Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 39 ASTHILDUR S. ÓLAFSDÓTTIR + Ásthildur S. Ólafsdóttir fæddist í Bolungar- vik 5. júlí 1921. Hún lést á Hjúkrunar- hcimilinu Skógarbæ 15. október síðast- liðinn. Foreldrar Ásthildar voru Ólaf- ur Ásgeirsson og Arndís Sigurðar- dóttir. Fósturfor- eldrar hennar voru Kristín og Kristinn P. Briem frá Sauð- árkróki. Ásthildur gekk í Kvennaskólann í Reykjavík. Hún giftist John Graham hinn 30. október 1945 og áttu þau eina dóttur, Kristínu Margréti, sem Vinkona okkar, Ásthildur Ólafs- dóttir, er látin. Adda, eins og hún var alltaf kölluð, var sannarlega ein af hvunndagshetjum þessa lands. Alltaf var hún blíð og góð, ávallt reiðubúin til að hlusta og leysa úr þeim vanda sem að steðjaði. Öllum sem til hennar leituðu reyndist hún vel. Nú er Adda okkai’ búin að fá hvíldina og komin heim til Drottins. Far þú í friði, elsku vinkona. Dagur líður, fagur, friður, flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjörnumar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öll dagsins þraut. (V. Briem.) Elsku Kidda, Bud, Kristinn, Zeke og Susan. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. „Pví svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, tii þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft Iíf.“ (Jóh. 3.16.) Ykkar vinir, Guðmundur, Jóhanna, Viktor Örn og Sigurbjörg. Nú er elsku Adda búin að kveðja og á morgun kveðjum við hana hinstu kveðju. Fyrir þremur vikum þegar ég heimsótti hana um kvöld sjjurði hún: - Er ég að fara heim? - Eg vissi ekki alveg hvers var spurt og svaraði því til að núna ætti hún heima héma. Það var smá þögn en síðan kom: - Ætlar Guð að fara að taka mig til sín? - Viltu það, Adda mín? spurði ég og hún svaraði: Já, stundum- Við héldum áfram að ræða saman eftir því sem þrek búsett er í Banda- ríkjunum. Börn hennar eru Kristinn, f. 22.4. 1972, Susan, f. 5.11. 1980, og stjúpsonurinn Zeke, f. 22.10. 1975. Eigin- maður Kristínar er Bud Farling. Ásthildur starfaði í mörg ár sem bankaritari í Bún- aðarbanka Islands. Hún dvaldist tvö siðustu árin í Skóg- arbæ. títför Ásthildar fer fram frá Fíladelfíukirkj- unni, Hátúni 2, á morgun, mánudaginn 25. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. hennar leyfði. Við enduðum með bæn fyrir nóttina og mér datt í hug vers úr sálmi sem er svona: Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum Lausnara hjá, það verður dásamleg dýrð handa mér. (C.H.G. Redhlberg.) Þetta var hennar trú að Guð væri með í gleði og erfiðleikum og einnig yfir móðuna miklu. Adda varð af- skaplega glöð þegar Kristín, einka- barnið hennar, kom frá Bandaríkj- unum viku seinna og við vorum svo ánægð að þær gátu verið saman síð- ustu dagana og stundimar. Kynni okkar Öddu byrjuðu um 1962 eftir að hún fluttist til Reykja- víkur. Fyrstu árin hér bjó hún með fósturföður sínum og dóttur sinni í Meðalholti 5 og voru það góð ár. Hún vann sem bankaritari í Búnað- arbankanum og heilsa hennar var nokkuð góð. Góð heilsa var eitthvað sem var ekki sjálfgefið hjá Öddu. Krabbamein, beinþynning, brákað bak og asmi fylgdu henni síðustu áratugina. En byrjunin var að hún fékk berkla sem ung móðir og barð- ist við þá í nokkur ár. Þegar hún út- skrifaðist af berklahælinu opnuðu faðir hennar og kona hans, Freyja Rósantsdóttir, heimili sitt á Isafirði fyrir henni og var hún þeim mjög þakklát fyrh’ það. Á meðan hún var að berjast við berklana var litla dóttirin hjá fósturforeldrum hennar á Sauðárkróki og bjó þar við gott atlæti þótt aðskilnaðurinn við móð- urina væri erfiður. Adda fór síðan norður og bjó á Króknum þar til hún flutti suður. Adda var hlédræg og hógvær en hafði skemmtilega kímnigáfu og oft komu smellnar athugasemdir í góðra vina hópi. Hún hafði gaman af ferðalögum en stundum var erfitt að drífa sig af stað. Þegar upp í bíl- inn var komið var ferðarinnar notið tO fulls. Eftir ferðirnar var reglu- lega gaman að rifja upp ýmis atriði og þá komu mörg gullkomin fram hjá henni á skemmtilegan hátt og vöktu hlátur og glens. Hún fór oft í heimsókn til dóttur sinnar sem bjó erlendis og naut þess að vera með henni, manni hennar og barnaböm- unum sínum. Það fannst henni hvað erfiðast, að hafa þau öll svo langt í burtu. Heimilið hennar og herberg- ið í Skógarbæ var fullt af myndum af þeim og hún var svo hreykin amma þegar hún var að segja frá. Okkur fannst frábært að þau skyldu koma í heimsókn í vor á meðan Adda gat notið þess að hafa þau hjá sér. Barnabarnabörnin em orðin tvö. Tvær litlar stúlkur, en hún varð að láta sér nægja myndir af þeim því heilsan leyfði ekki heimsókn tii þeirra. En mikið var hún ánægð með langömmunafnbótina. Eftir að heilsan bilaði svo að hún gat ekki búið ein fór hún á Dvalar- heimilið á Blesastöðum á Skeiðum. Þar naut hún mikillar umhyggju og kærleika. Þær mæðgur, Ingibjörg og Hildur, fengu sérstakt hrós hjá henni svo og annað starfsfólk. Síð- ustu tvö árin var hún á Hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ. Þar fékk hún frábæra þjónustu í sínum erfiða sjúkdómi. Hún var borin á höndum sér og fylgst með henni af kost- gæfni til síðustu stundar. Við hjónin þökkum ykkur öllum, á báðum heimilunum, allan ykkar kærleika og umhugsun við Oddu og einnig frábæra gestrisni og viðmót ykkar við okkur. Kærar þakkir. Við sendum Kiddu og fjölskyldu hennar svo og öðrum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa ykkur öll. Ester og Hilmar. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. HERMANN PÁLSSON + Hermann Páls- son, fv. sjómað- ur og bflstjóri, fæddist í Vest- mannaeyjum 23. janúar 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 12. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landa- kirkju 16. október. Mig langar með nokkrum orðum að minnast frænda míns, Hermanns Pálssonar. Mamma hans, Inga, var systir pabba míns. Þegar Hermann var nýorðinn fjög- urra ára drukknaði pabbi hans en hann var sjómaður. Þau voru tvö systkinin. Nía systir hans vai’ fimm ára. Vorið eftir kom hann til okkar að Kerlingardal en systir hans var hjá mömmu sinni. Hermann vai’ hjá okkur til tíu ára aldurs en fór á haustin til Eyja til mömmu sinnar en hann var í skóla þar. Hann kom svo á vorin þar til hann var sextán ára. Alltaf fór ég í felur til að skæla þegar hann fór á haustin. Mamma hans fór í kaupavinnu að Stein- um á sumrin, kom hún þá austur til okkar að sjá strákinn sinn bæði þegar hún kom á vorin og áður en hún fór til Eyja á haustin og kom þá Nía með henni. Þegar ég var ung fór ég tvær vertíðir til Eyja og hélt ég þá til hjá þeim mæðginum, þar var gott að vera. Hermann byggði sér ungur hús, giftist góðri konu og eignaðist þrjú myndarbörn og síðan komu bama- bömin. Eg er þakklát fyrir að hafa alist upp með honum, við vomm eins og systkini. Hermann var góður og traustur maður. Blessuð sé minning hans. Hildur Ándrésdóttir. Blómabwðm öarðskom v/ Possvo^skipkjuga^ð Símii 554 0500 Blómastofa Friðjtnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AUÐUR J. AUÐUNS, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 26. október kl. 13.30. Jón Hermannsson, Kolbrún Jóhannesdóttir, Einar Hermannsson, Kristín Guðnadóttir, Margrét Hermanns Auðardóttir, Sigfús Björnsson, Árni Hermannsson, Erla Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, ÞORSTEINN KARL EYLAND, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju, Kópa- vogi, miðvikudaginn 27. október kl. 15.00. Svava Eyland, Elías Elíasson, Jenný Eyland, Reynir Þorleifsson, Bára Helgadóttir og fjölskyldur. + Innilegt þakklæti til allra sem sýndu mér samúð og vináttu vegna andláts móður minnar, MARGRÉTAR OLLÝAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Krummahólum 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir færi ég Lögreglukór Reykja- víkur og vinnufélögum mínum. Einnig séra Hans Markúsi fyrir stuðning hans og síðast en ekki síst Kristínu móðursystur minni fyrir alla þá ómetanlegu hjálp sem hún veitti mér. Haukur Ólafsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför sonar okkar, bróður og mágs, BIRGIS ÞÓRS HÖGNASONAR, Keldulandi 3, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Hadda Halldórsdóttir, Högni B. Jónsson, Esther Gerður Högnadóttir, Marteinn Karlsson, Þórunn Högnadóttir, Brandur Gunnarsson og frændsystkin. + Hjartans þakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu elskulegs sonar míns og bróður okkar, DANS GUNNARS HANSSONAR, með blómum og gjöfum í minningarsjóði. Birgit Hansson, Arvika, Svíþjóð. + Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGURLAUGAR DAVÍÐSDÓTTUR, Hrafnistu Reykjavík. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun á deild E-2. Alda Jónsdóttir, Þorsteinn Egilsson, Halldóra Jónsdóttir, Hannes Baldvinsson, Þórdís Jónsdóttir, Haukur Hjaltason, Helen Þorkelsson og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.