Morgunblaðið - 07.10.1999, Side 63

Morgunblaðið - 07.10.1999, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 63 FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND Ljóti andar- unginn Hún er æði (She’s All That)_______ Gamanmynd ★★Vá Leikstjóri: Robert Iscove. Aðalhlut- verk: Rachael Leigh Cook, Freddie Prinze Jr. og Matthew Lillard. (92 mín.) Bandaríkin. Skífan, september 1999. Öllum leyfð. NEYSLUGLAÐIR unglingar eru helsti markhópur flestra stór- fyrirtækja í dag og þar með talin eru kvikmynda- verin. Hver mynd- in rekur aðra sem klæðskerasniðin virðist fyrir unga áhorfendur og er Hún er æði alls ekki sú versta í þeirri deild. Sagt er frá Zack (Freddie Prinze Jr.), að- altöffara skólans sem veðjar við vin sinn að hann geti gert hvaða stelpu sem er að skóladrottning- unni á lokaballinu. Fyrir valinu verður félagslegt viðundur að nafni Laney Boggs (Rachel Leigh Cook). En rétt eins og í sögu And- ersens blómstrar ljóti andarung- inn og í ljós kemur að fegurðardís leynist að baki gleraugnanna og ljótu hárgreiðslunnar. Af þessu má e.t.v. skilja að gamalreyndur sögu- þráðurinn er ekki helsti kostur myndarinnar. Sá heiður fellur í skaut aðalleikaranna tveggja sem bæði standa sig með prýði, ólíkt því sem gengur og gerist í mynd- um af þessu tagi. Það eru því þau skötuhjú, Prinze og Cook sem gera þessa mynd að prýðilegri skemmtun. Heiða Jóhannsdóttir ------------------- Oður til pönksins Pönk í Salt Lake borg (SLC punk)______________ Gamanmynd ★ Ví2 Framleiðandi: Sam Maydew, Peter Ward. Leikstjóri: James Merendino. Handritshöfundur: James Merendino. Kvikmyndataka: Greg Littlewood. Tónlist: Melaine Miller. Aðalhlutverk: Matthew Lillard, Michael A. Gooiji- an, Annabeth Gish, Jennifer Lien, Christopher Macdonald. (97 mín.) Bandaríkin. Bergvík, 1999. Myndin cr bönnuð börnum innan 16 ára. MYNDIN gerist um miðjan 9. áratuginn í Salt Lake borg í Bandaríkjunum sem er þekkt fyrir mikla íhaldssemi. Þrír vinir ákveða að vera á móti öllu sem tilheyrir kerf- inu og tileinka sér lífsstíl pönkar- anna. Þótt ágætir leikarar séu í helstu hlutverkum þessarar myndar virðist vera að enginn þeirra njóti sín. Eina und- antekningin er Christopher Macdonald sem leikur föður Stevo (Matthew Lillard úr ,,Scream“) en allar senurnar með honum eru vel af hendi leystar. Leikstjórinn og handritshöfundurinn James Mer- endino byggir myndina á sinni eig- in lífsreynslu en það er greinilegt að hann hefði mátt fá utanaðkom- andi aðstoð til að koma henni á tjaldið. ALLINN SPORTBAR, Sauðár- króki Á laugardagskvöld sjá Stúlli og Steini um fjörið. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT í kvöld eru tónleikar með Kuran Swing. Hljóm- sveitin Bítlarnir leikur, syngur og sprellar á laugardagskvöld, en hljóm- sveitina skipa Vilhjálmur Goði, Pétur Örn, Bergur Geirsson og Matthías Matthíasson. ■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ Bingó fímmtudagskvöld kl. 19.15. Dansleikur föstudagskvöld kl. 21. Caprí tríó leikur fyrir dansi. Dansleikur sunnudags- kvöld kl. 20. Caprí tríó leikur fyrir dansi. ■ BROADWAY Á föstudagskvöld er sýningin Laugardagskvöldið á Gili þar sem fram koma Álftagerðisbræð- ur, Raggi Bjarna og Öskubuskurnar Guðbjörg Magnúsdóttir, Hulda Gestsdóttir og Rúna Stefánsdóttir, en þau flytja ásamt fleiri listamönnum perlur ógleymanlegra listamanna á borð við Bjarna Böðvarsson, Sigurð Ólafsson, Ingibjörgu Þorbergs og Soffíu Karlsdóttur svo aðeins örfáir séu nefndir. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi í aðal- sal. Á laugardagskvöld leikur hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar fyrir dansi í aðalsal en Lúdó sextett og Stefán í Ásbyrgi. ■ CAFE MENNING, Dalvík Á föstudagskvöld er diskótek og plötusnúðurinn Skugga-Baldur velur tónlistina. ■ CATALÍNA, Hamraborg Hljóm- sveitin Gammel dansk leikur föstu- dags- og laugardagskvöld. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fímmtu- dagskvöld mun DJ Kári halda gestum við efnið í frumsýningarpartíi myndar- innar Hlauptu, Lola, Hlauptu! og verð- ur partíið sýnt beint á vefslóðinni www.xnet.is. Um helgina er 3ja ára af- mælishátíð Skýjum ofar á Gauknum og af því tilefni leikur sænska ofur- sveitin Yoga bæði laugardags- og sunnudagskvöld, en tónlist þeirra er blanda af fónkuðu „drum’n’bass" og breakbíti með hip-hop-djass-ívafi. Per og Jens spila á hljómborð, Ricard á trommur og Sebastian á selló. Auk Yoga munu á föstudeginum Probe, DJ Reynir og DJ Óli sjá um tónlistina og á laugardagskvöldið verða auk Yoga Eai-ly Groovers og DJ Addi og DJ Eldar. Á sunnudagskvöldið munu tvær útlenskar hljómsveitir frá Finnlandi og Eistlandi spila á Gauknum. Á mánudagskvöld mun Bjarni Tryggva skemmta gestum. Klamedía-X spilar sitt nýjasta efni á þriðjudagskvöld. Á miðvikudagskvöld er partí til heiðurs hljómsveitinni Kiss og mun íslenska Kiss-sveitin og Iron Maiden taka lagið, en teitið er í tengslum við frumsýningu myndarinnar „Detroit Rock City“ sama kvöld. ■ GEYSIR KAKÓBAR Á föstudaginn kl. 17 framkvæmir dúettinn Póstsköll elektrónískar hljóðpælingar í Hinu húsinu. ■ GRANDROKK Besti vinur ljóðsins stendur fyrir skáldakvöldi í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Lesið verður úr nýjum og væntanlegum bókum. Bragi Ólafsson, Þórunn Valdimars- dóttir, Mike Pollock, Haraldur Jóns- son, Guðrún Eva Mínervudóttir, Didda og Andri Snær Magnason lesa úr verkum sínum. Poppers leika fyrir gesti á föstudags- og laugardagskvöld. ■ GULLÖLDIN Hjartaknúsararnir Svensen & Hallfunkel leika föstudags- og laugardagskvöld. Boltinn í beinni á risatjaldinu. Frá a til ö Hljömsveitin Gildruniezz flytur dagskrá sína urn bandarísku sveitina Creedence Clearwater Revival í fyrsta skipti í Reykjavík á Kaffi Reykjavík á föstudags- og laugardagskvöld. ■ HÖFÐINN, Vestmannaeyjum Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Á móti sól fyrir dansi en hljómsveitina skipa Guðmundur Magni Ásgeirsson, Sævar Þór Helgason, Heimir Eyvind- arson, Þórir Gunnarsson og Stefán Ingimar Þórhallsson. ■ KAFFILEIKHÚSIÐ Á morgun, föstudagskvöld, mun Ellen Kristjáns hafa rómantískt kvöld með gestum Kaffileikhússins, en hún flytur lög af plötunni Ellen Kristjáns læðist um. Með henni leika Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Guðmundur Pétursson á gítar og Eyþór Gunnarsson á kongaslagverk og píanó. Tónleikarnir eru endurfluttir vegna fjölda áskor- ana. ■ KAFFI REYKJAVÍK Á fimmtu- dagskvöld munu Ruth Reginalds og Magnús Kjartansson leika fyrir gesti. Hljómsveitin Gildruinezz leikur föstu- dags- og laugardagskvöld en í henni eru Gildrumennirnir Birgir Haralds- son söngvari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Karl Tómasson trommu- leikari og Mezzoforte-bassaleikarinn Jóhann Ásmundsson. Dagskrá Gildru- mezz er tileinkuð bandarísku rokksveitinni Creedence Clearwater Revival, en Gildrumezz er nú að flytja þessa dagskrá í fyrsta skipti í Reykja- vík eftir að hafa farið vítt og breitt um landið. Miðvikudagskvöldið 13. októ- ber mun hljómsveitin Vfrus skemmta gestum. ■ KÁNTRÍBÆR, Skagaströnd Diskó- tekið og plötursnúðurinn Skugga- Baldur skemmtir á laugardagskvöld. 18 ára aldurstakmark. ■ LIONSSALURINN, Auðbrekku 25, Kóp. Á fimmtudagskvöld heldur áhugahópur um hnudans dansæfingu kl. 21-24. Elsa sér um tónlistina. Allir velkomnir. ■ NAUSTIÐ er opið alla daga frá kl. 18 fyrir matargesti. Reykjavikurstofa er opin frá kl. 18. Söngkonan og píanó- leikarinn Liz Gammon frá Englandi leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ NAUSTKRÁIN Á föstudagskvöld leika Pónik-gæjarnir Ari Jónsson og Úlfar Sigmarsson. Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Furstarnir og söngvarinn Geir Ólafsson. ■ NÆSTIBAR Á þriðjudagskvöldið verður Andrea Gylfadóttir ásamt Edda Lár með tónleika á Næstabar þar sem djassinn, blúsinn og rokkið verður í fyrirrúmi. Á miðvikudags- kvöld leikur Guðlaugur Óttarsson á rafgítar fyrir gesti. SSSól spilar í Sjallanum á föstudagskvöld. ■ ODD-VITINN, Akureyri Á föstu- dagskvöld leikur hljómsveitin Bahoja fyrir dansi. Á laugardagskvöld er söngskemmtun með söngkonunni Björgu Þórhallsdóttur og Daníel Þor- steinssyni píanóleikara en þau flytja lög úr ýmsum áttum, m.a. úr þekktum söngleikjum. Einnig verða opinberuð sönglög eftir listakonuna í fjörunni, Elísabetu Geirmundsdóttur. Sérstak- ur gestur er María Björg Vigfúsdótt- ir. ■ ÓLAFSHÚS, Sauðárkróki Laugar- !* dagskvöld sjá Stúlli og Steini um að skemmta gestum. ■ PÉTURSPÖBB Tónlistarmaðurinn Rúnar Þór leikur föstudags- og laug- ardagskvöld. Boltinn í beinni á breið- tjaldi. ■ SJALLINN, Akureyri Á föstu- dagskvöld leikur hljómsveitin SSSóI fyrir dansi. Á laugardagskvöld sér hljómsveitin Buttercup um fjörið. Konukvöld er í kjallaranum á sunnu- dagskvöld. ■ SKUGGABARINN Á föstudags- kvöld verður FM-djamm á Skuggan- um í boði FJ 957. Húsið er opnað kl. 22 og inngangseyrir er 500 kr. Á laug- ardagskvöld verður húsið opnað kl. 23 og verðið er 500 kr. Plötusnúðar eru Nökkvi og Áki og tekið er fram að bláar gallabuxur komast ekki inn ■ SPOTLIGHT Á fimmtudagskvöld er opið kl. 23-1. Aldurstakmark 18 ára. DJ Bubbles sér um fjörið. Búið er að setja upp nýtt ljósakerfí og auka og bæta við hljóðkerfið. Á föstudag- inn er 70’s-diskó þemakvöld og gestir hvattir til að draga fram skemmtilegu diskógallana. DJ Bubbles spilar. Á laugardagskvöld er 20 ára aldurstak- mark. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýs- son kynna efni af nýjustu plötu sinni, Deep Inside Paul Oscar, og er það frumflutningur á efni plötunnar sem kemur út eftir þrjár vikur. Húsið verður opnað kl. 23 og plötusnúður sem fyrr DJ Bubbles. ■ WUNDERBAR Hið árlega Októ- berfcst heldur áfram. Á fimmtudags- kvöld leika þeir Pétur (Jesús) og Maggi (Reggae), á föstudags- og laug- ardagskvöld DJ Lennon. Á mánudags- kvöld leika Júlli og Bjössi og á þriðju- dagskvöld Pétur (Jesús) & Sjón er sögu ríkari. Á miðvikudagskvöld sér Ingvar um sína. ■ SKILAFRESTUR í skemmtana- rammann frá a-ö er til þriðjudags. Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar á netfangið frett@mbl.is eða með símbréfí á 569 1181. ; CLARINS ------p a R I S- Litbrigði framtíðarinnar Glæsileg kynning á nýju haustlitunum frá Clarins á Snyrtistofu Sigriðar Guðjóns, Seltjarnarnesi, í dag, 7. október, kl. 12-17. Kynnt verður: Smart Stick farði í stifti. Lip Glaze varagloss. Nýir augnskuggar og púður. snyrtistof: SIGRÍÐAR GL'ÐJÓNS Nýir litir í augnblýöntum, naglalökkum o.m.fl. spennandi. Komdu og skoðaðu það allra nýjasta í förðunarvörunum frá irins og fáðu faglega ráðgjöf. Vertu velkomin LAUGAVEGI 32 • SÍMI SS2 3636 §§! Ottó Geir Borg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.