jónasson, kemur t.d. og leikur und-
ir fjöldasöng þá daga sem samvera er
í safnaðarheimilinu en til stendur að
fara í stuttar fræðslu- og kynnisferðir
í borginni og næsta nágrenni hennar
tvo laugardaga hvers mánaðar.
Verður fyrsta máltíðin borin fram
næstkomandi laugardag þar eð
starfið hófst með haustlitaferð fyrsta
laugardag vetrarstarfsins eins og
venja hefur verið.
Þátttöku í matinn og ferðir þarf að
tilkynna hjá kirkjuverði mánudag til
föstudags í síma 511 1560 kl. 10-12.
✓
I ljósi kær-
leikans
er heiti á íhugunarstund á fimmtu-
dögum sem hefst kl. 20 í Háteigs-
kirkju. Þetta er þagnaríhugun, setið
í um 20 mínútur til að kyrra hugann.
Markmiðið er að nálgast guð eða
réttara sagt áð opna sjálfan sig fyrir
heilagleika guðs og mæta honum í
helgidómi líkama síns, sannreyna
orð postulans: Vitið þér ekki að lík-
ami yðar er musteri heilags anda.
Aliir eru hjartanlega velkommr, ný-
liðar jafnt sem lengra komnir. Áfram
verða auðvitað Taizé-messurnar kl.
21, en að þeim loknum er boðið upp á
fyrirbæn með handayfirlagningu og
smurningu.
Ujölskyldumót
Islensku Krists-
kirkjunnar
FJÖLSKYLDUMÓT verður haldið í
Vatnaskógi helgina 8.-10. október.
Dagskráin verður fyrir börn og full-
orðna. Umræðuefni mótsins verður:
„Heilagur andi og verk hans í lífi
okkar“. Sýnd verður ný stuttmynd,
sem gerð var af unga fólkinu í kirkj-
unni í tilefni af kristnitökuhátíð í
Laugardainum í ágúst sl. „Krists
krakkar" munu koma fram með sér-
stakt atriði. Mikill söngur einkennir
starf íslensku Kristskirkjunnar og
svo verður einnig á þessu móti. Ekki
er hægt að bæta fleirum við á þetta
mót því nú þegar er allt svefnpláss
fullnýtt.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14-17.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl.
10-12.
Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 14-16 í safnaðarheimil-
inu.
Grensáskirkja. Mæðramorgunn kl.
10-12. Allar mæður velkomnar með
lítil börn sín.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, íhugun. Léttur máls-
verður í safnaðarheimili eftir stund-
ina.
Háteigskirkja. Taize-messa kl. 21.
Langholtskirkja. Foreldra- og
barnamorgunn kl. 10-12. Fræðsla
um aðskilnaðarkvíða/aðlögun að dag-
vistun, Hallveig Finnbogadóttir
hjúkrunarfræðingur. Söngstund með
Jóni Stefánssyni kl. 11. Svala djákni
les fyrir eldri börn.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45. Kyrrðarstund kl. 12.00. Org-
eltónlist til kl. 12.10. Að stundinni
lokinni er léttur málsverður í safnað-
arheimilinu. Einfalt, fljótlegt og inni-
haldsríkt í erli dagsins.
Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 6-8
ára börn kl. 15-16. Starf fyrir 9-10
ára böm kl. 17-18.15.
Árbæjarkirkja. TTT-starf fyrir 10-
12 ára í Ártúnsskóla kl. 16.30-17.30.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn
á fóstudögum kl. 10-12.
Digraneskirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdóttur
og Bjargar Geirdal. Kl. 11.15 ieikfimi
aldraðra. Kl. 18 bænastund. Fyrir-
bænaefnum má koma til prests eða
kirkjuvarðar.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-
12 ára drengi kl. 17-18. Æskulýðsfé-
lag fyrir 8. bekk kl. 20-22.
Grafarvogskirkja. Mömmumorgnar
kl. 10-12. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir, heyrum guðs orð og
syngjum með börnunum. Kaffisopi
og spjall. Alltaf djús og brauð fyrir
börnin. Æskulýðsstarf fyrir unglinga
kl. 20-22.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf
fyrir 7-9 ára kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Samvera aldraðra í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 14-16.
Kyrrðar- og bænastund í dag ki. 18.
Fyrirbænaefnum má koma til prests
eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. Strákastarf fyrir 9-12
ára á vegum kirkjunnar og KFUM
kl. 17.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyi’h'
ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12
í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús
fyrir 8-9 ára börn í Vonarhöfn,
Strandbergi, kl. 17-18.30.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl-
íulestur kl. 21.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára
börn kl. 17-18.30,
Keflavi'kurkirkja. Fermingai’undir-
búningur kl. 13.30-15.40 í Kirkju-
lundi. Fíkniefnavandinn verður til
umræðu í Kirkjulundi í kvöld kl.
20.30. Samverustund með ungu fólki.
Stefán Jóhannsson MA, meðferðar-
fulltrúi talar. Prestar á Suðurnesj-
um.
Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl.
11 helgistund á Hraunbúðum. Allh'
velkomnir. Kl. 17.30 TTT-starfið hjá
hressu 10-12 ára krökkunum.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl.
18.30.
Hvammstangakirkja. Kapella
Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi-
og bænastund í dag kl. 17. Fyrir-
bænaefnum má koma til sóknar-
prests.