Morgunblaðið - 07.10.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 07.10.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 59^ (2CCO ecco DOMUS MEDICA vií Snorrabraut - Reykjavik Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212 Þjóðkirkjan á réttri braut Frá Stefáni Guðjónssyni: HIN háværa biblíuumræða um samkynhneigð sem hefur átt stað á síðum Morgunblaðsins hefur ekki farið framhjá mér frekar en mörg- um öðrum. Þar nota sjálfskipaðir biblíusérfræðingar hvað eftir annað orð Guðs til að gera lítið úr biblíu- legri kenningu Þjóðkirkju Islands og presta hennar. Kirkjunnar menn, eins og þeir eru kallaðir í einni grein, eru sagðir fullir af fyr- irlitningu, sleggjudómum og skít- kasti. Það sem verra er, þeir snúa sér ekki frá sínum kærleikslausu, rangsnúnu kenningum. Nú hyggj- ast jafnvel forsvarsmenn samkyn- hneigðra yfirgefa kirkjuna nema hún beygi sig fyrir kenningu þeiiTa. I þessum greinum eru biblíutil- vitnanir teknar úr samhengi og not- aðar til að gera lítið úr sr. Ragnari Fjalari Lárussyni. Nafn hans er nefnt margoft til að vekja samúð þjóðarinnar fyrir málstað samkyn- hneigðra. Vissulega á að sýna sam- kynhneigðum kærleik og virðingu. En það er ekki það sama og að sam- þykkja allar þeirra skoðanir og hegðun eins og Þórður Sigurðsson benti á í grein í Morgunblaðinu 25. september sl. Sannur kærleikur felst í því sýna fólki ást, hlýju og virðingu án tillits til skoðana, þjóð- félagsstöðu o.s.fi-v. En sannur kær- leikur felst einnig í því að segja sannleikann. Meðferð biblíutilvitn- ana í þessum greinum bendir til þess að greinarhöfundar telji al- menning illa upplýstan um kristna trú og biblíuna og þess vegna sé hægt að segja fólki nánast hvað sem er. Allir þeir sem hafa lesið biblíuna í heild sinni og trúa að orð hennar séu réttmæt og sönn vita að þar er sagt skýrum orðum að kynmök tveggja karlmanna séu Guði van- þóknanleg. Þetta kemur fram bæði í gamla og nýja testamentinu. í Róm- verjabréfinu 1.26 segir: Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökurn við konur og brunnið í losta hver til annars. I 3. Mósebók 18.22 segir: Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð. Jesús Kristur vitnaði oft í bækur Móse og spámenn Gamla testamentisins, hann sagði sjálfur: Ég er ekki kom- inn til að afnema lögmálið og spá- mennina heldur til að uppfylla. Eina hjónabandið sem Jesús talaði nokkurn tíma um var á milli kai’ls og konu. Talsmenn samkyn- hneigðra nota oft biblíuversin „dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmdir“ og „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." En hvað sagði Jesús við konuna sem átti að grýta? „Ég sakfelli þig ekki. Far þú. Syndga ekki framar." Jesús elskaði hana nógu mikið til að fyi'irgefa henni fullkomlega og hann elskaði hana líka nógu mikið til að segja henni að hún væri að gera rangt og að hún ætti að láta af þeirri röngu breytni. Sumir hneykslast og finnst það gamaldags og harðneskjulegt að tala um synd og að eitthvað sé rangt. En Kristur talaði samt sem áður oft um hvort tveggja og benti mönnum á lækningarkraftinn í iðr- un og fyrirgefningu syndanna. Góðir foreldrar hafa kjark og kærleika til að segja börnum sínum satt þó að þeim líki það ekki alltaf. Og þrátt fyrir að reynt hafí verið að gera lítið úr trúverðugleika þjóð- kirkjunnar og sr. Ragnars Fjalars var sr. Ragnar eingöngu að segja hvað Jesús Kristur segii- um hjóna-_. bandið, í samræmi við kenningi/- þjóðkirkjunnar. í þessu hafa Þjóð- kirkjan og sr. Ragnar Fjalar tekið Krist að fyrirmynd. Jesús Kristur skipti aldrei út ei- lífum sannleika fyrir vinsældapóli- tík og áróðursherferðir samtímans. Þjóðkh-kjan vill blessa samkyn- hneigða og þjóna til þeirra sem ein- staklinga en getur ekki lagt blessun sína yfir lífsstíl þeirra þar sem orð Guðs segir að hann sé rangur. Ég er skírður og fermdur í þjóðkirkj- unni og ég er stoltur af að vera í þjóðkirkjunni í dag. Að lokum vil ég ._ þakka sr. Ragnari Fjalari fyrir góða grein um samkynhneigð. STEFÁN GUÐJÓNSSON, Tunguseli 4,109 Reykjavík. MOON BOOTS á krakkana Verð 2.495,- Stærðir: 19-26 Litir: Bláir og rauðir - Ullarfóður - Teflon-vatnsvörn - Kuldavörn í sóla Verð 3.995,- Stærðir: 20-26 Litur: Rauður - Skandia tex-vatnsvörn ...cifsláttur þrjotíu Verð 2.995,- Stærðir: 25-36 Litir: Gráir, bláir og rauðir FLESTAR TEGUNDIRNAR ERU MEÐ ENDURSKINI 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR - PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 'ermau/ KRINGLUNNI • SÍMI 588 7230 WWW.LEONARD.IS Verð 2.995,- Stærðir: 25-36 Litir: Gráir, bláir og rauðir - Ullarfóður - Teflon-vatnsvörn - Kuldavörn í sóla of töskum o% skóm frá : ScJlt^4c^f^JVUX^CAM<r~ VERSACE ASSESSORIES Verð frá 6.995,- Stærðir: 22-40 Litur: Svart Verð frá 6.995,- Stærðir: 22-40 Litir: Gráir og rauðir Hugtakið tvítyngi og notkun þess Frá Ingibjörgu Hafstað: MATTHÍAS Frímannsson ski'ifaði í bréfkorni til blaðsins laugardaginn 25. september um ranga notkun orðsins tvítyngi í umfjöllun um nemendur sem ekki hafa íslensku að móðurmáli í íslenskum skólum. Af þessu tilefni langar mig til að benda á eftirfarandi. I Fréttum af nýbúafræðslu, gefið út af menntamálaráðuneytinu 2. apríl 1994, stendur orðrétt: „Marg- ar skilgreiningar eru til á hugtakinu - tvítyngi - (bilingualism) en hér er átt við að tvítyngdir einstaklingar hafí vald á tveimur tungumálum en látið liggja milli hluta hvort þeir eru jafnvígir á bæði málin.“ I nýútgefínni námskrá fyrir grunnskóla stendur: „Tvítyngi: Nemandi er tvítyngd- ur ef hann hefur færni á tveimur tungumálum. Hér er þó sérstaklega átt við nemendur sem stunda nám í skólum á öðru máli en móðurmál- inu. Fæstir eru jafnvígir á bæði málin og getur þar munað miklu. Virkt tvítyngi: Með virku tvítyngi er átt við það að nota tvö tungumál í daglegu lífi og lifa í tveimur menn- ingarheimum, t.d. getur annað mál- ið verið notað heima en hitt í skól- anum og meðal félaga.“ Hugtakið - tvítyngi - er notað á ofangreindan hátt þegar fjallað er faglega um fræði þau sem í daglegu tali kallast nýbúafræðsla. INGIBJÖRG HAFSTAÐ, kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu. Ókeypis lögfræðiaöstoð í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.