Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 40

Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANDRIFREYR ARNARSSON + Andri Freyr Arnarsson fæddist á Landspít- alanum 10. maí 1993. Hann lést á Barnaspítala Hringsins hinn 14. október síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Arnar Smári Þorvarðarson, f. 1. ágúst 1966, bygg- ingatæknifræðing- ur, og Kristín Hild- ur Thorarensen, f. 22. júní 1967, grunnskóiakennari. Yngri bróðir hans er Egill Þorri Arnarsson, f. 10. september 1995. Andri Freyr verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun, mánudaginn 25. októ- ber, og hefst athöfnin klukkan 15.30. Elsku litli drengurinn okkar, einn af stærstu gleðigjöfum í lífi okkar, er farinn. Við munum svo vel þann dag þegar þú komst í heiminn. Þú v varst fyrsta bamið okkar og þín var beðið með mikilli tilhlökkun. Gleði okkar var mikil þegar við eignuð- umst stóran og heilbrigðan strák. Væi afl þinn varð einstaklega giaður yflr að þú skyldir fæðast á afmælis- degi fóstru hans og í raun var gleðin tvöföld því rétt klukkutíma áður hafði náfrændi þinn og næstum nafni, Arnór Freyr, komið í heiminn á Isafirði. I gegnum tíðina höfum við alltaf verið þakklát fyrir hversu heilbrigður og duglegur drengur þú v varst. Þú, Andri Freyr, og Egill Þorri, bróðir þinn, voruð og eruð „gullmol- amir“ okkar eins og við töluðum svo oft um. Þið bræðumir vomð hvor öðmm mjög kærir og studduð hvor annan þar sem hinn var veikari fyr- ir. Það var aðdáunarvert hversu annt þér var um bróður þinn, þú gættir hans þegar þið vomð úti saman og verndaðir þegar þið vomð að leika ykkur ásamt fleimm. Það var margt sem þú kenndir bróður þínum og hann á eftir að búa að því. Þú varst alla tíð mjög prúður drengur og varst stolt okkar hvar sem þú komst. Þar sem þið bræðumir höfðuð kynnst dauðanum ungir, þegar Liija amma dó, töluðum við oft saman um það hversu vel þið þyrftuð að gæta ykkar þar sem við ættum bara einn Andra Frey og einn Egil Þorra og það væm engir aðrir eins og þið til í veröldinni. Þetta skildir þú svo vel, Andri Freyr, og varst oft að segja bróður þínum frá þessu og varst alltaf varkár. Þú varst mjög útsjón- ar- og eftirtektarsamur drengur og hafðir mjög gaman af því að skapa ýmsa hluti. Þér fannst mjög gaman að smíða, alltaf þegar þú komst til afa og ömmu í Grenó fékkstu að fara út í bílskúr með afa til að smíða og þegar þú varst uppi í sumó smíð- uðuð þú og afi ýmsa hluti. Flugvélin sem þú smíðaðir og málaðir í sumar verður sett á góðan stað til minn- ingar um þig. Þú hafðir líka einstak- lega gaman af því að byggja úr legó og liggja eftir þig margir hlutir sem þú byggðir síðustu mánuði af mikilli þrautseigju og varst stoltur af. Þú varst stoltur af því að geta byggt hluti sem ætlaðir voru eldri krökk- um en þér. En þú varst ekki einn um það, við vorum og erum líka geysilega stolt af þér. Þar sem þú fórst að tala mjög snemma og varst mjög rólegur og yfirvegaður persónuleiki var mjög > gott að tala við þig um alla hluti milli himins og jarðar. Þú varst mjög áhugasamur um alla hluti. Þessi eiginleiki reyndist okkur dýr- mætur í þrautagöngu þinni nú síð- ustu sjö mánuði lífs þíns. I baráttu þinni við krabbameinið var margt erfitt sem þú þurftir að . gera og varst þú alltaf mjög hug- rakkur, það eina sem þú fórst fram á, var að fá að vita hvað ætti að gera áður en það yrði gert. Það þurfti oft að ræða hlut- ina vel en það vakti mikla aðdáun okkar og margra annarra hvað þú varst samvinnuþýð- ur í allri þessari bar- áttu. Þú varst hetjan okkar. Við vissum að þú bjóst yfir einstaklega góðum eiginleikum og því var það mikið til- hlökkunarefni að fá að fylgjast með þér þroskast og dafna og sjá persónu- leika þinn mótast að fullu. Þú þroskaðist heilmikið síðastliðið ár, bæði vegna aldurs þíns og ekki síð- ur vegna veikindanna. Því voru von- brigði okkar mikil og sár þegar ljóst var að þér varð ekki bjargað, að sjúkdómur þinn var ólæknandi. Eft- irsjáin að þér er gífurlega mikil og við munum alla tíð sakna þín mikið og hugsa til þess sem hefði getað orðið. Okkur er sagt að tíminn lækni öll sár, en það þarf mikinn tíma til að lækna þetta sár. Sem betur fer eigum við um þig margar góðar minningar, myndir og þín eig- in handverk sem ekki verða frá okk- ur tekin og mun þetta allt ylja okk- ur um hjartarætur. Með þessum orðum viljum við kveðja þig að sinni, elsku litli gull- molinn okkar. Við vitum að þú ert nú í góðum höndum hjá Guði og Liiju ömmu. Egill Þorri saknar þín mikið. Astarkveðja. Mamma, pabbi og Egill Þorri. Elsku fallegi drengurinn okkar, Andri Freyr. Okkur skortir orð. Hjarta okkar grætur vegna þess að það hefur misst. Það sem raunveru- lega lætur hjartað bresta er að þú skulir vera farinn frá okkur. Þó eig- um við alltaf hinar dásamlegu minn- ingar um yndislegan dreng sem við geymum í hjartanu. Hann Andri okkar var yndislegur drengur. Frá- fall hans skilur eftir mikil sár í hjörtum okkar. Hann var rólegur, feiminn en ákveðinn ef svo bar und- ir. Það hjálpaði honum mikið í veik- indum sínum hvað hann var kjark- mikill og skýr. Hann bar mikið traust til þeirra sem önnuðust hann mest, það er foreldra, lækna og hjúkrunarfólks. Honum þótti vænt um þau og þekkti með nafni. Hann var iðinn við að sýna þeim hvað hann var að kubba og föndra við og tóku allir þátt í því með honum. Hann var laginn í höndunum, mál- aði og teiknaði og hafði mjög frjótt ímyndunarafl í tengslum við það. Einnig hafði hann gaman af því að syngja og söng oft fyrir okkur þótt ungur væri. Hann átti mörg uppá- halds lög. A meðan veikindunum stóð hugsaði hann ávallt um fram- tíðina og hvað við ættum eftir að gera saman. Við héldum í lengstu lög að sú von myndi rætast. Lífíð heldur áfram og við reynum að horfa til himins og minnast litla sólargeislans okkar, með söknuði. Við fjölskyldan eigum sumarbústað sem Andri þráði alltaf að fara í. Við áttum svo mikið eftir að gera þar saman. Núna í sumar gáfúm við honum mikið af dóti til þess að vera með í búaleik í stóra sandkassanum. Hann fékk litla eldavél, sem hann hafði svo gaman af að búa til sand- kökur í og sem hann bakaði og skreytti og kallaði síðan á okkur í kaffi. Þessu verður erfitt að gleyma þar sem þetta dót tilheyrir minning- unni um hann. Hann smíðaði lítinn bát með afa sínum og fóru þeir síð- an niður að vatni og drógu hann um vatnið á eftir stóra bátnum. Síðasta sem hann smíðaði var flugvél sem hann síðan málaði og skreytti með bláu, rauðu og hvítu. Þetta verður minjagripur í sumarbústað okkar. Hann óskaði eftir því að við kæmum með flugvélina á sjúkrahúsið til að sýna læknum og hjúkrunarfólki. Andri og amma áttu draum sem ekki var alveg búinn að rætast. Við ætluðum að búa til álfagarð. Við fór- um niður að ánni og tíndum þar steina sem við máluðum sem lítil hús. Andri hafði mikinn áhuga á að taka þátt í þessu með ömmu. Þegar litlu álfarnir voru komnir stakk Andri upp á að búa til álfagarð. Það var svo margt sem við ætluð- um að gera saman en því miður rættist ekki úr því. Enginn tekur minningarnar um það sem átti að gera frá okkur. Oft fór Andri með ömmu og afa einn í sumarbústaðinn og voru það dásamlegir tímar. í einni slíkri ferð fórum við ásamt frændfólki okkar á Akranesi í fjöru- ferð. Fjaran er stór og hefur mikið aðdráttarafl fyrir unga sem aldna því þar reka að margir skemmtilegir hlutir sem gaman er að skoða og naut Andri þess innilega. Fjara þessi er í Belgsholti í Melasveit þar sem frændfólk okkar býr. Við fund- um bobbinga og fullt af netahringj- um. Þetta var svo spennandi. Auð- vitað var síðan komið við í fjósinu á bænum og kálfamir skoðaðir. Síðan fórum við Andri með góssið upp í bústað þar sem þeir voru skreyttir og málaðir og prýða sumarbústað- inn bæði að utan og innan. Honum fannst svo gaman að vesenast þetta með okkur. Oft var minnst á þessa fjöruferð á meðan veikindunum stóð til að rifja upp eitthvað skemmtilegt. Minningarnar hrannast upp líka hér heima úr Grenilundinum. Hann til dæmis vissi alltaf hvar nammið var geymt og lét okkur óspart vita af því. Hann átti sér marga uppá- halds staði, jafnt úti sem inni, hér í Grenilundinum. I bílskúmum hjá afa var alltaf eitthvað að smíða. Einnig sópuðu þeir bræður oft lauf- ið í innkeyrslunni. Hér í Grenilund- inum hittist fólkið í götunni, ásamt bömum og bamabörnum, á hverju sumri. Þar var Andri alltaf með. Nágrannar fylgdust með honum í veikindum hans enda pabbi hans al- inn hér upp í götunni. Þegar við lít- um til baka er margs að minnast. Þessi litli sólargeisli gaf okkur mikla gleði svo að við tölum ekki um þegar eitthvað var um að vera hjá fjölskyldunni. Elsku litli drengurinn okkar, við viljum þakka þér fyrir alla gleðina sem þú gafst okkur og munum við geyma minningamar um lítinn yndislegan dreng um ókomna framtíð. Elsku Smári, Kristín og Egill Þorri okkar, megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Amma og afí í Grenilundi. Elsku Andri minn. Guð blessi þig og varðveiti þína sálu. Eg man þeg- ar þú varst þreyttur þá fannst þér gott að kúra hjá pabba og mömmu, elsku vinur, og þér fannst gott að láta Egill bróður þinn sofa hjá þér. Eg bið góðan Guð að gefa ykkur kraft í sorg ykkar, Smári minn og Kristín mín og Egill Þorri minn. Guð gefi ykkur ljós á vegi ykkar. Við skulum fara með þessi vers: Ó, sú náð að eiga Jesú, einkavin í hverri þraut. 0, sú heill að halla mega höfði sínu í drottins skaut Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. Elsku vinurinn minn. Þín langamma Katrín. Elsku litli frændi minn, Andri Freyr, er farinn frá okkur. Það er nánast eitthvað sem er ekki hægt að sætta sig við. Lítill ljúflingur sem var að byrja að upplifa svo margt, átti að byrja í skóla núna í haust og var fullur af væntingum til lífsins. Það var svo gaman að lifa en nú er hann dáinn. Hann barðist fyrir lífi sínu í sjö mánuði, stundum rofaði til og þá kom vonin. Nú þegar saga hans er öll eru þessi sex ár með honum mér svo óendanlega mikils virði í minn- ingunni. Hann gat alltaf séð skop- legar hliðar á tilverunni. Meira að segja þegar hann var búinn að missa hárið sitt, sneri hann alkunnu lagi upp í grín og söng: „Kallar með hár og krakkar með skalla." Svona var hann Andri minn. Hvert sinn sem augu mín lokast Séégþig Hlæjandi Brosandi Og hamingjusaman Hjarta mitt tekur kipp Og sorg mín sefast Eg brosi Eg þakka litla frænda mínum fyr- ir samveruna og allt það fallega sem hann kenndi mér. Guðs englar geymi þig. Elsku Smári, Kristín og Egill Þorri, Guð gefi ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. Þín frænka Elínbjörg (Ella). Lítill og fallegur drengur er lát- inn eftir mjög erfið veikindi í rúma níu mánuði frá greiningu sjúkdóms, sem var krabbamein. Það er hræðileg sorg sem kveður dyra hjá allri fjölskyldunni og mikiU missir. Hvemig getur lítið barn veikst af krabbameini? Engin svör fást við þvi. Læknar og hjúkrunar- fólk gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að ná tökum á meininu, en allt kom fyrir ekki. Dugnaður Andra Freys litla var einstakur, hann barðist eins og hetja fram á síðasta augnablik. Þessi litla hetja hafði á orði síðustu vikuna sem hann lifði, að þetta væri nú erfíðasta meðferðin sem hann hefðu gengið í gegnum. Það sýnir hve vel gefinn Andri litli var. Hann var búinn að mála svo fallegar myndir á spítalan- um, bæði á silki og pappír, sem eru komnar í ramma og fá að prýða stofuna heima hjá Smára, Kristínu og Agli litla, bróður hans, og fallega flugvélin sem hann bjó til og hangir í stofuloftinu hjá Svönu ömmu og Væa afa. Þetta eru dýrgripir sem þau eiga frá honum. Elsku hjartans bömin mín, Smári minn, Kristín mín, Egill Þorri minn, Svana amma, Væi afi, Bogi afi, langamma, föður- og móðurfjöl- skyldur. Það er sárt að þurfa að kveðja að sinni jafn yndislegt bam, en huggun harmi gegn að hann skuli vera laus við allar þjáningarn- ar og lifi nú í dýrðarljóma Drottins, umkringdur ástvinum sem komnir voru á undan honum. Munið, að hann Andri litli lifir hjá Guði og er með ykkur alla tíð. Og allar fallegu minningarnar eiga eftir að hjálpa ykkur að græða sárin. Bið góðan Guð að styrkja ykkur og blessa um ókomin ár. Góður Guð vaki yfir litla Andra Frey. Legg ég nú bæði iíf og önd, pfi Jesú, i þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitjti Guðs englar yfir mér. (Haligrímur Pétursson.) Anna Ingibjörg Benediktsdóttir og fjölskylda, Grindavík. Elsku Andri minn. Ég er búin að reyna margsinnis að koma hugsun- um mínum og tilfinningum á blað, en stundum er vart hægt að tjá sig með orðum. Þú hefur breytt tilvem minni svo gríðarlega. Augu mín hefur þú opnað fyrir svo margbreytilegri fegurð manns- ins. Kennt mér að þolinmæðin er dyggð og að hún líkt og sannur höfðingsskapur komi frá hjartanu. Nærgætni þín og ástúð, líkt og Iótusblóm með þúsundum blaða, gladdi augu mín og hjarta óteljandi sinnum. Allt sem þú skapaðir með litlu fíngrunum þínum var gert af ná- kvæmni og öryggi, sem varð til þess að allt varð eins og það átti að vera og ekki öðruvísi. Umhyggja þín fyrir öðrum, og þá sérstaklega Agli, sýndi mér hvað við emm öll einstök og dásamleg eins og við emm. Og að þeir sem kunna að elska em elskaðir þúsund- falt til baka. Hugrekki þitt og hetjulund hefðu klætt hvern kóng með prýði og upp- spretta þess er í hreinu hjarta. Ég kveð þig nú, elsku litli vinur. Þú átt alltaf stað í mínu hjarta. Það er heiður að hafa átt frænda eins og þig- Að lifa er að elska, allt hitt dauði. Og allt sem lifir er fætt af ástinni, því að veröldin er sköpun hennar. Það er hún sem vakti aflið, sem stjómar viti og vilja mannsins og vefiir örlagaþræði lífsins. Það er hún sem gerir veröldina fagra, því að hún er brosið á rúbínvörum kvöldsins Og Ijós hinnar ódauðlegu gleði í augum morgunsins. Að hfa er að elska, og sá sem einhver elskar getur aldrei dáið. (Raddir morgunsins.) Elsku Kiddý, Smári og Egill Þorri. Megi Guð almáttugur vaka yfir ykkur og styrkja á þessum erf- iðu tímum. Þín frænka Erna. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Þú sýndir það og sannaðir hvað börn geta tekið miklum erfiðleikum af æðmleysi, þú varst sannkölluð hetja. Þrátt fyrir mikil veikindi gastu oft séð spaugilegu hliðina á hlutunum og gert að gamni þínu. Ég vil þakka þér samverana, sem þó varð alltof stutt, það er huggun harmi gegn að vita þig nú hjá Lilju ömmu. Vertu sæll, litli vin. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð. I brekkum fjalla hvíla hljótt þau hafa boðið góða nóti Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur hljótt, það hefur boðið góða nótt (Magnús Gíslason.) Elsku Kiddý, Smári og Egill Þorri, ég bið góðan Guð að styrkja og styðja ykkur nú og um ókomna framtíð. Hvíl þú í friði, kæri frændi. Þín frænka Karólína. Andri, mig langar að kveðja þig með nokkmm orðum, litli vinur. Andri minn, ég mun alltaf muna eftir því þegar við vomm að kubba á afmælinu hans Egils núna í haust. Ég átti ekki til orð yfir það hvað þú varst duglegur og nákvæmur, þú vildir hafa legóið sem þú varst að byggja alveg eins og myndin sýndi, þetta var svo flott hjá þér. Þegar þú varst á spítalanum hélstu alltaf áfram að byggja úr legóinu, orðinn mesti listasmiður. Duglegur, stillt- ur, gáfaður og góður era allt orð sem lýsa þér, hugprýði allra riddara sögunnar barst þú í þínu hjarta og þú verður okkur ljós í ókominni tíð. Andri vinur, þér mun ég aldrei gleyma. Kiddý og Smári, þið eigið samúð mína, Guð gefi ykkur og Agli litla styrk. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiir mig að vötnunum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur.) Jóhann Ágúst (Jonni). Þegar þú fæddist, Andri Freyr, varstu kærkominn upphafspunktur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.