Morgunblaðið - 07.10.1999, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 07.10.1999, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 63 FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND Ljóti andar- unginn Hún er æði (She’s All That)_______ Gamanmynd ★★Vá Leikstjóri: Robert Iscove. Aðalhlut- verk: Rachael Leigh Cook, Freddie Prinze Jr. og Matthew Lillard. (92 mín.) Bandaríkin. Skífan, september 1999. Öllum leyfð. NEYSLUGLAÐIR unglingar eru helsti markhópur flestra stór- fyrirtækja í dag og þar með talin eru kvikmynda- verin. Hver mynd- in rekur aðra sem klæðskerasniðin virðist fyrir unga áhorfendur og er Hún er æði alls ekki sú versta í þeirri deild. Sagt er frá Zack (Freddie Prinze Jr.), að- altöffara skólans sem veðjar við vin sinn að hann geti gert hvaða stelpu sem er að skóladrottning- unni á lokaballinu. Fyrir valinu verður félagslegt viðundur að nafni Laney Boggs (Rachel Leigh Cook). En rétt eins og í sögu And- ersens blómstrar ljóti andarung- inn og í ljós kemur að fegurðardís leynist að baki gleraugnanna og ljótu hárgreiðslunnar. Af þessu má e.t.v. skilja að gamalreyndur sögu- þráðurinn er ekki helsti kostur myndarinnar. Sá heiður fellur í skaut aðalleikaranna tveggja sem bæði standa sig með prýði, ólíkt því sem gengur og gerist í mynd- um af þessu tagi. Það eru því þau skötuhjú, Prinze og Cook sem gera þessa mynd að prýðilegri skemmtun. Heiða Jóhannsdóttir ------------------- Oður til pönksins Pönk í Salt Lake borg (SLC punk)______________ Gamanmynd ★ Ví2 Framleiðandi: Sam Maydew, Peter Ward. Leikstjóri: James Merendino. Handritshöfundur: James Merendino. Kvikmyndataka: Greg Littlewood. Tónlist: Melaine Miller. Aðalhlutverk: Matthew Lillard, Michael A. Gooiji- an, Annabeth Gish, Jennifer Lien, Christopher Macdonald. (97 mín.) Bandaríkin. Bergvík, 1999. Myndin cr bönnuð börnum innan 16 ára. MYNDIN gerist um miðjan 9. áratuginn í Salt Lake borg í Bandaríkjunum sem er þekkt fyrir mikla íhaldssemi. Þrír vinir ákveða að vera á móti öllu sem tilheyrir kerf- inu og tileinka sér lífsstíl pönkar- anna. Þótt ágætir leikarar séu í helstu hlutverkum þessarar myndar virðist vera að enginn þeirra njóti sín. Eina und- antekningin er Christopher Macdonald sem leikur föður Stevo (Matthew Lillard úr ,,Scream“) en allar senurnar með honum eru vel af hendi leystar. Leikstjórinn og handritshöfundurinn James Mer- endino byggir myndina á sinni eig- in lífsreynslu en það er greinilegt að hann hefði mátt fá utanaðkom- andi aðstoð til að koma henni á tjaldið. ALLINN SPORTBAR, Sauðár- króki Á laugardagskvöld sjá Stúlli og Steini um fjörið. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT í kvöld eru tónleikar með Kuran Swing. Hljóm- sveitin Bítlarnir leikur, syngur og sprellar á laugardagskvöld, en hljóm- sveitina skipa Vilhjálmur Goði, Pétur Örn, Bergur Geirsson og Matthías Matthíasson. ■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ Bingó fímmtudagskvöld kl. 19.15. Dansleikur föstudagskvöld kl. 21. Caprí tríó leikur fyrir dansi. Dansleikur sunnudags- kvöld kl. 20. Caprí tríó leikur fyrir dansi. ■ BROADWAY Á föstudagskvöld er sýningin Laugardagskvöldið á Gili þar sem fram koma Álftagerðisbræð- ur, Raggi Bjarna og Öskubuskurnar Guðbjörg Magnúsdóttir, Hulda Gestsdóttir og Rúna Stefánsdóttir, en þau flytja ásamt fleiri listamönnum perlur ógleymanlegra listamanna á borð við Bjarna Böðvarsson, Sigurð Ólafsson, Ingibjörgu Þorbergs og Soffíu Karlsdóttur svo aðeins örfáir séu nefndir. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi í aðal- sal. Á laugardagskvöld leikur hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar fyrir dansi í aðalsal en Lúdó sextett og Stefán í Ásbyrgi. ■ CAFE MENNING, Dalvík Á föstudagskvöld er diskótek og plötusnúðurinn Skugga-Baldur velur tónlistina. ■ CATALÍNA, Hamraborg Hljóm- sveitin Gammel dansk leikur föstu- dags- og laugardagskvöld. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fímmtu- dagskvöld mun DJ Kári halda gestum við efnið í frumsýningarpartíi myndar- innar Hlauptu, Lola, Hlauptu! og verð- ur partíið sýnt beint á vefslóðinni www.xnet.is. Um helgina er 3ja ára af- mælishátíð Skýjum ofar á Gauknum og af því tilefni leikur sænska ofur- sveitin Yoga bæði laugardags- og sunnudagskvöld, en tónlist þeirra er blanda af fónkuðu „drum’n’bass" og breakbíti með hip-hop-djass-ívafi. Per og Jens spila á hljómborð, Ricard á trommur og Sebastian á selló. Auk Yoga munu á föstudeginum Probe, DJ Reynir og DJ Óli sjá um tónlistina og á laugardagskvöldið verða auk Yoga Eai-ly Groovers og DJ Addi og DJ Eldar. Á sunnudagskvöldið munu tvær útlenskar hljómsveitir frá Finnlandi og Eistlandi spila á Gauknum. Á mánudagskvöld mun Bjarni Tryggva skemmta gestum. Klamedía-X spilar sitt nýjasta efni á þriðjudagskvöld. Á miðvikudagskvöld er partí til heiðurs hljómsveitinni Kiss og mun íslenska Kiss-sveitin og Iron Maiden taka lagið, en teitið er í tengslum við frumsýningu myndarinnar „Detroit Rock City“ sama kvöld. ■ GEYSIR KAKÓBAR Á föstudaginn kl. 17 framkvæmir dúettinn Póstsköll elektrónískar hljóðpælingar í Hinu húsinu. ■ GRANDROKK Besti vinur ljóðsins stendur fyrir skáldakvöldi í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Lesið verður úr nýjum og væntanlegum bókum. Bragi Ólafsson, Þórunn Valdimars- dóttir, Mike Pollock, Haraldur Jóns- son, Guðrún Eva Mínervudóttir, Didda og Andri Snær Magnason lesa úr verkum sínum. Poppers leika fyrir gesti á föstudags- og laugardagskvöld. ■ GULLÖLDIN Hjartaknúsararnir Svensen & Hallfunkel leika föstudags- og laugardagskvöld. Boltinn í beinni á risatjaldinu. Frá a til ö Hljömsveitin Gildruniezz flytur dagskrá sína urn bandarísku sveitina Creedence Clearwater Revival í fyrsta skipti í Reykjavík á Kaffi Reykjavík á föstudags- og laugardagskvöld. ■ HÖFÐINN, Vestmannaeyjum Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Á móti sól fyrir dansi en hljómsveitina skipa Guðmundur Magni Ásgeirsson, Sævar Þór Helgason, Heimir Eyvind- arson, Þórir Gunnarsson og Stefán Ingimar Þórhallsson. ■ KAFFILEIKHÚSIÐ Á morgun, föstudagskvöld, mun Ellen Kristjáns hafa rómantískt kvöld með gestum Kaffileikhússins, en hún flytur lög af plötunni Ellen Kristjáns læðist um. Með henni leika Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Guðmundur Pétursson á gítar og Eyþór Gunnarsson á kongaslagverk og píanó. Tónleikarnir eru endurfluttir vegna fjölda áskor- ana. ■ KAFFI REYKJAVÍK Á fimmtu- dagskvöld munu Ruth Reginalds og Magnús Kjartansson leika fyrir gesti. Hljómsveitin Gildruinezz leikur föstu- dags- og laugardagskvöld en í henni eru Gildrumennirnir Birgir Haralds- son söngvari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Karl Tómasson trommu- leikari og Mezzoforte-bassaleikarinn Jóhann Ásmundsson. Dagskrá Gildru- mezz er tileinkuð bandarísku rokksveitinni Creedence Clearwater Revival, en Gildrumezz er nú að flytja þessa dagskrá í fyrsta skipti í Reykja- vík eftir að hafa farið vítt og breitt um landið. Miðvikudagskvöldið 13. októ- ber mun hljómsveitin Vfrus skemmta gestum. ■ KÁNTRÍBÆR, Skagaströnd Diskó- tekið og plötursnúðurinn Skugga- Baldur skemmtir á laugardagskvöld. 18 ára aldurstakmark. ■ LIONSSALURINN, Auðbrekku 25, Kóp. Á fimmtudagskvöld heldur áhugahópur um hnudans dansæfingu kl. 21-24. Elsa sér um tónlistina. Allir velkomnir. ■ NAUSTIÐ er opið alla daga frá kl. 18 fyrir matargesti. Reykjavikurstofa er opin frá kl. 18. Söngkonan og píanó- leikarinn Liz Gammon frá Englandi leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ NAUSTKRÁIN Á föstudagskvöld leika Pónik-gæjarnir Ari Jónsson og Úlfar Sigmarsson. Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Furstarnir og söngvarinn Geir Ólafsson. ■ NÆSTIBAR Á þriðjudagskvöldið verður Andrea Gylfadóttir ásamt Edda Lár með tónleika á Næstabar þar sem djassinn, blúsinn og rokkið verður í fyrirrúmi. Á miðvikudags- kvöld leikur Guðlaugur Óttarsson á rafgítar fyrir gesti. SSSól spilar í Sjallanum á föstudagskvöld. ■ ODD-VITINN, Akureyri Á föstu- dagskvöld leikur hljómsveitin Bahoja fyrir dansi. Á laugardagskvöld er söngskemmtun með söngkonunni Björgu Þórhallsdóttur og Daníel Þor- steinssyni píanóleikara en þau flytja lög úr ýmsum áttum, m.a. úr þekktum söngleikjum. Einnig verða opinberuð sönglög eftir listakonuna í fjörunni, Elísabetu Geirmundsdóttur. Sérstak- ur gestur er María Björg Vigfúsdótt- ir. ■ ÓLAFSHÚS, Sauðárkróki Laugar- !* dagskvöld sjá Stúlli og Steini um að skemmta gestum. ■ PÉTURSPÖBB Tónlistarmaðurinn Rúnar Þór leikur föstudags- og laug- ardagskvöld. Boltinn í beinni á breið- tjaldi. ■ SJALLINN, Akureyri Á föstu- dagskvöld leikur hljómsveitin SSSóI fyrir dansi. Á laugardagskvöld sér hljómsveitin Buttercup um fjörið. Konukvöld er í kjallaranum á sunnu- dagskvöld. ■ SKUGGABARINN Á föstudags- kvöld verður FM-djamm á Skuggan- um í boði FJ 957. Húsið er opnað kl. 22 og inngangseyrir er 500 kr. Á laug- ardagskvöld verður húsið opnað kl. 23 og verðið er 500 kr. Plötusnúðar eru Nökkvi og Áki og tekið er fram að bláar gallabuxur komast ekki inn ■ SPOTLIGHT Á fimmtudagskvöld er opið kl. 23-1. Aldurstakmark 18 ára. DJ Bubbles sér um fjörið. Búið er að setja upp nýtt ljósakerfí og auka og bæta við hljóðkerfið. Á föstudag- inn er 70’s-diskó þemakvöld og gestir hvattir til að draga fram skemmtilegu diskógallana. DJ Bubbles spilar. Á laugardagskvöld er 20 ára aldurstak- mark. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýs- son kynna efni af nýjustu plötu sinni, Deep Inside Paul Oscar, og er það frumflutningur á efni plötunnar sem kemur út eftir þrjár vikur. Húsið verður opnað kl. 23 og plötusnúður sem fyrr DJ Bubbles. ■ WUNDERBAR Hið árlega Októ- berfcst heldur áfram. Á fimmtudags- kvöld leika þeir Pétur (Jesús) og Maggi (Reggae), á föstudags- og laug- ardagskvöld DJ Lennon. Á mánudags- kvöld leika Júlli og Bjössi og á þriðju- dagskvöld Pétur (Jesús) & Sjón er sögu ríkari. Á miðvikudagskvöld sér Ingvar um sína. ■ SKILAFRESTUR í skemmtana- rammann frá a-ö er til þriðjudags. Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar á netfangið frett@mbl.is eða með símbréfí á 569 1181. ; CLARINS ------p a R I S- Litbrigði framtíðarinnar Glæsileg kynning á nýju haustlitunum frá Clarins á Snyrtistofu Sigriðar Guðjóns, Seltjarnarnesi, í dag, 7. október, kl. 12-17. Kynnt verður: Smart Stick farði í stifti. Lip Glaze varagloss. Nýir augnskuggar og púður. snyrtistof: SIGRÍÐAR GL'ÐJÓNS Nýir litir í augnblýöntum, naglalökkum o.m.fl. spennandi. Komdu og skoðaðu það allra nýjasta í förðunarvörunum frá irins og fáðu faglega ráðgjöf. Vertu velkomin LAUGAVEGI 32 • SÍMI SS2 3636 §§! Ottó Geir Borg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.