Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 11
undantekningar frá henni tilgreindar.
Við sérstakar aðstæður gæti sam-
félagið þó, að áliti Apenes, krafíst
þess að fá afhentar erfðafræðilegar
upplýsingar um einstaklinga til að
skipuleggja eða hrinda í framkvæmd
sameiginlegum markmiðum.
Apenes rifjaði upp orð ítalska rit-
höfundarins Umbertos Ecos. Hann
hefði sagt að verkefnið í framtíðinni
væri að sannfæra almenning um að
einkalíf hefði gildi í sjálfu sér fyrir
venjulegt fólk þótt margir teldu að
með því að afsala sér því að hluta eða
öllu leyti væri hægt að öðlast marg-
víslegan ávinning, þ.á m. að spara fé
og efla öryggi, bæta heilsufar.
Apenes velti einnig upp þeirri
spurningu sem tölvunefndir stæðu
frammi fyrir, að hægt væri að vernda
persónuleynd en hvað gera ætti ef
einstaklingur vildi sjálfur aílétta
leyndinni. Ætti þá að þvinga hann til
að vernda sig fyrir hugsanlegri mis-
notkun á persónulegum upplýsingum
þar sem hægt væri að komast að
ýmsu sem vaninn væri að líta á sem
einkamál? „Væri þá ekki verið að
smygla forsjárhyggju inn um bak-
dymar?“ spurði Apenes að lokum.
Einkaframtak og hefðir
En er opinberum aðilum einum
treystandi til að varðveita lífsýni úr
mönnum og upplýsingar á heilbrigð-
issviði og ákveða hvernig þau skuli
notuð? A hver fyrir sig að ákveða
hvað gert sé við gena- og heilsufars-
upplýsingar sem varða hann? Þorri
fundargesta var frá Norðurlöndum
þar sem löng hefð er fyrir opinber-
um afskiptum, mikil tortryggni er
ekki ríkjandi gagnvart ríkisvaldinu.
Ymsir ræðumenn töldu, er væntan-
legan gagnagrann Islenskrar erfða-
greiningar bar á góma, að með
gagnagrannslögunum væri verið að
ganga alltof langt í einkavæðingu.
Þar væri einkafyrirtæki treyst um of
fyrir því að sýna ábyrgð og ganga
ekki á rétt aimennings.
Spurningin um upplýst samþykki
var mikið rædd. A að spyrja fólk
hvort það vilji að upplýsingar um
erfðamengi þess og heilsufar séu not-
aðar í vísindarannsóknum, dugar að
opinberar, faglegar og óháðar nefnd-
ir gegni hlutverki „síunnar" og hindri
þannig misnotkun á upplýsingum?
Og hvað gerist þegar vísindamað-
urinn kemst að einhverju sem gæti
komið sér vel fyrir einstaklinginn að
vita, til dæmis að hætta sé á að hann
veikist af sykursýki ef hann fari ekki
strax í megran? Hvað þá ef hann er
með annan galla sem ekki er hægt að
gera neitt við og mun sennilega draga
hann til dauða fyrir fertugt? Bent var
á að sumir vildu vafalaust fá að vita af
því, sjá dóminn. En alls ekki allir og
þeir hljóta að hafa rétt til að lifa
áfram, áhyggjulausir í sælii fáfræði.
Enn gerir það málið erfiðara að
vitneskja vísindamannanna er oft
fjarri því að vera örugg. Stundum er
Gagnagrunnur á íslandi
- og í Vásterbotten
Lífsýnabankar og gagna-
grunnar voru mikið ræddir í
Tallinn. Bandarískt einkafyr-
irtæki á sviði genarann-
sókna og opinberir aóilar í
Umeá í Svíþjóö reka þar
saman lífsýnabanka. í hon-
um eru sýni sem tekin hafa
verið á opinberum heil-
brigóisstofnunum.
M:
'JÖG var gagnrýnt á ráðstefnu
lífsiðfræðiráðsins að ríkisvaldið
tæki sér rétt til að selja einkafyr-
irtæki réttinn til að nota í hagnað-
iarskyni heilsufarsupplýsingar og
lífsýni sem opinbera heilbrigðiskerfið hefði safn-
að. Einnig lögðu margir áherslu á að ríkisvaldið
yrði alltaf að hafa síðasta orðið í sambandi við að-
gang að slíkum gögnum til að tryggja að þau
yrðu ekki misnotuð og til að tryggja jafnan að-
gang til rannsókna, þótt aðgangurinn væri gegn
ákveðnu gjaldi. Líftryggingafélög mættu t.d.
ekki fá tækifæri til að mismuna viðskiptavinum á
gi-undvelli upplýsinga um hugsanlega, arfgenga
sjúlkdóma, vinnuveitendur einstakra fyrirtækja
ekki geta valið sér starfsfólk með tilliti til slíkra
þátta, svo að dæmi séu nefnd.
„Það er alger hneisa að ríkið skuli láta einka-
fyrirtæki sem er í samstarfi við erlendan lyfj-
arisa, Hoffmann la Roche, fá einkaleyfi á þessum
aðgangi, eins og gert verður á Islandi. Eg tel að
heilsufarsupplýsingar séu eign þess sem þær
fjalla um, enginn annar getur afhent einhverjum
réttinn til að nýta þær í viðskiptum," sagði Are
Næss, prófessor í veirafræði og þingmaður
Ki’istilega þjóðarflokksins í Noregi.
SAMSTARF VIÐ HUMAN GENOMICS
En einhvem veginn verður að afla fjár til
rannsókna, segja margii’. Og peningamir eru oft
í einkageiranum, alltof mai’gir slást um opinberu
fjárveitingaraar.
Þekkinguna sem fæst í lífsýnum og öðram
gögnum heilbrigðiskerfisins er hugsanlega hægt
að nota til að framleiða lyf og þá getur hagnaður-
inn orðið geysilega mikill. Það er því víðar en á
íslandi sem samið er við einkafyrirtæki um að-
gang að heilsufarsupplýsingum. Sveitarfélög og
háskólinn í Umeá í Vásterbotten-héraði í Svíþjóð
reka lífsýnabanka með bandaríska einkafyrir-
tækinu Human Genomics og kaupir einkafyrir-
LIFSIÐFRÆÐI OG SAMRAÐ
NORRÆNA lífsiðfræði-
nefndin var stofnuð að und-
irlagi Ráðherraráðsins nor-
ræna 1989 og hét uppruna-
lega Norræna siðfræði-
nefndin, nafninu var breytt
1996. Ráðið stendur fyrir
ýmiss konar útgáfu, ráð-
stefnum og fyrirlestrum.
Verkefni ráðsins er m.a.
að greina siðfræðileg
vandamál sem takast þarf á við í
tengslum við Iiftækni og aðrar líf-
fræðirannsóknir, breytingar á ör-
verum, einnig notkun á erfðaefni úr
plöntum, dýrum og mönnum.
Ráðinu er ætlað að stuðla að
Linda Nielsen
skoðanaskiptum og sam-
starfi um þessi mál milli
stofnana, embættismanna,
vísindamanna, þingmanna
og annarra aðila sem hafa
mikil áhrif á skoðanamótun
í samfélaginu. Einnig á ráð-
ið að fylgjast með því sem
gerist í þessum efnum á al-
þjóðlegum vettvangi, meðal
annars í lagasetningu.
Tíu manns eiga sæti í ráðinu til
eins árs í senn, fulltrúar Islands eru
prófessorarnir Guðmundur Egg-
ertsson og Erlendur Jónsson. For-
maður er Linda Nielsen, prófessor í
lögfræði í Kaupmannahöfn.
aðeins um nokkrar líkur að ræða og
aukin þekking getur jafnvel gjör-
breytt niðurstöðunni.
Sænski heimspekingurinn Göran
Hermerén lýsti því ítarlega í erindi
sínu hvaða flækjur kæmu upp á yfir-
borðið þegar farið væri í saumana á
þessum vanda.
Hann sagði ljóst að freistandi væri
fyrir stjórnvöld að draga úr kostnaði
við heilbrigðisþjónustu með því að
rannsaka áhættuþætti hjá einstak-
lingum, fyrirbyggjandi aðgerðir
yrðu markvissari. Þá mætti stundum
hvetja þá til að breyta t.d. mataræði
eða öðra í lífsháttum til að minnka
hættuna á að veikjast. En Hermerén
benti einnig á að ættingjar myndu
sumir ekkert vilja vita af því að
greinst hefði hættulegur erfðagalli í
öðrum ættingja og þá mætti spyrja
hvort yfirvöld ættu nokkurn rétt á
að láta þá vita. „Jafnvel það eitt að
spyrja þá hvort þeir vilji fá slíkar
upplýsingar getur valdið ótta hjá
þeim,“ sagði hann.
Litháískur aðstoðarprófessor í
lækningasiðfræði, Eugenijus Gefenas,
sagði þessar umræður sýna vel mun-
inn á aðstæðum á Norðurlöndum og í
Eystrasaltslöndunum. „Við erum ný-
búin að fá réttinn til að vita en þið
erað að fara að berjast fyrir réttinum
til að vita ekki!“ sagði hann.
tækið þannig rétt til að nota genaupplýsingar úr
skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins í héraðinu
síðustu áratugi. Lífsýnin eru þó áfram sögð und-
ir yfirstjóm opinberra aðila og notkunin háð
ströngum reglum þeirra.
Gisela Dahlquist, prófessor við háskólann í
Umeá, kynnti á ráðstefnunni þær siðfræðilegu
viðmiðanir sem búast mætti við að fylgt yrði við
starfrækslu bankans og annama slíkra í Svíþjóð.
Dahlquist sagði að sænska lífsiðfræðinefndin
hefði síðustu árin fengið æ fleiri fyrirspumir frá
lyfjafyrirtækjum og siðanefndum einstakra
stofnana vegna vandamála í tengslum við notkun
á lífsýnum, einkum erfðaefni í genum.
Spumingamar vörðuðu ekki síst upplýst sam-
þykki, eignarhald og ábyrgð á upplýsingum sem
fást með því að nota lífsýnin. Þessi mál hefðu mik-
ið verið rædd í öðram norrænum löndum, meðal
annars í tengslum við íslenska gagnagranninn.
Ljóst er að erfitt verður að beita reglunni um
upplýst samþykki í öllum tilvikum þar sem oft er
langt síðan sýnin vora tekin, ekki víst að auðvelt
verði að finna viðkomandi einstakling. Hann
gæti verið látinn en rannsóknin gæti snert hags-
muni ættingja hans ef arfgengir sjúkdómar
greinast eða hætta á þeim.
Annar vandi er að jafnvel þótt upplýst sam-
þykki fáist er ekki víst að forsendur þess séu lengi
gildar vegna þess að tækni- og þekkingarþróunin
er svo hröð. Skyndilega er hægt að gera það sem
ekki var kleift þegar samþykkið var veitt.
Svíar hyggjast leysa þennan vanda með því að
óháð siðanefnd ákveði í hvert sinn hvort nauð-
synlegt sé að ráðfæra sig við þann sem gaf sýnið
eða láta skuli nægja að gera ráð fyrir að hann sé
samþykkur.
Og hver á lífsýnin og hvers virði era þau ef
ekki fylgir eitthvað um þann sem gaf sýnið, hvað
þjakaði hann, hvaða lyf hann tók, hvemig að-
stæður hans voru? Lífsýnið verður að sjálfsögðu
mun verðmætara ef þessar upplýsingar fylgja
með. En jafnframt verður auðveldara að greina
hvaða einstakling er um að ræða þótt búið sé að
fjarlægja nafn og kennitölu.
PERSÓNUUPPLÝSINGAR VERÐI DULKÓÐAÐAR
Sænska lífsiðfræðinefndin mælir með því að
persónuupplýsingar um lífsýni verði dulkóðaðar
og lykillinn varðveittur hjá opinberum stofnun-
um. Setja verði strangar reglur um varðveislu
sýnanna og notkun lykilsins, best sé að þær séu
samdar í samráði við fulltrúa tölvunefnda. Full-
nægja þurfi ákveðnum skilyrðum til að fá að
safna og nýta lífsýni og umsóknir verði metnar
af óháðum vísindasiðanefndum. Þær ákveði m.a.
hvort leyfa megi að lykillinn að persónugrein-
ingu skuli notaður. Lífsiðfræðinefndin segir
einnig að sýnisgjafa skuli alltaf tjáð að hann geti
hvenær sem er látið eyða sýninu.
ÍSLENSKAR RADDIR OG DEILUR
Erlendu þátttakendunum var að sjálfsögðu
kunnugt um deilumar á íslandi um gagnagrunn-
inn. I samtölum blaðamanns við suma þeirra kom
í ljós að margir litu á gagnagrunnslögin sem eins
konar prófmál þótt ljóst sé að enn viðameiri
gagnagrunnar hafi um margra ára skeið verið
notaðir í sumum löndum. Einkum hafa Danir
unnið markvisst að slíkri uppbyggingu, verið er
að tölvuvæða sjúkraskýrslur þar í landi og hluti
þeirra þegar kominn í landsgranninn. Hægt er
að samkeyra upplýsingai’ úr öðrum gagnagrunn-
um, t.d. almannatrygginga, við upplýsingar á
heilbrigðissviði að fengnu leyfi eftirlitsnefnda.
Skoðanir vora skiptar um ágæti íslensku hug-
myndarinnar og ekki treystir blaðamaður sér til
að fullyrða hvort fleiri voru með en móti enda
engar atkvæðagreiðslur - og lófataki eftir fram-
sögu nokkuð jafnt deilt milli ræðumanna.
Erlendir þátttakendur gagnrýndu margir að
rekstrarleyfið yrði hér í höndum einkafyrirtæk-
is, þar væri mikilvægasta sérstaða íslenska
grunnsins, og einnig að fyrirtækið hefði sérleyfi
til 12 ára á að hagnýta granninn í viðskiptum.
Einnig höfðu margir áhyggjur af því að gengið
væri á rétt fólks vegna þess að einstaklingar
sem samþykktu að vera í grunninum yrðu ekki
spurðir fyrirfram hvort þeir vildu að upplýsingar
um þá yrðu notaðar í tiltekna rannsókn. Sam-
þykki væri veitt í eitt skipti fyrir öll. Á ráðstefn-
unni var mikið rætt um aðferðir við að tryggja
að fólk vissi hvað gert yrði við upplýsingamar.
Talsmenn Islenskrar erfðagreiningar bentu á að
þegar farið væri af stað með rannsókn væri oft
erfitt að sjá fyrir hvert rannsóknin gæti leitt.
Kári Stefánsson sagði að beitt væri dulkóðun
og öllum hugsanlegum öðram aðferðum til að
tryggja persónuvemd fólks í íslenska grunnin-
um. Rangt væri að telja að hættan á misnotkun
væri bundin við íslenska gagnagrunninn, líta
yrði á þau mál í samhengi við aðra gagnagranna
í heiminum. Einhver hætta væri alltaf fyrir
hendi, hversu varlega sem menn færu, þegar
safnað væri saman svo víðtækum upplýsingum
um einstaklinga á einn stað.
pSumir starfsbræður mínir í vísindaheiminum,
á Islandi og annars staðar, hafa einnig sagt að
uppbygging gagnagrannsins muni takmarka
frelsi til vísindarannsókna á Islandi,“ sagði Kári.
„Upplýsingar era undarlegt fyrirbæri, það er
hægt að fjölfalda þær. Upplýsingar sem eru núna
á sjúkrahúsunum verða þar áfram á morgun og
allir geta notað þær á sama hátt og nú er gert.
Rekstrarleyfishafinn fær ekki einkaleyfí á að nota
upplýsingamar, stjómvöld og heilbrigðisyfirvöld á
íslandi fá fullan aðgang að upplýsingum í grannin-
um, sama er að segja um innlenda vísindamenn.
Gagnagrunnurinn íslenski verður byggður
upp með samþykki þátttakenda á íslandi, hann
verður starfræktur í samræmi við evrópsk og al-
þjóðleg lög og reglur og að minni hyggju í sam-
ræmi við ströngustu siðareglur. Eg tel að grunn-
urinn geti að mörgu leyti orðið fyrirmynd á
þessu sviði í öðrum löndum. Þeir sem segja að
málið sé of flókið og enginn geti í raun skilið það
nógu vel era einnig þeirrar skoðunar að lýðræði
henti aðeins í sumum málum og nota þurfi aðrar
stjómunaraðferðir í öðram málum.“
EKKI RffTT UM SAMA GAGNAGRUNNINN?
Tómas Zoéga sagði marga viðstadda vafalaust
halda að hann og Kári væru alls ekki að tala um
sama gagnagrunninn. „Við eram með sams kon-
ar eftirlit á Islandi með gagnagrunnum og ann-
ars staðar í heiminum. Við eram með tölvunefnd
sem var stofnuð 1981 og henni er ætlað að
vemda einstaklinginn, vernda einkalífið og
tryggja að persónulegar upplýsingar séu notað-
ar í samræmi við íslensk lög og alþjóðasamninga.
Undanfarin tvö ár hefur einnig starfað lífsið-
fræðinefnd og hlutverk henngr er einkum að
vera ráðgjafi fyrir ríkisstjómina og þingið."
Tómas sagði að landlækni hefði verið skipað
að senda út plagg með upplýsingum um gagna-
grunninn inn á hvert heimili. Ritlingurinn hefði
verið ágætur í sjálfu sér en ýmislegt hefði ekki
verið hægt að upplýsa í honum.
„I ritlingnum var ekki sagt hvaða upplýsingar
yrðu sendar í gagnagrunninn, það hefur ekki
enn verið ákveðið. Ekki var skilgreint hvaða
hlutverki hann ætti að gegna. Upplýsingar fai-a
inn í granninn nema fólk hafi sjálft fyrir því að
segja sig úr honum.“
Tómas sagði ennfremur að ekki yrði um að
ræða eftirlit óháðrar siðferðisnefndar með því
hvaða upplýsingar væru teknar úr gögnum
sjúkrahúsanna og færðar í granninn og sjúkling-
arnir ekki spurðir sérstaklega. Læknar fengju
ekki að hafna beiðnum um gögn í grunninn og
gætu því ekki uppfyllt trúnaðarheit sín við skjól-
stæðingana.
Sigurður Guðmundsson landlæknir rakti
helstu atriði laganna um gagnagrunninn, ræddi
væntanlega gagnsemi af grunninum, hvað færi í
hann og hvað ekki, hver ætti upplýsingarnar.
„Ég tel mikilvægt að benda á að samkvæmt
lögunum er eingöngu um að ræða tæki til rann-
sókna. Ekki verður leyfð samkeyrsla grunna
með t.d. ættfræði- eða erfðafræðigögnum án
leyfis tölvunefndar og upplýsts samþykkis
þeirra sem gögnin fjalla um en auðvelt verður að
nota hann til að gera rannsóknir á arfgengum
sjúkdómum. Hins vegar er ljóst að hann verður
ekki notaður við genarannsóknir og einu erfða-
fræðigögnin í honum verða þau sem hugsanlega
er að finna í sjúkraskýrslum.“
EYÐING GAGNA EF SKIPT ER UM SKOÐUN
Sigurður sagði að áður en hugmyndir um
gagnagrunninn hefðu verið settar fram hefði
verið búið að ákveða að tölvuvæða sjúkraskýrsl-
ur og tengja saman allar upplýsingar á stofnun-
um heilbrigðiskerfisins undir kennitölum. Ekk-
ert væri að því að nefna það umfangsmikla kerfi
líka gagnagrunn.
Hann taldi að umræðumar um gagnagrunn
Islenskrar erfðagreiningar hefðu að líkindum átt
að standa lengur á Islandi til að skýra betur ým-
is atriði, áður en lögin voru samþykkt. Enn ætti
eftir að skilgreina hvemig upplýsingar úr
sjúkraskýrslum yrðu notaðar, hvort þar yrði t.d.
um að ræða tölulegar upplýsingar eingöngu.
Hægt verður að bæta nýjum upplýsingum við
grunninn um hvem einstakling. Sigurður sagði
ljóst að hægt yrði að verða við óskum þeirra sem
snerist hugur og vildu að gögn um þá yrðu fjar-
lægð. Sérfræðingar á þessu sviði hefðu tjáð sér að
það yrði tæknilega fremur auðvelt ef menn vildu.